Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 ✝ Teitur Birg-isson fæddist á Akureyri 6. desem- ber 1969. Hann lést í faðmi fjölskyld- unnar á heimili sínu 1. mars 2014. Foreldrar Teits eru hjónin Alma K. Möller, f. 21. sept- ember 1945, og Birgir Björn Svav- arsson, f. 14. júní 1945. Systur Teits eru Eygló, f. 3. janúar 1964, gift Hirti Sig- urðssyni, og Gígja, f. 25. apríl 1968, sambýlismaður hennar er Jerome Wigny. Eiginkona Teits er Ruth Viðarsdóttir, f. 14. september 1998, nemi í Lundaskóla. Teit- ur byrjaði ungur að vinna og starfaði hjá Höldi ehf. alla sína starfsævi, fyrst við bensín- afgreiðslu en síðar við fjölþætt stjórnunarstörf. Teitur gegndi auk þess stjórnarstörfum í fyr- irtækjum Ruthar og systkina hennar. Teitur var mikill fjöl- skyldumaður og naut þess að vera með fjölskyldu sinni. Hann var virkur í Frímúrarareglunni og tók þátt í ýmsum nefndar- og félagsstörfum, til dæmis í tengslum við íþróttaiðkun barna sinna. Teitur greindist með krabba- mein árið 2001 og tókst á við sjúkdóminn fram á síðasta dag. Útför Teits fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 14. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. 1970. Þau hófu sambúð árið 1988 og gengu í hjóna- band 29. ágúst 1999. Foreldrar Ruthar voru Birna Eiríks- dóttir, f. 4. nóv- ember 1937, d. 22. mars 2011, og Viðar Helgason, f. 29. ágúst 1938, d. 17. október 1979. Börn Teits og Ruthar eru: Andri Leó, f. 5. október 1993, nemi í VMA, kærasta hans er Birta María Guðmundsdóttir, f. 20. apríl 1996. Almar, f. 22. apríl 1996, nemi í MA, og Telma Rut, f. 4. september Takk fyrir allt elsku pabbi. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Þín börn, Andri Leó, Almar og Telma Rut. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elskulegur frændi og vinur, Teitur, er horfinn okkur sýnum og það er svo óumræðilega erfitt að kveðja þennan ljúfa og góða dreng svona alltof, alltof snemma. En svona er lífið stundum, órétt- látt og tillitslaust í okkar augum. En Alfaðir ræður og við verðum að lúta vilja hans. Við höfum verið samferða Teit allt frá bernskuárum til þessa dags. Við munum hann í fjöl- skylduboðum hjá afa og ömmu á „eyrinni“ og öðrum samveru- stundum stórfjölskyldunnar. En minningin um hann er ekki svona lifandi og sterk, vegna þess að hann hafi farið fram með hávaða eða bægslagangi. Þvert á móti er hann okkur svo minnisstæður vegna glaðlyndis síns og ljúf- mennsku. Stundum jafnvel eins og hlédrægur eða feiminn. En alltaf með sitt fallega bros á vörum og í augum, og var svo eig- inlegt að benda á og tala um spaugilegu hliðarnar í tilverunni. Og það var bæði auðvelt, nærandi og heilsubætandi að hlæja með honum. Snemma hitti Teitur verðandi lífsförunaut sinn, hana Ruth. Þau rugluðu saman reytum sínum og leyndist engum að þau áttu mjög vel saman. Þau voru sannarlega bæði falleg og samhent hjón og var öllum augljóst innilegt og ást- ríkt samband þeirra. Saman eign- uðust þau þrjú myndarleg og efnileg börn, Andra Leó, Almar og Telmu Rut. Teitur greindist með alvarlegan sjúkdóm fyrir nokkrum árum og virtist á stund- um eins og hann ætlaði að hafa sigur, en hlaut að lokum að lúta lægra haldi. Allt sitt stríð háði hann af einstakri yfirvegun og ró- semi, ásamt meðfæddu glaðlyndi. Æðrulaus tók hann því sem að höndum bar. Allir þeir, sem kynntust Teit, hrifust af þessum hjarta- hlýja og góða dreng, sem mögl- unarlaust og af karlmensku gekk í gegnum sitt sjúkdómsstríð allt til enda. Við viljum með þessum fátæklegu orðum kveðja elsku- legan frænda okkar, sem var öll- um svo kær. Þótt hann sé horfinn sýnum mun minningin lifa, um Teit frænda, með stríðnisbrosið sitt bjarta. Við sendum elsku Ruth, Andra Leó, Almari og Telmu Rut, Birgi og Ölmu, Eygló og Gígju og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að blessa minningu góðs drengs, Teits Birgissonar. Guð eilífs kærleika taki Teit okkar sér að hjarta og veiti hon- um sinn frið. Emelía Bára og Sigríður Margrét. Sannur baráttumaður er fall- inn frá. Krabbameinið vann enn og aftur. Þrátt fyrir mótlæti, tor- færur og brekkur stóð Teitur alltaf upp aftur. Styrkur hans og þrautseigja var gríðarleg. Lífið getur verið svo miskunnarlaust. Ruth og Teitur eru eitt og sama nafnið fyrir mér. Þau kynntust svo ung og voru svo krúttleg og samheldin í öllu, ástríðan og virð- ingin skein svo skært á milli þeirra. Minningarnar streyma fram, stóri vinahópurinn, rúntur- inn, Dire Straits, útilegur í Vaglaskógi, Teitur á Höldi, þeirra fallega heimili, börnin þeirra þrjú og margt fleira. Þar sem ég hef verið búsett er- lendis í 13 ár voru samskiptin minni eins og gengur og gerist en alltaf þegar ég kom heim til Ak- ureyrar hitti ég þessa fallegu vini mína. Ég hitti Teit síðasta sumar, þá svo blómstrandi fallegan og jákvæðan og við kvöddumst með því loforði að hittast núna í sum- ar. Það verður því að bíða betri tíma. Elsku Ruth mín og börn, ætt- ingjar og vinir. Guð gefi ykkur þann styrk til að halda áfram. Anna Margrét Svavarsdóttir, Suður-Dakóta. Látinn er kær vinur og félagi langt fyrir aldur fram. Hann barðist hetjulegri baráttu fram á síðustu stundu, svo aðdáun vakti. Dugnaður, harka, jákvæðni og húmor voru hans aðal til hins síð- asta. Mig langar til að þakka fyrir samstarfið og öll samskiptin, sem við höfum átt í gegnum árin okk- ar hjá Höldi. Það verður ekkert eins eftir fráfall hans. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Eiginkonu, börnum, foreldrum og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi minning Teits Birgisson- ar lifa sem lengst. Sveinn Bjarman. Það er ólýsanlega erfitt að horfast í augu við staðreyndir þegar kröftugir jákvæðir einstak- lingar með bjarta sýn á það í hverju lífsgæði felast hverfa á braut allt of snemma. Samskipti við slíkan einstakling gefa lífinu ný gildi og bjartari sýn á framtíð- ina og hið daglega líf. Teitur fékk aðeins 45 ár. En eins og hann sagði sjálfur er það ekki tímalengdin heldur gæðin sem skipta öllu. Það staðfestir fullkomlega að hann bar nafn með rentu, því nafnið Teitur táknar kæti og gleði. Hann greindist með krabbamein fyrst fyrir um tólf ár- um og fimm árum síðar fundust hjá honum alvarleg höfuðmein. Hans sýn á lífið gaf honum mörg aukaár til viðveru þrátt fyrir spár lækna um einungis nokkra mán- uði. Það bugaði hann ekki og Teit- ur gaf fólki sem hann umgekkst alltaf jákvæðan styrk og hvatti til dáða, þrátt fyrir oftast erfiðari eigin stöðu. Nú er ég orðin ein í litla leyni- félaginu okkar sem við Teitur stofnuðum í byrjun vetrar. Við höfðum þekkst í mörg ár og þótt við hittumst sjaldan þá vissum við af því að við gengum í gegn um svipaða hluti, þótt hans tilfelli hafi verið mun erfiðara en mitt. Höf- uðmein sem hrjáðu okkur þörfn- uðust síendurtekinna meðferða af ýmsum toga. Við ákváðum svo eftir langt spjall í haust að stofna litla félagið okkar. Við bjuggum við svipaða reynslu og höfðum sameiginlega nálgun gagnvart staðreyndum. Vorum fullkomlega sammála um að okkar trú, von og kærleikur var ekki síður fólginn í jákvæðni, bjartsýni og þolin- mæði. Einnig vorum við sammála um að kærleikurinn frá öllum ein- staklingum sem við höfum allt um kring er ómetanlegur lífselexír. Jafnframt hið sterka, umhyggju- sama og fróða lækna- og hjúkr- unarteymi til að bæta stöðuna í hvert sinn. Ég get líka haft það eftir mínum læknum að hið já- kvæða viðhorf hjálpar þeim sem hjálpar leitar svo óendanlega mikið og það hefur án nokkurs vafa gefið Teiti lengri tíma. Þegar við hittumst nú um miðj- an febrúar var Teitur ótrúlega hress og jákvæður að vanda. Hann kom með góða uppástungu um nafn á litla félagið okkar. Það var Heilalausa félagið. Ástæðan fyrir nafninu var m.a. sú að við höfðum bæði verið spurð að því hvort við værum kannski aðeins of kærulaus gagnvart stöðunni, kannski haldin Pollýönnu-synd- róminu. Eins væri góð ástæða fyrir nafni félagsins að búið var að taka nokkrum sinnum sýnis- horn af svæðinu, þótt það væri kannski ekki af heilanum sjálfum. Þetta lýsti Teiti svo vel, alltaf svo stutt í grínið og gleðina. Ég sam- þykkti auðvitað nafnið á félaginu og hef hugsað mér að halda kyrr- láta félagsfundi framvegis, kveikja á kerti og tileinka mér að viðhalda þessu yndislega lífsvið- horfi sem Teitur var svo ríkur af. Það lífsviðhorf eru fjársjóðir sem eru dýrmætari en allur veraldleg- ur auður og gæfa að verða þess- ara fjársjóða aðnjótandi. Ég, ásamt eiginmanni mínum, bið af öllu hjarta um að allir verndarenglar umvefji eiginkonu og börn Teits og að hið milda ljós lýsi þeim í óbærilegri sorg. For- eldrar Teits, systur hans og fjöl- skyldur þeirra eiga okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Ringsted. Hvaðan logi lífsins brennur? Hvaðan leiðist okkar för? Hvaðan á frá ósi rennur? Hvaðan eyðist sálarför? Því er lokið elsku karlinn minn. Í sjö ár var baráttan háð en tap- aðist að lokum. Elsku Teitur minn, þvílík forréttindi hafa það verið að vera vinur þinn og vinnu- félagi í tuttugu og sjö ár. Minn- ingarnar eru margar en sælu- stundirnar á bökkum Laxár í landi Syðrafjalls gleymast aldrei, þvílíkar stundir sem við áttum þar oft saman félagarnir. Spor okkar lágu einnig saman í tuttugu ár innan veggja Frímúrararegl- unnar sem var þér svo kær. Já, sá maður sem eignaðist vin eins og þig kann að meta lífið. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið, sá sem á mig trúir mun lifa þótt hann deyi. Kæra Ruth, börn, for- eldrar og systur, missir okkar allra er mikill en ykkar mestur. Far þú í friði, kæri vinur. Kristinn Tómasson. Það vakna margar spurningar í huga okkar þegar við kveðjum kæran vin, Teit Birgisson. Ungur maður fellur frá í blóma lífsins eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Eftir standa eiginkona, börn, foreldrar hans og vinir í sorg og söknuði. Okkur finnst svo sjálf- sagt að lífið gangi sinn vangang og að allt sé í föstum skorðum. En auðvitað er það ekki svo og við er- um minnt á það æði oft á lífsleið- inni að örlögin grípa inn í lífs- hlaup okkar sem færa okkur bæði gleði- og sorgarstundir. Okkur er öllum skammtaður tími í þessu lífi frá æðri máttarvöldum og því er það mikilvægt að við notum tím- ann vel sem okkur er þó gefinn. Teitur vinur okkar, sem við kveðjum hér, fékk alltof stuttan tíma en hann átti svo margt eftir ógert í þessu lífi. Frá fyrstu kynn- um var þessi myndarlegi og ungi maður þægilegur, tryggur og góður vinur. Hann var hvers manns hugljúfi. Síðastliðið haust áttum við ánægjulegar stundir saman með Rut og Teiti ásamt syni okkar og tengdadóttur suður á Spáni í sól og sumaryl. Gott er að eiga þess- ar minningar sem ekki gleymast. Elsku Rut, við sendum þér, börnum þínum, foreldrum Teits og öðrum ættingjum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að gefa ykkur styrk í sorginni, sem tíminn einn getur læknað. Jón og Sigrún. Kær vinur okkar, hann Teitur Birgisson, er fallinn frá langt fyr- ir aldur fram eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Fyrstu kynni okkar af Teiti voru þau að við félagarnir gengum í sama skóla alla grunnskólagönguna. Teitur féll alls staðar vel inn í hópinn og var vinmargur, hann var glaðlyndur og léttur í fasi og munum við ekki öðruvísi eftir honum. Teitur var mikill áhuga- maður um vélknúin ökutæki. Ófáum stundum eyddum við sam- an sem guttar akandi um bæinn próflausir á nöddum eða vélsleð- um. Margar voru ferðirnar á sveitaböllin á þessum árum og þá var mikið um gleðskap og ýmsar skemmtilegar uppákomur og var Teitur alltaf til í alls konar fífla- skap sem við höfðum gaman af. Mikið dálæti hafði Teitur á MMC-merkinu og þá sérstaklega á gerðinni Colt. Það var stundum eins og það væri bara hægt að taka vinstri beygju á þessum gráa Colt því hringirnir í kringum torgið voru ekki taldir í tugum, frekar í hundruðum um helgar. Tíminn leið og við félagarnir fest- um ráð okkar. Teitur kynntist henni Rut sinni sem síðar varð eiginkona hans og barnsmóðir. Á seinni árum hittumst við fé- lagarnir alltaf nokkrum sinnum á ári til að rifja upp gamla tíma, skiptast á sögum og kjaftagangi um hvað væri að gerast í kringum okkur, gera grín hver að öðrum og hlæja mikið. Oft voru áformin stór um hvað við ætluðum að gera þegar við yrðum stærri (gamlir – það orð var ekki til í okkar orða- bók). Teitur, þín verður sárt saknað af okkur félögunum enda um einstakan dreng að ræða. Við vottum fjölskyldu Teits innilega samúð á þessum erfiðu tímum. Arnar, Kristinn (Kiddi), Leif- ur (Leibbi) og Jónas (Nóni). Þegar ég frétti að Teitur vinur minn væri látinn kom það mér ekki á óvart. Ég hafði fylgst með baráttu hans við hinn illvíga sjúk- dóm og dáðst að baráttuþreki hans. Hann ætlaði svo sannarlega að sigra í þessari baráttu og svo lengi sem ég gat rætt við hann var sigurbrosið á vör. Hann ræddi um veikindi sín og þrátt fyrir sigurviljann var alvaran kraumandi undir niðri. Hann fór barnungur að vinna hjá þeim bræðrum á Höldi og þar starfaði hann trúr og tryggur allt til dauðadags. Hann bar mikla virðingu fyrir starfi sínu og reyndi að mæta til vinnu meðan einhver þróttur var til þess. Hann var dáður af vinnufélögum og einnig var vinahópurinn stór. Fjölskyldan, konan og börnin, var honum þó alltaf kærust og kom það alltaf fram hjá honum. Ungur að árum gerði hann eins og faðirinn, afinn, tengdafaðirinn og fleiri fjölskyldumeðlimir og gekk í reglu frímúrara hér á Ak- ureyri. Þar eins og annars staðar vegnaði honum vel og voru hon- um falin ábyrgðarstörf fyrir regl- una. Frímúrarabræður kveðja góðan bróður og vin er hann nú leggur út á leið hins óþekkta framhaldslífs. Bróðir minn. Það má nú segja að „liðinn sé dagur og kvöldsins ómar kalli“ þegar þú yfirgefur þetta líf og ferð á vit hins óþekkta. Við allir bræður í frímúrarareglunni hér á Akur- eyri kveðjum þig og minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Eigin- konunni, börnum, foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra óskum við velfarnaðar og það er okkar einlæga ósk að hinn hæsti höfuðsmiður haldi sinni verndar- hendi yfir þeim í framtíðinni. Hvíl þú í friði kæri bróðir og vinur. Ólafur Ásgeirsson. Kær vinur og vinnufélagi, Teit- ur Birgisson hefur lagt upp í sína hinstu ferð. Söknuður og sorg eru í huga okkar en einnig minningar um góðan dreng. Þær minningar eru umvafðar birtu, birtu sólar- geislanna, vegna þess að Teitur var sólarmegin í lífinu. Hann var ljóshærður, bjartur yfirlitum og sviphreinn. Af hon- um ljómuðu gæðin; hann var góð- ur í gegn og með svo ljúfa lund og yfirvegaður í samskiptum að leit- un var að öðru eins. Hann ávann sér virðingu og væntumþykju samstarfsfólks og samferða- manna með þægilegu viðmóti, sanngirni og rökfestu. Hann var sannur vinur vina sinna og heill í öllu. Hann og Ruth eiginkona hans bjuggu sér fallegt heimili, sem hann var eilíflega vakinn yfir að fegra, bæta og lagfæra. Augljóst var hvers virði fjölskylda hans var honum; Ruth sína umvafði hann jafnframt því sem hann sinnti af alúð börnum þeirra þremur í námi, tómstundum og öðru. Hann virtist eiga auðvelt með að laga sig að öllum kring- umstæðum og var virkur í öllu samstarfi. Var hann ágætlega á sig kominn, grannur, lipur og samsvaraði sér vel og var meðvit- aður um gildi hreyfingar og úti- veru. Þess vegna var það svo óvænt sem úrskurðurinn kom; sá dómur sem hann hlaut fyrir nærri sjö árum: krabbamein. Hann – hann af öllum! Hvað á slíkur dóm- ur að fyrirstilla? En þaðan í frá sýndi Teitur úr hverju hann var gerður; bjartsýnn að eðlisfari, með jákvæða lífssýn og var ekki að sýta stöðuna. Hann talaði um hlutina eins og þeir voru, tilgerð- arlaust og án mærðar. Okkur mætti hann sem jafningjum og var ætíð hreinskiptinn í öllum samskiptum. Vinnan og vinnustaðurinn voru honum ákaflega mikils virði og þótt veikur væri mætti hann til vinnu. Áleit hann hluta af því að halda lífi að vera innan um sitt fólk og allt það sem honum var kærast; á daginn á vinnustaðnum en þess utan með fjölskyldunni og sínum nánustu. Okkur er hann minnisstæður í haustferð Hölds í Þórsmörk fyrir fáum árum. Þótt haltur væri vegna fjölmargra skurðaðgerða undanfarin misseri tók hann full- an þátt og fór með í þær göngu- ferðir sem farnar voru. Svo ákveðinn var hann í að njóta þeirra stunda sem hann ætti eftir – njóta þeirra eins og mögulegt væri að hann lét ekkert aftra sér. Síðustu vikur var hann sem fyrr með hugann við vinnustaðinn og kom oft í heimsókn þótt langt væri leiddur, svo miklu máli skipti það hann að vera í sam- bandi við vinnufélagana. Og sann- arlega þótti þeim vænt um rækt- arsemina. Það er eftirsjá að slíkum önd- vegisdreng sem Teitur var. Sökn- uðurinn er mikill og sár, þó er harmur fjölskyldu hans mestur. Við trúum því að nú séu þjáningar hans yfirstaðnar og hann gangi um á eilífðarenginu, haldandi verndarhendi yfir sínu nánasta fólki. Því biðjum við Guðsbless- unar og að allt gott umvefji það um ókomna tíð. Minningin um Teit Birgisson mun lifa í hjörtum okkar. Hjörleifur Gíslason og Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir. Kveðja frá kjörstjórn Akureyrar Það er ekki einfalt verkefni að halda kosningar. Að mörgu er að hyggja. Rétt framkvæmdar og óhlutdrægar kosningar eru jú ein grunnforsenda fyrir virku lýð- ræði. Lykilatriði er að til fram- kvæmdarinnar veljist gott fólk sem er tilbúið að leggja á sig öguð vinnubrögð og þann tíma sem þarf. Við Akureyringar höfum verið sérlega heppin með starfs- fólk til vinnu við kosningar. Þar stóð Teitur fremstur meðal jafn- ingja. Honum kynntumst við fyrst er hann kom til starfa fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum hjá kjörstjórn- inni á Akureyri. Á þessum tæpum fjórum árum hefur verið kosið sex sinnum og alltaf var hann til þjónustu reiðubúinn. Í kosning- unum í apríl sl. var hann nýbúinn í erfiðri lyfjameðferð, en lét það ekki stöðva sig og kom þrátt fyrir það til starfa. Hann virtist búa yf- ir miklu æðruleysi og einkenndi það framgöngu hans alla, sem og yfirveguð og vönduð vinnubrögð. Hann naut vinnu sinnar við kjör- stjórnina og alltaf var stutt í fal- lega brosið. Góður maður og sam- starfsfélagi er farinn og hans verður sárt saknað. Fjölskyldu hans allri sendum Teitur Birgisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.