Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Þrír plötusnúðar hafa tekið hönd- um saman og stofnað nýtt útgáfu- fyrirtæki, BORG LTD, sem sér- hæfir sig í útgáfu á smáskífum með svokallaðri hústónlist. Að baki út- gáfunni standa Áskell Harðarson, Ómar Egill Ragnarsson og Jón Reginbald Ívarsson og ljóst er að metnaðurinn er mikill. „Ætlunin er að gefa út alþjóðlega tónlistarmenn í hústónlistargeir- anum. Viðbrögðin hafa nú þegar verið vonum framar og það eru margir spennandi hlutir í bígerð. Fyrsta platan lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. Fyrst kemur plat- an út á vínil og verður til sölu á al- þjóðlegri vefverslun, Juno Records, sem er ein allra stærsta netverslun sem selur vínilplötur. Þeir höfðu trú á okkur og gerðu strax við okk- ur dreifisamning,“ segir Áskell en hann er einnig þekktur undir nafn- inu Housekell. Ásgeir segir aðdragandann að stofnun útgáfunnar ekki langan. „Það er í raun skemmtileg saga að baki. Þannig vildi til að þýskur tónlistarmaður, Alex Agore, setti inn á heimasíðu sína mörg óútgefin lög og lét þau skilaboð fylgja að vilji einhver gefa þau út þá endi- lega hafa samband. Agore er mjög þekktur innan hústónlistarbrans- ans og við Ómar erum miklir aðdá- endur hans. Einn sunnudaginn hringdi ég svo í Ómar og stakk upp á að við myndum slá á þráðinn til Agore. Hann var til í það og Agore var opinn fyrir þessu samstarfi. Við stofnuðum því útgáfufyrirtæki, völdum nokkur lög eftir Agore og svo varð ekki aftur snúið. Boltinn fór að rúlla og rúllaði mjög hratt. Nú bíða þrjár til fjórar plötur út- gáfu.“ Stefna á alþjóðamarkað „Hústónlist er vinsælli nú en nokkru sinni fyrr og skilin á milli popptónlistar og hústónlistar eru alltaf að verða óljósari og gróskan er mikil. Við hugsum þetta stærra en Ís- land og erum í samstarfi við fyrir- tæki sem dreifa plötunum um alla Evrópu. Við tökum því þátt í þess- ari miklu alþjóðlegu flóru og njót- um mikils stuðnings en það eru all- ir mjög áhugasamir um þetta framtak.“ Áskell segir mikla eftirspurn vera eftir vínilplötum. „Munurinn á plötum sem eru gefnar út á vínil annars vegar og á stafrænu formi hins vegar er mjög mikill. Hljóðgæðin á vínilplötum eru svo miklu meiri en það sem maður kaupir til dæmis á itunes. Þetta er eitt af því sem útskýrir þessa miklu endurkomu vínilplatna. Þá er þetta eigulegri gripur en bara einhver skrá í tölvunni og skapar einnig ákveðinn vettvang til sköpunar,“ segir Áskell. Til að fagna útgáfu fyrstu plöt- unnar er boðið til veislu á skemmti- staðnum Dolly klukkan 23 annað kvöld. Félagarnir þrír munu þeyta skífum auk þess sem Chris Cheops mun spila. Aðgangur er ókeypis. Félagar Jón Reginbald Ívarsson, Ómar Egill Ragnarsson og Áskell Harðarson stofnuðu útgáfufyrirtæki fyrir skemmstu. Hlutirnir gerast hratt og hafa þeir nú allnokkur nöfn alþjóðlegra tónlistarmanna á sínum snærum.  Gefa út hústónlist á vínil  Hugsa stærra en Ísland Stefna hátt í útgáfuheimi Nú er nær uppselt á hina viðamiklu tónleika „Stopp – gætum garðsins!“ í Hörpu á þriðjudagskvöldið kemur. Um er að ræða samvinnuverkefni bandaríska leikstjórans Darrens Aronofsky, Bjarkar Guðmunds- dóttur, Landverndar og Náttúru- verndarsamtaka Íslands. Dagskráin hefst með frumsýningu stórmyndar Aranofskys, Noah, í Eg- ilshöll klukkan 17.30 en Harpa opnar fyrir gest- um klukkan 20. Fram koma bandaríska söng- konan Patti Smith, og með henni leika Eyþór Gunnarsson og Guðmundur Pét- ursson, sænska söngkonan Lykke Li ásamt hljóm- sveit, Björk, Of Monsters and Men, Samaris, Highlands, Mammút og Retro Stefson. Listamennirnir gefa vinnu sína og ágóðinn rennur til Náttúruverndar- samtaka Íslands og Landverndar. „Þetta eru átta hljómsveitir sem spilar hver í tíu til 25 mínútur. Á milli verða ýmiskonar atriði þar sem við sýnum hvers vegna við stöndum fyrir þessum tónleikum,“ segir Grímur Atlason sem heldur utan um skipulagninguna. Ekki verður gefið upp í hvaða röð listamennirnir koma fram. „Það verður öllu til tjaldað. Patti Smith kemur fram með tveim- ur íslenskum listamönnum, Björk kemur fram í flottu formati og Lykke Li mætir með hljómsveit.“ Grímur segir listamennina vera samhenta í baráttu sinni fyrir auk- inni náttúruvernd og verndun há- lendisins. „Við höfum til að mynda reynt í mörg ár að fá Lykke Li til að koma fram á Airwaves, en það hefur reynst of dýrt, en nú er henni boðið að taka þátt, fyrir ekki neitt, og þá kemur hún!“ segir hann. „Það sama má segja um Patti Smith.“ Grímur kom ásamt Björk og fleiri að skipulagningu tónleika til stuðn- ings náttúruvernd árið 2006. Hann segir undirbúning þessara tónleika ekki hafa verið langan. „Það sauð á mér þegar náttúru- verndarlögin voru afturkölluð. Að við værum samfélag sem gerði samninga sem þessa sem aldrei halda, hvaða skoðun sem við höfum á hlutunum. Það var gerður samn- ingur og sett lög sem eiga að taka gildi 1. apríl. Ef það þarf að laga þau á einfaldlega að gera það, en þess í stað á að afturkalla lögin og hafa þau gömlu í gildi í að minnsta kosti 14 mánuði. Hvað ætla menn að gera á þeim tíma?“ spyr hann. „Þetta kveikti í mér og við fórum á fullt í undirbúning í janúar.“ efi@mbl.is Öllu verður til tjaldað í Hörpu  Nær uppselt á Stopp-tónleikana Goðsögnin Patti Smith kemur fram á tónleikunum ásamt Eyþóri Gunn- arssyni og Guðmundi Péturssyni. Söngkonan Sænska stjarnan Lykke Li vildi styðja baráttuna. Grímur Atlason Lögreglan í Danmörku leitar nú mál- verks eftir Emil Nolde, sem stolið var úr kirkju í Ølstrup, sem er skammt frá Ringkøbing á Jótlandi. Vitni sáu dökkbláum Opel ekið af vettvangi og hefur lögregla nú lýst eftir bíl með þýskum númerum að því er segir í frétt Ritzau. Málverkið var í altaristöflu kirkj- unnar. Nolde málaði það árið 1904 og er það metið á 210 milljónir íslenskra króna. Málverkinu hefur verið stolið á milli klukkan níu á mánudags- morgun og ellefu á þriðjudags- morgun. Eftirlýsti bíllinn sást við kirkjuna um klukkan hálfátta að kvöldi. Kirkjan er opin frá sólarupp- rás til sólarlags. Í alfræðiriti Gyllendals á vefnum, Den Store Danske Encyklopædie, segir að Nolde hafi fæðst í Nolde í Slésvík 1867 og búið á þeim slóðum mestallt sitt líf. Eftir 1920 var hann danskur ríkisborgari, en „þýsksinn- aður“ í list sinni, eins og segir í al- fræðiritinu, og í fremstu röð þýskra expressjónista. Nolde gekk í nasista- flokkinn í Norðurslésvík eftir valda- töku nasista í Þýskalandi 1933 og segir í alfræðiritinu að sannfæring hafi búið að baki, en ekki tækifær- ismennska. Nasistar sögðu list hans hins vegar bera sjúklegri úrkynjun vitni og bönnuðu honum að mála. Stolna verkið málaði Nolde fyrir kirkjuna vegna þess að hann var kvæntur dóttur prófastsins þar. Stuldur Altaristöflunni eftir Emil Nolde, Málsverður í Emmaus, var stolið úr danskri kirkju. Myndin er frá sýningu á verkum Noldes í Þýskalandi. Stálu rándýru verki  Tekið úr danskri sveitakirkju AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.