Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 ✝ MagnúsBjörnsson frá Flögu í Vatnsdal fæddist í Reykja- vík 1. september 1942. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 26. febrúar 2014. Magnús var sonur Bergþóru Magnúsdóttur, f. 27. janúar 1921, d. 8. apríl 1995, og Gunnars Viggós Jó- elssonar, f. 12. júní 1918, d. 19. desember 1990. Kjörfor- eldrar Magnúsar voru Elsa Lyng Magnúsdóttir frá Flögu í Vatnsdal, f. 15. desember 1917, d. 11. janúar 2011, og Björn Sigfús Sigurðsson frá Kornsá í Vatnsdal, f. 6. júlí 1920, d. 14. maí 2010. Alsystkini Magnúsar eru Guðlaug Gunnarsdóttir, f. 14. apríl 1939, og Ingi Sverrir ur í Hlíðadalsskóla. Hann stundaði nám í Myndlistarskól- anum í Reykjavík á árunum 1961-1962. Magnús lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavik 1966 og í framhaldi meist- araprófi í því fagi. Starfaði hann í Trésmiðju Víðis á námsárunum. Magnús vann sem smiður við Búrfells- virkjun 1968-1969. Fagþekk- ing Magnúsar á hús- gagnahönnun var mikil og hannaði hann sjálfur töluvert af húsgögnum og innrétt- ingum. Samhliða hús- gagnahönnun starfaði Magnús sem bankastarfsmaður í Landsbankanum á árunum 1969-1993. Árið 1997 réð hann sig sem húsvörð fyrir þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða á Dal- braut. Magnús sat í ýmsum nefndum og sat síðast í stjórn húsfélagsins í Bólstaðarhlíð 43 og 45 þar sem hann bjó. Magnús verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, 11. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 11. Gunnarsson, f. 17. ágúst 1941. Magnús kvænt- ist 29. október 1966 Hallfríði Kristínu Skúla- dóttur, f. 19. mars 1945. Dætur þeirra: 1) Margrét, f. 15. maí 1967, d. 24. febrúar 2008. Sambýlismaður hennar til ársins 2004: Þórir Ófeigsson, f. 18. ágúst 1966. Synir þeirra: Odd- ur Þór, f. 28. maí 1996, og Sindri Dagur, f. 23. júní 1999. 2) Elsa Lyng, f. 25. júlí 1973, maki Stefán Torfi Höskulds- son, f. 5. júlí 1972, börn þeirra eru Krista Karólína, f. 13. apr- íl 2002, og Magnús Máni, f. 9. apríl 2010. Magnús ólst upp á Flögu í Vatnsdal og naut almennrar menntunar þess tíma, gekk í farskóla Ásahrepps og tvo vet- Að kveðja föður minn er erfitt en um leið er ég umvafin falleg- um minningum. Pabbi hefur allt- af verið stór hluti af lífi mínu, bæði í hlutverki föður og vinar. Saga pabba hefur mér alltaf fundist áhugaverð. Hann fædd- ist í Reykjavík en vegna veik- inda móður var hann sendur í fóstur í hinn yndislega Vatnsdal norðan heiða. Þar ólst hann upp á bænum Flögu við ást, öryggi og umvafinn fallegri náttúru. Pabbi var fagurkeri, náttúru- unnandi en um leið dálítill ein- fari og fengu þessir eiginleikar að njóta sín vel í sveitinni. Eftir að pabbi flutti til Reykjavíkur og bjó sér fallegt heimili með mömmu naut hann sín best þegar hann hafði nægan tíma til að skapa fallega hluti. Viska hans á hönnun og auga fyrir formum og réttum hlutföll- um má segja að hafi verið eins- dæmi. Það voru því margir sem leituðu þekkingar hans á því sviði. Hann hafði einnig mikla unun af því að lesa bókmenntir og efst á þeim lista var saga og hönnun. Samfélagsmál voru oft ofarlega í umræðum hvar sem hann var og þá kom glöggt í ljós hversu víða þekkingu hann hafði. Það voru því ófáar stund- irnar sem við ræddum saman um lífið og tilveruna. Vinskapur okkar var mikill og dýrmætar eru þær stundir sem við pabbi áttum saman síðustu mánuði hans. Að kveðja pabba er erfitt en það er ekki síður erf- itt að kveðja afa barnanna minna. Pabbi var mikill afi og barnabörnin skipuðu stóran sess í lífi hans. Hann var ávallt boð- inn og búinn ef á þurfti að halda. Góðmennska hans má segja að hafi verið hans stóri eiginleiki, hann var alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd og alltaf til staðar fyrir alla þegar á þurfti að halda. Það var því erfitt fyrir pabba að skipta um hlutverk og þiggja aðstoð og hjálp frá öðrum í veikindum sínum. Fráfall pabba er erfitt og stórt skarð er komið í litlu fjölskylduna okkar en þakklát er ég fyrir að það var hann sem kenndi mér að taka hlutunum með æðruleysi og horfa fram á veginn. Við mæðg- urnar munum nú leiðast í gegn- um komandi ár saman á meðan pabbi leiðir systur mína um draumalandið. Blessuð sé minning þín elsku pabbi. Elsa Lyng Magnúsdóttir. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahil Gibran) Elsku tengdapabbi. Nú hefur þú verið leystur frá þrautum eft- ir margra mánaða erfið veikindi. Aldrei heyrði ég þig kvarta þrátt fyrir að þú þjáðist stundum mik- ið, frekar kom frá þér setning eins og „ég tóri nú kannski fram á vor“. Dáðist ég að yfirvegun þinni og rósemi þrátt fyrir að þú hafir alltaf vitað að dauðinn var það eina sem myndi lækna þig, aldrei sá ég bregða fyrir biturð né beiskju heldur var þessi stó- íska ró þín alltaf yfir þér, í bland við þinn svarta húmor sem þú varst þekktur fyrir. Þær eru ófáar stundirnar sem við höfum eytt saman víðs vegar um heiminn í gegnum tíðina og um margt höfum við rætt þessi 15 ár sem við höfum þekkst, en margt var einnig eftir sem ég hefði viljað segja við þig áður en þú kvaddir. Börnin mín, barna- börnin þín, hafa nú einnig misst mikið en dásamlegt var að fylgj- ast með hvernig þessi litlu kríli tengdust þér og opnuðu nýjar víddir fyrir þér. Litli nafni þinn sagði þegar honum voru sagðar fréttirnar af andláti þínu: „Núna er afi kominn í gegnum Gullna hliðið!?“ – Já, gott væri að sjá heiminn alltaf með barnsaugun- um. Þú varst skarpgreindur, gríð- arvel lesinn, fróður um flest og hafðir sterkar skoðanir á flestu. Listrænn og handverksmaður mikill og einnig ákaflega rétt- sýnn og fordómalaus og fórst ekki í manngreinarálit. Kenndir þú mér mikið um gildi fjölskyld- unnar því alltaf varstu til staðar fyrir þína nánustu og varst ekki í rónni ef þú vissir af einhverjum á ferðinni. Einnig var ótrúlegt að fylgjast með þér í veikindum eldri dóttur þinnar, Margrétar heitinnar, því alltaf varstu klett- urinn sem hún gat hallað sér að hvað sem á bjátaði. Það er því kannski táknrænt að jarðarför þín sé á sama degi og hennar, nú sex árum síðar. Elsku Magnús, komið er að kveðjustund, síðustu orrustunni lokið og stríðið tapað, en sá sem hefur lifað eins og þú stendur ávallt uppi sem sigurvegari því: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Stefán Torfi Höskuldsson. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (SPÞ) Magnús Máni Stefánsson. Elsku afi var mér alltaf mjög kær og hann vildi gera allt fyrir mig. Hann var alltaf til staðar fyrir mig og kenndi mér marga hluti eins og að teikna og hugsa vel um aðra. Við áttum góða tíma saman, sérstaklega í Vatnsdal þar sem við vorum að smíða saman og njóta þess að vera í sveitinni góðu. Afi verður alltaf til staðar í hjarta mínu og mun aldrei víkja mér úr minni. Síðustu stundina sem ég átti með afa þá kenndi hann mér boðskapinn sem býr í þessu ljóði: Gulli og perlum safna sér sumir endalaust reyna vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Takk, elsku besti afi minn, fyrir öll árin sem við áttum sam- an. Krista Karólína Stefánsdóttir. Vinur þinn hlustar á það sem þú segir. Besti vinur þinn hlust- ar líka á það sem þú segir ekki. Listamanninum, smiðnum og fagurkeranum Magnúsi kynntist ég fyrst þegar við unnum saman í Landsbanka Íslands fyrir rúm- um fjörutíu árum. Við Magnús vinur minn áttum margt sameig- inlegt og þó sérstaklega áhuga á allri hönnun. Varla leið sá dagur öll þessi ár að við heyrðum ekki hvor í öðrum og má segja að þar hafi komið í ljós hversu traustur og góður vinur Magnús var, því oftar en ekki hringdi hann eða kom í heimsókn, bæði heim og í vinnuna til mín. Við töluðum mikið og lengi saman í síma um sameiginlegt áhugamál, hönnun, og oftar en ekki var Magnús að útlista útfærslur á þeim hlutum sem hann var að vinna að hverju sinni, efnisval og útlit á innrétt- ingum og öðru sem hann tók að sér að smíða fyrir aðra. Magnús safnaði að sér fögrum hlutum, húsgögnum, myndum, málverk- um og ekki síst bókum, en hann las alla tíð mjög mikið. Magnús og foreldrar hans bjuggu á Flögu í Vatnsdal og í því landi á fjölskyldan sér griða- stað, sumarhús í fallegum trjá- lundi sem búið er að rækta þar. Á hverju hausti fór Magnús til að ganga frá og loka fyrir vet- urinn. Síðasta haust dróst þetta aðeins, en á fögrum degi fór Stefán tengdasonur hans með honum til að ganga frá og Magn- ús kvaddi dalinn sinn fagra. Magnús tók á veikindum sín- um með ótrúlegu jafnaðargeði og talaði opinskátt um að nú væri komið að leiðarlokum. Fjöl- skyldan, Haddý, dæturnar Elsa, Margrét, tengdasynirnir og barnabörn, var honum allt. Þau gengu í gegnum erfitt og sárs- aukafullt tímabil í veikindum dótturinnar, Margrétar, sem endaði með ótímabærum dauða hennar fyrir sex árum. Lokastríð Magnúsar var stutt og allt fram á síðustu stundu var hönnun í huga hans. Dæmi um það er að þegar hann skrapp heim af líknardeildinni, þremur dögum áður en hann dó, bað hann Haddý að keyra fram hjá húsgagnaversluninni Casa til að sjá hvað væri nýtt í glugganum. Að leiðarlokum viljum við Sig- rún og fjölskylda þakka sam- fylgdina, vináttuna og hjálpsem- ina ótal sinnum í gegnum öll þessi ár ásamt öllum gleðistund- um sem við áttum saman. Elsku Haddý, Elsa, Stefán, Krista Karólína, Magnús Már, Þórir, Oddur Þór og Sindri Dag- ur, hugur okkar og samúð er hjá ykkur öllum í dag. Ég kveð einstakan vin. Lúðvík, Sigrún og fjölskylda. Mig langar að minnast vinar míns, Magnúsar Björnssonar, sem lést 26. febrúar síðastliðinn. Ég kynntist Magnúsi í gegnum dóttur hans, Margréti, sem lést 24. febrúar 2008 og vorum við mjög góðar vinkonur. Kæri Magnús, ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér og fjölskyldunni allri. Við sjáumst seinna, þá drekkum við kaffi saman. Guð veri með þér og um leið votta ég Hallfríði Kristínu Skúladóttur og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Guðrún Lára Pálsdóttir. Eftir að Magnús greindist með krabbamein urðum við nán- ir vinir. Við sátum í bílnum hans og töluðum um heima og geima. Við sátum heima hjá honum og Haddý og hann fræddi mig um æviárin sín í Vatnsdalnum og hann hljóp með mér í gegnum lífshlaupið sitt. Hann útskýrði fagurfræði fyrir mér og talaði um form hlutanna, enda hafði hann mikinn áhuga á hönnun og listum. Hann talaði líka um bæk- ur við mig og mér fannst alveg magnað hvernig hann gat nánast þulið upp setningar úr bókum sem hann hafði lesið áratugum áður. Magnús hafði mikinn áhuga á fréttum og hafði líka álit á þeim öllum. Í hvert sinn sem við hitt- umst ræddi hann málefni líðandi stundar og sagði sína skoðun á hverju því máli sem þá var mest um rætt í samfélaginu. Hann var greindur maður og benti mér oft á hluti sem hann vildi fá upp á yfirborðið. Réttlætiskenndin hans var mjög sterk og þær eru án efa margar sögurnar af Magnúsi að berjast fyrir rétt- indum fólks. Hér er ein. Magnús vann um árabil í Landsbankan- um. Eitt sinn fékk hann það verkefni að setja víxla í inn- heimtu. Hann fékk víxlabunkann í hendurnar, fletti í gegnum bunkann og ákvað að setja víxl- ana ekki í innheimtu. „Þetta voru víxlar heiðarlegs fólks sem ég vissi að barðist í bökkum og ég bara hafði ekki hjarta í mér að senda þá í innheimtu svo ég henti þeim í ruslið,“ sagði Magn- ús brosandi, en bætti við að hann hefði nú ekki grætt mikið á rétt- lætiskenndinni í gegnum lífið. Hún hefði frekar orðið honum fjötur um fót. „En ég er þó með góða samvisku – á þessu sviði allavega,“ sagði hann og brosti í kampinn. Ég kveð þennan mikla vin minn með trega og veit að öll þau góðu ráð sem hann gaf mér á sínum síðustu lífsdögum munu nýtast mér út lífið. Elsku Haddý, Elsa, Stefán, Krista og Magnús Máni – megi minning Magnúsar lýsa upp líf ykkar. Jóhannes Kr. Kristjánsson. Nú er komið að kveðjustund. Hann Magnús Björnsson, faðir minnar elsku vinkonu, Elsu Lyng, er látinn. Það eru rúm 20 ár síðan ég kynntist Magnúsi og hans fallegu og yndislegu eigin- konu, Haddý. Magnús var reffilegur maður, fagurkeri og sat ekki á skoðun- um sínum. Hann lést eftir erfið veikindi og þrátt fyrir þá vitn- eskju að sjúkdómurinn myndi sigra hann að lokum hélt ég allt- af í þá trú að hann fengi lengri tíma. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Magnúsi og fjöl- skyldunni allri. Það hefur alltaf verið mikill samgangur milli Elsu dóttur hans og mín og minnar fjölskyldu. Manninum mínum, Jóhannesi, og Magnúsi varð vel til vina síðustu árin og þótti mér mjög vænt um það þar sem ég hef alltaf litið á fjöl- skyldu Elsu sem hina fjölskyld- una mína. Elsku Magnús minn, ég veit þú ert á betri stað núna og vakir yfir okkur öllum. Þakka þér innilega fyrir falleg orð í garð fimm ára sonar míns, Gísla Kristjáns, þegar við hittum þig í síðasta sinn. Hann man þau vel og hefur síðastliðna daga oft minnst á þau. Hann hefur verið með hug- ann hjá þér. „Núna er Magnús afi hjá Guði og englunum og núna er hann ekki lengur lasinn og þarf ekki verkjatöflurnar.“ Elsku Magnús, takk fyrir all- ar samverustundirnar og ég veit að hún Margrét dóttir þín tekur vel á móti þér. Þú kvaddir mig með orðunum: „Guð blessi þig.“ Ég kveð þig með þeim sömu: Guð blessi þig, elsku Magnús. Elsku Haddý, Elsa, Stefán, Krista og Magnús Máni: Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Brynja Gísladóttir. Vinur þinn hlustar á það sem þú segir. Besti vinur þinn hlust- ar líka á það sem þú segir ekki. Listamanninum, smiðnum og fagurkeranum Magnúsi kynntist ég fyrst þegar við unnum saman í Landsbanka Íslands fyrir rúm- um fjörutíu árum. Við Magnús vinur minn áttum margt sameiginlegt og þó sér- staklega áhuga á allri hönnun. Varla leið sá dagur öll þessi ár að við heyrðum ekki hvor í öðr- um og má segja að þar hafi kom- ið í ljós hversu traustur og góður vinur Magnús var, því oftar en ekki hringdi hann eða kom í heimsókn, bæði heim og í vinn- una til mín. Við töluðum mikið og lengi saman í síma um sameiginlegt áhugamál, hönnun, og oftar en ekki var Magnús að útlista út- færslur á þeim hlutum sem hann var að vinna að hverju sinni, efn- isval og útlit á innréttingum og öðru sem hann tók að sér að smíða fyrir aðra. Magnús safnaði að sér fögrum hlutum, húsgögnum, myndum, málverkum og ekki síst bókum, en hann las alla tíð mjög mikið. Magnús og foreldrar hans bjuggu á Flögu í Vatnsdal og í því landi á fjölskyldan sér griða- stað, sumarhús í fallegum trjá- lundi sem búið er að rækta þar. Á hverju hausti fór Magnús til að ganga frá og loka fyrir vet- urinn. Síðasta haust dróst þetta aðeins, en á fögrum degi fór Stefán tengdasonur hans með honum til að ganga frá og Magn- ús kvaddi dalinn sinn fagra. Magnús tók veikindum sínum með ótrúlegu jafnaðargeði og talaði opinskátt um að nú væri komið að leiðarlokum. Fjöl- skyldan, Haddý, dæturnar Elsa, Margrét, tengdasynirnir og barnabörn, var honum allt. Magnús, Haddý og fjölskyld- an gengu í gegnum erfitt og sársaukafullt tímabil í veikind- um dótturinnar Margrétar, sem endaði með ótímabærum dauða hennar fyrir sex árum. En lokastríðið var stutt og allt fram á síðustu stundu var hönn- un í huga hans. Dæmi um það er að þegar hann skrapp heim af líknardeildinni, þremur dögum áður en hann dó, bað hann Haddý að keyra framhjá Casa- húsgagnaversluninni til að sjá hvað væri nýtt í glugganum. Að leiðarlokum viljum við Sig- rún og fjölskylda þakka sam- fylgdina, vináttuna og hjálpsem- ina ótal sinnum í gegnum öll þessi ár ásamt öllum gleðistund- um sem við áttum saman. Elsku Haddý, Elsa, Stefán, Krista Karólína, Magnús Már, Þórir, Oddur Þór og Sindri Dag- ur, hugur okkar og samúð er hjá ykkur öllum í dag. Ég kveð einstakan vin. Lúðvík Bjarnason. Einn er sá gestur sem heim- sækir okkur öll um síðir og það er maðurinn með ljáinn. Það er misfljótt hvenær hann kveður dyra. Stundum kemur hann óvænt, þegar menn eiga síst von á honum, en oftar gerir hann nokkurt boð á undan sér og það átti við um Magnús Björnsson sem við kveðjum í dag. Hún er alltaf óvægin glíman við illvígan sjúkdóm en það var aðdáunar- vert að sjá hvað hann gat háð þá baráttu af miklu æðruleysi, þótt honum væri það ljóst er á leið að hverju dró og að allar dyr til lífs- ins væru að lokast en hann glat- aði aldrei lífsvoninni. Það eru mörg ár síðan leiðir okkar Magga, eins og hann var alltaf kallaður af vinum sínum, lágu saman. Eiginkonur okkar eru skólasystur og vinkonur frá unglings- og skólaárunum í Reykjavík og síðar voru þær skólasystur á Kvennaskólanum á Blönduósi og eru saman í saumaklúbbum sem stofnað var til á þessum árum.Við höfum því átt saman margar mjög ánægju- legar samverustundir á gleði- stundum hér á heimaslóð og á nokkrum ógleymanlegum ferða- lögum á erlendri grund. Á sorg- arstundum hafa menn svo stutt hver annan. Magnús hafði mikinn áhuga á byggingarlist og hafði gaman af að skoða byggingar og önnur mannvirki, og á ferðalögum fór hann gjarnan fyrst og kannaði umhverfið og fór síðan með okk- ur hin í skoðunarferðir þar sem hann benti okkur á ýmislegt áhugavert sem við hefðum ella ekki veitt athygli. Magnús var bókamaður og það var gaman að ræða við hann um bækur og þar var ekki komið að tómum kofunum. Við rædd- um gjarnan um fyrri tíð og oftar en ekki barst talið norður í Húnaþing en báðir vorum við Húnvetningar, mín sumarsveit var Víðidalurinn en hans sveit var Vatnsdalurinn svo ekki var langt á milli. Sumarbústaður fjölskyldu Magnúsar er þar á æskuslóðum hans og þar hafa þau ræktað fallegan trjáreit en ræktun var eitt af áhugamálum Magnús Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.