Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Um þessar mundir
eru liðin 70 ár síðan
Helgi Hjörvar þýddi og
las í beinni útsendingu
í útvarpið söguna um
Bör Börsson eftir
norska skáldið Johan
Falkberget. Þá tæmd-
ust götur og allir sem
vettlingi gátu valdið til
sjávar og sveita
hlustuðu á lestur hans
og leik. Bör Börsson júníór og flest
hans háttalag er klæðskerasaumað
upp á okkur frændur hans hér á eyj-
unni. Það hefur oft sannast áþreif-
anlega frá því Helgi las og allt Ísland
hlustaði. Er þar margt líkt með
skyldum.
Einn af mörgum óborganlegum
karakterum í sögunni er Óli bóndi
Pétursson í Fitjakoti. Hann telur að
flest sem aflaga fer sé öðrum að
kenna. Óli þurfti oft að taka lán. Þeg-
ar allt var komið í strand hjá honum
kom gamli sýslumaðurinn í Fitjakot
með lagastafinn í höndunum og hélt
uppboð og seldi allt, smátt og stórt.
Allt fyrir sparisjóðinn, allt til að
bjarga sparisjóðnum.
Þegar Bör opnaði nýju krambúð-
ina á Öldurstað ætlaði Fitjakots-
bóndinn að biðja hann að kríta smá-
vegis hjá sér í bráð. Hann myndi
borga honum hvern eyri, ekki að tvíla
með það! En Bör var erfiður. Þegar
Óli hljóp við fót ofan eftir nýja sýslu-
veginum um morguninn, grunaði
hann að þetta yrði leiðindadagur. Þá
skaust nefnilega grái kötturinn
hennar Brittu gömlu Sýrusdóttur yf-
ir veginn fyrir framan hann. Og það
áður en honum ynnist tími til að
hrækja þrisvar.
Og þá var nú ekki að sökum að
spyrja! Bara hann gæti einhverntíma
fengið tak á þessum kattardjöfli
hennar Brittu, þá mundi margt snú-
ast á betri veg. Hvern einasta morg-
un sem Óli í Fitjakoti kom út, þá þaut
kötturinn þvert yfir veginn og hlaðið.
Hann var þessi andskotans eldi-
brandur, að það var ekki viðlit að
geta hrækt í tæka tíð!
Hvílíkur skínandi húmor hjá Joh-
an Falkberget og Helga Hjörvar!
Úttroðið seðlaveskið
virkaði
Bör keypti sér hlut í
banka. Nema hvað. Það
var Einkabanki Öldur-
dæla. Á aðalfundi bank-
ans lagði hann til í ræðu
að bankinn skyldi út-
víkka starfsemi sína,
stofna útibú eins og þeir
stóru í Niðarósi. Þegar
karlarnir fóru eitthvað
að ambra, sagði Bör:
„Ef þið viljið ekki sam-
þykkja mína heiðruðu tillögu, þá skal
ég sýna ykkur það, að ég get stofnað
minn eigin banka sjálfur, in kassó.“
Fleygði svo úttroðnu seðlaveski sínu
á borðið. Öldurdalskarlarnir hrukku
upp í stólunum. Enginn þeirra hafði
vitað að Bör væri svona forríkur og
ætti þennan fjanda af peningum.
Hann var kosinn í stjórnina og lét
upp frá því kalla sig herra banka-
stjórann.
Salta og Malta
Í Ósló hitti Bör víxlarana Sól og
Mána. Þá var hann líka orðinn dírek-
tör, eins og Ólsen músapúlversdírek-
tör í Niðarósi. Sólin og Máninn töl-
uðu um hlutabréf og farmgjöld og
bólgu og hrun. (Kannast menn nokk-
uð við orðalagið?) Þeir höfðu frétt að
nóttina áður hefði skipinu Salta verið
sökkt í Norðursjónum. Síðustu dag-
ana höfðu þeir keypt öll hlutabréf
sem þeir komust yfir í félaginu Salta
hf. Þeir höfðu nefnilega frétt frá
áreiðanlegum heimildum að stjórn
félagsins ætlaði að úthluta sjötíu pró-
sent til hluthafa. En nú var allt hrun-
ið. Þá datt Mána í hug að koma hluta-
bréfunum yfir á dírektör Börsson
áður en þetta fréttist. Og það gerðu
þeir. Áður en Bör vissi af var hann
búinn að skrifa nafn sitt á kaupseð-
ilinn. Svo kom reiðarslagið. Það var
ekki e/s Salta sem hafði verið sökkt,
eins og sagði í símskeytinu frá Lond-
on. Það var e/s Malta! Hlutabréfin í
Salta þutu upp um 140%. Sól og Máni
sátu eftir með sárt ennið.
Sýndarmennskan og
hið ranga mat alls
Í útgáfu Almenna bókafélagins
1988 skrifar Hjörtur Pálsson svo um
Bör Börsson í formála:
„Ekki þarf að bera ýkja víða niður
í sögunni til þess að Íslendingurinn
1988 kannist við sig í Kjósinni. Þó að
einungis séu teknar tvær tilvitnanir
um æðsta draum grósserans á Öld-
urstað og fjárfestingargleði Péturs í
Lækjarbotnum – önnur að vísu úr
seinni sögunni um Bör – segja þær
sína sögu:
„Peningar voru æðstu gæði sem til
eru á þessari jörð. Enginn hlutur
annar getur gert manninn eins glað-
an og sælan og peningar. Það hafði
verið hans æðsta markmið í lífinu frá
blautu barnsbeini að eignast stóra
bankabók – bankabókin þótti honum
besta bókin sem til var í heiminum.“
En vegna þess arna þarf Pétur að
fá lán á lán ofan. Og svo þarf hann að
fá lán til að bjarga láninu. Og loks er
hann orðinn leikinn í að borga gamla
skuld með nýrri skuld. Í þessu er
hann orðinn mesti snillingur.“
Sagan um Bör Börsson er hvorki
meira né minna en hún er og ætlar
sér að vera: ærsla- og ádeilusaga sem
höfundurinn kvaðst, þótt ótrúlegt
megi virðast, hafa skrifað „af fyllstu
alvöru og gremju – ekki þó fyrst og
fremst yfir Börsson eðli mannsins,
svo slæmt sem það getur þó verið í
sjálfu sér – heldur yfir sýnd-
armennskunni, hinum gyllta leir – og
hinu ranga mati alls.“
Sagan af Bör birtist upphaflega
1917 sem neðanmálssaga í norsku
blaði, samin jafnóðum eftir þörfum.
Þó ýmsir hafi álitið að hún hafi ekki
mikið bókmenntalegt gildi, þá er hún
annað og meira. Bör Börsson var
nokkurs konar forsögn eða forspá,
ekki síst fyrir okkur frændur hans.
Og leiftrandi húmorinn svífur yfir
vötnum.
Bör Börsson og Óli í Fitjakoti
Eftir Hallgrím
Sveinsson » Bör Börsson var
nokkurs konar for-
sögn eða forspá, ekki
síst fyrir okkur frændur
hans. Leiftrandi húmor
sem allir geta haft gagn
og gaman af.
Hallgrímur Sveinsson
Höfundur er bókaútgefandi og létta-
drengur á Brekku í Dýrafirði.
SKARTAÐU ÞÍNU
FEGURSTA
Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I www.aurum.is
Skartgripalínan Svanur fæst
í verslun Aurum, Bankastræti 4.
Ein flækjan í Evr-
ópumálunum er og
hefur verið tvíbent af-
staða Breta. Það er
löng saga frá því að
þeir höfnuðu þátttöku
í stofnun Evrópusam-
bandsins með gerð
Rómarsáttmálans árið
1956. Margaret Thatc-
her studdi hinn sam-
eiginlega innri markað
en í ræðu í Brugge 1988 réðst hún
gegn stofnun evrópsks ofurríkis –
„superstate“. Slíkt stóð þó ekki til þá
fremur en nú. Yfirlýsingar af þessu
tagi eru líka ætlaðar til að sýna
heimamönnum ættjarðarást. Bretar
höfnuðu þátttöku í Myntbandalagi
Evrópu og evrunni vegna algjörrar
sérstöðu bankastarfsemi og fjár-
málaþjónustu þeirra í London og
tengdum aflandseyjum. Fyrir David
Cameron og breska Íhaldsflokkinn
varð það síðan hinn versti ósigur
2012 að standa einir gegn hinum 26
aðildarríkjunum um bankalöggjöf
ESB.
Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins
fæst upplýst, að flokkurinn á aðild
að Alliance of European Conservati-
ves and Reformists – AECR – sem
svo heitir. Samtök þessi voru stofn-
uð af breska Íhaldsflokknum árið
2009 þegar þeir gengu úr hinum
stóru samtökum hægri og mið-
flokka, European People’s Party –
EPP. Í þeim samtökum eru þeir evr-
ópskir stjórnmála-
flokkar sem stuðnings-
menn
Sjálfstæðisflokksins líta
til sem bræðraflokka,
þ.e. Moderatarna í Sví-
þjóð, Höyre í Noregi,
konservatívir í Dan-
mörku, CDU í Þýska-
landi, miðjuhægriflokk-
ar Frakklands, Ítalíu,
o.s.frv. Fyrir utan
breska Íhaldsflokkinn
eru félagar Sjálfstæð-
isflokksins í AECR jað-
arflokkar andsnúnir Evrópuþróun-
inni, eins og pólski smáflokkurinn
Law and Justice, stofnaður af Kac-
zynski-tvíburunum. Eftir því sem
segir í New Statesman 7. mars eru
skoðanir innan breska Íhaldsflokks-
ins þær að taka ekki afstöðu til sam-
starfsins í ESB áður en fyrir liggur
hvort og hvað er hægt að semja um
varðandi breytingar. Allir flokkarnir
í AECR, nema breski Íhaldsflokk-
urinn og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa
sáralítið þingfylgi og þar er enginn
norrænn stjórnmálaflokkur.
Mjög athyglisverð eru skrif
tveggja blaðamanna, George Parker
og Alex Barker, hjá The Times varð-
andi ákvörðun breska Íhaldsflokks-
ins að yfirgefa EPP-samtökin. Þeir
telja að Angelu Merkel hafi lítt
hugnast að fyrirgefa Cameron fyrir
þá ákvörðun. Til marks um það var
að rétt fyrir ákvörðun ESB-leiðtoga-
fundarins til samþykktar bankalög-
gjöfinni hafi EPP-leiðtogarnir átt
fund og gengið frá afstöðu sinni í
Brussel, sem Cameron vissi ekki af.
Það segir sig sjálft að öll málsmeð-
ferð Breta hefði verið önnur hefðu
þeir ekki málað sig í horn með stofn-
un þessara alónýtu samtaka, sem
virðast eiga að vera pólitískt Evr-
ópuathvarf stærsta stjórnmála-
flokks Íslendinga.
Sagan hefur kennt okkur ýmislegt
varðandi alþjóðleg flokkspólitísk
tengsl. Það versta af því tagi voru að
sjálfsögðu sovésk áhrif eða stjórn á
íslenskum kommúnistum. Af hinu
góða hafa verið tengsl íslenskra sósí-
aldemókrata við systurflokkana á
Norðurlöndum. Við eigum þrotlaus-
um stuðningi leiðtoga norrænna
krata það algjörlega að þakka, að á
árunum 1960-1970 var þrýst á Breta
þangað til að við gátum gengið í
EFTA. Þetta var ekki síst því að
þakka hve dr. Gylfi Þ. Gíslason var
virtur meðal flokksbræðra á Norð-
urlöndum. Því má heldur ekki
gleyma að með Alþýðuflokknum
stóð Sjálfstæðisflokkurinn með leið-
togann Bjarna Benediktsson, sem
vafalaust hefur notið mestrar alþjóð-
legrar virðingar íslenskra stjórn-
málamanna fyrr og síðar fyrir fram-
göngu sína í þátttöku Íslands í
NATO. En nú er af sem áður var
með einangrun okkar frá hægri-
flokkum á Norðurlöndum, einmitt
þegar forsætisráðherrar Noregs og
Svíþjóðar koma úr þeirra röðum.
Hvaða tilgangi á það að þjóna að
Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki t.d.
Moderatarna og Höyre lengur að
sem systurflokka?
Ekki eigum við mikla samleið með
Bretum í Evrópumálum sem halda
sér utan við Myntbandalagið, þann
kjarna ESB-samstarfsins sem fyrst
og síðast er Íslandi brýnt lífshags-
munamál. Þetta er að sjálfsögðu að
því gefnu, að aðildarsamningur hafi
að geyma þá viðunandi lausn á sjáv-
arútvegsmálum að íslenska land-
grunnið lúti okkur einum. EES-
samningurinn hefur alvarlega van-
kanta. Er það Íslandi og Noregi ekki
lítt sæmandi, að ákvarðanatökur séu
að öllu leyti í höndum Evrópusam-
bandsins? Mætti ekki ætla að það
litla sem eftir er af EFTA og Evr-
ópska efnahagssvæðinu sé öðrum
naumast ómaksins virði og að áhugi
á að byggja það upp sé ekki annað
en tálsýn? Tækifæri þessa liðna
EFTA/EES-tíma hvíldu á löngu
horfnum forsendum. En með þeim
urðu viðskipta- og efnahagstengsl
okkar í ESB burðarás íslensks efna-
hagslífs. Þá má líka vera augljóst að
þeir hagsmunir verða aðeins tryggð-
ir með aðild Íslands að samstarfinu.
Það er vörðuð leið til öruggrar fram-
tíðar þess þjóðfélags sem við viljum
gæta og þróa.
Breska flækjan og við
Eftir Einar
Benediktsson »Hvaða tilgangi á það
að þjóna að Sjálf-
stæðisflokkurinn eigi
ekki t.d. Moderatarna
og Höyre lengur að sem
systurflokka?
Einar Benediktsson
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar eru
á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
mbl.is