Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is
BOURGIE
Hönnun: Ferruccio Laviani
Svartur 49.000,-
Glær 49.000,-
TAKE
Hönnun: Ferruccio Laviani
Tilvalin fermingargjöf
Verð 17.500.- stk
Lopi 33
Sjá sölustaði á istex.is
Caracas. AFP. | Þrír létu lífið í átökum
mótmælenda og lögreglu í Venesúela
á miðvikudag, þegar 3.000 stúdentar
efndu til mótmælagöngu í höfuð-
borginni Caracas, í tilefni af því að
mánuður er liðinn frá fyrstu dauðs-
föllunum í öldu mótmæla sem gengið
hefur yfir landið frá byrjun febrúar.
Yfirvöld höfðu ekki gefið grænt
ljós á gönguna en forseti landsins,
Nicolas Maduro, tilkynnti í vikunni
að hann hygðist banna öll mótmæli í
miðborginni, svo lengi sem stjórnar-
andstaðan neitaði að eiga viðræður
við stjórnvöld. Forsetinn hefur sætt
gagnrýni vegna versnandi lífskjara í
landinu en ofbeldisfullir glæpir,
verðbólga og skortur á nauðþurftum
á borð við salernispappír eru meðal
þeirra vandamála sem íbúar landsins
standa frammi fyrir.
Frá því að mótmælin brutust út
hafa stúdentar og leiðtogar stjórn-
arandstöðunnar annars vegar og yf-
irvöld hins vegar, sakað hinn aðilann
um að standa að baki róttækum hóp-
um sem hafa beitt skotvopnum í mót-
mælunum. Alls hafa 24 látið lífið frá
því í febrúarbyrjun en fórnarlömbin
á miðvikudag voru Jesus Acosta, 20
ára, Guillermo Sanchez, 42 ára, og
Ramso Ernesto Bracho Bravo, með-
limur bólivíska þjóðvarnarliðsins.
Allir létust af skotsárum.
Stofna nefnd um viðræður
Hilda Ruiz, leiðtogi stúdenta við
Central-háskóla, sagði í samtali við
AFP að mótmælendur vildu að
stjórnvöld svöruðu ásökunum um
harkalegar aðfarir lögreglu og að
þeim sem bæru ábyrgð á dauðsföll-
unum yrði refsað.
Utanríkisráðherrar Suður-Amer-
íkuríkjanna funduðu í Síle á miðviku-
dag og ræddu stöðu mála í Vene-
súela. Á fundinum var m.a. sam-
þykkt að koma á laggirnar nefnd til
að styðja við viðræður milli stjórn-
valda og stjórnarandstöðunnar.
Markmið hennar verður að „fylgja
eftir, styðja og ráðleggja varðandi
víðtækar og uppbyggilegar pólitísk-
ar samræður“.
AFP
Mótmæli Átök brutust út í mótmælagöngunni á miðvikudag en um 3.000 stúdentar tóku þátt í henni.
Þrír létu lífið í átök-
um á miðvikudag
Stúdentar efndu til mótmælagöngu í höfuðborginni
Átök í höfuðborginni
» Mótmælt var í Caracas, San
Cristobal, Merida og Valencia á
miðvikudag.
» Námsmaður og almennur
borgari voru skotnir til bana í
Valencia.
» Meðlimur bólivíska þjóð-
varnarliðsins lést í átökum í
Naguanagua.
» Lögregla beitti táragasi og
vatnsbyssum gegn mótmæl-
endum, sem svöruðu með
grjótkasti.
AFP
Birgðir Ung kona setur poka á krók sem úkraínskur sjóliði dregur síðan um
borð í innilokað úkraínskt herskip í höfninni í Sevastopol á Krímskaga.