Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 60
FÖSTUDAGUR 14. MARS 73. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Fimm tíma á flugi? 2. Stúlkan var með eldri áverka 3. Geir landlæknir gaf syni sínum … 4. Svona lítur heimili Söru Jessicu út »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitirnar Kaleo, Vök og Hjálmar og Bubbi Morthens eru í hópi þeirra listamanna sem koma fram á nýrri vestnorrænni menningarhátíð í Kaupmannahöfn, Frigg Festival, sem hefst níunda maí næstkomandi. Fram koma listamenn frá Íslandi, Fær- eyjum, Grænlandi og Danmörku. Morgunblaðið/Golli Íslenskir listamenn í Kaupmannahöfn í vor  Eyþóri Jóvins- syni leikstjóra hefur verið boðið að sýna stutt- mynd sína, Sker, á tveimur banda- rískum kvik- myndahátíðum, í Tribeca í New York og á Aspen Short- fest. Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirði og fer Ársæll Níelsson með aðal- hlutverkið. Skeri boðið á hátíðir í Tribeca og Aspen  Menningarhúsið Skúrinn hefur dúkkað víða upp á liðnum misserum, með sýningum valinkunnra lista- manna. Á morgun, laugardag, kl. 14 verður opnuð sýning Sólveigar Aðal- steinsdóttur í Skúrnum sem verður þá stað- settur á bíla- stæðinu framan við golfvöllinn á Seltjarn- arnesi. Sólveig sýnir í Skúrn- um á Seltjarnarnesi Á laugardag Suðvestan og vestan 10-18 m/s, rigning eða slydda og hlýnandi. Hægari suðaustanátt og snjókoma norðaustantil fram eftir degi. Dregur víða úr vindi og úrkomu um kvöldið og kólnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 3-10 m/s og dálítil él fyrir norð- an en rofar til syðra. Þykknar upp með úrkomu á Suður- og Vestur- landi. Hiti 1 til 6 stig sunnanlands annars frost 0 til 5 stig. VEÐUR Framarar stigu skref í átt að úrslitakeppninni um Ís- landsmeistaratitil karla í handknattleik, sem þeir unnu í fyrra, með því að sigra Akureyri í gærkvöld. Á sama tíma töpuðu helstu keppinautar þeirra, ÍR og FH, fyrir Val og ÍBV, sem þar með eru langt komin með að tryggja sig í úrslit. HK féll með tapi gegn Haukum, allavega í bili. »2-3 Framarar styrktu stöðuna með sigri KR-ingar tóku við bikarnum eftir auð- veldan sigur á Val í næstsíðustu um- ferð Dominos-deildar karla í körfu- bolta. Úrslitin réðust nánast að öllu leyti því Keflavík og Njarðvík tryggðu sér 2. og 4. sætið, Stjarnan og Snæ- fell eru komin í úrslitakeppnina, ÍR situr eftir og Skallagrímur sendi Ís- firðinga niður í 1. deild. »4 Nánast allt á hreinu í körfuboltanum Fimleiksamband Íslands vonast til þess að allt að 2.000 erlendir gestir komi til landsins til þess að fylgjast með EM í hópfimleikum sem haldið verður í Laug- ardalshöll 15.-18. október nk. Þá standa vonir til að svipaður fjöldi íslenskra fim- leikaáhugamanna sæki mótið. Af þess- um sökum hefur verið ákveðið að flytja inn stúkur með sætum sem eiga að rúma 4.000 áhorfendur. »1 Vonast eftir 2.000 erlendum gestum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurbjörn Þorkelsson hefur sent frá sér bókina Kjarna málsins með 140 völdum greinum sem Morgunblaðið birti eftir hann á árunum 2004 fram í ársbyrjun 2014. „Tvítugur að aldri, fyrir nær 30 árum, byrjaði ég að fá birtar stuttar greinar, þar sem ég taldi mig hafa eitthvað fram að færa, þeim var vel tekið og ég hef verið að síðan,“ segir hann um greinaskrifin, yfir 300 greinar. Greinarnar eiga það sammerkt að vera hvetjandi og jákvæðar. Sigur- björn segist vilja standa með fólki sem hallað sé á og gangi í gegnum erfiða tíma, veikindi, missi og fleira. Ljósberi með krabbamein „Ég reyni að vera ljósberi, farveg- ur trúar, vonar og kærleika,“ segir hann. „Ég fjalla ekki endilega um það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni heldur um það sem snýr að fólki í daglegu amstri.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Þau hafa verið gríðarlega mikil, jákvæð og þakklát og ég hef eignast góða kunningja og vini í gegnum greinarnar. Ég er mjög þakklátur fyrir þessa uppörvun, ég hef séð að greinarnar hafa virkað, sem hefur gert það að verkum að ég hef haldið þessu ólaunaða hugsjóna- starfi áfram í öll þessi ár.“ Í þessu sambandi nefnir hann að meðal ann- ars hafi einnig a.m.k. 25 ljóða hans birst í yfir 200 minningargreinum í Morgunblaðinu. „Ég er afskaplega hrærður og þakklátur vegna þessa, en það er okkar eini tilgangur á þess- ari jörð að vera Guði til dýrðar, náunganum til blessunar og þannig sjálfum okkur til heilla.“ Í greininni „Ákall um fyrirbæn“ í ágúst í fyrra sagði Sigurbjörn frá því að hann hefði greinst með krabba- mein í blöðruhálskirtli í fyrra mán- uði. Hann fór í uppskurð í desember og segist enn vera að glíma við sjúk- dóminn. Mörg ljóða hans fjalla ein- mitt um og höfða til fólks sem gengur í gegnum erfiða hluti með trúna, von- ina, jákvæðnina, bjartsýnina og kærleikann að leiðarljósi. „Þegar ég lendi í svona hremmingum sjálfur get ég flett upp í eigin textum og lát- ið þá virka fyrir mig.“ Sigurbjörn segir að trúar- legi bakgrunnurinn sé sterkt bakland og gott sé að geta sótt uppörvun og hvatningu í Biblí- una. „Ég er enda mjög litaður af henni í öllum mínum skrifum og ljóðagerð og svo er ég svo lánsamur að eiga stórkostlega konu, Laufeyju Geirlaugsdóttur, sem stendur þétt við hliðina á mér, og þrjá yndislega syni, Þorkel Gunnar, Geirlaug Inga og Pál Steinar.“ Hann bætir við að hann hafi fengið gríðarlega mikil viðbrögð við fyrrnefndri grein og ekki sjái fyrir endann á þeim enn. „Ég er afskaplega þakklátur öllu þessu góða fólki.“ Kjarni málsins nær til fólksins  Sigurbjörn Þorkelsson hefur gefið út nýja bók með völdum greinum Morgunblaðið/Ómar Rithöfundur og ljóðskáld Sigurbjörn Þorkelsson er þakklátur fyrir mikil og jákvæð viðbrögð vegna greina sem hann hefur skrifað í Morgunblaðið. Frá 1995 hefur Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöfundur, gefið út 22 bækur og tvær eru í vinnslu. Þar af eru sjö ljóðabækur, þrjár bæna- bækur, barnabækur og smásögur. Kjarni málsins er annað greinasafnið úr Morgunblaðinu, en 2004 kom út greinasafnið Góðan daginn með 91 valinni grein frá 1984- 2004. Heimir Óskarsson hefur séð um útlit og umbrot allra bók- anna. Sigurbjörn hefur starfað mikið að kristilegum málefnum frá 1986 en undanfarin ár hefur hann nær eingöngu einbeitt sér að ritstörfum og verkefnum er þeim tengjast. Hefur gefið út 22 bækur SIGURBJÖRN ÞORKELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.