Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
telur mjög brýnt að settar verði regl-
ur um umferð vinnuvéla með áföstum
ámoksturstækjum. Nefndin beinir
því auk þess til Vinnueftirlitsins að í
kennsluefni á vinnuvélanámskeiðum
verði sérstaklega fjallað um hættu
sem öðrum vegfarendum stafi af
akstri véla með ámoksturstækjum.
Þetta kemur fram í skýrslu Rann-
sóknarnefndar samgönguslysa
vegna slyss sem varð á Skeiðavegi
við Brautarholt á Skeiðum á Suður-
landi 25. mars í fyrra.
Harður árekstur
Umræddan dag ók ökumaður
dráttarvélar með áföstum ámokst-
urstækjum í veg fyrir jeppabifreið,
sem kom á móti. Harður árekstur
varð þegar ámoksturstækin lentu á
vinstri hlið bifreiðarinnar, gengu inn
í hana og ýttu henni út af veginum.
Ökumaður jeppabifreiðarinnar
lést samstundis en hann var spennt-
ur í öryggisbelti og loftpúði í stýri
blés út.
Ökumaður dráttarvélarinnar var
ekki í öryggisbelti, en hlaut ekki mik-
il meiðsli. Samkvæmt skýrslunni
voru allar aðstæður góðar þegar slys-
ið varð, gott veður, bjart, lítill vindur
og engin ofankoma.
Öryggi verði aukið
Baggaspjótin stungust inn í fram-
bretti og hurð vinstra megin í rúm-
lega eins metra hæð yfir jörðu.
Vegna hæðar ámoksturstækjanna
skyggðu gálgar þeirra á útsýni öku-
manns dráttarvélarinnar, sem er
blindur á hægra auga en með ágæta
sjón á því vinstra. Útreikningar
leiddu í ljós að sennilegur hraði bif-
reiðarinnar rétt fyrir slysið hafi verið
110 km/klst. eða a.m.k. 30 km/klst.
yfir hámarkshraða á slysstað.
Í skýrslunni kemur fram að ár-
dagsumferð á Skeiðavegi sé tæplega
1.000 ökutæki. Vegurinn liggi auk
þess í beygju sunnan við Brautarholt
og vegna trjálundar austan megin sé
vegsýn suður veginn um 200 metrar
frá vegamótunum við Brautarholt.
Nefndin leggur til að umferðaröryggi
verði aukið á þessum stað.
Baggaspjótin
stungust inn
Settar verði reglur um umferð vinnu-
véla með áföstum ámoksturstækjum
„Þeir sem hafa verið að bíða fara nú
að hreyfa sig,“ segir Bergur Elías
Ágústsson, bæjarstjóri Norður-
þings. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
hefur samþykkt samninga sem fela í
sér ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC
sem hyggst byggja kísilmálmverk-
smiðju á Bakka við Húsavík.
Sveitarfélagið og ríkissjóður
gerðu samninga við PCC vegna fyr-
irhugaðrar uppbyggingar en í þeim
voru fyrirvarar um samþykki ESA.
Frágangur annarra samninga, til
dæmis orkusölusamnings Lands-
virkjunar og fjármögnunarsamnings
vegna verksmiðjunnar, hafa sömu-
leiðis beðið á meðan ESA hefur
fjallað um málið. ESA samþykkti
stuðning sveitarfélagsins á dögunum
og nú hefur samningur ríkisins verið
samþykktur.
Væntanlega reynir nú á mögu-
leika PCC og vilja til að reisa kísil-
málmverksmiðjuna. ESA tekur fram
í niðurstöðu sinni að orkusölusamn-
ingur Landsvirkjunar hafi ekki hlot-
ið samþykki ESA en verði væntan-
lega lagður fyrir stofnunina.
Bergur Elías segir gleðilegt að
þessi niðurstaða liggi fyrir og
ánægjulegt að fallist hafi verið á öll
rök sveitarfélagsins í málinu.
3,9 milljarða kr. ríkisaðstoð
Ríkisaðstoðin felst í því að ríkis-
sjóður og sveitarfélagið veita PCC
aðstoð í formi uppbyggingar innviða
á svæðinu og beins fjárstyrks til lóð-
arframkvæmda, afslátta af tekju-
skatti, fasteignaskatti og hafnar-
gjöldum og niðurfellingu ýmissa
skatta og gjalda til allt að tíu ára.
Byggð verður iðnaðarhöfn á Húsa-
vík og verður PCC meðal notenda
hennar.
ESA metur ríkisaðstoðina á 3,9
milljarða króna. Heildarfjárfest-
ingin verður 176 milljarðar evra og
hlutfall ríkisaðstoðar af fjárfestingu
8,7%.
„Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnu-
sköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á
svæði þar sem efnahagslíf hefur ver-
ið hnignandi og vegur að hluta upp á
móti aukakostnaði sem fylgir þess-
ari staðsetningu. Vonandi mun fjár-
festingin snúa þróuninni við og fleiri
verkefni á Bakka fylgja í kjölfarið,“
segir í frétt á vef ESA.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þeistareykir Unnið hefur verið að undirbúningi virkjana þannig að hægt
verði að virkja með stuttum fyrirvara ef kaupendur staðfesta samninga.
Talið að málin fari
aftur að hreyfast
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
Kíkið inná:
heklanotadirbilar.is
GÓÐIR, NÝLEGIR,
TRAUSTIR
GÆÐABÍLAR
Á GÓÐU VERÐI
VW Golf Trendl 1,4
Árgerð 2013, bensín
Ekinn 6.000 km, beinskiptur
Ásett verð:
3.390.000
Audi A1 Spb. 1.4TFSI S-tr
Árgerð 2012, bensín
Ekinn 6.000 km, sjálfskiptur
Meðal búnaðar bifreiðarinnar eru
16" álfelgur, sólþak og sportsæti
VW Tiguan Track&Style
2,0TD. Árgerð 2013, dísil
Ekinn 25.000 km, sjálfskiptur
BMW X5 3,0i
Árgerð 2006, bensín
Ekinn 101.500 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 4.190.000
Ásett verð: 5.990.000
Ásett verð: 3.590.000
SkodaOctavia Ambiente
1.6 TDI. Árgerð 2012, dísil
Ekinn 41.000 km, beinskiptur
Audi Q7 3,0 TDI
Árgerð 2011, dísil
Ekinn 40.000 km, sjálfskiptur
Skoda Superb Combi 2,0
TDI AT. Árgerð 2011, dísil
Ekinn 51.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 3.190.000
Ásett verð: 10.700.000
Ásett verð: 4.190.000
VW Polo 1,4 Comfortl. AT
Árgerð 2012, bensín
Ekinn 35.000 km, sjálfskiptur
VW Touareg V6 TDI
245 hö. Árgerð 2013, dísil
Ekinn 10.000 km, sjálfskiptur
M.Benz ML280 CDI
Árgerð 2007, dísil
Ekinn 126.000 km, sjálfsk.
Ásett verð: 2.450.000
Ásett verð: 11.390.000 Ásett verð: 4.890.000
Komdu og
skoðaðu úrvalið!