Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Íslendingar 67 ára og eldri voru 37.010 í byrjun árs, rúm 11% Ís- lendinga. Þó að yngsta fólkið í þeim hópi sé tæpast skilgreint sem aldrað er þetta engu að síður sá aldur sem eftirlauna- aldur miðast við og þessi hópur verður sífellt stærri hluti af heildarmann- fjöldanum. Undanfarin ár hefur verið unn- ið að undirbúningi yfirfærslu mál- efna aldraðra frá ríki til sveitarfé- laganna. Þessi tilfærsla hefur sérstöðu miðað við aðra mála- flokka sem hafa verið færðir eða fyrirhugað er að færa til sveitarfé- laga, þar sem sveitarfélög annast nú þegar veigamikinn hluta öldr- unarþjónustunnar. Þótt ríkið fari með yfirstjórn og fjármögnun mikilvægra þjón- ustuþátta er framkvæmdin yf- irleitt í höndum sveitarfélaga, sjálfseignarstofnana eða annarra sjálfstæðra aðila. Þetta þýðir að hlutfallslega fáir starfsmenn eru ríkisstarfsmenn, en í þeirra hópi eru einkum starfsmenn í heima- hjúkrun og á hjúkrunardeildum. Meira en 80% öldrunarþjónustu sem ríkið fjármagnar er í höndum sjálfseignarstofnana, einkaaðila og sveitarfélaga. Tilfærsla öldrunar- mála snýst því meira um tilfærslu ábyrgðar á fjármögnun en rekstr- ar og þjónustu. Þegar samkomulag um flutning- inn var undirritað á milli ríkis- stjórnarinnar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sumarið 2010 var áætlað að af honum yrði eftir eitt ár þaðan í frá. Síðan þá hefur yfirfærslan frestast nokkrum sinn- um, síðast var áformað að af flutn- ingnum yrði um næstu áramót, en nú er ljóst að svo verður ekki. Margt þarf að skoða betur „Það eru mörg mál sem þarf að skoða betur. Ríkið þarf að taka betur til í sínu ranni áður en mögulegt verður að flytja mála- flokkinn til sveitarfélaganna,“ seg- ir Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hvenær gæti þá orðið af yfirfærslunni? „Það fer eftir því hvað menn eru tilbúnir til að leggja mikið fjármagn og vinnu í þetta, stokka spilin, samræma þjónustu í málaflokknum og jafna aðstöðu þeirra sem veita þjón- ustuna.“ Karl segir að meðal þátta sem skilgreina þurfi betur sé fjár- mögnun hjúkrunarheimila. „Hún er alls ekki nógu markviss og er afar mismunandi á milli heimila. Sum heimili þurfa að reka sig al- farið á daggjöldum, önnur fá dag- gjöld og hlutdeild í húsnæðis- kostnaði.“ Með húsnæðiskostnaði er átt við þátttöku í stofnkostnaði og viðhald á húsnæði, sem er mismunandi eftir rekstrarformi heimilanna. „Svo er líka ágreiningur um hvað daggjöldin eigi að fela í sér, en ég held reyndar að það sé sam- dóma álit allra sem reka hjúkr- unarheimili að daggjöld séu of lág.“ Fáir þjónustusamningar Karl segir dæmi um að sum hjúkrunarheimili fái álag á dag- gjöld vegna meiri umönnunar fólks og þá sé deilt um hvort dag- gjöld eigi að dekka lífeyrisskuld- bindingar. „Það eru ekki til þjón- ustusamningar nema við örfá hjúkrunarheimili og við höfum litl- ar skýringar fengið á því. Þess vegna vitum við ekki nákvæmlega hvaða þjónustu er krafist á þess- um heimilum og hvernig er borgað fyrir hana. Sveitarfélögin geta ein- faldlega ekki tekið yfir svona stór- an og flókinn málaflokk þar sem eru svona margir lausir endar. Við áttuðum okkur ekki á því fyrir- fram hvað þeir voru margir og verðum að hnýta þá áður en við tökum þetta yfir.“ Hægt er að skilgreina hugtakið öldrunarmál út frá ýmsum for- sendum. Aldrað fólk nýtur, eins og allir aðrir, allrar almennrar þjón- ustu eins og t.d. heilsugæslu og sjúkrahúsa og á rétt á almennum lífeyrisbótum. Í einfölduðu máli eru helstu þættir þjónustu við aldrað fólk einkum félagsleg heimaþjónusta og þjónusta í þjónustumiðstöðvum á vegum sveitarfélaga, heima- hjúkrun á vegum heilsugæslu- stöðva, dagvistun, endurhæfingar- og hvíldarinnlagnir og búseta í dvalarrými eða hjúkrunarrými á stofnunum aldraðra. Samræma þarf hjúkrunarmat Í vinnunni við yfirfærsluna hafa verið uppi hugmyndir um breytt vinnubrögð í hjúkrunarmati, en eins og staðan er í dag er það ekki samræmt yfir allt landið. „Ef við ætlum að gera þetta vel þurfum við að samræma og endurskoða matið. Það þurfa að vera þjón- ustusamningar sem taka mið af greiðslum við þjónustu á grund- velli matsins. Þegar þetta tvennt verður klárt og næg fjármögnun fyrir hendi, þá er ekkert vandamál að flytja svona þjónustuverkefni á milli stjórnsýslustiga.“ Annar þáttur sem skilgreina þarf betur að mati Karls er heimahjúkrun. „Það eru dæmi um að sveitarfélög hafi tekið yfir hana og samþætt hana heimaþjónust- unni. Ég held að flestir telji gott að það sé undir einni stjórn.“ Heimahjúkrunin er yfirleitt tengd heilsugæslunni, sem er að öllu jöfnu á forræði ríkisins og annaðhvort þyrfti þá að aðskilja hana heilsugæslunni eða sveitar- félögin tækju yfir heilsugæsluna líka. „Það eru kannski ekkert öll sveitarfélög tilbúin til að taka yfir heilsugæsluna líka,“ segir Karl. Betri, meiri og dýrari Hann segir það hafa sýnt sig að þegar sveitarfélög taki yfir nær- þjónustuverkefni, þá aukist þjón- ustan og batni, en verði jafnframt dýrari. Nærtæk dæmi séu yfir- færsla grunnskólans og þjónusta við fatlað fólk. „Jafnvel þótt það verði einhver hagræðing og betri nýting fjár í samræmingu þessara þátta, þá eykst þjónustan sam- hliða og það kallar á aukna fjár- mögnun.“ Öldruðum mun fjölga Sumar öldrunarstofnanir eru svokallaðar sveitarfélagastofnanir og fá fjárveitingar til viðbótar daggjöldum frá því sveitarfélagi sem þær eru í til að ná endum saman ef þær eru reknar með halla. Aðrar eru sjálfseignarstofn- anir og hafa ekkert annað fjár- magn en daggjöld frá ríkinu. „Sumar þeirra hafa bent á þennan aðstöðumun. Þetta er eitt af því sem við verðum að skoða,“ segir Karl. Fjölga mun í hópi aldraðra á næstu árum og það kallar líka á aukna fjármögnun. Spurður hvort áætlanir um fjárþörf liggi fyrir í þeim efnum segir Karl svo ekki vera. „Ef þessi málaflokkur kæm- ist í gott horf eftir þá endurskipu- lagningu sem þarf og ef sæst verður á tiltekið þjónustustig er auðvelt að meta aukinn kostnað út frá fjölgun þjónustuþega.“ Morgunblaðið/Kristinn  Ýmis ágreiningur og margt óljóst varðandi flutning öldrunarþjónustu Verkaskipting í öldunarmálum Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga Viðfangs efni Velferðar- Sveitar- Sjálfstæðir ráðuneyti félög aðilar Lög ummálefni aldraðra P Yfirstjórn öldrunarmála P Yfirstjórn heilbrigðisþj. við aldraða P Stefnumótun og áætlanagerð P Samstarfsnefnd ummálefni aldraðra P Þjónustuhópar aldraðra P Félagslegur þáttur heimaþjónustu P Þjónustumiðstöðvar aldraðra P Þjónustuíbúðir aldraðra P Dagvist aldraðra P P Dvalarheimili P P Hjúkrunarheimili P P Mat á vistunarþörf P Heilbrigðisþáttur heimaþjónustu P Hjúkrunarrými á sjúkrahúsum P Ákvörðun daggj. á hjúkrunar- og dvalarh. P Eftirlit með hjúkrunar- og dvalarh. P Ábyrgð á fjármögnun og framkvæmd þjónustu við aldraða Viðfangsefni Velferðarráðuneyti Sveitarfélög Ríki Félagsleg heimaþjónusta kr. Þjónustumiðstöðvar kr. Dagvist kr. Dvalarheimili kr. Hjúkrunarheimili kr. Heilbrigðisþáttur heimaþjónustu kr. Hjúkrunarrými á sjúkrahúsum kr. Stofnkostnaður kr. = Framkvæmd þjónustu kr. = fjármögnun Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga Margir lausir endar eru eftir Karl Björnsson SVEITARFÉLÖGIN w FÉLAGSÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.