Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
ALLT
á einum stað!
Lágmarks biðtími www.bilaattan.is
Dekkjaverkstæði
Varahlutir
Bílaverkstæði
Smurstöð
Árlegri löggjafarsamkundu kínverska þingsins lauk í gær
AFP
Stjórnvöld munu ekki umbera spillingu
samkomu kínverska þingsins í gær. Li lagði
áherslu á að lögin færu ekki í manngreinarálit
en athygli vakti að hvergi var minnst á Zhou
Kínversk stjórnvöld munu hvorki líða spillingu
né spillta embættismenn, sagði Li Keqiang, for-
sætisráðherra Kína, við lok árlegrar löggjafar-
Yongkang, fyrrverandi nefndarmann í fasta-
nefnd stjórnmálaráðs Kommúnistaflokksins,
sem ku sæta rannsókn vegna gruns um spillingu.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins,
sagði í gær að nýjar upplýsingar
hefðu opnað á þann möguleika að leit-
inni að flugvél Malaysia Airlines, sem
hvarf á föstudag, verði beint að Ind-
landshafi. Hann gaf ekki upp um
hvers konar upplýsingar væri að
ræða.
Bridget Welsh, prófessor í stjórn-
málafræði við Singapore Manage-
ment-háskóla, sagði í samtali við
AFP í gær að svo
virtist sem hags-
munir er vörðuðu
m.a. yfirráð og
leynileg gögn
hefðu verið teknir
fram yfir leitina
að vélinni, af Mal-
asíu, Kína og öðr-
um ríkjum sem að
henni standa.
Upplýsingum
um afdrif flugs MH370 hefur ekki
borið saman frá því leitin hófst og
gærdagurinn var engin undantekn-
ing. Þá hafnaði Hishammuddin
Hussein, samgönguráðherra Malas-
íu, frétt Wall Street Journal, þar
sem sagt var frá því að gögn frá eft-
irlitsbúnaði Rolls-Royce-véla flug-
vélarinnar bentu til þess að vélin
hefði mögulega verið á lofti í allt að
fjórar klukkustundir eftir að síðast
heyrðist af henni.
Yfirvöld í Malasíu játuðu jafn-
framt í gær að kínverskum gervi-
hnattamyndum, sem virtust sýna
mögulegt brak í Suður-Kínahafi,
hefði verið dreift af Kínverjum fyrir
mistök og að bletturinn á myndunum
væri alls ekki flak flugvélarinnar. Yf-
irvöld í bæði Malasíu og Víetnam
höfðu sent flugvélar til að kanna
málið en fundu ekkert.
CNN hafði eftir starfsmanni mal-
asískra flugmálayfirvalda í gær að
síðustu orð áhafnar vélarinnar áður
en samband rofnaði hefðu verið „allt
í lagi, góða nótt“. Þá sagði eiginkona
eins farþega vélarinnar við spjall-
þáttastjórnandann Piers Morgan að
hver óvissudagur virtist heil eilífð.
Leitinni beint að Indlandshafi?
Hvíta húsið segir nýjar upplýsingar liggja fyrir Hagsmunir einstakra ríkja
settir framar leitinni Misvísandi upplýsingar um mögulegan flugtíma vélarinnar
Hishammuddin
Hussein
Alls sjö hafa fundist látnir í rústum
fjölbýlishúsanna tveggja sem
hrundu í gassprengingu í austur-
hluta Harlem-hverfis í New York á
miðvikudag. Meðal látinna eru þrír
karlar og fjórar konur en þrjár
þeirra voru 21 árs, 44 ára og 67 ára.
Samkvæmt upplýsingum frá fjórum
sjúkrahúsum, þangað sem fólk var
flutt, særðust 63 í sprengingunni,
flestir lítillega.
Íbúar í nágrenninu vöknuðu
klukkan 9.30 að staðartíma við
miklar drunur og héldu margir að
jarðskjálfti hefði riðið yfir. Nokkru
áður hafði verið tilkynnt um mögu-
legan gasleka en það tók yfir 200
slökkviliðsmenn klukkustundir að
slökkva eld sem barst í nærliggj-
andi byggingar. Í gær var enn leit-
að að fólki sem var saknað en ná-
kvæmur fjöldi lá ekki fyrir.
Sjö látnir, 63 slas-
aðir í New York
Slys Tvö fjölbýlishús hrundu í gas-
sprengingu í New York á miðvikudag.
BANDARÍKIN
AFP
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Formaður þingnefndar rússneska
þingsins um samskipti við fyrrver-
andi Sovétlýðveldin sagði í útvarps-
viðtali í gær að nokkrar rússneskar
hersveitir væru í viðbúnaðarstöðu á
Krímskaga, ef vera kynni að gerð
yrði árás frá Kænugarði dagana sem
íbúar Krím ganga til atkvæða-
greiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.
Þetta er í fyrsta sinn sem hátt-
settur rússneskur embættismaður
gengst við hernaðarbrölti Rússa á
Krímskaga en forsetinn, Vladimir
Pútín, hefur ítrekað haldið því fram
að einkennisklæddir byssumenn,
sem standa vörð við herstöðvar í
Krím, tilheyri sjálfsvarnarsveitum
heimamanna.
Varar Rússa við
Úkraínska þingið samþykkti í gær
að koma á stofn varðsveit sem skipuð
verður 60.000 sjálfboðaliðum en
markmið hennar verður að koma í
veg fyrir að rússneskar hersveitir
sæki lengra inn í landið. Í úkraínska
hernum eru alls 130.000 hermenn en
í þeim rússneska 845.000.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sagði í gær að ef Rússar héldu
áfram á þessari braut myndi það
ekki einvörðungu valda hörmungum
í Úkraínu. „Það myndi ekki ein-
göngu breyta sambandi Evrópusam-
bandsins í heild sinni við Rússland.
Nei, það myndi líka, og um þetta er
ég sannfærð, stórskaða Rússland,
bæði efnahagslega og pólitískt,“
sagði hún á þýska þinginu.
Boðar aðgerðir á mánudag
Rússar sendu sex SU-27 orrustu-
þotur til Hvíta-Rússlands í gær, að
beiðni forseta landsins, en Atlants-
hafsbandalagið og Bandaríkin hafa
eflt herafla sinn á svæðinu síðustu
vikur vegna ástandsins í Úkraínu.
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, varaði við því í gær
að ef Rússar sýndu ekki merki þess
að þeir væru tilbúnir til að taka skref
í átt til þess að leysa deiluna sem upp
er komin vegna atkvæðagreiðslunn-
ar um helgina, myndu Bandaríkin og
ríki Evrópu grípa til aðgerða þegar á
mánudag.
Barack Obama Bandaríkjaforseti
fundaði með Arseniy Yetsenyuk, for-
sætisráðherra Úkraínu, á miðviku-
dag og sagðist fullviss um að alþjóða-
samfélagið myndi standa með
Úkraínu ef Pútín mildaðist ekki í af-
stöðu sinni.
Viðurkenna
viðbúnað í Krím
Stofna varðsveit 60.000 sjálfboðaliða
Uli Hoeneß, forseti knattspyrnu-
félagsins Bayern München, hefur
verið dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi fyrir skattsvik. Hann var
ákærður fyrir að stinga milljónum
evra undan skatti með því að halda
svissneskum bankareikningi leynd-
um fyrir skattayfirvöldum í Þýska-
landi.
Hoeneß hefur eina viku til að
ákveða hvort hann áfrýjar dómnum
en hann er frjáls ferða sinna í milli-
tíðinni. Hann bauðst til að segja af
sér sem forseti Bayern í fyrra en fé-
lagið hafnaði því boði. Nú er hins
vegar viðbúið að hann láti af starfi
sínu þar.
Forseti Bayern
dæmdur í fangelsi
ÞÝSKALAND