Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 37
urðum vinkonur og þar með var hafin vinátta sem hefur staðið óslitin síðan og eflst með hverju árinu. Sigurveig var einstök mann- eskja, gædd miklum gáfum og djúpu innsæi. Var í senn góðhjört- uð og ljúf en að sama skapi ákveð- in og fylgin sér. Hún hafði þægi- lega nærveru, var orðheppin og bjó yfir leiftrandi frásagnar- og kímnigáfu. Það var alltaf gaman að vera í félagsskap Sigurveigar, enda stutt í gamansemina hjá henni og hárbeittan húmorinn. Upp á ýmsu hlægilegu var tekið en þau uppátæki verða ekki rifjuð upp hér. Að loknu stúdentsprófi stund- aði Sigurveig nám við Háskóla Ís- lands áður en hún hélt til Ung- verjalands þar sem hún nam læknisfræði. Um Sigurveigu á ég ótal marg- ar góðar minningar frá þessum árum, en hún kom iðulega heim á sumrin til að vinna. Tjaldútilegur, sumarbústaðaferðir, spilakvöld þar sem mikið var hlegið og lagt á sig til að vinna, fagnaðir og sam- verustundir þar sem spjallað var um heima og geima og gleðin og áhyggjuleysið réðu ríkjum. Ham- ingjustundir sem sveipaðar eru birtu og ljóma. Sigurveig var mikill fagurkeri og listakona. Teikningar og mál- verk eftir hana bera vott um ótví- ræða listræna hæfileika hennar og ríka sköpunargáfu. Næmt auga hennar fyrir smáatriðum og vandvirkni birtist ekki einungis í listaverkum hennar heldur einnig í öllum öðrum verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar lá við að útskýra hluti fyrir fólki lá bein- ast við hjá henni að teikna þá á blað og gera þeim skil með mynd- rænum hætti. Afraksturinn var fjöldinn allur af stórum og smáum listaverkum af hinum ýmsu gerð- um. Sigurveig bjó yfir óvenju mikl- um þroska og tókst á við lífið af einlægni og æðruleysi. Hún var réttsýn og með sterka siðferðis- kennd og var fyrsta manneskjan til að rétta fram hjálparhönd þeg- ar eitthvað bjátaði á hjá öðrum. Hún var sannkallaður mannvinur og mátti ekkert aumt sjá eða af því vita. Það var því ekki undar- legt að hún gerði læknisstarfið að sínu. Á kveðjustundu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið vináttu Sigurveigar. Hún var frá- bær vinur vina sinna, trygg og reyndist öllum sínum vel. Þrátt fyrir glímuna við mótlæti lífsins hafði hún einstakt lag á því að orða og sjá hlutina í skemmtilegu ljósi. Hún hafði einnig eiginleik- ann til að styðja fólk og efla það til dáða þegar á þurfti að halda. Ég kveð hana með sorg í hjarta og sendi foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Minningin um yndislega vinkonu og einstaka manneskju lifir. Ebba Schram. Skyndilega er Sigurveig Þórar- insdóttir farin, dáin. Við, kollegar og samstarfsfólk á öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans, eru harmi lostin. Ég minnist dags síðasta haust. Sigurveig vindur sér inn á skrif- stofuna æskubjört með stóra sigra í farteskinu. Langt og strangt nám í læknisfræði og kandídatsár að baki. Hún var orð- in læknir og tilbúin að glíma við ný verkefni, bjartsýn og glöð. Fyrsta árið yrði á öldrunarlækn- ingadeild. Ég minnist vaktar. Við vinnum saman og hjá okkur er fjölveik og bráðveik gömul kona. Sigurveig er ábyrgðarfull, um- hyggjusöm og vel að sér. Sigur- veig kom fallega fram við þessa gömlu konu og ættingja hennar. Þannig var hún. Hún gerði kröfur til sjálfrar sín og lagði sig alla í starfið. Það var augljóst og það var gott að vinna með henni. Ég minnist dags á skrifstofunni fyrir fáeinum vikum. Sigurveig er viss. Hún ætlar sér að verða öldr- unarlæknir. Við leggjum á ráðin um þjálfun hér og þjálfun erlend- is. Sigurveig hefur okkar stuðn- ing. Svo kom þessi óvænti, þung- bæri, sársaukafulli dagur. Lífs- ljósið slokknað og Sigurveig farin. Hinstu rök tilverunnar óskiljan- leg. Við vildum óska að raunveru- leikinn væri annar. Framtíðin hafði verið björt. Við, samstarfsfólkið á öldrun- arlækningadeild Landspítalans, kveðjum Sigurveigu með trega og sorg í hjarta. Við biðjum þess að foreldrar, systkini og aðrir nánir ástvinir finni styrk til að takast á við hina djúpu sorg af mildi og kærleika. Blessuð sé minning Sig- urveigar Þórarinsdóttur. Pálmi V. Jónsson. Við vorum svo heppin að kynn- ast Sigurveigu og Sigrúnu systur hennar þegar fjölskyldan fluttist til Siglufjarðar og þær systur bættust í hóp okkar bekkjarfélag- anna. Við minnumst Sigurveigar með hlýju sem glaðlyndrar og skemmtilegrar stelpu og góðrar vinkonu. Margt skemmtilegt var brallað og upp í hugann koma m.a. útileikir, hjólaferðir, könnunar- leiðangrar og snjóhúsabyggingar. Leiðir okkar skildi svo þegar systurnar fluttust með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Við fengum þó fréttir af þeim öðru hvoru og í seinni tíð með tilkomu facebook varð auðveldara að tengjast aftur og fá fréttir af gömlum bekkjar- félögum. Sigurveig hafði blómstr- að í fallega og hæfileikaríka unga konu og það er sárt að kveðja hana langt fyrir aldur fram. Við sendum fjölskyldu og vin- um Sigurveigar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Fyrir hönd árgangs ’78 Siglu- firði, Rakel Sveinsdóttir. Hvernig kemur maður orðum að því þegar maður ætlar að kveðja manneskju í síðasta sinn, allt of snemma? Það er óraun- verulegt. Árið 2000 kynntist ég Sigur- veigu í Háskóla Íslands. Við urð- um fljótt ágætis vinkonur. Í kjöl- farið ákváðum við báðar að leggja stund á nám í Ungverjalandi. Eft- ir að við komumst þar inn höfðum við gaman af því að fletta upp ung- verskum orðum til að búa okkur undir framtíðina í Ungverjalandi. Þegar þangað var komið kom- umst við fljótlega að því að við bárum allt kolvitlaust fram og vorum illskiljanlegar. Á fyrsta ári áttum við margar góðar stundir saman. Snemma komst ég að því að Sigurveig var einstaklega hæfileikarík. Ég veit ekki hvort ég hafi áður kynnst manneskju sem var jafnfær í höndunum og Sigurveig. Teikn- ingar eftir hana og svo málverk í seinni tíð bera af. Sigurveig var með skemmtilegan húmor og gat verið stríðin. Maður passaði sig í kringum hana fyrsta apríl. Hún var sérstaklega góður námsmað- ur og tileinkaði sér efnið vel, enda hafði hún mikinn metnað í að verða góð í sínu fagi sem hún svo varð. Eftir að hafa kynnst henni í starfi líka var augljóst að hún hafði gott lag á að vinna með fólki. Hún sýndi skjólstæðingum sínum mikla natni sem og aðstandendum þeirra. Það er hægt að skrifa mun meira. Það er mikill missir þegar svona falleg, góð og hæfileikarík kona er tekin frá okkur í blóma lífsins. Mikil sorg hversu miklu hún missir af í lífinu. Þórarinn, María, systkini Sig- urveigar og amma, ég samhrygg- ist ykkur innilega og vona að þið finnið styrk til að komast í gegn- um þennan gífurlega missi. Anna Sigríður Pálsdóttir. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 ✝ HöskuldurSkarphéð- insson fæddist 15. júní 1932 á Bíldudal við Arnarfjörð þar sem hann ólst upp. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja hinn 3. mars 2014. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Gíslason sjómaður, f. 12.2. 1906, d. 3.8. 1987, og Guðrún Her- mannsdóttir, húsmóðir og verkakona, f. 5.12. 1912, d. 25.11 1981. Bróðir hans er Hörður Skarphéðinsson, fv. stýrimaður og húsasmiður, f. 22.4. 1936, og systir Jóhanna Skarphéð- insdóttir, fv. aðstoðarmaður tannlæknis, f. 11.2. 1941. Árið 1960 kvæntist Hösk- uldur Jónínu Sigurlaugu Ósk- arsdóttur, f. 3.4. 1937, d. 23.2. 1969. Þau eignuðust tvö börn, Rán, f. 8.5. 1960, og Hermann, f. 20.7. 1964, d. 1.12. 1981. Barn Ránar og Andra Jónssonar er Hermann Andrason, f. 27.3. 1989. Sambýliskona Höskuldar ureynni AK 77 frá Akranesi 1955-1956, MS Elg frá Ósló 1956-1957 og Litlafelli 1958. Stýrimaður á skipum og flug- vélum Landhelgisgæslunnar frá 1958 og skipherra frá 1966. Hann varð fastur skipherra 1972, fyrst á Ægi og síðan öðr- um varðskipum og lauk starfs- ferli sínum á Tý. Hann var stýri- maður hjá Gæslunni í öðru þorskastríðinu, 1958-1961 og skipherra í þorskastríðunum 1972-1973 og 1975-1976 og háði marga hildi við áhafnir breskra togara sem og freigátna. Frá árinu 1988 gerði hann út eigin trillu, Guðrúnu Hermanns HF 175, í sumarfríum. Hann lét af störfum hjá Land- helgisgæslunni 1996 eftir tæpra fjögurra áratuga starf í þágu hennar. Önnur störf voru for- maður byggingarnefndar sum- arhúsa Starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar 1977- 1978. Í stjórn Skipstjórafélags Íslands frá 1980, formaður frá 1983-1987. Sat áður sem for- maður Styrktarsjóðs SKFÍ og í samninganefnd félagsins. Höskuldur var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1976. Árið 1999 gaf hann út endurminningar sínar, Sviptingar á sjávarslóð. Útför Höskuldar fer fram frá Útskálakirkju í Garði í dag, 14. mars 2014, og hefst kl. 15. til nokkurra ára var Jóhanna Krist- jónsdóttir, f. 14.2. 1940. Barn þeirra er Kolbrá, f. 20.10. 1971. Maki Kolbrár er Ólafur Jóhann- esson, f. 18.11. 1953. Dóttir Kol- brár af fyrra sam- bandi er Magdalena Sigurðardóttir, f. 23.2. 1999. Hinn 25. ágúst árið 2000 kvæntist Höskuldur eftirlifandi eiginkonu sinni, Magndísi Guð- rúnu Ólafsdóttur, f. 7.5. 1939. Börn hennar og Magnúsar Ingi- mundarsonar eru Ingimundur, Magnús, Svanbjörg Kristjana, Arnar, Dagrún Njóla, Brynja Bjarnfjörð og Björk. Höskuldur stundaði nám á Bíldudal og síðar á Héraðsskól- anum á Núpi. Hann lauk fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum 1955, farmannaprófi 1958 og varðskipaprófi frá sama skóla 1962. Höskuldur starfaði sem há- seti á ýmsum skipum á árunum 1947-1955. Stýrimaður á Ak- Hún liggur kyrr og þrátt fyr- ir að hafa lokuð augun skynjar hún í gegnum augnlokin appels- ínugula tilveruna allt um kring. Suðandi gashljóðið í prímusnum er róandi og hún heyrir for- eldra sína tala lágum hljóðum í fortjaldinu. Vell í spóa og lækj- arniður heyrist í fjarska. Án þess að gera vart við sig né rífa sig á fætur finnur hún hvernig róin og öryggið færist yfir og svefninn læðist aftur að henni. Á heimleið úr fjósinu gengu barnið og bóndinn í átt að bæn- um, morgunverkunum var lokið þennan daginn og kaffið beið. Ókennilegt hljóð sem þau hvor- ugt þekktu nálgaðist og skyndi- lega þaut hundurinn, sem hafði fylgt þeim í hvívetna, skelfingu lostinn og ýlfrandi í burtu. Gnýrinn hækkaði og þar sem þau voru komin að bænum sam- einuðust þau öðru heimilisfólki sem stóð á stéttinni fyrir utan og starði í forundran á þyrlu nálgast, sem gerði sig líklega til lendingar. Með háværum hljóð- um lenti hún fyrir framan bæ- inn, á grasið sem bylgjaðist um eins og öldur í hafróti. Dyr þyrlunnar opnuðust og út stökk maður, haldandi fast um höf- uðfatið svo það fyki ekki í vindi þyrluspaðanna, klyfjaður stórum böggli. Þar sem hann hljóp álútur í átt að bænum fór stúlkubarnið að kannast við hreyfingar og útlit mannsins og fann hvernig undrunin breyttist í kunnuglega ofsakæti. Tók við- bragð og hentist í loftköstum á móti manninum sem endaði í föstu faðmlagi. Í bögglinum reyndist vera indíánatjald og appelsínur. Þolinmóður kenndi hann henni ljóðlínurnar, fór með eina í einu og útskýrði fyrir henni merkingu orðanna. Til að auðvelda henni lær- dóminn söng hann hverja lag- línu fyrir sig og síðan lagið allt, aftur og aftur. Áköf og viljug að læra lagði hún orðin á minnið, fannst hún heyra og sjá í huga sér tifandi lækjarniðinn, máða steinana og samsamaði sig litlu manneskjunni sem textinn fjallaði um. Fann jafnvel fyrir léttu kitli á eigin nefi sem litla flugan olli. Á tímamótum sem þessum birtast minningabrotin hvert af öðru, sum hafa safnað á sig mjúku ryki en eru engu síðri fyrir vikið, þar sem gleðin, há- vær hláturinn og samvistir fengu notið sín. Hin sársauka- fyllri þar sem þagnir og ósögð orð lágu í loftinu, enda hvernig gat annað orðið, fólk með jafn- líka skapgerð og lundarfar. Eins og glitrandi sólstafir sem lýsa upp hafflötinn lýsa minn- ingabrotin í huganum og ég mun gæta þeirra vel. Með djúpri virðingu og þökk. Þín dóttir, Kolbrá. Nú hylur svæði heilög nótt, hniginn er röðull skær. Allt er svo kyrrt og alveg hljótt, andar ei minnsti blær. fjallbuna fagurtær kveður nú ein með ástarskærum rómi. (Kristján Jónsson) Elsku pabbi minn. Fyrir samfylgdina, veganestið og elsku þína, hafðu þökk. Þín dóttir, Rán. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund (Vald. Briem) Höskuldur, stjúpi og tengda- stjúpi, hefur verið kallaður til annarra verka, ekki í baráttu eins og þær baráttur sem hann háði við Bretana í þorskastríð- unum hér á árum áður, heldur til góðra, stórra verka en það er a.m.k. það sem við höldum. Höskuldur var orðinn þreyttur, lúinn og lasinn, hann var tilbú- inn að kveðja. Stöðugar lungna- bólgur, sem erfitt var að eiga við, plöguðu hann undanfarin ár og laut hann í lægra haldi fyrir veikindunum 3. mars sl. á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Hann var umvafinn kærleiks- ríkri fjölskyldu á sjúkrahúsinu; barna- og barnabarnabörnin, sem hann dýrkaði, komu og kúrðu sig upp að honum og klöppuðu, falleg ásýnd. Höskuldur var góður, hrein- skilinn, ákveðinn og skapmikill maður. Hann var barngóður og það var gaman að sjá hann með börnin nokkurra mánaða, hann sat með þau tímunum saman og horfði á þau. Höskuldur var góður við mömmu, þau þekktust ung og óþroskuð en eftir að mamma varð ekkja rugluðu þau saman reytum aftur, þau áttu mynd hvort af öðru allan þennan tíma, ástin hefur verið til staðar, svo mikið er víst. 25. ágúst árið 2000 giftu þau sig, án þess að nokkur vissi, enginn skyldi skilja þau að. Þau voru virki- lega samrýnd, ferðuðust saman, fóru á leiksýningar og elskuðu að hlusta á tónlist. Það má held- ur ekki gleyma allri garðyrkj- unni heima og í sumarbústaðn- um, þvílík elja og þvílíkur áhugi. Af hverju eruð þið að gróðursetja allar þessar plöntur og svo nennir enginn að hugsa um þær í framtíðinni? Hugs- unin er alls ekki svona hjá fjöl- skyldunni í dag, trén sem hafa vaxið marga, marga metra skýla bústaðnum svo falleg í öll- um sínum skrúða. Við ætlum að hugsa vel um gróðurinn, við ætlum að hugsa vel um mömmu, hún hugsaði nefnilega vel um Höskuld. + Passaði upp á að hann fengi súra hvalinn sinn bæði heima og á sjúkrahúsinu, að hann fengi hnoðmörinn sinn vest- firska og steinbítinn. Hún pass- aði upp á að honum væri ekki kalt, passaði upp á að segja honum allt sem væri að gerast hjá fjölskyldunni, yngstu börn- unum, sem hann dýrkaði, og já það sem var að gerast í fréttum almennt. Það var gaman að fylgjast með honum og Inga, sem var með honum á sjúkra- húsinu, horfa á vetrarólympíu- leikana allan liðlangan daginn, það elskuðu þeir. Já margs er að minnast en við látum hér staðar numið. Við þökkum fyrir allt og allt. Höskuldur hefur alltaf verið okkur góður, hann hugsaði vel um okkur og til okkar. Hann fylgdist með mér á sjónum, við skiptum hann máli, börnin okkar elskuðu hann af einlægni og elsku barnabörnin okkar Kolbrún Lilja og Berg- lind Arna áttu hug hans allan, þegar þær komu í heimsókn. Við eigum eftir að segja þeim frá afa Höskuldi. Minning um góðan, heiðarlegan og áræðinn mann mun lifa í hjörtum okkar. Við söknum þín mikið, elsku vinur. Vorið mætir okkur með hlýju, við hlúum að öllum, sama á hve dynur. Við hittumst vonandi aftur, glöð að nýju. (KE) Arnar og Kristbjörg. Elsku langafi. Minningar ætlum að geyma við munum þér ekki gleyma Foreldrar okkar sýna, Höskuld afa okkar fína. Á myndum, í bókum og með hjali við verðum oft á tali. Afi við knúsuðum þig, afi við elskum þig. Kolbrún Lilja Jónsdóttir, Berglind Arna Bachadóttir. Þegar góður drengur og kær vinur hverfur af sjónarsviðinu staldrar maður við og lítur til baka. Fyrstu kynni okkar voru í byrjun september 1958 þegar hann kom um borð í Maríu Júl- íu austur á Norðfirði, þá nýráð- inn stýrimaður hjá Landhelg- isgæzlunni. Okkur varð strax vel til vina og þau vináttubönd héldust órofin öll þessi ár. Það er margs að minnast úr starfi og leik á langri samferð. Það var gæfuríkt að eiga þennan sómadreng að vini öll þessi ár. Stundum vorum við samskipa, ýmist þegar hann var stýrimað- ur eða skipherra, og ætíð gott að sigla með honum. Hann var harðduglegur, vinnusamur og ósérhlífinn, eftir báta- og tog- araár sín, sem kom sér vel við landhelgisgæzlu og björgunar- störf við oft erfiðar aðstæður. Þegar skuttogarinn Baldur var fenginn til gæzlustarfa, meðan á strögglinu við Bretana stóð, fól Pétur Sigurðsson forstjóri honum skipstjórnina. Veitti honum umbeðinn tíma til að kynnast skipinu, viðbrögðum þess og getu, sem og að þjálfa áhöfnina í nýju umhverfi. Var farið vestur á firði í þessu skyni. Sá æfingatími var lær- dómsríkur og skilaði sér dug- lega í ýfingunum við herskipin og dráttarbátana. Höskuldur var heiðarlegur og góður drengur sem undi því illa þegar ekki var staðið við gerða samn- inga. Sú réttlætisbarátta bakaði honum óvild þáverandi forstjóra sem tapaði, að ég bezt veit, öll- um málunum. Það varð honum þung og erfið raun að missa fyrri konu sína frá tveimur ung- um börnum og seinna einkason- inn í sviplegu slysi. Til að ná áttum, eftir sonarmissinn, dreif hann sig í nám til Englands. Dvaldi nokkra mánuði í Folke- stone og líkaði vel við kennara, nám og nema. Kom til baka endurnýjaður á sál og líkama, okkur vinum og starfsfélögum til léttis. Eftir að við hættum til sjós var briddsinn rifjaður upp og spilað vikulega yfir veturinn. Þá var glatt á hjalla og stund- um teygðist úr kaffihléum þeg- ar rifjaðar voru upp gamlar minningar. Sumarið 1991 bryddaði hann á þeirri nýjung að bjóða upp á sjóstangaveiði frá Reykjavík á báti sínum Guð- rúnu Hermanns HF-175. Einnig siglingar um sundin blá, lundaferðir í Lundey, flutti fólk út í Engey og stöku sinnum Viðey. Hann fékk mig til liðs við sig og höfðum við báðir ánægju af þessu frumkvöðla- starfi. Um tíma átti hann hesta og þar var sama snyrtimennsk- an í fyrirrúmi. Bókband og teiknun, glerlist og garðvinna báru hagleikshönd hans glögg merki. Hann var vel lesinn og átti mikið og gott safn bóka sem hann gaf til Bíldudals fyrir nokkru. Ég minnist þess frá ár- um áður, þegar ég leit til hans á vaktina, gjarnan að kvöldlagi meðan legið var til akkeris, að hann þuldi mér heilu kvæða- bálkana eftir Davíð. Teikningar hans frá átökunum á miðunum urðu víðfrægar og birtust í fjöl- miðlum. Þær vöktu kátínu hjá skipsfélögum hans, léttu mönn- um lund og efldu baráttuand- ann. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp er mér einlægt þakklæti efst í huga. Við hjónin og fjölskyldan sendum Magndísi, dætrum hans, Rán og Kolbrá, sem og fjölskyldunni allri, hugheilar samúðarkveðjur. Jón Steindórsson. Höskuldur Skarphéðinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.