Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Menningarvika hefst í Grindavík í
dag, í sjötta sinn, en dagskráin að
þessu sinni er sérlega vönduð og
fjölbreytt í tilefni 40 ára kaupstað-
arafmælis Grindavíkur í ár. Verður
hápunktur menningarviku stór-
tónleikar í íþróttahúsinu laugardag-
inn 22. mars þar sem Fjallabræður
og Jónas Sig flytja verk sín ásamt 80
manna Lúðrasveit Vestmannaeyja
og Þorlákshafnar.
Formleg setning hátíðarinnar
verður í Grindavíkurkirkju á morg-
un, laugardag, kl. 17. Eftir setn-
inguna verður gestum boðið í safn-
aðarheimilið í fjölmenningarlegt
veisluhlaðborð. Fyrr um daginn fara
af stað ýmsar sýningar en um
helgina verður jafnframt Safnahelgi
á Suðurnesjum.
Meðal fjölmargra viðburða á
morgun er opnun málverkasýningar
Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke í
Veiðarfæragerðinni á Ægisgötu 3.
Við opnunina munu tónlistarmenn-
irnir Gunnar Þórðarson og Stanley
Samuelsen frá Færeyjum, líkt og
Kirke, leika íslenska og færeyska
tónlist. Viðburðurinn er liður í sam-
starfi listamannanna sem hófst í
Þórshöfn í Færeyjum vorið 2013 og
síðar á Ljósanótt í Reykjanesbæ
sama ár. Gunnar og Samuelsen
verða einnig meðal flytjenda á setn-
ingarhátíð menningarviku í Grinda-
víkurkirkju á morgun.
Menningarvikan heldur síðan
áfram með daglegum viðburðum;
fleiri myndlistarsýningum, leiksýn-
ingum, ljósmyndasýningum, tón-
leikum og ýmsu fleiru. Nánari upp-
lýsingar eru á vefnum grindavik.is.
Ljósmynd/Grindavíkurbær
Menning Meðal þátttakenda í menningarviku Grindavíkur verða Gunnar
Þórðarson, Sossa Björnsdóttir, Birgit Kirke og Stanley Samuelsen.
Menningarveisla
í Grindavík í viku
Tjalda miklu til á 40 ára afmæli bæjarins
Þórarinn Eymundsson og Þeyr frá
Prestbæ sigruðu í fimmgangskeppni
Meistaradeildar Norðurlands, KS-
deildinni, sem fram fór í reiðhöllinni
Svaðastöðum á Sauðárkróki í fyrra-
kvöld.
Þórarinn var efstur eftir forkeppn-
ina. Mette Mannseth og Stjörnustæll
frá Dalvík urðu efst í B-úrslitum og
náðu öðru sætinu í úrslitum. Komust
þau upp fyrir sigurvegarana frá
mótinu í fyrra, Ísólf Líndal Þórisson
og Sólbjart frá Flekkudal, sem höfðu
verið í öðru sætinu eftir forkeppnina.
Bjarni Jónasson og Dynur frá
Dalsmynni urðu í fjórða sæti og Elv-
ar E. Einarsson á Gátu frá Ytra-
Vallholti í því fimmta.
Mikil spenna er komin í einstakl-
ingskeppni KS-deildarinnar. Þór-
arinn er nú jafn Ísólfi Líndal með 37
stig og ekki langt á eftir er Bjarni
Jónasson í þriðja sæti og Mette
Mannseth í því fjórða.
Hrímnir er með afgerandi forystu í
liðakeppninni með 91 stig. Laekja-
mot.is er í öðru sæti og Draupnir /
Þúfur í því þriðja.
Keppt verður í tölti 26. mars.
helgi@mbl.is
Ljósmynd/Svala Guðmundsdóttir
Þrjú á palli Ísólfur Líndal Þórisson, Þórarinn Eymundsson sigurvegari og
Mette Mannseth taka við sigurlaunum sínum eftir fimmgangskeppnina.
Þórarinn og Ísólfur efstir
og jafnir í KS-deildinni
Föstudaginn 14. mars halda sam-
tökin BPW Reykjavík málþing um
jafnlaunadaginn. Málþingið ber
heitið „Jafnlaunadagur – hugmynd
fyrir Ísland 2015“ og verður haldið
í blómasal Hótel Natura og hefst
kl. 15.00.
Í frétt frá samtökunum segir að
spurt verði hvort þessum degi
verði komið á fót hér á landi á
næsta ári. „En sé miðað við 18,1%
launamun þá ætti jafnlaunadag-
urinn á Íslandi að vera 6. mars,“
segir í tilkynningunni. Sérstakur
gestur málþingsins verður leiðtogi
Evrópusamtaka BPW, Sabine
Schmelzer, en hún hefur skipulagt
og undirbúið jafnlaunadaginn víða
í Evrópu síðastliðin ár. Evrópu-
samtök BPW hafa verið ein helstu
samtök kvenna í kvenréttindabar-
áttu í mörgum löndum Evrópu og
höfðu þær m.a. frumkvæði að
stofnun jafnlaunadags í Belgíu
2005, sem síðan hefur breiðst út í
Evrópu.
Málþing haldið um jafnlaunadaginn