Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mælingar áafstöðufólks til
aðildar Íslands að
Evrópusambandinu
segja talsverða
sögu. Fréttaflutn-
ingur af þessum mælingum og
af málefnum sem tengjast um-
sókn Íslands að Evrópusam-
bandinu segja ekki minni sögu.
Capacent mældi á dögunum
áhuga fólks á aðild að Evrópu-
sambandinu. Eins og venjulega
er drjúgur meirihluti andvígur
aðild en það athyglisverða kem-
ur í ljós þegar rýnt er nánar í
talnaverkið. Af þeim sem kjósa
Framsóknarflokkinn eru 3%
fylgjandi aðild að Evrópusam-
bandinu og 4% þeirra sem velja
Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er af-
ar athyglisvert þegar litið er til
þess hve sjónarmið þeirra fé-
laga í þessum flokkum, einkum
Sjálfstæðisflokknum, sem
hlynntir eru aðild fá mikið vægi
í fjölmiðlum. Sumir fjölmiðlar
eru raunar svo uppteknir af
þessum 4% flokksmanna að ætla
mætti að þau væru í meirihluta.
Í fréttum er jafnvel talað fjálg-
lega um klofning vegna yfir-
lýstrar óánægju einhvers hluta
þessara fjögurra prósenta.
Þegar horft er á samfylking-
arflokkana tvo, Bjarta framtíð
og Samfylkinguna, má sjá að
skoðanir eru mun skiptari en
innan stjórnar-
flokkanna. Í báðum
samfylkingarflokk-
unum eru innan við
80% fylgjandi aðild,
en samt er aldrei
minnst á hin rúm-
lega tuttugu prósentin og aldrei
rætt við nokkurn fulltrúa
þeirra. Þessi ríflega fimmt-
ungur stuðningsmanna flokk-
anna á ekki heldur nokkurn
kjörinn fulltrúa á þingi eða í
sveitarstjórnum og enginn úr
þessum fimmtungi hefur náð
nokkrum frama innan flokkanna
eða gegnir þar ábyrgðarstöðu
svo vitað sé.
Hvernig má það vera að stöð-
ugt sé verið að elta uppi sjón-
armið fyrrnefndra þriggja og
fjögurra prósenta úr stjórnar-
flokkunum sem eru fylgjandi
aðild en aldrei reynt að draga
fram sjónarmið þessa fimmt-
ungs samfylkingarflokkanna
sem vill ekki aðild?
Og hvernig stendur á því að
engin athugasemd er gerð við
það að forysta samfylkingar-
flokkanna haldi svo stórum
hluta flokksmanna algerlega
niðri og hlusti aldrei á þá en sí-
felld krafa sé gerð til forystu
annarra um að taka ævinlega
fullt tillit til sjónarmiða fjög-
urra prósentanna en hunsa um
leið vilja og samþykktir allra
hinna?
Stuðningur við ESB-
aðild er nánast
enginn innan
stjórnarflokkanna}
Fyrirferðarmikil
fjögur prósent
Í síðasta mánuðivoru liðin 110 ár
frá fæðingu George
Kennans, föður ein-
angrunarstefn-
unnar svonefndu,
sem lagði grunninn að sigri
vesturveldanna í kalda stríðinu.
Í stuttu máli gekk sú stefna út á
það að einangra Sovétríkin og
fylgiríki þeirra þar til þau
myndu riða til falls undan þeim
veikleikum sem hrjá komm-
únismann.
En hvað myndi Kennan segja
um „nýja kalda stríðið“ sem nú
stefnir í á milli Rússa og hins
vestræna heims? Hætta er á því
að honum myndi þykja aðstaða
Evrópuþjóðanna gagnvart
Rússum að vissu leyti lakari en
hún var í kjölfar síðari heims-
styrjaldar, þegar Rauði herinn
sat grár fyrir járnum um hálfa
álfuna. Því að það sem hefur
kannski helst breyst í heim-
inum frá dögum kalda stríðsins
er hnattvæðingin með tilheyr-
andi innreið markaðsbúskapar
og viðskipta til Rússlands. Í
krafti hennar er stór hluti Evr-
ópu, einkum Mið- og Austur-
Evrópa, orðin háð viðskiptum
austur á bóginn, einkum á orku-
gjöfum.
Það sést vel af
viðbrögðum þjóða
eins og Þýskalands
hversu mikið þau
eiga undir að Rúss-
ar skrúfi ekki fyrir
orkuna vestur á bóginn, en
þriðjungur allrar orku sem
neytt er í Þýskalandi kemur að
austan. Aðgerðir gegn Rússum
gætu því jafnvel hitt Þjóðverja
verr fyrir en Pútín. Á móti kem-
ur það að Rússar eru líka háðir
vestrænu fjármagni, og því er
það hættulegur leikur fyrir Pút-
ín að reyna að hafa of mikil áhrif
á sölu gassins vestur á bóginn.
Þrátt fyrir þetta hefur það
sýnt sig í Úkraínu, Georgíu og
víðar að Pútín skirrist ekki við
að beita hinu nýfengna afli
Rússlands til þess að fá það sem
hann vill. Vilji ríki Evrópu
reyna að koma böndum á rúss-
neska björninn, verða þau því
að leita leiða til þess að verða
minna háð honum í orkumálum
en nú er í stað þess að stíga
jafnvel skref í öfuga átt eins og
dæmi eru um. Til að styðja við
þetta, að minnsta kosti til
skamms tíma, yrðu Bandaríkin
að stíga inn í með gasbirgðir
sínar. En eru þau tilbúin að láta
gjörðir fylgja orðum?
Evrópuríkin þurfa að
leita leiða til að efla
orkubúskap sinn}
Virkar einangrun á ný?
Þ
annig að það er ekki okkar að tjá
okkur um það hvað okkur finnst
um afstöðu viðkomandi ríkis. Vilji
það ganga í Evrópusambandið þá
sendir það umsókn og heldur
áfram viðræðuferlinu. Ef það vill ekki ganga í
sambandið þá annaðhvort hefur ríkið ekki við-
ræður eða stöðvar þær.“
Þannig komst Peter Stano, talsmaður
stækkunarstjóra Evrópusambandsins, að orði
á blaðamannafundi í Brussel í lok ágúst síðast-
liðins, spurður um stöðuna á umsókn Íslands
um inngöngu í sambandið. Þessi ummæli eru í
fullu samræmi við annað sem komið hefur frá
Evrópusambandinu í þessum efnum allt frá
því að umsóknin var send til Brussel sumarið
2009 af ríkisstjórn Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Og
fyrir þann tíma. Forsenda slíkrar umsóknar er vilji til
þess að ganga í sambandið. Bæði pólitískur og almennur.
Þegar umsóknin var send sumarið 2009 var þessi for-
senda ekki uppfyllt. Ekki var raunverulegur meirihluti
fyrir því á Alþingi að ganga í Evrópusambandið og ekki á
meðal þjóðarinnar. Enda kom það ófáum innan sam-
bandsins, ekki sízt stjórnmálamönnum, mjög á óvart
þegar þeir smám saman komust að því á hversu veikum
grunni umsóknin væri byggð. Evrópusambandið lýsti
fyrir vikið ítrekað yfir áhyggjum sínum á síðasta kjör-
tímabili af því að þáverandi ríkisstjórn væri klofin í mál-
inu og pólitískur stuðningur við umsóknina af skornum
skammti. Með öðrum orðum að nauðsynlegar
forsendur fyrir umsókninni væru ekki til
staðar.
En það er aldrei of seint að leiðrétta mistök
og það hyggst núverandi ríkisstjórn gera.
Umsóknin sem aldrei átti að senda verður
dregin til baka enda ljóst að hvorki ríkis-
stjórnin, meirihluti þingsins né meirihluti
þjóðarinnar vill ganga í Evrópusambandið.
Þar með verður Ísland ekki lengur formlega
umsóknarríki. Að öðrum kosti yrði málið
áfram á dagskrá og áframhaldandi deilur um
það fyrir vikið miklum mun líklegri. Þá yrði
örugglega um kosningamál að ræða í næstu
þingkosningum.
Það er skiljanlegt að Samfylkingin vilji alls
ekki að umsóknin verði dregin til baka enda
vandséð að flokkurinn hafi mörg önnur
stefnumál. Í öllu falli virðist um að ræða einhvers konar
allsherjarlausn hans á öllu. Björt framtíð gæti hins vegar
grætt á því á kostnað Samfylkingarinnar enda hefur
flokkurinn markað sér mun breiðari málefnalega stöðu.
Hvað VG varðar er einnig skiljanlegt að flokkurinn
vilji ekki draga umsóknina til baka. Áframhaldandi tilvist
hennar eykur möguleikana á vinstristjórn. Mun erfiðara
yrði fyrir VG að samþykkja að standa að nýrri umsókn
um inngöngu í Evrópusambandið eftir allt sem á undan
er gengið en einungis að dusta rykið af umsókn sem þeg-
ar væri formlega fyrir hendi og flokkurinn hefði hvort
sem er staðið að í byrjun. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Ferð án fyrirheits
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Aldarfjórðungur er nú lið-inn frá því að breski tölv-unarfræðingurinn TimBerners-Lee, sem þá
vann við evrópsku rannsóknarstöð-
ina í öreindafræði, CERN, í Sviss,
setti fyrst fram tillögu, 12. mars ár-
ið 1989, að því sem síðar varð að
veraldarvefnum. Hann átti eftir að
valda byltingu í upplýsingatækni.
Ári síðar, í nóvember árið
1990, setti Berners-Lee með aðstoð
verkfræðingsins Roberts Cailliau
fram nánari útfærslu á hugmynd-
inni. Hún gekk út á að nota sér-
stakan vafra til að skoða svonefnd
stiklutextaskjöl (e. hypertext docu-
ments) sem send yrðu á milli vef-
þjóns og notanda. Það yrði gert
með því að slá inn veffang (e. URL)
sem lýsti staðsetningu skjalsins.
Verkefnið fékk heitið veraldarvef-
urinn (e. WorldWideWeb)
Fyrir lok þess árs hafði Ber-
ners-Lee búið til fyrsta vefvafrann,
notað tölvu sem vefþjón í fyrsta
skipti og skrifað fyrstu vefsíðuna.
Til að byrja með voru ekki
margar vefsíður til, aðeins um 130
talsins árið 1993 en fljótlega náði
þetta nýja form upplýsingamiðlunar
útbreiðslu sem Berners-Lee hefði
ekki getað órað fyrir. Árið 1996 var
þeim búið að fjölga í 230.000 og fjór-
um árum síðar mátti finna einn
milljarð síðna í gegnum Google.
Áætlað er að í fyrra hafi um 2,7
milljarðar manna notað internetið.
Vinalegra viðmót á netinu
Oft eru hugtökin veraldarvefur
og internet notuð í sömu merkingu.
Internetið er hins vegar í raun inn-
viðirnir, fjöldi tölvuneta sem tengj-
ast sín á milli en þegar talað er um
veraldarvefinn er átt við vefsíður
og tengingarnar á milli þeirra.
Hann er aðferð til þess að skoða
efni sem er geymt á netinu.
„Ég man vel eftir þessum tíma
þegar veraldarvefurinn kom. Int-
ernetið var komið og við notuðum
textaviðmót til að flytja skrár og
upplýsingar sem var mjög óþjált.
Maður þurfti að vera hálfgerður
tækninörd til að geta notað þetta,“
segir Yngvi Björnsson, starfandi
deildarforseti tölvunarfræðideildar
Háskólans í Reykjavík.
Veraldarvefurinn var fyrst
hugsaður fyrir vísindaheiminn en
stóra byltingin segir Yngvi hafa
orðið þegar hann náði fótfestu hjá
almenningi vegna þess hve vina-
legra viðmót hans var en það sem
áður hafði þekkst á internetinu. Í
kjölfarið fóru fyrirtæki að nota
hann meira og notkun hans varð al-
menn.
„Í raun gátu nú allir haft að-
gang að öllu sem var á netinu.
Þetta varð það einfalt að hver sem
er gat farið að setja inn upplýs-
ingar á vefinn. Internetið varð eign
almennings. Veraldarvefurinn
gerði það svo þægilegt í notkun að
það varð aðgengilegt öllum,“ segir
Yngvi.
Græddi ekki á vefnum
Hugmyndafræði Berners-Lee
var enda að gera upplýsingar sem
aðgengilegastar fyrir alla. Hann
sóttist aldrei eftir að fá einkaleyfi
fyrir uppfinningu sinni og því hefur
hann aldrei grætt fúlgur fjár á
henni eins og önnur stór nöfn í
tölvuheiminum eins og Bill Gates
eða Steve Jobs.
„Honum er umhugað um að
halda þessu opnu. Það er í raun
barátta sem stendur ennþá í dag.
Það er ennþá ógn af því að ríki og
stórfyrirtæki vilja stýra aðgengi að
netinu,“ segir Yngvi.
Opnaði fyrir aðgengi
að upplýsingum
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrsta vefsíðan Myndin er af fyrstu vefsíðunni sem er frekar frumstæð
eins og sjá má. Efni hennar er um veraldarvefsverkefnið sjálft.
Tim Berners-Lee er enn umhug-
að um frelsi á netinu og ber ugg
í brjósti vegna njósna stjórn-
valda um þegna sína þar. Hann
lét meðal annars hafa eftir sér
við breska ríkisútvarpið BBC í
tilefni af afmæli veraldarvefsins
að ef til vill væri ástæða til að
útbúa réttindaskrá til að verja
netnotendur.
„Ætlum við að halda áfram
veginn og leyfa ríkisstjórnum að
stjórna og hafa sífellt meira eft-
irlit? Eða ætlum við að koma
okkur upp grunngildum? Ætlum
við að setja upp eitthvað í lík-
ingu við Magna Carta
fyrir veraldarvefinn,
nú þegar hann er
svona mikilvægur,
svona stór hluti af
lífi okkar, að hann
jafnast á við
mannrétt-
indi?“ sagði
Berners-
Lee.
Réttindaskrá
fyrir vefinn
BERNERS-LEE