Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
✝ GunnlaugurPétursson
fæddist 21. júní
1935 á Hvamms-
tanga í Vestur-
Húnavatnssýslu.
Hann lést á Vífils-
stöðum 5. mars
2014.
Foreldrar hans
voru Auðbjörg
Gunnlaugsdóttir, f.
3.10. 1911 á Geita-
felli í V-Húnavatnssýslu, d. 18.5.
1980, og Pétur Gunnarsson, f.
21.7. 1889 í Viðey, d. 19.9. 1946.
Gunnlaugur átti fimm systur,
þær Maríu, f. 1932, Auðbjörgu,
f. 1933, d. 2009, Erlu, f. 1934,
Guðrúnu, f. 1939, og Soffíu, f.
1941.
Gunnlaugur giftist 25.12.
1958 Ásdísi Arinbjarnardóttur
frá Borgarnesi, f. 27.9. 1936.
Grétar Jónsson, f. 27.7. 1970,
búsett í Reykjavík. Börn þeirra:
Anna Kristín, f. 28.11. 2006,
börn Páls eru Björn Berg, f.
22.3. 1990, og Aron Berg, f.
26.2. 1994.
Gunnlaugur ólst upp á
Hvammstanga og síðar á
Sauðadalsá á Vatnsnesi. Hann
gekk í barnaskóla Kirkju-
hvammshrepps og að honum
loknum fór hann til sjós. Hann
var bæði á varðskipunum og
síðar á strandferðaskipinu
Skjaldbreið. Hann hóf störf hjá
Reykjavíkurborg árið 1959 hjá
Gatnamálastjóra. Eftir að ný
malbikunarstöð var keypt árið
1963 var Gunnlaugur verkstjóri
flokksins allt til ársins 1981 en
þá var hann gerður að yfirverk-
stjóra Pípugerðar Reykjavík-
urborgar. Árið 1985 fór hann
síðan í afgreiðslu bílavogar
Malbikunarstöðvarinnar Höfða
og vann þar til starfsloka árið
2005.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 14.
mars 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
Foreldrar Ásdísar
voru Arinbjörn
Magnússon, málari,
f. 16.9. 1897, d.
22.12. 1978, og
Guðný Guðnadótt-
ir, húsfreyja í
Borgarnesi, f. 9.1.
1905, d. 6.12. 1992.
Börn Gunnlaugs og
Ásdísar eru: 1)
Birna Guðný,
sjúkraþjálfari, f.
27.5. 1959, maki Sigurjón Sig-
urjónsson, f. 13. 6. 1951, búsett í
Reykjavík. Börn þeirra eru Ás-
dís, sambýlismaður Njörður
Njarðarson, börn: Inga Birna
Ísdal, f 16.12. 2002, og Iðunn, f.
15. 9. 2013. 2) Pétur Þór, f. 21.9.
1961, starfsmaður hjá malbik-
unarstöðinni Höfða, búsettur í
Reykjavík. 3) Bryndís, þroska-
þjálfi, f. 12.2. 1967, maki Páll
Elsku pabbi minn. Það er
skrítin tilfinning að eiga ekki eft-
ir að sjá þig aftur í þessu lífi. Þú
ert án efa besti pabbi sem nokk-
ur getur hugsað séð að eignast.
Með einstakt jafnaðargeð, ósér-
hlífinn, glaðlyndur og alltaf boð-
inn og búinn að aðstoða aðra. Að
hafa þetta lundarfar sem þú
hafðir er einstakur eiginleiki,
sama hvað á bjátaði. Heppinn
varstu líka að finna mömmu því
saman voruð þið það besta sem
hægt er að finna í fólki. Einstak-
lega ljúf og hugulsöm gagnvart
öðrum og skipti engu hver átti í
hlut. Fólk laðaðist að viðmóti
ykkar enda með einstaka nær-
veru. Þegar ég var lítil varstu oft
mikið að heiman vegna vinnu.
Oft komstu seint heim á kvöldin
og ég sofnuð þótt ég hefði lagt
mig alla fram við að halda mér
vakandi svo að þú gætir breitt
yfir mig. Þú varst svo mikið í
uppáhaldi hjá mér og ég naut
góðs af því að vera yngst af okk-
ur systkinunum og var því svolít-
ið dekruð af pabba mínum. Þér
fannst það mesta vitleysa að ég
skyldi ætla að flytja að heiman.
Mikið yrði nú líflaust í húsinu
með enga Brynku heima. Þú
varst meistarakokkur og undir
þér vel við matseldina og það var
alltaf gaman að hringja og
spyrja þig ráða. Þú hafðir gaman
af því að stríða mér með „smák-
lípu og slettu“ þá gastu hlegið að
lillunni þinni sem vildi fá ná-
kvæmar upplýsingar. Það þurfti
ekki að biðja þig um neitt, þú
varst alltaf vakandi yfir þörfum
annarra og komst reglulega til
að athuga hvort mann vanhagaði
um eitthvað. Þú varst lítið fyrir
að vera með athyglina á þér og
sagðir iðulega „það er ekkert að
mér“ en maður sá það á svip-
brigðum og hreyfingum að svo
var alls ekki. Í áraraðir hefur þú
þurft að glíma við veikindi en það
aftraði ekki brosinu og góða geð-
inu. Ég pantaði að verða eins og
þú og ég held í alvöru að þér hafi
fundist við fullkomin þó að við
náum aldrei að líkjast þér nóg.
Eftir að ég eignaðist Önnu Krist-
ínu varstu í sérstöku uppáhaldi
hjá henni líka. Þú kallaðir hana
alltaf Stínu og varst sá eini sem
hafðir það leyfi. Hún hefur alist
upp við að vera mikið hjá ömmu
og afa og ófáar gistinæturnar
sem hún var hjá ykkur. Hún
þekkti ekki afa sinn öðruvísi en
heima með hitapoka í stólnum og
orðinn lúinn á líkama. Henni
fannst þú samt alltaf hress enda
spaugið aldrei langt undan.
Ósjaldan dáðistu að einhverju
nýju sem hún var í og vildir endi-
lega fá svona líka handa afa. Þá
hlógum við, afi í bleikum stígvél-
um eða með húfu með loðdúski.
Eftir að þú lagðist inn á sjúkra-
hús í desember og hún var spurð
hvernig afi hefði það var svarið
alltaf „fínt“ og hún svo sannar-
lega meinti það. Það er ágætt að
hún muni afa sinn á þann hátt og
það er sami hátturinn og ég man
eftir þér alla tíð. Alltaf hress og
kátur þótt heilsan væri farin. Þú
ert búinn að gera það gott og
miklu meira en það. Það var gott
að vera hjá þér síðustu stund-
irnar þínar, loksins færðu frið og
þú áttir hvíldina svo sannarlega
skilið eftir erfiðar vikur og mán-
uði. Nú ertu kominn á miklu
betri stað og ég veit að þú vakir
yfir okkur. Hvíldu í friði elsku
pabbi minn.
Bryndís.
Elsku pabbi, nú ertu farinn.
Oft héldum við að stundin þín
væri komin en alltaf náðirðu að
rífa þig upp aftur. Pabbi hafði
einstakt geðslag. Hann var alltaf
svo jákvæður, alltaf í góðu skapi
og ákaflega hnyttinn í tilsvörum.
Rósemi hans var einstök, það var
alveg sama hvað gekk á. Það var
margt sem tengdi okkur feðgana
saman. Sveitin, vinnan og aðal-
áhugamál okkar beggja, boltinn.
Sem ungur piltur var ég svo lán-
samur að komast í sveitina á
sumrin á æskustöðvar pabba. Á
Sauðadalsá á Vatnsnesi hafði
pabbi verið sendur í fóstur sem
strákur og fékk ég vel að kynn-
ast þessu yndislega fólki sem
reynst hafði pabba svo vel. Alla
tíð talaði pabbi um að hann væri
að skreppa heim þegar farið var
norður á Vatnsnesið. Við pabbi
áttum eftir að vinna saman í
mörg ár. Sem lítill gutti fékk ég
einstaka sinnum að kíkja með
pabba í vinnuna hans. Hann var
þá verkstjóri útlagningar mal-
biks hjá Reykjavíkurborg. Þetta
fannst mér rosalega flott vinna.
Trukkarnir sem komu með mal-
bikið, stóru valtararnir og svo
toppurinn, sjálf útlagningarvél-
in. Þarna var ég eins og svo
margir ungir strákar ákveðinn í
að verða eins og pabbi. Ég þefaði
þá oft uppi þegar Breiðholtið var
að byggjast upp og fylgdi mal-
bikunarlyktinni, kom mér fyrir
þar sem ég hafði gott útsýni uppi
á hól og fylgdist vel með. Þetta
gekk allt eftir því þegar stráksi
hafði aldur til mætti hann í mal-
bikið til pabba og er þar enn.
Pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga
á boltanum. Hann tók mig oft
með á völlinn og hafði hann gam-
an af því að í byrjun hafði ég
meiri áhuga á því að tína tómar
gosflöskur en því sem fram fór á
vellinum. En það átti nú fljótt
eftir að breytast.
Pabbi fór til sjós ungur að ár-
um og átti sjávarloftið vel við
hann. Þar var hann meðal annars
á varðskipunum. Hann fór einn
og einn túr seinna meir þegar
tækifæri gafst en sjórinn heillaði
hann ætíð. Sunnudagsbíltúrar
með fjölskylduna lágu alltaf nið-
ur að höfn með viðkomu í ísbúð.
Alveg fram að því síðasta gladdi
pabba ekkert meira en að kom-
ast í ísbíltúr niður að höfn. Marg-
ar góðar stundir höfum við feðg-
arnir átt fyrir framan sjónvarpið
að horfa á boltann. Hápunktur-
inn á því öllu var þegar við fórum
til London 2009 og fórum á hinn
glæsilega leikvang okkar manna
í Arsenal. Þetta var pabba alveg
ógleymanlegt. Lengi vel á eftir
talaði hann um hversu lítið væri í
það varið að horfa á svona leiki í
sjónvarpinu. Það vantaði alla
stemningu og allt svo lítið. Mikið
hefði verið gaman að fara í aðra
slíka ferð en heilsan leyfði það
ekki.
Eftir að pabbi hætti störfum
fyrir aldurs sakir fylgdist hann
alltaf vel með malbikinu. Heiman
að frá sér sá hann reykinn sem
liðaðist upp frá Malbikunarstöð-
inni og spáði mikið í hvar nú væri
verið að bika. Ég hafði mikið gott
af því að eiga pabba eins og þig
þar sem ég erfði ekki þessa náð-
argáfu sem þú einn hafðir, jafn-
aðargeðið. Þú hafðir oft lúmskt
gaman af því hvað stuttur væri í
mér þráðurinn, sem kemur ann-
ars staðar frá eins og þú sagðir
alltaf.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Þinn sonur,
Pétur Þór.
Nú þegar pabbi minn hefur
kvatt þennan heim langar mig að
minnast hans með nokkrum orð-
um. Pabbi ólst upp á Hvamms-
tanga hjá foreldrum sínum og
fimm systrum. Hann fór ungur í
fóstur á Sauðadalsá á Vatnsnesi
hjá Gunnlaugi Eggertssyni og
hans fjölskyldu. Pabba þótti
mjög vænt um Gunnlaug sem
hann kallaði ávallt fóstra sinn og
átti hann góðar minningar úr
sveitinni sinni sem var honum
alla tíð svo kær. Það voru marg-
ar ferðirnar sem við fórum norð-
ur með pabba, því þar leið hon-
um alltaf vel. Síðar fór pabbi til
sjós í nokkur ár og hóf eftir það
störf hjá Reykjavíkurborg þar
sem hann vann til starfsloka.
Pabbi vann alla tíð mikið og var
mjög ósérhlífinn. Hans vinnu-
dagur var iðulega mjög langur
og þótti okkur systkinunum oft
nóg um. Alltaf hafði hann samt
tíma fyrir okkur og var mjög
áhugasamur um allt sem við tók-
um okkur fyrir hendur og studdi
okkur með ráðum og dáð. Eftir
að afa- og langafabörnin komu til
sögunnar hafði hann alltaf tíma
fyrir þau meðan heilsan leyfði.
Alltaf var afi mættur ef þurfti að
skutla eða sækja og kunni ráð við
öllum vanda. Pabbi hafði mjög
gaman af að spila og spilaði árum
saman brids við góða félaga sína.
Afa- og langafabarn sóttu mjög í
að spila við afa sem alltaf var til í
að spila við þau. Eitthvað virtust
spilahæfileikar hans mismiklir
eftir því við hvern var spilað, því
þótt honum gengi mjög vel að
spila við fullorðna virtist hann
eiga í mesta basli við að spila við
afabörnin, svo miklu að þau voru
sum komin á fullorðinsaldur þeg-
ar að þeim læddist sá grunur að
kannski hefði afi leyft þeim að
vinna allan tímann. Alltaf var
hann mættur fyrstur manna til
að hjálpa og redda málum þegar
eitthvað stóð til eða einhverjar
framkvæmdir voru í gangi hjá
okkur. Hann á ófá handtökin og
úrlausnirnar á heimili okkar Sig-
urjóns. Mamma og pabbi voru
mjög samrýnd og unnu á sama
vinnustað árum saman. Mamma
hefur staðið eins og klettur við
hlið hans í gegnum öll veikindin
og hugsað um hann dag og nótt
og fyrir það var hann óendanlega
þakklátur. Þau höfðu mjög gam-
an af að ferðast og síðustu árin
höfum við Sigurjón farið margar
ferðir með þeim bæði innanlands
og utan og eru það okkur dýr-
mætar minningar i dag. Pabbi
var geðprúðasti maður sem ég
hef kynnst. Hann var ávallt létt-
ur í skapi og skemmtilegur í til-
svörum. Aldrei talaði hann illa
um nokkurn mann og vildi öllum
vel. Hann kvartaði aldrei undan
veikindum sínum heldur tókst á
við þau af miklu æðruleysi. Fram
á síðasta dag sagðist hann hafa
það gott og sér liði bara vel.
„Hafðu ekki áhyggjur af mér,
þetta lagast,“ sagði pabbi alltaf
við mig, sama hvaða hremming-
um hann lenti í. En nú kom að
því að þetta lagaðist ekki og það
er með miklum söknuði og þakk-
læti sem ég kveð elsku pabba
minn sem kenndi mér svo margt
og var mín fyrirmynd í svo
mörgu.
Birna.
Elsku afi minn. Nú getur
Stína ekki komið með nammi
handa afa eins og alltaf þegar ég
kom að gista hjá þér og ömmu.
Þú opnaðir dyrnar og sagðir:
„Ha, hvaða kellingar eru þetta?“
þegar við mamma komum og
spurðir hvort ég ætlaði að gista í
baðinu, ég mætti það alveg. Mér
leist ekki alveg á það, þú varst
bara að stríða mér og varst alltaf
svo glaður þegar ég kom. Þegar
ég kom í heimsókn til þín á „spít-
alann hans afa“ varðstu alltaf
kátur að sjá kellinguna hana
Stínu koma til afa. Mér finnst
skrítið að þú sért dáinn, skil það
ekki alveg en ég hugsa til þín alla
daga.
Elsku afi minn, þú ert engill.
Þín afastelpa,
Anna Kristín.
Hlýja og endalaus þolinmæði.
Þetta eru þau orð sem fyrir okk-
ur lýsa afa kannski hvað best.
Æskuminningarnar tengdar afa
og ömmu í Flúðaselinu eru
margar og góðar og veita hugg-
un í sorginni. Lengi vel sátum við
systkinin ein að þeim og alltaf
var jafn gaman og spennandi að
vera í Flúða, sama hvort það var
bara stopp í sunnudagskaffi eða
næturgisting – sem var auðvitað
toppurinn. Afi renndi gjarnan
eftir okkur og svo var tekið til við
að spila. Þá var sko setið lengi
við og þar kom í ljós þessi ótrú-
lega þolinmæði hans við okkur
afabörnin og greinilegir leik-
hæfileikar, en við systkinin vor-
um komin á fullorðinsaldur þeg-
ar við komumst að því að hann
hafði að sjálfsögu verið að leyfa
okkur að vinna í öll þessi ár –
enginn vinnur olsen-olsen ellefu
sinnum í röð.
Við erum ekki bara að kveðja
afa okkar heldur okkar fyrsta
vin. Af því að hann var það, hann
var svo kær vinur alla tíð. Hann
átti alltaf til hlýtt bros, breiðan
faðm og hughreystandi orð.
Hann minnti okkur alltaf á að
allt væri gott ef maður bara vildi
það. Það var ekkert flóknara en
það. Öll höfðum við jú hvert ann-
að, hér væri enginn með vesen
eða leiðindi heldur allir í sátt og
samlyndi. Þannig vildi hann hafa
það og þannig er það. Það hjálp-
ar okkur öllum í gegnum sorg-
ina. Það er erfitt að kveðja ein-
hvern sem maður vildi hafa sér
við hlið alla tíð en við trúum því
að hann fari nú ekki langt heldur
fylgist með sínu fólki og rétti
kannski hjálparhönd við og við,
svona eins og honum var lagið.
Hvíldu í friði elsku afi.
Ásdís, Arna og Sigurjón Örn.
Við langafi vorum vön að spila
olsen olsen og stundum fengum
við okkur smásúkkulaðirönd
með. Ég hélt að ég væri svo góð í
olsen en svo fattaði ég smám
saman að hann var að leyfa mér
að vinna. Hann var oft að grín-
ast, til dæmis sagði hann alltaf
við mig þegar ég var að fara:
„Það er pláss í sturtunni fyrir
þig.“
Og þegar ég og frænka mín
fengum eitthvað rosa flott eins
og til dæmis bleikar buxur eða
kjól sagði hann alltaf: „Heldur
þú að þetta sé til í minni stærð?“
Elsku afi, þú átt alltaf stað í
hjarta mér.
Ljóð til þín, afi:
Nú vil ég varla spila
olsen olsen við neinn
því það var venja okkar
en ekki er það nú meir.
Þú varst nú oft að grínast
í okkur frænkunum.
„Það er pláss í sturtunni!“
„Vá, er þetta til fyrir mig?“
Við vorum góðir vinir
og erum það ennþá
ég vil bara að þú vitir
að ég gleymi þér aldrei.
Þú ert besti langafi
sem hægt er að eiga
svo þú átt einn stað
í hjartanu í mér.
Það var rosa erfitt að heyra fréttirnar
að þú værir látinn
ég vil bara segja
þú ert betri en allt.
Þú mátt skila kveðju
til Guðs og englanna
en ég bið þá að fara
rosa vel með þig.
Við eigum nokkrar myndir
af okkur þar saman
sem við geymum rosa vel.
Guð mun gera það fyrir þig.
Með súkkulaði í annarri
og spil í hinni við skemmtum okkur vel
ég skal biðja Guð að spila við þig
bara ef þú gerir eitt fyrir mig.
Leyfðu honum ekki að vinna,
plís, bara fyrir mig
ég skal kaupa súkkulaði
bara ef þú vilt.
Þín
Inga Birna.
Hinn 5. mars síðastliðinn lést
Gunnlaugur Pétursson á Vífils-
stöðum eftir nokkra sjúkralegu.
Gulli var frændi minn, uppá-
haldsfrændi, svo það sé orðað
nákvæmar og hefur verið það frá
því ég fyrst man eftir mér.
Ég hitti Gulla nokkuð oft á
mínum yngri árum, einkum í
borgarferðum sem oft tengdust
læknisheimsóknum eða öðrum
erindum sem sveitafólk á í höf-
uðborgina. Þá var Gulli oft feng-
inn til að skutlast með okkur
mömmu um borgina í búðir og
fannst ekki leiðinlegt að gera
góðlátlegt grín að Maju stóru
systur vegna þess hversu mörg
tilboð þurfti að eltast við. Fyrir
lítinn gutta úr Húnavatnssýsl-
unni var ævintýri að þeytast um
borgina, ekki síst á þvílíkum
drossíum sem mér fannst Gulli
aka á. Í flestum tilvikum var það
Peugeot 504 og Gulli sannfærði
mig um að hann væri sá allra
flottasti. Seinna var það Subaru
sem tók þann franska yfir hjá
Gulla en í minningunni var Peu-
geut málið! Ógleymanlegt var í
einni Reykjavíkurferðinni að
Gulli fór með mig á bílasýningu í
Húsgagnahöllinni. Við eyddum
þar stórum hluta dagsins og ég
fór þá heim í sveitina alsæll með
tugi bílabæklinga sem var mikið
flett og ég öfundaður í skólanum
af gersemunum.
Þá var ekki síður skemmtilegt
að heimsækja Eyjabakkann og
síðar Flúðaselið, þiggja nauta-
steik með riffluðum frönskum og
tilheyrandi og frábært bakkelsi
sem Ásdís framreiddi af sinni al-
kunnu smekkvísi. Seinni árin
bjuggu þau hjónin sér notalegt
heimili í Sóleyjarrimanum og
nutu þess eyða tímanum saman,
ekki síst meðan heilsa Gulla
leyfði.
Það sem einkennir Gulla í
minningunni er hans jákvæðni í
öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur og það sem hann tókst á við.
Ég man varla eftir öðru en hann
væri að takast á við hina erfiðu
liðagigt en aldrei heyrði maður
hann kvarta. Það var alltaf allt
gott að frétta og hann hafði það
alltaf fínt ef maður spurði. Þann-
ig var Gulli, tókst á við allt sitt af
æðruleysi og alltaf tilbúinn að
aðstoða svo sem í hans valdi stóð.
Ef komið var við í vigtarhúsinu á
Sævarhöfðanum var Gulli oftast
að gantast í körlunum á vörubíl-
unum, allt í léttum tón og já-
kvæðni. Þar eignuðust þau Ásdís
marga góða vini og kunningja og
ég veit að þeirra var sárt saknað
þegar starfsævinni lauk fyrir
nokkrum árum.
Síðustu árin var Gulli fremur
heilsulítill og þurfti nokkra að-
stoð. Ásdís var ákaflega dugleg
að hlúa að honum og ekki var í
kot vísað með að eiga Birnu og
Sigurjón að, svo einstaklega
dugleg sem þau hafa verið að
hugsa um þau og ekki síður að
fara með þau í ferðalög, bæði
innanlands og utan. Mamma hef-
ur dásamað heimsóknir þeirra í
Víðidalinn síðustu árin, síðast
sumarið 2012.
Elsku Ásdís, Birna, Pétur,
Bryndís og fjölskyldur. Við Ásta
vottum ykkur öllum innilega
samúð við fráfall Gulla frænda.
Minning um góðan mann mun
lifa.
Eggert Teitsson.
Mig langar að minnast Gulla
P. eins og hann var alltaf kall-
aður. Við byrjuðum að vinna
saman þegar útlagningarflokkur
malbiks var færður til Malbik-
unarstöðvarinnar 1977 og um
haustið vorum við beðnir að sjá
um söltun og snjóruðning í borg-
inni allri. Þarna var ég kominn í
góðar hendur þar sem Gulli var
alveg gull af manni.
Þar sem þessi vinna bæði
sumar og vetur er mjög háð
veðri sáum ekki hvor framan í
annan svo dögum skipti, við vor-
um alltaf að glápa upp til himins
og spá í veðrið. Þá höfðum við
ekki radar eða tölvu til að hjálpa
til. Gulli var nokkuð glúrinn að
sjá hvað var framundan í veðrinu
þar sem hann var í mörg ár til
sjós. Fljótlega eftir að við byrj-
uðum að vinna saman bankaði
fjárans liðagigtin upp á hjá hon-
um, það var ekki gott í viðbót við
mígrenið sem hann þurfti að
stríða við. Aldrei var kvartað
sama á hverju gekk. En 1981
varð hann að láta í minni pokann
fyrir liðagigtinni og skipta um
starfsvettvang.
Hann tók þá við í Pípugerð
Reykjavíkur þar sem öll rör og
hellur voru steyptar fyrir borg-
ina. Pípugerðin var ekki nema 3-
400 m frá malbikunarstöðinni,
svo að við gátum haldið góðu
sambandi. Nokkrum árum
seinna kom hann til baka til mal-
bikunarstöðvarinnar og byrjaði
að vigta allt malbik o.fl. Nú var
minn maður kominn heim aftur
og lék við hvern sinn fingur.
Gulli var alltaf í góðu skapi sama
hvað hann mátti þola með sína
sjúkdóma. Hann kláraði sinn
starfsferil á vigtinni þegar hann
varð sjötugur. Vinnan var alltaf
númer eitt hjá Gulla, ég man
aldrei eftir því að hann þyrfti að
gera eitthvað annað. Hann sinnti
Gunnlaugur
Pétursson