Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Menningarvika hefst í Grindavík í dag, í sjötta sinn, en dagskráin að þessu sinni er sérlega vönduð og fjölbreytt í tilefni 40 ára kaupstað- arafmælis Grindavíkur í ár. Verður hápunktur menningarviku stór- tónleikar í íþróttahúsinu laugardag- inn 22. mars þar sem Fjallabræður og Jónas Sig flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju á morg- un, laugardag, kl. 17. Eftir setn- inguna verður gestum boðið í safn- aðarheimilið í fjölmenningarlegt veisluhlaðborð. Fyrr um daginn fara af stað ýmsar sýningar en um helgina verður jafnframt Safnahelgi á Suðurnesjum. Meðal fjölmargra viðburða á morgun er opnun málverkasýningar Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke í Veiðarfæragerðinni á Ægisgötu 3. Við opnunina munu tónlistarmenn- irnir Gunnar Þórðarson og Stanley Samuelsen frá Færeyjum, líkt og Kirke, leika íslenska og færeyska tónlist. Viðburðurinn er liður í sam- starfi listamannanna sem hófst í Þórshöfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á Ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár. Gunnar og Samuelsen verða einnig meðal flytjenda á setn- ingarhátíð menningarviku í Grinda- víkurkirkju á morgun. Menningarvikan heldur síðan áfram með daglegum viðburðum; fleiri myndlistarsýningum, leiksýn- ingum, ljósmyndasýningum, tón- leikum og ýmsu fleiru. Nánari upp- lýsingar eru á vefnum grindavik.is. Ljósmynd/Grindavíkurbær Menning Meðal þátttakenda í menningarviku Grindavíkur verða Gunnar Þórðarson, Sossa Björnsdóttir, Birgit Kirke og Stanley Samuelsen. Menningarveisla í Grindavík í viku  Tjalda miklu til á 40 ára afmæli bæjarins Þórarinn Eymundsson og Þeyr frá Prestbæ sigruðu í fimmgangskeppni Meistaradeildar Norðurlands, KS- deildinni, sem fram fór í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í fyrra- kvöld. Þórarinn var efstur eftir forkeppn- ina. Mette Mannseth og Stjörnustæll frá Dalvík urðu efst í B-úrslitum og náðu öðru sætinu í úrslitum. Komust þau upp fyrir sigurvegarana frá mótinu í fyrra, Ísólf Líndal Þórisson og Sólbjart frá Flekkudal, sem höfðu verið í öðru sætinu eftir forkeppnina. Bjarni Jónasson og Dynur frá Dalsmynni urðu í fjórða sæti og Elv- ar E. Einarsson á Gátu frá Ytra- Vallholti í því fimmta. Mikil spenna er komin í einstakl- ingskeppni KS-deildarinnar. Þór- arinn er nú jafn Ísólfi Líndal með 37 stig og ekki langt á eftir er Bjarni Jónasson í þriðja sæti og Mette Mannseth í því fjórða. Hrímnir er með afgerandi forystu í liðakeppninni með 91 stig. Laekja- mot.is er í öðru sæti og Draupnir / Þúfur í því þriðja. Keppt verður í tölti 26. mars. helgi@mbl.is Ljósmynd/Svala Guðmundsdóttir Þrjú á palli Ísólfur Líndal Þórisson, Þórarinn Eymundsson sigurvegari og Mette Mannseth taka við sigurlaunum sínum eftir fimmgangskeppnina. Þórarinn og Ísólfur efstir og jafnir í KS-deildinni Föstudaginn 14. mars halda sam- tökin BPW Reykjavík málþing um jafnlaunadaginn. Málþingið ber heitið „Jafnlaunadagur – hugmynd fyrir Ísland 2015“ og verður haldið í blómasal Hótel Natura og hefst kl. 15.00. Í frétt frá samtökunum segir að spurt verði hvort þessum degi verði komið á fót hér á landi á næsta ári. „En sé miðað við 18,1% launamun þá ætti jafnlaunadag- urinn á Íslandi að vera 6. mars,“ segir í tilkynningunni. Sérstakur gestur málþingsins verður leiðtogi Evrópusamtaka BPW, Sabine Schmelzer, en hún hefur skipulagt og undirbúið jafnlaunadaginn víða í Evrópu síðastliðin ár. Evrópu- samtök BPW hafa verið ein helstu samtök kvenna í kvenréttindabar- áttu í mörgum löndum Evrópu og höfðu þær m.a. frumkvæði að stofnun jafnlaunadags í Belgíu 2005, sem síðan hefur breiðst út í Evrópu. Málþing haldið um jafnlaunadaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.