Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Borgarbókasafni Reykjavíkur, sunnudag kl. 15.Nánar: Skemmtileg kvikmynd verður sýnd í aðalsafni Borgar- bókasafnsins fyrir alla fjölskylduna. Bíó fyrir börnin S júkdómurinn sem veldur sjónskerðingu Snæfríð- ar heitir Achroma- topsia. Snæfríður er með 8% sjón á öðru auga og 10% sjón á hinu. Auk þess er hún ofboðslega ljósfælin og finnur til sársauka í mikilli birtu. Foreldrar hennar, hjónin Ragn- hildur Bjarkadóttir og Ingi Sturlu- son, voru 21 árs þegar frumburður þeirra kom í heiminn. Þegar sjúk- dómurinn kom í ljós fékk Snæfríð- ur gleraugu og var hún aðeins fjögurra mánaða gömul. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað þetta var mikið, við vorum svo ung og kannski erfitt að meðtaka svona upplýsingar,“ segir Ragnhildur, móðir Snæfríðar, en hún og maðurinn hennar, Ingi Sturluson, eiga auk Snæfríðar þrjá yngri stráka. „Hún er skilgreind lögblind og er í raun og veru alveg blind þegar það er mikil birta, sér- staklega þegar það er snjór.“ Þjónustan ekki í boði hér á landi Snæfríður þarf oft að treysta á lið- veislu í sínu daglega lífi. Hins veg- ar er fötlun hennar nánast ósýni- leg og fellur hún því ekki inn í stöðluð hólf kerfisins. Auk þess gleymist fötlun Snæfríðar oft enda ber hún hana ekki með sér. Hún notar gleraugu og segir Ragnhild- ur að oft sé gert ráð fyrir að gler- augu leiðrétti sjónina, sem þau gera ekki. Auk þess er hún með svo sértæka fötlun að ekki er til almennileg þjónusta fyrir hana hér á landi. „Í Bandaríkjunum vitum við til þess að unnið er með Ac- romatopsiu-börn á sértækum heilsugæslustöðvum eftir ákveðnum aðferðum. Þar er kann- að hvaða gler og hvaða skygging hentar þeim í allt að 3-4 daga í mismunandi aðstæðum. Hér heima fer hún í eitt skipti upp á Þjón- ustu- og þekkingarmiðstöð, prófar alls konar gler og fær ekki tæki- færi til að prófa sig áfram í mis- munandi aðstæðum. Hún bara týn- ist alveg. Þegar hún fær sólgleraugu missir hún alla dýpt- arskynjun, hún sér rosalega illa og hún sér ekki liti eins og við sjáum þá. T.d. er bleikur fyrir henni eins og brúnn fyrir okkur. Við mætum líka oft ákveðnu skilningsleysi því hún felur fötlunina svo vel. Fólki finnst við stundum vera að gera of mikið úr sjónskerðingu hennar, eingöngu af því að hún ber sig svo vel. Hún er mjög eðlileg en er oft með pírð augu,“ segir Ragnhildur. „Hún er í sömu aðstæðum alla daga og er nú búin að kortleggja skólann sinn og hvað séu mörg skref í átt að útidyrahurðinni og þvíumlíkt. Þó að hún þekki ekki útlitið á fólki, þekkir hún t.d. fóta- takið hjá kennaranum sínum og þekkir lykt.“ Fjölskyldan býr í Kópavogi og greiðir sveitarfélagið fyrir liðveislu í aðeins fimm tíma á viku. Rest þarf fjölskyldan að greiða úr eigin vasa. Allir tilbúnir að hjálpa Í sumar heldur Snæfríður til Sví- þjóðar í æfingabúðir með fimleika- félagi sínu Gerplu og þarf hún á aðstoðarmanneskju að halda. Sveit- arfélagið greiðir ekkert niður fyrir slíka aðstoð og þarf fjölskyldan því að greiða fyrir tvo í ferðina. „Gerpla var miður sín yfir því að við þyrftum að borga tvöfalt og ég veit að þau ætla að koma til móts við okkur. Það er alveg ótrúlegt hvað allir eru tilbúnir að hjálpa til,“ segir Ragnhildur. „Snæfríður þarf á liðveislu að halda nánast hvert sem hún fer. Um leið og hún er komin í óþekkt- ar aðstæður þá er hún mjög týnd og getur ekki treyst á neitt,“ segir Ragnhildur. „Til dæmis gengur hún ekki ein heim úr skólanum þegar skilyrði eru slæm, mikil birta eða snjór. Við hjónin þurfum alltaf að sjá til þess að annað hvort okkar sé heima eða við séum þannig undirbúin að geta sótt hana á daginn. Það er svo margt svona sem fólk gerir sér ekki grein fyrir og er þetta mikil aukavinna.“ Hljóp á alla bílaspegla Snæfríður er afburðanemandi og á marga góða vini. En þrátt fyrir að vera félagslega sterk einangrast hún stundum. „Það gekk rosalega vel þegar hún var yngri. Hún var ótrúlega dugleg og þorin. Hún var á tímabili jafn há og speglarnir á bílunum sem var stundum skelfi- legt, því hún hljóp á alla bíla- spegla,“ segir Ragnhildur og hlær. Það er gott að geta hlegið að líf- inu. Stundum koma þó þyngri tímabil, því fötlun er oft ákveðið sorgarferli. Ragnhildur segir að reynt sé að horfa á slík tímabil í lausnum en ekki vandamálum. „Hún er sjálfri sér nóg en hún á rosalega góðar vinkonur. Hún er algjör nagli.“ Ragnhildur og Ingi ákváðu að leggja áherslu á það frá byrjun að tala mjög opið um fötlun Snæfríð- ar. Þau hafa haldið fyrirlestra fyrir foreldra, kennara og látið búa til sérstök gleraugu fyrir nemendur og kennara til að sýna hvernig hún sér heiminn. „Snæfríður hélt sjálf fyrirlestur fyrir krakkana og lét þau prófa að grípa bolta með gler- augunum. Við höfum alltaf haft þetta þannig að krakkarnir hafa fengið að vita hvernig hún upplifir hlutina til þess að þau upplifi ekki að þetta sé eitthvert leyndarmál. Þegar Snæfríður var í 4. bekk fór hún út í frímínútur. Hún heyrði að krakkarnir voru í snjókasti og ein- hver hefði ætlað að kasta í hana. Þá sagði hún mér að aðal- hrekkjusvínið í skólanum hefði kallað að ekki mætti kasta í Snæ- fríði því hún sæi ekki boltann!“ segir Ragnhildur og hlær. „Það er mikilvægt að fræða krakkana en auðvitað á það ekki eingöngu að vera mitt hlutverk sem foreldri. Og að sjálfsögðu er erfitt að þurfa að fara í gegnum þetta í hvert sinn sem við förum á nýjan stað. En af því að við erum búin að vinna svo vel með nemendum og foreldrum þá gerist það að fólk verður umburðarlyndara.“ Sértæk fötlun utan rammans Mæðgurnar Ragnhildur og Snæfríður eru samrýndar. Fötlun Snæfríðar er nánast ósýnileg en hins vegar hefur hún aðeins 8% sjón á öðru auga og 10% sjón á hinu. Morgunblaðið/Golli SNÆFRÍÐUR INGADÓTTIR ER Á ÞRETTÁNDA ÁRI. HÚN FÆDDIST MEÐ SJALDGÆFAN AUGNSJÚKDÓM OG ER SKIL- GREIND LÖGBLIND. HÚN ER EIN AF ÞEIM SEM FALLA UTAN HÓLFA SAMFÉLAGSINS OG VIÐEIGANDI ÞJÓNUSTA ÞVÍ EKKI Í BOÐI. Í SUMAR HELDUR HÚN Í ÆFINGABÚÐIR Í SVÍÞJÓÐ MEÐ FIMLEIKAFÉLAGI SÍNU EN ÞAR ÞARFNAST HÚN LIÐ- VEISLU SEM FJÖLSKYLDAN GREIÐIR FYRIR ÚR EIGIN VASA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is * Við mætumlíka oftákveðnu skilnings- leysi því hún felur fötlunina svo vel. Fimleikaferð Snæfríðar kostar 160% meira Snæfríður er búin að safna 80.000 kr. upp í ferðina. Kostnaður fyrir Snæfríði: 390.000 kr. Kostnaður fyrir aðra: 150.00 kr. Gjöld fyrir Snæfríði 150.000 kr. Laun fyrir liðveislu 140.000 kr. Ferðakostnaður liðveislu u.þ.b. 100.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.