Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 14
B ergur Þór Ingólfsson lokaði fyrir stuttu ævintýralegu verkefni sem hann segist ekki vera samur eftir. Hann hefur leikstýrt Mary Popp- ins, sem er orðinn vinsælasti söngleikur Íslandssögunnar, og brátt leik- stýrir hann öðrum söngleik í New York eftir Ívar Pál Jónsson. Norðmenn hafa sýnt Mary Poppins áhuga og til greina kemur að sýn- ingin í Borgarleikhúsinu verði keypt til sýn- ingar í stærsta söngleikjahúsi Norðmanna. Um helgina verður Furðulegt háttalag hunds um nótt frumsýnt þar sem Bergur leikur föð- ur einhverfs drengs. Í kaffipásum hér heima á hann skypefundi við New York. Þetta og ótalmargt fleira er á dagskrá Bergs, sem leikur og leikstýrir jöfnum höndum. Segðu okkur fyrst frá áhuga Norðmanna á Mary Poppins. Leist þeim svona vel á sýn- inguna? „Já, nefnilega. Þeir komu hingað fyrir jól og voru mjög áhugasamir um að kaupa Borg- arleikhússýninguna og setja hana upp með norskum leikurum. Leikmyndinni var því ekki hent núna þegar við vorum að ganga frá sýningunni og við geymum búningana vel. Eins og stendur eru Norðmennirnir í samn- ingaviðræðum við Borgarleikhúsið og skoða hvort það borgi sig fyrir þá að setja upp sýn- inguna sjálfir eða kaupa hana með okkar list- rænu stjórnendum. Það yrði þá leikárið 2015- 2016 sem Mary Poppins yrði sett upp úti.“ Var ekkert undarlegt að kveðja Mary Poppins-verkefnið? „Það má segja að þetta hafi verið mikil til- finningaleg fjárfesting fyrir alla sem að þessu komu. Þegar tjaldið féll á síðustu sýningu féllust allir í faðma. Þetta var eins og lítið kærleiksþorp og tökumaður Stöðvar 2, sem kom til að fylgjast með síðustu sýningunni, fór meira að segja að gráta örlítið þegar hann var að mynda á bak við. Við erum mjög stolt og glöð með þetta. Mary Poppins var stórkostlega lærdómsríkt tveggja ára ferli en nú er það að baki og maður stefnir bara að nýjum sigrum með reynsluna í farteskinu.“ Hvenær byrjaðirðu að leikstýra? Í atvinnuleikhúsi var það Kristnihald undir Jökli árið 2001. Ég hef leikstýrt um tuttugu verkum, bæði í stóru leikhúsunum en einnig annars staðar, eins og Stúdentaleikhúsinu og svo í GRAL, grindvíska atvinnuleikhúsinu sem ég stofnaði ásamt félögum mínum. Ég hef alltaf verið í 300 prósent vinnu því jöfn- um höndum hef ég leikið og leikstýrt. Í augnablikinu er ég sérstaklega stilltur inn á leikstjórnina þótt ég vilji í raun gera allt. Þetta er eins og að vera í hljómsveit: „Kom- um hérna öll saman, þrjú eða þrjátíu, og ger- um eitthvað skemmtilegt og það er best ef ég ræð! Svo skrifum við eitthvað saman og sköpum.““ Hvernig leggst verkefnið í New York í þig? „Ég er á Skype þessa dagana að tala við skrifstofuna úti sem sér um að ráða fyrir okkur fólk til verksins. Það er allt frá sýningarstjórum upp í smiði. Ég bý til prófíl af þeim leikurum sem ég þarf á að halda og svo forvelja þau fyrir okkur leikara sem við tökum í prufur úti í New York í páskafríinu frá leikhúsinu hér heima. Þá sit ég með hin- um listrænu stjórnendunum úti í sal eins og í bíómyndunum og læt fólk syngja og dansa fyrir mig,“ segir Bergur hlæjandi. „Við frum- sýnum verkefnið 16. ágúst en ég flýg með fjölskylduna út um miðjan júní. Eiginkona mín, Eva Vala Guðjónsdóttir, er leikmynda- og búningahönnuður og verður í að undirbúa einhver verkefni þarna úti en annars verða hún og dætur mínar í því að anda að sér borginni meðan ég upplifi minn draum í leik- húsinu.“ Tengsl eiginkonu nýtast Eva Vala er verðlaunahönnuður, hefur meðal annars hlotið Edduna fyrir sín störf, og í gegnum hana hafa aðstandendur söngleiksins nýja, Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson furniture painter, fengið sambönd við fólk úti sem hefur verið tilbúið að aðstoða við leit að fólki til vinnslu söngleiksins. Er þar því að þakka að Eva Vala hefur verið að vinna með því kvikmyndafólki frá Hollywood sem komið hefur hingað til lands síðustu tvö sumur í tengslum við stórmyndirnar Noah og Walter Mitty. Bergur gat því haft samband við til að mynda Michael Wilkinson, sem kom með góðar ábendingar. Þau hjón hafa meðal annars unnið saman í GRAL en leikhúsið hefur sett upp fjögur leikverk. Þar af er vin- sælustu sýningu þeirra að ljúka, Horn á höfði, sem gengið hefur fyrir fullu húsi í sex ár. GRAL og Stúdíó Sýrland eru þessa dag- ana að þróa saman nýja leið til að taka upp leiksýningar með það fyrir augum að Horn á höfði komi út á dvd-mynddiskum. Bergur er þá þessa dagana að æfa leikritið Hamlet litla, sem er útgáfa af harmleik Shakespeares. Bergur skrifaði verkið út frá því að það félli í kramið hjá yngri kynslóð. Ætlunin er að bjóða öllum fimmtubekkingum í Reykjavík að sjá sýninguna. Sjálfur á hann ellefu ára stelpu sem og fjórar dætur allt í allt á aldrinum 11-23 ára. Hjálpar það að eiga barn á þessum aldri við að skapa fyrir börn? „Sjálfur hef ég barnslega eiginleika þótt ég skilgreini mig ekki sérstaklega sem barna- leikhúsmann og Mary Poppins er til dæmis ekki barnasýning heldur fjölskylduleikrit. Það er í raun ekki mikill munur á því að skrifa fyrir börn eða fullorðna. Ellefu ára krakkar eru orðnir svo ofboðslega klárir og ég tala til vitsmuna þeirra og tilfinn- ingagreindar, sem er nánast á sama plani og mín eigin. Hamlet er verk sem fjallar um ekkert smádramatíska atburði þar sem Ham- let missir föður sinn og kemst að því að það Hefur ekkert að gera við að vera ofurvitiborinn LEIKARINN OG LEIKSTJÓRINN BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON ER VANUR ÞVÍ AÐ DRAGA VART ANDANN MILLI VERKEFNA. HANN SYNDIR FRÁ LEIKSTJÓRN EINS SÖNGLEIKS TIL ANNARS OG TEKUR ÞÁTT Í FRUMSÝNINGU Á LEIKVERKI Í BORGARLEIKHÚSINU UM HELGINA. HANN SEGIR LEIKHÚSIÐ SNÚAST UM ALLT AÐRA HLUTI EN AÐ VERA OFBOÐSLEGA GÁFAÐUR. HANN HAFI EKKI ÁHUGA Á AÐ VERA HOMO YFIRBURÐAGÁFNA. SAMKENND SKIPTI MEIRA MÁLI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Eiginkona og dætur Bergs Þórs Ingólfs- sonar anda að sér New York í sumar meðan Bergur Þór Ingólfsson upplifir sinn draum í leikhúsinu þar. 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.