Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
✝ Sigurveig Þór-arinsdóttir
fæddist í Reykjavík
29. október 1978.
Hún lést 5. mars
2014.
Sigurveig var
dóttir Þórarins
Baldurssonar lækn-
is, f. 7.8. 1951, og
Maríu Loftsdóttur
sjúkraliða, f. 31.3.
1946. Þau skildu.
Kona Þórarins er Birta Ein-
arsdóttir, f. 1.9. 1953. Sambýlis-
maður Maríu er Jón K. Valdi-
marsson vélstjóri, f. 16.3. 1946.
Systkini Sigurveigar eru: 1)
Davíð Leifsson, f. 1972, búsettur
í Svíþjóð, kvæntur Lanny Leifs-
son. Synir þeirra eru Óliver Þór,
f. 2007, og Everette Freyr, f.
2012. Sonur hans af fyrra sam-
lands og fluttist á Siglufjörð.
Þar gekk hún í Grunnskóla
Siglufjarðar. Árið 1989 flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur og
settist að í Árbæjarhverfi. Þar
hóf Sigurveig nám við Árbæj-
arskóla. Að loknu grunn-
skólanámi árið 1994 hóf Sig-
urveig nám við Menntaskólann í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
sem stúdent árið 1998 af nátt-
úrufræðibraut. Að loknu stúd-
entsprófi var Sigurveig nem-
andi við Háskóla Íslands. Hún
flutti til Ungverjalands árið
2002 og lagði þar stund á nám í
læknisfræði við University of
Debrecen. Þaðan útskrifaðist
hún árið 2009 sem læknir. Árin
eftir útskrift í læknisfræði starf-
aði Sigurveig á ýmsum deildum
Landspítala – Háskólasjúkra-
húss. Hún stefndi á sérfræðinám
í öldrunarlækningum en Sig-
urveig var deildarlæknir á öldr-
unardeild Landspítala – Há-
skólasjúkrahúss þegar hún lést.
Útför Sigurveigar fer fram
frá Árbæjarkirkju í dag, 14.
mars 2014, kl. 15.
bandi er Sölvi Már,
f. 1996. 2) Sigrún
Þórarinsdóttir, f.
1978, félagsmála-
stjóri búsett á
Reyðarfirði, sam-
býlismaður er Ing-
ólfur Finnbogason,
leiðtogi í Alcoa.
Sonur þeirra er
Tristan Freyr, f.
1999. 3) Loftur
Þórarinsson, f.
1983, framkvæmdastjóri búsett-
ur í Japan, kvæntur Mayuko
Ono Þórarinsson.
Sigurveig bjó fyrstu ár ævi
sinnar í Reykjavík en flutti
ásamt fjölskyldu sinni til Sví-
þjóðar þegar hún var fimm ára.
Þar bjó Sigurveig í rúm fjögur
ár, til ársins 1987 þegar fjöl-
skyldan flutti aftur heim til Ís-
„Tvíburar, þið tvær? Önnur lítil
og ljóshærð og hin stór og rauð-
hærð?“ Þessa spurningu fengum
við Sigurveig að heyra allt frá því
við mundum eftir okkur. Við gát-
um aldrei skilið hvað væri svona
merkilegt við þetta allt saman.
Við vorum ólíkar í útliti en við vor-
um bara tvíburar, af hverju ætt-
um við að búa það til? Sigurveig
kom fyrst í heiminn, með mikið
dökkt hár sem seinna varð ljóst.
Sjálf birtist ég ekki fyrr en tæpum
hálftíma síðar með rautt hár.
Sigurveig var dugleg að minna
mig á það alla sína ævi að hún
væri nú eldri en ég og þar af leið-
andi sú sem stjórnaði, það gekk
nú samt ekki alltaf eftir.
Okkur fannst ekki gaman að
vera settar í eins föt þegar við vor-
um yngri og lögðum okkur fram
um að vera ekki eins en vorum
þrátt fyrir það samt svo líkar.
Stundum vorum við þó illa sviknar
að vera tvíeggja tvíburar. Sér-
staklega í samræmdu prófunum.
Þá óskuðum við þess heitt að við
værum alveg eins svo við gætum
tekið próf hvor fyrir aðra. Sigur-
veig ætlaði þá að bjarga mér frá
stærðfræðinni og ég átti að endur-
gjalda greiðann og taka ensku-
prófið fyrir hana. Við tókum svo
vel upplýsta ákvörðun um að fara
hvor í sinn menntaskólann eftir að
við kláruðum Árbæjarskóla og
tvöfölduðum þar með vinahópinn
okkar.
Elskulega tvíburasystir mín
ætlaði sér alltaf að verða læknir
og það gerði hún. Alveg frá fyrstu
mínútu þegar pabbi stóð fyrir
framan hana með hlustunarpípu
þegar hún var rétt fimm ára göm-
ul og spurði: „Hvað ætlar þú að
verða þegar þú verður stór Sig-
urveig?“ „Læknir!“ svaraði hún
auðvitað og fékk hlustunarpípuna
í verðlaun. Við gerðum oft grín að
þessu.
Sigurveig var einstakur náms-
maður. Hún var með mikinn
metnað og vildi standa sig vel í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur
og það gerði hún. Fyrir utan
læknisfræðina þá vita það allir
sem Sigurveigu þekktu að hún var
með einstaka teiknihæfileika. Það
sem hún gat teiknað með blýanti
einum saman voru stórkostleg
listaverk. Núna seinni árin fór
hún að mála með mömmu og aum-
ingja mamma, sjálf listakonan
sem farið hefur á þessi námskeið,
Sigurveig náði að toppa landslagið
hennar mömmu í fyrstu tilraun!
Þær héldu samsýningu í vinnu-
stofu mömmu og var Sigurveig
svo stolt af því. Hún var einnig
sjálfskipaður förðunarmeistari og
hafði svo gaman af því að gera
systur sína og vinkonur aðeins
huggulegri.
Sigurveig mín barðist hetju-
lega síðustu árin sín við banvænan
fíknsjúkdóm. Sjúkdóm sem átti
það til að fella hana þegar minnst
varði einungis svo hún gæti staðið
upp aftur. Og það gerði hún marg-
oft og við vorum svo stolt af henni.
Hún sýndi hversu mikinn styrk og
vilja hún hafði. Sigurveig reyndi
allt hvað hún gat til þess að sigra.
Því miður lauk bardaganum við
óvæginn sjúkdóminn á þann veg
að í dag kveð ég tvíburasystur
mína hinstu kveðju.
Yndislega tvíburasystir mín
Sigurveig. Hvíldu í friði elsku
engillinn minn. Ég veit að afi
Baldur tók fallega á móti þér og
mun hugsa vel um þig. Þú verður
eins og ávallt í hjarta mínu alla
daga þar til við sjáumst næst.
Þín elskandi systir að eilífu,
Sigrún.
Stundum er lífið alveg óskiljan-
legt, erfitt og ósanngjarnt. Þannig
er það einmitt núna. Hún Sigur-
veig frænka mín er farin frá okk-
ur allt of snemma og það er erfitt
að skilja og ómögulegt að sætta
sig við. Þegar við vorum yngri átt-
um við Sigrún og Sigurveig ótelj-
andi stundir saman bæði í Hóf-
gerðinu hjá ömmu og afa og líka á
Laugarvatni í sumarbústaðnum.
Þar var sko ýmislegt brallað, mik-
ið hlegið og þar leið öllum vel. Ég
man þegar við fórum að vaða í
vatninu ef það var gott veður og
söfnuðum fallegum steinum og
glerbrotum og ef það rigndi þá
sátum við inni við borðstofuborðið
og teiknuðum. Sigurveig teiknaði
auðvitað langbest enda kom það
snemma í ljós að hún hafði af-
burðahæfileika á því sviði. Ég
man eftir ferðum niður að Litlá að
kasta steinum og ferðum upp að
hliði að veifa bílum. Það fannst
okkur ótrúlega fyndið og alveg
ómissandi að hafa nesti með. Ég
man eftir fuglakirkjugarðinum,
veiðiferðum, ferðum út á bát,
leynifélaginu okkar, leikritum og
allskonar leikjum. Ég man eftir
tískusýningu og hárgreiðsluleikj-
um í Hófgerðinu og þegar við
njósnuðum um Baldur og Loft í
Brekkubænum. Svo urðum við
eldri og aðrir hlutir urðu mikil-
vægir. En alltaf þegar við hitt-
umst var gaman að rifja upp
gamlar sögur og hlæja að þeim.
Þessar sögur og minningar eru
einmitt svo dýrmætar á þessari
stundu og gott að ylja sér við.
Þó blómið sé fallið og fölnað um stund
við finnum það bráðum á sælunnar
grund.
Þar vex það og dafnar við vermandi yl
sem vetrarins helkuldar ná ekki til.
Við þökkuðum Guði, hann gaf okkur
það.
Við geymdum það örugg og hlúðum
því að.
Nú lofum við Drottin sem leiddi það
heim
í ljóssins og sælunnar eilífðargeim.
Þó sárt okkur finnist og svíðandi nú,
við sáum í bjartri og auðmjúkri trú,
að gott er það allt sem að Guði er frá.
Hann gleður oss öll, þegar sorgirnar þjá.
Við kveðjum þig, ástríka, elskaða mey,
og unnum þér sífellt, en gleymum
þér ei.
Nú felum oss öll í vors Frelsarans hönd
uns fáum þig litið á sælunnar strönd.
Í ljómandi sölum nú lifir þín sál,
ó, liljan vor unaðarkæra,
og lærir þar Frelsarans fegursta mál
í frelsisins ljómanum skæra.
(Lilja Sæmundsdóttir)
Ég bið góðan Guð að passa
elsku frænku mína þar sem hún
er núna og veita fjölskyldunni
styrk í þessari miklu sorg. Minn-
ing hennar mun lifa áfram í hjört-
um okkar allra.
Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Það er sárt að setjast niður og
skrifa minningu um unga, glæsi-
lega konu sem fallin er frá í blóma
lífsins. Sigurveig Þórarinsdóttir
var einstaklega falleg, greind og
skemmtileg kona, gædd hæfileik-
um og kostum sem flest okkar
hinna öfunduðum hana af. Út á við
hafði hún alla burði til að sigra
heiminn.
Ég kynntist Sigurveigu fyrir
rúmum áratug í Debrecen í Ung-
verjalandi. Við vorum á tímabili
nágrannakonur og komumst fljótt
að því að systkini okkar, Loftur
bróðir hennar og Álfdís systir
mín, voru nánir vinir. Loftur og
Álfdís heimsóttu okkur um vetur-
inn og við áttum yndislega daga
saman öll fjögur. Það var
skemmtilegt að umgangast Sigur-
veigu og hún naut mikilla vin-
sælda meðal námsmannanna í
Debrecen. Hún hafði beitta
kímnigáfu, en gat á sama tíma
verið viðkvæm og ljúf. Hún var yf-
irburðanámsmaður og mikill fag-
maður í starfi seinna meir, en hún
var líka listræn og eftir hana
liggja mörg mögnuð málverk og
teikningar.
Eftir tæpt ár tók ég aðra stefnu
og fluttist frá Debrecen og þar
með minnkuðu samskipti okkar
Sigurveigar. Ég hitti hana síðast í
nóvember 2012, á minningartón-
leikum um bróður minn. Mér þótti
svo vænt um að hún skyldi koma
þangað. Síðan hef ég ekki séð
hana nema á rafrænum sam-
skiptamiðlum. Ég hef hins vegar
frétt af henni. Ég veit að hún var
hæfileikaríkur læknir og ég veit
að hennar verður sárt saknað af
fjölskyldu, vinum og samstarfs-
fólki.
Fjölskyldan var mjög mikilvæg
í lífi Sigurveigar. Hún talaði oft
um foreldra sína, systkini og
systkinabörn og um það hversu
ótrúlega vænt henni þótti um þau.
Fjölskyldu Sigurveigar votta ég
mína dýpstu samúð.
Þórunn Þorleifsdóttir.
Ég hef aldrei kynnst jafn fal-
legri manneskju, bæði að innan
sem utan, eins og henni Sigur-
veigu. Hún var gullfalleg, ótrú-
lega klár og hæfileikaríkur teikn-
ari og málari. Hún var frábær
karakter, alltaf hress og stutt í
húmorinn. Svo skilningsrík og góð
við alla í kringum sig, vildi allt fyr-
ir alla gera. Hún var líka frábær
læknir, bar svo mikla umhyggju
fyrir sjúklingum sínum, las heilu
kvöldin um sjúkdóma til að reyna
að finna lausn fyrir hvern og einn
ef greiningar voru erfiðar. Hún
varð alltaf að passa svo vel upp á
sjúklingana sína.
Ég kynntist Sigurveigu þegar
við vorum 10 ára. Ég man eftir því
við skólasetninguna að þær sátu
tvær fyrir aftan mig tvíburarnir
og mér leist svo vel á þær að ég
vonaði að þær kæmu í bekkinn
minn, og ég fékk ósk mína upp-
fyllta. Varð svo líka það heppin að
fá að eiga þær báðar sem bestu
vinkonur hvora á sínu tímabilinu.
Við stofnuðum svo „óformlega“
gallajakkagengið í gagnfræða-
skóla, vorum alltaf sex saman vin-
konur og allar alltaf í gallajökk-
um! Okkur þótti alltaf svo gaman
að spila og halda tískusýningar,
það voru hápunktar vináttu galla-
jakkagengisins! Í tíunda bekk
vorum við Sigurveig stundum að
læra saman, læra fyrir sam-
ræmdu prófin, því við höfðum svo
mikinn metnað, enda gekk okkur
báðum glimrandi vel í skóla. Svo
fer hún í MR og ég í MH og sam-
bandið slitnaði um tíma. Hún var
alltaf staðráðin frá því að ég man
eftir henni að verða læknir, það
var hennar stóri draumur í lífinu.
Svo fór hún til Ungverjalands og
mér fannst það alveg hræðileg til-
hugsun að missa hana í heil sex ár,
enda fannst manni það svo langur
tími þegar maður var ungur. Þeg-
ar hún kom heim og ég byrjaði í
læknisfræði sjálf fórum við að
tengjast á ný, töluðum mikið sam-
an á fésinu og við krakkarnir mín-
ir kíktum í heimsókn til hennar. Í
ágúst í fyrra fluttum ég og börnin
mín til hennar og vorum hjá henni
í sjö dásamlega mánuði. Á þessum
tíma urðum við óaðskiljanlegar og
bestu vinkonur, áttum svo vel
saman, skildum hvor aðra svo vel
og gátum rætt um allt milli himins
og jarðar, þó svo að umræðurnar
snerust oftar en ekki um læknis-
fræði. Hún var svo góð við börnin
mín og þau dýrkuðu hana, voru
alltaf svo spennt þegar þau komu
heim og hlupu inn í herbergið
hennar að leita að henni. Hún
hjálpaði mér í gegnum mjög erf-
iða tíma í haust og bjargaði mér á
svo margan hátt, styrkti mig með
fallegum orðum og gjörðum, enda
er hún og verður alltaf engillinn
minn, bjargvætturinn minn, gullið
mitt og besta og frábærasta
manneskja sem ég mun nokkurn
tímann kynnast á ævi minni. Ég
er svo þakklát og svo rík fyrir að
hafa fengið að hafa þessa dásam-
legu manneskju í lífi mínu. Það
eru ekki til nógu sterk orð til að
lýsa þakklæti mínu og ást á henni
Sigurveigu, ég elska þig endalaust
mikið Sigurveig mín og mun
sakna þín á hverjum degi það sem
eftir er í mínu lífi. Ég sendi mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar, minning um ynd-
islega manneskju mun lifa í hjört-
um okkar alla tíð.
Þín vinkona að eilífu,
Svanborg Gísladóttir.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
sá þig fyrst, elsku Sigurveig mín.
Þú varst svo falleg og glæsileg
kona og ég man að ég hugsaði,
hvað ég væri til í að eiga svona
vinkonu. Þegar við síðan kynnt-
umst þá small eitthvað á milli okk-
ar. Við urðum strax góðar vinkon-
ur enda skildum við hvor aðra
best. Ég leit svo mikið upp til þín
og gat alltaf fengið góð ráð. Þegar
mig vantaði húsnæði, þá bauðstu
mér og Míu að koma og vera hjá
þér. Því gleymi ég aldrei. Mía
hljóp alltaf í fangið á þér þegar þið
hittust vegna þess að hún fann svo
mikla hlýju hjá þér, elsku Sigur-
veig mín. Þegar mamma mín varð
bráðkvödd síðastliðið sumar veitt-
ir þú mér og pabba mínum svo
mikinn styrk. Varst stoð okkar og
stytta.
Það skildi mig enginn betur en
þú. Það að geta talað um sársauk-
ann og leyft honum að eiga sinn
tíma kom mér aftur af stað, með
þinni hjálp. Öll samtölin okkar um
lífið og tilveruna gerðu líf mitt svo
miklu skemmtilegra enda gastu
stundum verið svo innilega mikill
púki.
Ég naut þess, þegar við kíktum
í læknabækurnar þínar og þú út-
skýrðir fyrir mér öll þessi líkam-
legu ferli og meðferðir. Ég naut
þess að hlusta á áhuga þinn og
ástríðu fyrir læknisfræðinni. Ég
lærði svo ótrúlega margt af þér,
elsku Sigurveig mín. Þú varst al-
vöruvinkona, ef einhver sýndi mér
óleik varst þú mætt á staðinn til
að verja mig. Engin orð ná utan
um það þvílík vinkona þú varst
mér, elsku ástin mín.
Þú ert engladís sem verður allt-
af í hjörtum okkar Míu og pabba.
Elsku engladís
nú ertu farin okkur frá
mig dreymir þig hverja nótt
fljúga á drifhvítum vængjum þínum
fyrir ofan okkur með ást.
Draumateppið vefur og breiðir út
fullt af minningum um dísina okkar
sem snerti hjörtun okkar djúpt.
Hún flaug til himna
blikkar til okkar stjörnum á hverju kvöldi
englastjörnum fullum af ást.
Ég sé þig alltaf.
Ást.
(María Lea Ævarsdóttir)
Þín vinkona,
María Lea.
Það var þvílíkt reiðarslag að fá
þær fréttir að elskuleg vinkona
mín, hún Sigurveig, væri fallin
frá. Enn óraunverulegra er að
sitja nú og skrifa um hana minn-
ingargrein en margar minningar
streyma fram í hugann. Ég
kynntist Sigurveigu og Sigrúnu,
tvíburasystur hennar, fyrst í leik-
skólanum Árborg. Nokkrum ár-
um síðar fluttu þær ásamt fjöl-
skyldu sinni í Brekkubæinn í
Árbæjarhverfi þar sem ég bjó ör-
skammt frá. Þær systur hófu nám
við Árbæjarskóla og lentu með
mér í bekk. Við Sigurveig áttum
margar skemmtilegar stundir
saman í Brekkubænum. Sérstak-
lega man ég eftir merkjasending-
unum sem við gáfum hvor annarri
á morgnana einn veturinn en þá
hljóp ég út í gluggann á baðher-
berginu og „talaði“ við Sigur-
veigu, þar sem hún stóð í stofu-
glugganum heima hjá sér, með
sérstökum handabendingum sem
við höfðum útbúið saman.
Síðan tóku menntaskólaárin
við en við Sigurveig ætluðum allt-
af að fara saman í Menntaskólann
í Reykjavík. Svo fór þó að ég
skráði mig í Verzlunarskóla Ís-
lands og ég held að Sigurveig hafi
nú með tíð og tíma fyrirgefið mér
það. Sigurveig sótti MR og Sigrún
Menntaskólann við Sund. Árshá-
tíðir og menntaskólaböll allra
skólanna voru þó stunduð stíft og
skipti þá ekki máli hjá hvaða skóla
ballið var haldið. Við Sigrún svik-
um síðan lit og fórum með Sig-
urveigu og hennar útskriftarhópi í
MR til Benidorm, sumarið 1997.
Sú ferð er mér mjög eftirminni-
leg. Mikið var nú gaman þegar við
tókum okkur til á kvöldin og döns-
uðum síðan fram á rauða nótt.
Eftir að Sigurveig hóf nám í lækn-
isfræði í Ungverjalandi sáumst
við mun sjaldnar. Samt var alltaf
svo gaman að hitta hana og hún
gat alltaf komið mér til að hlæja.
Hún hafði frábæra kímnigáfu og
oft „svartan húmor“.
Ég minnist Sigurveigar sem
ákveðinnar ungrar konu sem var
vinur vina sinna og kunni að svara
fyrir sig. Hún var ótrúlegur náms-
hestur, ætlaði sér alltaf að verða
læknir og ekkert annað kom til
greina þrátt fyrir að við vinkonur
hennar séum þess fullvissar að
hún hefði orðið frábær listakona
en hæfileika til að teikna og mála
fékk hún í vöggugjöf. Sigurveig
var mjög þolinmóð þegar kom að
því að kenna öðrum og því held ég
að hún hefði einnig reynst frábær
kennari, hefði hún kosið að leggja
það starf fyrir sig. Sigurveig var
einstaklega lagin við að hug-
hreysta aðra og ég veit að hún
hefur reynst mörgum, sem hafa
átt í erfiðleikum, mjög vel. Það er
alltaf erfitt að sjá á eftir þeim sem
manni þykir vænt um en ég trúi
því að vinkona mín sé núna á góð-
um stað og að við munum sjást
aftur síðar.
Ég sendi foreldrum Sigurveig-
ar, systkinum og öðrum ættingj-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi guð styrkja þau í
sorg sinni.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér
(Vatnsenda-Rósa)
Hvíldu í friði Sigurveig mín.
Lilja Rún Sigurðardóttir.
Nú er komið að kveðjustund
Sigurveig mín. Á þeirri stundu
minnist ég þess þegar leiðir okkar
lágu saman. Við vorum ekki vin-
konur í fyrstu en þegar við sátum
saman í öðrum bekk í MR var ég
ekki lengi að sjá hvaða manneskju
þú hafðir að geyma. Þú varst góð-
hjörtuð, samviskusöm, gáfuð og
skemmtileg. Við urðum fljótt góð-
ar vinkonur. Við studdum hvor
aðra í náminu og vinskapur okkar
styrktist með árunum. Þegar við
vorum ekki á kafi í bókunum þá
var oft mikið brallað og mikið
hlegið. Þú hafðir einstakt lag á að
gæða frásagnir lífi og húmor.
Ég minnist þín sem kraftmik-
illar konu með sterkan persónu-
leika og mikla hæfileika. Við átt-
um óteljandi stundir saman og
gengum í gegnum margt. Ég trúi
því að leiðir okkar hefðu legið
saman á ný eins og þær gerðu
forðum daga. Mér þótti alltaf svo
vænt um þig og þú átt stað í hjarta
mínu.
Minning þín mun lifa áfram í
huga mér. Hvíl í friði elsku vin-
kona.
Þórunn Viðarsdóttir.
„Þar sem jökulinn ber við loft hættir
landið að vera jarðneskt, en jörðin fær
hlutdeild í himninum, þar búa ekki fram-
ar neinar sorgir og þess vegna er gleðin
ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein
ofar hverri kröfu.“
(Halldór Laxness)
Þegar mér barst fregnin um
andlát ástkærrar vinkonu minnar,
Sigurveigar, komu þessu orð upp í
huga mér. Eitt andartak var sem
veröldin stæði kyrr og ljóst að hún
yrði aldrei söm að nýju. Þó að ég
hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi
að eiga Sigurveigu fyrir nána vin-
konu um hartnær tveggja áratuga
skeið, þá skortir mig orð þegar
hún er öll. Sigurveig skilur eftir
sig skarð sem verður ekki fyllt.
Við kynntumst haustið 1994 er
við hófum nám við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Þessi glaðlega og
heillandi stúlka fangaði fljótlega
athygli mína enda með eindæm-
um skemmtileg og vel gefin. Við
Sigurveig
Þórarinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Hvíldu í friði elsku Sig-
urveig okkar. Þínir mágur
og uppáhaldsfrændi,
Ingólfur og Tristan Freyr.