Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 39
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Minningar um traustan og
góðan samstarfsmann munu lifa
áfram.
Helga Eymundsdóttir,
Þorsteinn Hjaltason,
Baldvin Valdemarsson.
Kveðja frá Höldi
Kær vinur og samstarfsfélagi
er fallinn frá í blóma lífsins og far-
inn til nýrra starfa í öðrum heimi.
Það veit ég og skal vitna fyrir
hverjum sem er að betri vin, fé-
laga og samstarfsmann er vart
hægt að hugsa sér. Teitur steig
sín fyrstu skref hjá Höldi árið
1983, þá rúmlega 13 ára gamall,
sem bensíntittur eins og það var
kallað. Síðan tóku við önnur störf
bæði á skrifstofu og úti á örkinni,
og alltaf jókst ábyrgðin hjá vax-
andi fyrirtæki. Um aldamótin tók
Teitur við sem rekstrarstjóri bíla-
þjónustusviðsins okkar, en þegar
hann greindist með krabbamein
fyrir rétt um sjö árum tókum við
saman þá ákvörðun að nú væri
rétt að hægja aðeins á og hann
tók við starfi mannauðsstjóra fyr-
irtækisins, starf sem átti að vera
ívið léttara en í sívaxandi fyrir-
tæki hlóð alltaf meiru á hann.
Ekki kvartaði Teitur undan því
heldur leysti störf sín af alúð og
lagni svo aðdáunavert var. Ég
leitaði mjög oft til Teits til að
ræða hin ýmsu mál sem í raun
komu starfi hans ekki beint við,
það var bara svo gott að geta rætt
málin við Teit sem þekkti fyrir-
tækið betur en lófann á sér. Sam-
starf okkar hefur varað í um 28 ár
og löngum verið afar náið. Ég veit
hreinlega ekki hvernig ég hefði
komist í gegnum marga hluti án
samráðs við Teit. Það hlýtur að
teljast einstakt að aldrei nokkurn
tímann greindi okkur á um hlut-
ina. Við gátum alltaf rætt okkur
saman að bestu lausninni, byrj-
uðum kannski hvor á sínum end-
anum, eða ekki, og enduðum á
sama punkti og báðir alltaf sáttir.
Hetjulegustu baráttu sem ég hef
kynnst er lokið og í raun gafst
Teitur aldrei upp, það orð var
ekki til í orðabókinni, um það vor-
um við sammála. Við töluðum oft
um að þetta væri eins og að ganga
yfir Vaðlaheiðina, það kemur allt-
af ný brekka gamli, nýtt verkefni
sem þarf að sigra, og Teiti tókst
það alltaf, þar til nú að lengra
varð ekki komist. Við sem eftir
sitjum erum tóm að innan, skilj-
um ekki af hverju svona góður
maður eins og Teitur er tekinn
frá eiginkonu sinni og þremur
börnum, ástvinum og samstarfs-
mönnum sem allir sakna hans
sárt. Þau eru mörg tárin sem hafa
fallið undanfarna daga, bara fal-
legt lag fær mann til að hugsa til
Teits og tárast. Hann var svo
yndisleg manneskja, og þegar ég
velti því fyrir mér, þá held ég svei
mér að ég hafi aldrei séð þennan
góða vin minn reiðast, eins ótrú-
legt og það er á svo löngum tíma.
Það verður erfitt að vera án Teits,
og stórt skarð höggvið í góðan
hóp, en ég veit að hann fylgist
áfram með okkur og við munum
reyna að breyta rétt og halda
áfram að byggja upp gott fyrir-
tæki með sama anda og við höfum
gert hingað til og með þeim hætti
heiðra minningu Teits sem best
við getum. Fyrir hönd Hölds og
samstarfsmanna Teits þakka ég
fyrir öll árin sem við fengum með
honum sem samstarfsfélaga og
vini. Við sendum Ruth, Andra, Al-
mari og Thelmu, foreldrum,
systkinum og öðrum ástvinum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, megi Guð styrkja ykkur í
sorginni. Hvíldu í friði kæri vinur.
Steingrímur Birgisson,
forstjóri Hölds.
Komið er að kveðjustund þrátt
fyrir þann ótrúlega baráttuvilja
sem Teitur hefur sýnt. Aldrei á
minni lífsleið hef ég áður kynnst
öðrum eins viljastyrk og æðru-
leysi og hjá honum þessi ár frá því
hann greindist með krabbamein.
Það virtist vera sama hvað kom
upp á í veikindum hans, alltaf var
hann jafn ótrúlega hress og já-
kvæður. Við kvörtum yfir smá-
vandamálum sem upp koma en
mikið höfum við lært af honum.
Hann var öllum frábær fyrir-
mynd um það hvernig taka skal
slíkum áföllum. Þótt við getum
einungis vonað að sá lærdómur
þurfi aldrei að nýtast okkur er
hann dýrmætur og fyrir það er-
um við þakklát.
Þetta hafa verið erfiðir tímar
hjá Teiti og fjölskyldu hans, þá
sérstaklega síðastliðnir þrír mán-
uðir. Þrátt fyrir það stappaði
hann stálinu í okkur hin. Sagði
hann til dæmis við mig: „Það er
ástand á kallinum, en þetta kem-
ur allt.“
Hann var sannanlega góð fyr-
irmynd, með mikla kímnigáfu og
mikið baráttuþrek. Vildi enga
vorkunn og var bjartsýnn til
hinstu stundar.
Teitur vann hjá Höldi á Akur-
eyri með skóla sem ungur maður
og síðan í fullu starfi eftir að
skólagöngu lauk þar til hann lést
að kveldi 1. mars, aðeins 44 ára
gamall. Við samstarfsmenn hans
og vinir hjá fyrirtækinu í Reykja-
vík vorum lánsamir að kynnast
vel þessum duglega dreng og frá-
bæra samstarfsmanni þrátt fyrir
fjarlægðina á milli okkar. Hann
var nákvæmur og pottþéttur í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur. Þótt fjölskyldan hafi ver-
ið honum efst í huga þá var vinn-
an, vinnufélagar og vinir hans
honum ofarlega í huga því varla
leið sá dagur að ekki væri hann í
sambandi, jafnvel á meðan erfið-
um meðferðum stóð. Það eru mik-
il forréttindi að hafa fengið að
vinna við hlið þessa góða félaga
allan þennan tíma.
Nú er margs að minnast og í
sorginni rifjast upp þær góðu
stundir sem við áttum með Teiti í
vinnu, vinnuferðum, árshátíðum,
á golfvellinum og fleira sem var
baukað.
Við sem vorum svo heppnir að
fá að vera með honum í golfferð-
unum til Flórída þar sem við átt-
um ómetanlega daga munum allt-
af minnast þess tíma með miklu
þakklæti. Áttum við þar frábærar
samverustundir. Á golfvellinum,
við sundlaugina, í blaki eða bara
við eldamennskuna og uppvaskið.
Allt er þetta okkur ómetanlegt.
Þegar ljóst var að hann kæmist
ekki með okkur í Flórídaferðina
síðastliðinn vetur vegna veikinda
var ekki um annað að ræða af
hans hálfu en að við færum en þó
með því skilyrði að við sendum
honum myndir og sögur á hverj-
um degi. Lýsir það honum og
hans styrk.
Við vottum Ruth, börnunum,
foreldrum og ástvinum Teits okk-
ar dýpstu samúð. Megi guð vera
með ykkur og veita ykkur styrk
við fráfall þessa góða drengs.
F.h. samstarfsfólks í Reykja-
vík,
Bergþór Karlsson.
Ég á fá orð til þess að lýsa því
hversu ósanngjarnt það er, að þú
sért farinn elsku Teitur. Við
þekktumst í um 20 ár og á þeim
tíma gerðist svo margt yndislegt
sem ég mun ávallt geyma í hjarta
mínu. Á þessum árum fann ég svo
sterkt fyrir hjartahlýju þinni og
vináttu og hversu vel og fallega
þú barst virðingu fyrir fjölskyldu
þinni, vinum og bara lífinu öllu. Í
veikindum þínum varstu alltaf
svo jákvæður og umfram allt
hetja. Ég mun sakna þín og vin-
áttu þinnar en hugga mig við það
að geta yljað mér við yndislegar
minningar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég bið góðan Guð að styrkja
Ruth, Andra Leó, Almar, Telmu
Rut og alla ástvini í þessari miklu
sorg. Guð blessi ykkur.
Eydís Einarsdóttir.
Elsku yndislegi frændi minn,
hér sit ég og skrifa og tárin
streyma. Það er svo rosalega sárt
að kveðja þig elsku vinur, sér-
staklega þar sem ég er engan
veginn tilbúin að sætta mig við
það að þú sért farinn frá okkur.
Þú sem hefur verið partur af lífi
mínu frá því ég fæddist og ég hef
alltaf litið upp til þín og ávallt litið
á þig sem fyrirmynd og sem stóra
bróður minn þó svo þú værir móð-
urbróðir minn.
Það er virkilega erfitt að trúa á
æðri mátt þegar hann getur verið
svona ósanngjarn. Daginn sem þú
kvaddir okkur sagði Ruth að þeir
færu ungir sem guðirnir elska og
að þú værir búinn að gera svo
margt gott á þessum tíma sem þú
varst hjá okkur. Ég reyni að
hugsa um þessi orð til að berjast á
móti reiðinni þar sem reiðin er jú
engum holl og ég veit að þú værir
ekki sáttur við frænku þína ef hún
léti reiðina vinna.
Sjálfur horfðir þú alltaf á lífið í
björtu ljósi og naust þess til hins
ýtrasta að vera til. Vandamál
voru aldrei hindranir heldur voru
þau verkefni til að takast á við og
það gerðir þú ávallt áreynslulaust
og með bros á vör.
Ég gat leitað til þín hvenær
sem var og með hvað sem var og
alltaf var svarið það sama, „jájá-
jájá, ekkert mál Brynja mín, við
reddum því bara“. Ég mun aldrei
geta endurgoldið allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig og krakkana en
ég mun gera mitt besta til að vera
alltaf til staðar fyrir Ruth og
krakkana þína líkt og þú varst
fyrir mig.
Ég er endalaust þakklát fyrir
allar góðu stundirnar sem ég fékk
með þér, alla „grautana“ á laug-
ardögum, afmælin, veislurnar,
jólin, áramótin og Benidorm. það
var alveg sama hvað við vorum að
gera, það var alltaf stutt í brosið
og hláturinn enda varstu með ein-
stakan húmor og mikill stríðnis-
púki. Oftar en ekki varð ég fyrir
barðinu á stríðninni og það hlakk-
aði í þér þegar þú sást færi á að
skjóta á litlu frænku en alltaf þó í
góðu gamni.
Þú varst svo duglegur og til
fyrirmyndar við allt sem þú tókst
þér fyrir hendur, í sambandi ykk-
ar Ruthar, í öllu sem tengdist
krökkunum, við allt sem tengdist
fallega heimilinu ykkar, við vinnu
og í samskiptum við alla í fjöl-
skyldunni og vini þína. Þú skip-
aðir stóran sess í lífi svo margra.
Nú kveð ég þig elsku Teitur
minn, þó ekki í hinsta sinn því ég
trúi því að við munum hittast aft-
ur. Söknuðurinn er ólýsanlegur
og þær verða margar stundirnar
sem verða tómlegar og skrítnar
án þín en minningarnar um ein-
stakan mann hleypa hlýjunni inn í
hjartað þar til við sjáumst næst.
Þangað til, þá veit ég að þú munt
vaka yfir okkur.
Elsku Ruth, Andri, Almar,
Telma, amma, afi, mamma og
Gígja, þið eigið alla mína samúð.
Megi Guð gefa ykkur styrk í
gegnum þessa erfiðu tíma.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlögin þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst samt aftur á ný
Megi algóður guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Brynja Jóhannsdóttir
Möller.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
✝ Oddný Sigríð-ur Nicolaidótt-
ir fæddist í Reykja-
vík hinn 2.
desember 1930.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 5. mars
2014.
Foreldrar Odd-
nýjar Sigríðar voru
Sigríður Ólafs-
dóttir húsmóðir, f.
3.1. 1898, d. 15.6. 1997, og Ni-
colai Þorsteinsson bifvélavirki,
f. 30.6. 1896, d. 2.8. 1965. Önnur
börn þeirra: Nicolai, f. 20.7.
1920, d. 25.4. 1997, Edith Elsa
María, f. 24.3. 1923, Þorsteinn,
f. 6.3. 1927, d. 3.9. 1984, Ólafur,
f. 1.1. 1932, d. 5.3. 1976, og
Guðni Þór, f. 12.11. 1935, d.
29.7. 2009.
f. 1959, maki Jóhanna Vélaug
Gísladóttir, f. 1962, þeirra börn
Hanna Lilja, f. 1990, og Matt-
hías, f. 1993. 5) Guðlaugur, f.
1960, maki Guðrún Axelsdóttir,
f. 1962, þeirra börn Jónas, f.
1981, Þórir. f. 1987, Fannar, f.
1995. og Sindri, f. 2000. 6) Sig-
urður, f. 1966, maki Bjarnþóra
María Pálsdóttir, f. 1971. Börn
Sigurðar: Ísak Aron, f. 1996,
Sigríður Agnes, f. 1997, og
Oddný Soffía, f. 2008. Börn
Bjarnþóru: Páll Axel, f. 1991,
og Ásdís María, f. 1998.
Oddný Sigríður bjó lengst af
í Reykjavík ásamt fjölskyldu
sinni. Á yngri árum fékkst hún
við ýmis störf og einnig vann
hún við bókband hjá Prent-
smiðjunni Eddu þar til hún gift-
ist eftirlifandi eiginmanni. Hún
starfaði svo stærstan hluta
starfsævinnar í fyrirtæki þeirra
hjóna ásamt því að sjá um heim-
ilishald og uppeldi barnanna.
Útför Oddnýjar Sigríðar fer
fram frá Fella- og Hólakirkju í
dag, 14. mars 2014, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Oddný Sigríður
giftist Jónasi Guð-
laugssyni frá Eyr-
arbakka 19. apríl
1951. Foreldrar
Jónasar voru Ingi-
björg Jónasdóttir
húsmóðir, f. 22.3.
1905, d. 4.11. 1984,
og Guðlaugur Páls-
son kaupmaður, f.
20.2. 1896, d. 16.12.
1993. Börn Odd-
nýjar og Jónasar eru: 1) Ingi-
björg, f. 1950, maki Gísli Ólafs-
son, f. 1946, þeirra börn Lilja, f.
1971, Aðalheiður, f. 1974, og
Ólafur, f. 1981. 2) Garðar, f.
1951, d. 1955. 3) Nicolai, f. 1954,
maki Ásta Bjarney Péturs-
dóttir, f. 1955, þeirra börn
Dagný Rós, f. 1975, og Bjarni
Garðar, f 1980. 4) Jónas Garðar,
Vetrarbarnið móðir mín, sem
fæddist í Reykjavík 2. desember
1930, átti góð æsku- og upp-
vaxtarár í sex systkina hópi.
Sem barn og unglingur var hún
hlédræg og feimin en svo geisl-
andi að fólk laðaðist að henni.
Ung giftist hún pabba og saman
gengu þau lífsins veg í tæp 65
ár.
Börnunum sínum öllum sinnti
hún af ást og umhyggju, saum-
aði, prjónaði, eldaði og bakaði
og alltaf var næringarríkur og
góður matur á borðum, við allra
hæfi. Þegar við börnin uxum úr
grasi naut pabbi aðstoðar henn-
ar á verkstæðinu og þar gekk
hún í verkin af sama krafti og
áhuga og öllu öðru sem hún tók
sér fyrir hendur.
Heimilið bar vott um ein-
staka smekkvísi þeirra hjóna og
ef mamma væri ung kona í dag
hefði hún örugglega uppfyllt öll
skilyrði þess að bera titilinn of-
urkona. Hún var mjög skipu-
lögð og vinnusöm, hafði enda-
lausa orku og sinnti
skylduverkum jafnt sem áhuga-
málum af alúð og natni.
Hún var falleg, góð og með
einstaka kímnigáfu. Hún var hlý
og gefandi og hvers manns hug-
ljúfi og fann alltaf leiðir til að
njóta lífsins. Mamma átti góðar
vinkonur á öllum aldri, hún átti
samleið með öllum kynslóðum
og hér er við hæfi að minnast á
æskuvinkonurnar, Fimmurnar
og Curves-leikfimisystur hennar
þar sem hún átti sinn sess í sóf-
anum, alls staðar var hún miðj-
an, hafði frumkvæði, var fyndin
og skemmtileg og ræktaði vin-
áttuna af alúð og kærleika.
Hún var líka tilbúin að til-
einka sér nýjungar, fór á dans-
námskeið, í enskuskóla, lærði á
tölvur, sinnti líkamsræktinni af
ótrúlegri elju, og gleðin og húm-
orinn voru alltaf til staðar. Hún
elskaði að ferðast og ófáar eru
ferðirnar um víða veröld sem
henni auðnaðist að njóta.
Að kveðja hana skilur eftir
hafsjó af minningum sem birt-
ast hver af annarri og ylja og
gleðja. Hún var kona sem gaf af
sér hvar sem hún kom. Það er
erfitt að finna nægilega falleg
og sterk orð til að lýsa móður
minni og það var lærdómsríkt
að fylgjast með bjartsýninni,
baráttugleðinni og æðruleysinu
þau tæpu þrjú ár sem hún tókst
á við þann gest sem settist að í
líkama hennar og neitaði með
öllu að víkja. Hún sagði gjarn-
an: „Ég er búin að eiga góða
ævi, heil 83 ár. Ég get nú ald-
eilis þakkað fyrir það.“
Ég get seint fullþakkað að
hafa átt mömmu fyrir bestu vin-
konu og mína sterkustu fyrir-
mynd og ég minnist með gleði
allra skemmtilegu samveru-
stundanna þar sem við hlógum
þar til tárin streymdu niður
kinnarnar. Nú þegar leiðir skil-
ur eru minningarnar dýrmæt-
asti fjársjóðurinn. Missir pabba
er þó mestur og samúð okkar
hjóna á hann alla.
Ingibjörg og Gísli.
Þá er hún Addý amma lögð
af stað í lokaferðalagið sitt. Við
systkinin urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga ömmu okkar
að vini og félaga langt fram á
fullorðinsár. Amma var nefni-
lega einn af okkar bestu vinum.
Hún tók virkan þátt í lífi okkar
alla tíð, mætti manna fyrst í
mannfögnuði og fór oftar en
ekki með þeim síðustu, enda
ótrúlegur gleðigjafi og hrókur
alls fagnaðar.
Hún elskaði að skemmta sér,
elskaði lífið og allt sem því
fylgdi og naut þess til hins ýtr-
asta að vera til. Hún var amma
fram í fingurgóma, jafnt gagn-
vart okkur og börnunum okkar.
Við minnumst ömmu ætíð
með bros á vör enda var hún
alltaf að gantast. Það leið ekki
það heimboð að stríðnisbrosið
læddist ekki yfir andlit ömmu.
Það skemmtilegasta við grínið
var að oftar en ekki var erfitt
að meta hvort um háalvarlegan
hlut eða góðlátlegan hrekk var
að ræða, svo flink var hún í
stríðninni. Henni fylgdi alltaf
einstök gleði og með nærver-
unni einni saman gerði hún dag-
ana alltaf skemmtilegri.
Amma var rómaður fagurkeri
í einu og öllu, alltaf stórglæsi-
lega til fara, sama hvað stóð til.
Heimilið bar þess einnig merki
að þarna byggju mikil smekk-
hjón. Ekki var hægt að sjá á
heimilinu að þau hjón væru á
níræðisaldri, enda einstaklega
módern í einu og öllu og nutu
þess að lifa í núinu.
Allir sem sóttu þau heim
kynntust einstakri hlýju, gest-
risni og veitingum af bestu
gerð. Amma var þekkt fyrir ein-
staklega ljúffenga dúnmjúka
púðursykurstertu sem ætíð var
bökuð ef eitthvað stóð til. Hún
hvatti alla til að æfa sig í „púðr-
arabakstrinum“ og eftir standa
börn og barnabörn sem eru orð-
in fær um að baka dýrindis dún-
mjúka púðursykurstertu í anda
ömmu Addýjar. Tertan mun
skreyta ófá veisluborðin í fram-
tíðinni til minningar um frá-
bæra konu.
Við sáum það hvað best síð-
ustu árin hversu mikil Pol-
lýanna amma var. Hún sá alltaf
jákvæðu hliðarnar, þrátt fyrir
veikindi. Alltaf var stutt í brosið
og grínið aldrei langt undan,
alltaf mátti gera gott úr hlut-
unum.
Amma var ævarandi þakklát
fyrir æviárin sín og rifjaði oft
upp hversu vel hún náði að
njóta lífsins, ferðast, skemmta
sér og njóta félagsskapar vina
og ættingja. Eftir stendur
minningin um alveg einstaka
ömmu sem mun vera okkur
systkinunum fyrirmynd út lífið.
Elsku afi okkar, innilegar
samúðarkveðjur frá okkur.
Lilja, Aðalheiður, Óli
og fjölskyldur.
Í dag kveðjum við okkar
kæru vinkonu, hana Addý. Vin-
skapur okkar er búinn að vara
frá æsku- og unglingsárum.
Margs er að minnast frá þeim
tíma.
Farið var í útilegur og ferða-
lög eins og ungt fólk gerir. Svo
kom að því að allar stofnuðum
við heimili og fjölskyldur og
minnkaði sambandið þá. Fyrir
rúmum 25 árum var vinskap-
urinn endurnýjaður og síðan
höfum við vinkonurnar hist
reglulega, tvisvar á ári, heima
hjá hver annarri og farið seinni-
part sumars út að borða á góð-
um veitingastöðum. Þetta hafa
verið yndislegar samverustund-
ir hjá okkur gömlu vinkonunum
og höfum við farið í sumarbú-
staðarferð og þar hefur verið
hlegið dátt og rifjaðar upp
gamlar minningar frá æskuár-
unum.
Nú er hún Addý farin og eftir
sitjum við með minningar um
þessa yndislegu vinkonu og
þökkum fyrir að hafa átt hana
sem vinkonu öll þessi ár. Bless-
uð sé minning Addýjar.
Innilegar samúðarkveðjur til
Jónasar og fjölskyldu.
Ágústa, Laufey, Nanna
og Valgerður.
Blessaðir séu þeir
sem gefa sér tíma
til að strjúka vanga
og þerra tár af kinn
bara með því að faðma
og vera.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þessi orð skáldsins lýsa
tengdamóður minni einkar vel
að mínu mati. Hún var einfald-
lega góð kona að upplagi.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
rúmum þrjátíu árum er ég var
að stíga mín fyrstu skref inn í
fullorðinsárin. Vegferð okkar
saman hefur verið ljúf og margs
er að minnast. Um hugann svífa
ótal minningabrot. Mikið óskap-
lega á ég eftir að sakna samver-
unnar yfir latte-bollanum og
Baileys-glasinu.
Með sorg í hjarta en þakk-
læti fyrir gott líf sem við áttum
saman kveð ég tengdamóður
mína og trúnaðarvin.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín tengdadóttir,
Guðrún.
Oddný S.
Nicolaidóttir