Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 ✝ IngibjörgBjörnsdóttir fæddist í Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði 20. nóv- ember 1918. Hún lést 28. febrúar 2014 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Björn Helgi Guðmundsson bóndi, f. 29. sept- ember 1882, d. 7. ágúst 1966, og Dýrólína Jónsdóttir, kennari og húsfreyja, f. 30. janúar 1877, d. 22. júní 1939. Systir Ingibjargar var Áslaug Kemp, f. 1922, d. 1995. f. 1979, gift Rúnari Sigurðssyni, f. 1974. Þau eiga þrjú börn. 4) Björn Helgi, f. 1950, kvæntur Guðrúnu Þóroddsdóttur, f. 1952. Börn þeirra eru: a) Margrét, f. 1980, gift Sveini Rúnari Bene- diktssyni, f. 1978. Þau eiga tvö börn. b) Ingibjörg, f. 1980, gift James Joseph Devine, f. 1976. Þau eiga tvö börn. c) Þóroddur, f. 1988. 5) Sigrún, f. 1953, d. 1964. Ingibjörg stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli 1940-1941 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1944. Jónas og Ingibjörg ráku á heimili sínu Smábarnaskóla Laugarness ásamt Teiti Þorleifssyni kennara 1949-1958. Hún kenndi við Laug- arnesskóla 1957-1961, við Lauga- lækjarskóla frá 1962-1968 og Laugarnessskóla 1969-1986. Útför Ingibjargar fer fram frá Áskirkju í dag, föstudaginn 14. mars 2014, kl. 13. Eiginmaður Ingi- bjargar var Jónas Guðjónsson kenn- ari, f. 4. nóvember 1916, d. 4. desember 2004. Börn þeirra eru: 1) Sveinbarn, f. í apríl 1943, dáið samdægurs. 2) Ingv- ar Bergur, f. 1944, d. 1952. 3) Ragnar, f. 1947, kvæntur Evu Örnólfsdóttur, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Jónas Ingi, f. 1972, í sambúð með Guð- nýju Ólafsdóttur, f. 1976. Þau eiga tvo syni. b) Sigrún, f. 1975, gift Birni Þórðarsyni, f. 1973. Þau eiga fjögur börn. c) Stefanía, Ég kveð með söknuði tengda- móður mína eftir hálfrar aldar samleið. Það var auður minn að eiga hana að og fá að læra af henni, taka við hrósi og hvatningu, sama hvað ég tók mér fyrir hend- ur. Um leið vil ég minnast tengda- föður míns en hann lést árið 2004. Hann stóð við hlið hennar eins og klettur, traustur, umhyggjusamur og leiðbeinandi. Þau voru gift í 62 ár, stóðu saman í gleði og sorg, töl- uðu hlýlega hvort um annað og báru virðingu hvort fyrir öðru. Ung kom ég inn í fjölskylduna, þegar Ragnar sonur þeirra og ég byrjuðum saman, og var mér strax tekið sem dóttur sem þau hefðu eignast. Þau hvöttu mig áfram í námi og starfi og voru ávallt reiðubúin til aðstoðar. Þau lágu ekki á liði sínu við að gæta barnanna okkar, sækja þau í leik- skóla og taka á móti þeim er skóla lauk á daginn. Gestkvæmt heimili þeirra stóð öllum opið og glaðværð laðaði að gesti og gangandi. Myndarskapur Ingibjargar í mat- argerð fór ekki fram hjá neinum. Gestir nutu matar og kaffis ávallt við dúkuð borð og var húsmóðirin gleðigjafinn sem fékk alla til að slappa af og hlæja með sér. Hún var hagmælt og hafði yndi af að setja saman ljóð og gerði það óspart með gestum sem bar að garði. Þrátt fyrir að barnamissir og margvísleg veikindi hafi sett sitt mark á heimilislífið skorti tengdamóður mína aldrei glað- værð. Hún leyfði sér heldur aldrei að tala um að vera þreytt og henni fannst ég stundum orkulítil! Það var eins og hún væri knúin áfram af ósýnilegum ofurkrafti. Hún hafði stórt og mikið skap, líkt og eldfjall. Yfirborðið alla jafna ró- legt, svo gat gosið þegar minnst varði og fljótlega féll allt í ljúfa löð. Okkar samskipti voru þó yfirleitt á ljúfum nótum. Ingibjörg var fagurkeri; hafði ánægju af fallegum hlutum og fal- legum fötum og fylgihlutum. Í seinni tíð lét hún sauma á sig föt sem færu vel, auk þess sem hún sjálf saumaði og prjónaði af sama myndarskap og allt annað sem hún gerði. Allt skyldi vel gert. Það má segja að seinni hluti ævinnar hafi verið henni léttbær- ari en sá fyrri, að því undanskildu að lifa án Jónasar síðustu 10 árin. Þó að hún segðist ekki vera trúuð var hún eins og margir af hennar kynslóð með Guð í hjartanu. Þeg- ar hún var komin á Hrafnistu sagðist hún biðja bænir á hverju kvöldi og ávallt kvaddi hún okkur með orðunum: „Guð veri með ykk- ur.“ Fyrirgefning var henni líka ofarlega í huga og það fundum við best þegar hún spurði um barna- barnið sitt sem varð á í lífinu og hún fyrirgaf þrátt fyrir að vera jafnframt reið. „Þar sem er líf, þar er von,“ voru hennar orð um að líf- ið haldi áfram þrátt fyrir erfið- leika. Það þekkti hún jú manna best. Þegar Sigrún dóttir okkar skírði dóttur sína í höfuðið á okkur báðum gladdi það hana mikið að við vorum þar sameinaðar í nafni lítillar telpu. Ég er þakklát fyrir þau ár sem ég átti með tengdaforeldrum mín- um. Þeirra trausti faðmur stóð ávallt opinn og umvafði börn og barnabörn með allri þeirri elsku sem hægt er að gefa. Ég þakka í auðmýkt allt sem þau gerðu fyrir mig. Blessuð sé minning þeirra beggja. Eva Örnólfsdóttir. Amma Inga sagði mér oft að hún óttaðist ekki dauðann. Í raun man ég ekki til þess að hún hafi óttast neitt. Hún var ákveðin, iðju- söm, skapmikil, hjartahlý, hjálp- fús og umhyggjusöm við menn og dýr. Amma og afi voru náin alla tíð og vart hægt að minnast ömmu án þess að minnast afa líka. Það voru forréttindi að alast upp með ömmu Ingu og Jónas afa í næstu götu. Stutt að trítla fyrir hornið á Hofteignum og skjótast inn á Laugateig. Þar beið okkar systr- anna alltaf hádegismatur á meðan við vorum í grunnskóla. Afi stóð yfir pottunum, með svuntuna hennar ömmu tvíreyrða um mittið því hann var svo grannur, kallaði mig kæfubelg því hann vissi sem var að kæfan hennar ömmu ofan á heimabakaða rúgbrauðið eða flat- brauðið var það besta sem stelpu- skottið fékk. Dyrnar hjá ömmu og afa stóðu mér alltaf opnar. Hjá þeim lærði ég m.a. að lesa áður en grunnskólagangan hófst, lærði að leggja kapal, lærði að snúa klein- um og steikja laufabrauð. Þó var ekki síst lexían um umgengni við annað fólk. Hjá ömmu og afa lærðist mér fljótt að bera virðingu fyrir öllum, hvar sem þeir væru á vegi staddir í lífinu. Nálægðin við ömmu og afa myndaði sterkari tengsl en ella og mikil vinátta og hlýja einkenndi okkar samskipti. Þegar ég var komin með bílpróf voru þau fús að lána mér bílinn sinn, en afi tók skýrt fram að ég ætti ekkert að taka bensín, það myndi hann gera. Ein jólin, rétt um tvítugt, var ég ein og ömmu og afa fannst ómögu- legt að ég væri annars staðar en hjá þeim. Úr varð að ég tók nokkra pakka með til þeirra og hélt jólin á Laugateignum. En amma veiktist og lá fyrir svo við afi tókum að okkur eldamennsk- una. Í fyrsta sinn eldaði ég jólamat með tilsögn frá ömmu í rúminu, meðan afi lagði á borð. Eftir ynd- islega kvöldstund ætlaði ég að rölta heim en ekki var annað tekið í mál en ég yrði yfir nótt á svefn- sófanum í suðurherberginu. Þessi jól voru stórkostleg, notaleg, full af ást og hlýju. Þegar við Rúnar minn kynntumst lögðu amma og afi blessun sína yfir sambandið. Þau þekktu marga ávexti af ætt- artré Rúnars og oft sátum við, ræddum saman og rifjuðum upp forna tíð. Eftir að afi lést fórum við amma ósjaldan á rúntinn. Stundum bara í höfuðborginni, stundum upp um sveitir lands en stundum lá leið heim í kaffi, þar sem hún kjáði framan í lang- ömmubörnin og söng fyrir þá Gils- bakkaþulu eins og hún gerði fyrir mig þegar ég var barn. Hún hafði gaman af að fylgjast með mannlíf- inu og hafði skoðanir á hlutunum. Amma var ófeimin við nýjungar og var alltaf til í að prófa eitthvað nýtt eins og tala gegnum Skype og skoða mannlífið á Facebook. Við amma höfum deilt gleði og sorg- um í lífi hvor annarrar og sitt á hvað verið hinni öxl til að hvíla á. Amma var mér margoft stoð og stytta, reyndist mér eins og besta vinkona og var ávallt tilbúin að að- stoða þegar eitthvað bjátaði á. Í leik og námi var hún boðin og búin að leggja sitt af mörkum til að ég næði árangri í mínu lífi. Ömmu og afa mun ég ávallt minnast með þakklæti og söknuði. Stefanía Ragnarsdóttir (Stefa). Látin er góð vinkona og sam- starfsmaður til margra ára. Ingi- björg kenndi við Laugarnesskóla frá 1968 til 1986 en áður kenndi hún við Laugalækjarskóla og þar áður var hún með kennslu yngri barna á heimili sínu. Það var vel þekkt í hverfinu að hægt væri að koma í tímakennslu til Ingibjarg- ar og læra að lesa. Þennan heima- skóla var Ingibjörg með í þó nokk- ur ár. Jónas Guðjónsson, eiginmaður hennar, sem einnig kenndi við Laugarnesskóla, var henni góður bakhjarl. Eftir að hún hætti kennslu við Laugarnesskóla tók hún að sér að sjá um mat fyrir starfsfólk skól- ans. Næstu tvö árin á eftir nutum við samstarfsfólkið leikni hennar á þeim vettvangi. Ingibjörg var ein af þessum duglegu kennurum sem lögðu sig alla fram til að nemend- ur hennar næðu sem bestum ár- angri, hún gat stundum verið snögg upp á lagið, sem þurfti stundum, en öll samskipti við hana voru sérlega ánægjuleg og gef- andi. Hún átti mjög gott með að setja saman vísur og kvæði, það gat komið sér vel þegar undirbún- ar voru skemmtanir með börnun- um. Ingibjörg var um tíma for- maður kennarafélags skólans og lagði þá drjúga hönd á vorhrein- gerningar í skólaselinu Katlagili. Um einhver árabil eftir að hún hætti föstu starfi bakaði hún flat- kökur heima sem voru alveg sér- lega ljúffengar og var þá gott að koma í heimsókn til hennar og eiga gott spjall. En það voru ekki bara góðu flatkökurnar hennar Ingibjargar sem löðuðu okkur hjónin í heimsókn til Ingibjargar og Jónasar, heldur voru þau hjón- in afar fróð og skemmtileg og þó að Ingibjörg væri ekki alltaf við góða heilsu lét hún aldrei á því bera því að það var stutt í brosið og glaðværðina. Þegar Björn son- ur Ingibjargar æfði þjóðdansa hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur var Ingibjörg tilbúin til að sauma bún- inga á soninn sem nota skyldi við sýningar. Það var gott að leita til Ingibjörg Björnsdóttir Ég var heima- gangur á heimili Sigríðar frá því að ég man fyrst eftir mér. Þau Guðmund- ur áttu fallegt heimili á Fjölnis- vegi 20 og ég var tíður gestur að leika við Níels frænda minn og jafnaldra. Foreldrum okkar hefur greinilega líkað vinátta okkar frændanna og komu okkur iðu- lega saman til leikja, enda þótt við byggjum hvor í sínum bæjarhlut- anum. Sigríður sýndi að því er virtist óendanlega þolinmæði yfir hávaðasömum og óstýrilátum strákahópnum. Við Nilli vorum Sigríður Níelsdóttir ✝ Sigríður Níels-dóttir fæddist 11. ágúst 1920. Hún lést 26. febrúar 2014. Útför Sigríð- ar fór fram 5. mars 2014. bekkjarbræður og sessunautar í Mið- bæjarskólanum og urðum við iðulega samferða heim. Veit- ingar í eldhúsinu á Fjölnisveginum voru fastur liður í til- verunni og sú umönnun sem stráklingar á þess- um aldri gerir sér ekki ljósa fyrr en áratugum seinna. Sigríður var glæsileg kona, há og grönn, með hávöxnustu konum af sinni kynslóð. Hún bar sig vel og var ákveðin í fasi; sagði mein- ingu sína skilmerkilega, ef svo bar undir. Hún bjó manni sínum og sonum glæsilegt heimili, sem var þó opið til leikja ungdómsins. Ég skammast mín ennþá fyrir að hafa fellt ofnhillu í stofunni með flest- um kristal- og glermunum heim- ilisins í ærslafullum byssuleik. Ekki var ég skammaður, þótt til- efnið hafi verið ærið. Þau Guðmundur ferðuðust mikið, voru útivistar- og hesta- fólk. Þau áttu bíl frá minni fyrstu minningu og fóru í langar og stuttar ferðir um landið. Iðulega flaut ég með. Ég man vel eftir fjallgöngu á Úlfarsfell, þar sem við Pétur Guðmundarson, 6-8 ára gamlir, tókum á rás upp fjallið á undan þeim hjónunum, Sigríði og Guðmundi, ásamt Nilla og Snorra. Guðmundur hljóp okkur uppi áð- ur en okkur tókst að hlaupa fyrir björg á norðanverðu fjallinu. Fjölskyldan flutti að Hagamel 44 þegar við frændurnir vorum á fermingaraldri. Húsið var nýtt og glæsilegt, byggt í kantinum á stóru braggahverfi, sem hvarf á næstu árum. Þarna héldu þau Guðmundur heimili í hálfa öld, komu drengjunum til manns og önnuðust hvort annað meðan bæði lifðu. Sundlaug Vesturbæjar var steinsnar frá og nýttu þau hana vel – það hefur vafalaust átt þátt í langlífi þeirra beggja. Bæði Guðmundur og Sigríður komust á tíræðisaldur áður en heilsan fór að láta undan síga. Þau fengu að vísu bæði augnsjúkdóma á efri ár- um, sem gaf mér tækifæri til að endurgjalda eilítið umstangið sem þau höfðu af mér í æsku. Lækn- ismeðferð getur þó verið tvíeggj- uð; Sigríður fékk nýja augasteina einhvern tíma eftir áttrætt. Hún sá miklu betur eftir aðgerðirnar, en það kostaði stórhreingerningu á Hagamelnum. Nú sá hún kusk og ryk í öllum skotum, þar sem ekkert hafði verið sýnilegt fyrr. Þeim fækkar óðum, sem komu að uppvexti mínum – tóku þátt í að ala mig upp. Foreldrar mínir eru löngu gengnir og fáir eftir af fullorðnu fólki æsku minnar. Ein- hvers staðar segir að það þurfi þorp til að ala upp börn; hóp af fullorðnu fólki, sem heldur utan um ungviðið og leiðir það til nokk- urs þroska. Sigríður var hluti þessa hóps fyrir mig. Einar Stefánsson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, tengdasonur, afi, bróðir og vinur, ÖRN AXELSSON rennismíðameistari, Hraunbæ 27, lést þriðjudaginn 4. mars. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.00. Sigrún Axelsdóttir, Sigrún Hrefna Arnardóttir, Victor Björgvin Victorsson, Axel Örn Arnarson, Sigrún Aadnegard, Ingólfur Arnarson, Eva Bryndís Pálsdóttir, Egill Sölvi Arnarson, Bára Brynjólfsdóttir, barnabörn, tengdaforeldrar, systkini og Viggó Guðmundsson. ✝ Ástkær móðir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þiljuvöllum, Berufjarðarströnd, lést föstudaginn 7. mars. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 18. mars kl. 13.00. Kristín, Unnþór, Hlífar, Alda, Þórður og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, fóstur- bróðir, afi og langafi, ERLINGUR NORÐMANN GUÐMUNDSSON, Hörðubóli, Dalabyggð, lést laugardaginn 8. mars. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.00. Ragnhildur Beatrice Erlingsdóttir, Sigurjón Hannesson, Kristrún Erna Erlingsdóttir, Baldur Kjartansson, Guðríður Erlingsdóttir, Stefán Hólmsteinsson, Líneik Dóra Erlingsdóttir, Guðmundur Erlingsson, Ninna Karla Katrínardóttir, Una Auður Kristjánsdóttir, Hjalti Samúelsson, barnabörn og langafabörn. ✝ Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILMA MARINÓSDÓTTIR, Fossvegi 4, Selfossi, lést þriðjudaginn 11. mars. Útför auglýst síðar. Einar Ársæll Sumarliðason, Oddbjörg Jónsdóttir, Guðrún Erla Sumarliðadóttir, Halldór Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐNÝ ÁSBJÖRNSDÓTTIR frá Hellisandi, lést á Hrafnistu laugardaginn 8. mars. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. mars kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórir Kristjánsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA GUÐNÝ ÓLAFSDÓTTIR, áður búsett í Sunnufelli á Kópaskeri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri, laugardaginn 8. mars. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri föstudaginn 14. mars kl. 10.30. Friðrik J. Jónsson, Árni V. Friðriksson, Gerður Jónsdóttir, Ólafur Friðriksson, Freyja Tryggvadóttir, Kristín Helga Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.