Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú er kannski kominn tími til að leið- rétta gamlan misskilning,“ segir leik- arinn og myndlistarmaðurinn Tómas Lemarquis þegar hann er spurður hvernig standi á því að hann sé aftur valinn til að leika albínóa. Tómas vakti fyrst athygli á hvíta tjaldinu þegar hann lék Nóa í kvikmynd Dags Kára, Nóa albínóa. Síðan hefur hann tekist á við ýmis hlut- verk í kvikmynd- um en leikur nú aftur mann sem kallaður er „Alb- ínóinn“ í nýrri bandarískri spennumynd, 3 Days to Kill, sem nú er sýnd hér á landi, með stjörnuleikaranum Kevin Costner. Costner leikur launmorðingja á vegum ríkisstjórnarinnar sem fær að vita að hann sé með banvænan sjúk- dóm. Hann segir starfi sínu lausu til að verja síðustu ævidögunum með fjölskyldunni en þegar ríkisstjórnin býður honum nýtt lyf sem gæti bjargað lífi hans, í skiptum fyrir eitt lokaverkefni, getur hann ekki neitað – þó að það þýði að hann þurfi að elt- ast við hættulegasta hryðjuverka- mann í heimi. Út fyrir þægindarammann „Nói rímar við albínói og því hefur hann þetta viðurnefni í myndinni,“ útskýrir Tómas. „En hann sker sig úr fjöldanum og því felst ákveðinn symbólismi í viðurnefninu. En hann er ekki albínói. Það má segja að þetta sé líka við- urnefni í 3 Days to Kill. Yfirmaður minn er kallaður The Wolf – ekki „of Wall Street!“ eða Úlfurinn og ég Albinóinn. En við fórum ekkert út í það að reyna að láta mig á nokkurn hátt líkjast alvörualbínóa. Ég er einnig kallaður „pale face“ eða föla andlit.“ Tómas bætir við að persónurnar í þessum tveimur kvikmyndum séu eins og svart og hvítt, og það séu kvikmyndirnar sjálfar líka. „Leikarar eru eins og svampar sem drekka í sig og aðlagast um- hverfinu. Ég er alltaf sá sami en þó ekki, því allt umhverfis mig er ólíkt hverju sinni. Sagan og stíllinn sem myndin er gerð í kalla fram ólíka þætti sem allir leynast samt í manni,“ segir hann um starf leikar- ans. „Nói er næmt lítið blóm sem er misskilinn af umhverfi sínu meðan þessi persóna er kaldrifjaður sadisti sem misskilur umhverfi sitt. Sem leikari reynir maður að kryfja þann misskilning eða hugsanavillu. Það er mjög heillandi að setja sig í spor kar- akters, því maður verður að fara út fyrir eigin þægindaramma og geta fundið til með einhverjum sem er jafnvel að upplagi mjög ólíkur manni sjálfum. Sú vinna felur í sér krufn- ingu á eigin tilfinningum, sem er mjög áhugaverður fylgifiskur leik- arastarfsins.“ Byrjar með góðu handriti Tómas segir að það sé að ýmsu leyti mikill munur á því að vera þátt- takandi í íslenskri kvikmyndagerð og stórum erlendum kvikmyndum. „Samt þurfa allir sömu grunn- þættirnir að vera fyrir hendi, á hvaða skala sem kvikmyndin er. Það byrjar með góðu handriti og svo koma hæfi- leikar þeirra sem taka þátt – engir peningar geta breytt því.“ Hann segir hvort tveggja hafa sína kosti og galla. „Það er frábært að geta haft næga peninga til að láta allt líta vel út með öllum bestu græjun- um. En þá getur líka verið erfiðara að halda utan um allt batteríið þegar fleiri tugir og jafnvel hundruð manna eru á settinu. Þá þarf þeim mun betra skipulag og aga til þess að fók- usinn tvístrist ekki. Annars hafa báðar „stórmynd- irnar“ sem ég hef tekið þátt í með Hollywoodleikurum ekki verið raun- verulegar Hollywoodmyndir. 3 Days to Kill kemur úr smiðju [franska leikstjórans og handritshöfundarins] Lucs Bessons og var tekin í Frakk- landi og Serbíu en er meðframleidd af Relativity Media sem er reyndar í Hollywood. Og Snowpiercer“ – kvik- mynd sem Tómas lék í ásamt leik- urum á borð við Tildu Swinton og Jamie Bell og var frumsýnd í fyrra – „var tekin upp í Prag, að mestu fyrir kóreskan pening.“ Tómas var ellefu daga í tökum fyr- ir þessa mynd, í París og Belgrad. Útlitið er styrkur Gegnum árin hefur því heyrst fleygt að Kevin Costner sé ekki alltaf auðveldur í samstarfi en Tómas kannast ekki við það. „Mín reynsla af honum er mjög góð. Mikill fagmaður,“ segir hann. „Svo er annað, að hann er í grunninn leikstjóri og hafði skoðanir á mörgu, það gætu sumir flokkað sem „ekki auðvelt“. Fólk er oft hrætt við þá sem hafa sjálfstæðar skoðanir. Að það eigi bara að hlýða yfirmanninum. En fyrir mér er það skylda leikarans að kryfja allt svo vel að ekki sé pláss fyrir eitthvað óljóst eða eitthvað sem ekki gengur upp. Í lok dagsins er það leikarinn sem fólk mun horfa á en ekki leikstjórinn. Mér finnst að í öllum tilfellum verði leikstjórinn að stjórna en leik- arinn ber líka sína ábyrgð.“ Þegar Tómas er spurður hvort hann lendi mikið í að vera boðið svip- uð hlutverk, eða að leika svipaða kar- aktera, segir hann sitt sérstaka útlit vera bæði veikleika og styrk. „Ég hef þó kosið að gera það alfarið að styrk mínum í seinni tíð. Ef ég myndi alltaf fókusera á öll þau hlutverk sem ég get ekki fengið myndi lítið gerast. Maður verður að búa til heiminn sem maður lifir í, ekki vera fórnar- lamb hans. Fyrir tíu árum hefði fólk hlegið ef því hefði verið sagt að rauðhærður fyrrverandi pönkari og núverandi grínari yrði borgarstjóri. Í dag þykir það ekkert athugavert. Það er okkar sem erum fyrir utan kassann að þenja hann út svo að fleiri og fleiri rúmist í kassanum – uns allur heim- urinn kemst í hann. Ég vil trúa því að ég geti búið mér til heim þar sem ég leik sem ólíkasta karaktera, þar sem allur tilfinninga- skalinn nýtist. En það má ekki gleymast að hlutverk vondu kallanna eru oft þau skemmtilegustu …“ Tómas er menntaður myndlistar- maður en segir að því miður hafi hann lítið getað sinnt myndlist upp á síðkastið. Hann hafi þó stundum ein- beitt sér að henni um tíma, þótt eng- in sýning sé í farvatninu. „Það er bara svo nærandi að skapa. Í hvaða formi sem það er. Þorvaldur Þor- steinsson heitinn var þar fremstur meðal kennara minna, hvað sköpun- ina varðar, og verð ég honum ævin- lega þakklátur fyrir það.“ Þegar rætt er við Tómas er hann staddur í Los Angeles og verður þar í tvo og hálfan mánuð. „Ég hef verið að hitta umboðs- menn og aðra slíka. Svona að reyna að hamra járnið á meðan það er heitt. Hér í englaborginni er heill aragrúi af spennandi fólki í öllum sínum ólíku birtingarmyndum. Allt frá mjög fátækum yfir í mjög ríka. Mjög innilegt og mjög yfirborðs- kennt. Öll flóran samankomin á ein- um stað – hvað getur leikari beðið um meira?“ segir hann. Persónan er kaldrifjaður sadisti  Tómas Lemarquis leikur með Kevin Costner í kvikmyndinni 3 Days to Kill Ljósmynd/Julian Torres Illmennið „Mikill fagmaður,“ segir Tómas um stjörnuleikarann Kevin Costner, sem hann situr hér á við tökur. Tómas Lemarquis PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 31. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Brúðkaupsblaðið Föstudaginn 4. apríl kemur út Brúðkaupsblað Morgunblaðsins SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislu- matur, veislusalir og brúðargjafir verða meðal efnis í blaðinu. -Meira fyrir lesendur Ragnheiður – ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson NÝ SÝNING SUNNUDAGINN 6. APRÍL KOMIN Í SÖLU! 15. MARS - UPPSELT 16. MARS - UPPSELT 22. MARS - UPPSELT 29. MARS - UPPSELT 6. APRÍL - LAUS SÆTI ALLAR SÝNINGAR HEFJAST KL. 20 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á HARPA.IS MIÐASÖLUSÍMI 528 5050 H.A. DV J.S. FBL Um þessar mundir stendur yfir í Listasal Mosfellsbæjar fjórða einka- sýning Guðlaugar Drafnar Gunn- arsdóttur. Sýninguna kallar hún „Vorið, kæri vinur“ og á henni eru stór olíumálverk á striga þar sem viðfangsefnin eru landslag, nátt- úra, ljós og dýr. Einnig eru teikn- ingar gerðar á plexígler og fugla- myndir teiknaðar með hvítri málningu og kastast sem skuggar á vegginn þegar ljós fellur á. Guðlaug útskrifaðist með meist- aragráðu frá École Nationale Su- périeure d’Art, Villa Arson, í Frakklandi árið 2007 og hlaut þar viðurkenningu fyrir framúrskar- andi vinnuaðferðir og tækni. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða erlendis og á Íslandi. Guðlaug Dröfn er einnig tónlist- arkona og hefur síðustu fimm ár leikið með þjóðlagapoppsveitinni Miklagarði. Guðlaug Dröfn sýnir í Mosfellsbæ Hrafn Verk á sýningu Guðlaugar Drafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.