Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Page 20
Innan um glerveggi nýbygginga við Potzdamer Platz er er brot úr Berlínarmúrnum vinsæll bakgrunnur á ljósmyndum. É g veit ekki hversu lengi ég gat staðið einn og notið þess að rýna í málverk Caravaggios, „Amor sem sigurvegari“, í Gemäldegalerie í Berlín. En það voru einhverjar mínútur sem ég velti aleinn örugg- um pensildráttunum fyrir mér og stórkostlegri tækninni í 410 ára gömlu meistaraverkinu; allt frá krulluðum kolli nakta módelsins að fönunum í vængjunum og skítugum tánöglunum. Eftir nokkrar mínútur komu tveir eldri karlar og horfðu á verkið í nokkrar sekúndur, svo var ég aftur einn með snilldinni. Svip- aða sögu má segja af því þegar ég kom að verkum eftir Rembrandt, van Eyck, Vermeer, Rafael, Holb- en, Bronzini, Botticelli … Það eru forréttindi að fá slíkt næði með ein- stökum meistaraverkum, þess njóta gestir yfirleitt ekki fyrir framan verk sömu meistara eða annarra í öðrum helstu listasöfnum stórborg- anna – svo ekki sé minnst á hafaríið á leiðinni að og fyrir framan lítið málverk af kíminni konu í Louvre- safninu í París. Berlín er að mörgu leyti drauma- viðkomustaður listunnandans. Framboð tónleika er mikið og gott, metnaður í óperuuppfærslum, mörg góð leikkús að njóta ef gestir skilja þýsku, og svo eru það hinar ótölu- legu sjónrænu upplifanir sem boðið er upp á í söfnum og galleríum borgarinnar, þar sem nóg pláss og næði er hjá verkunum. Þá er einnig forvitnilegt að upplifa gríðarlega uppbygginguna, þar sem póstmód- ernískar byggingar 21. aldarinnar fleyga eldri hverfi og götumyndir á áhugaverðan hátt. Nokkra galleríkjarna má finna í borginni, til að mynda í Kreuzberg- hverfinu og Mitte. Finna má síður á netinu sem auðvelda gestum að finna galleríin og kynna sér þær sýningar sem eru í þeim á hverjum tíma. Undanfarin ár hafa ungir listamenn flykkst til Berlínar, enda hefur verið auðvelt að finna þar ódýrar vinnustofur auk þess sem ódýrt er að búa þar, ef miðað er við aðrar stórborgir Vesturlanda. Krafturinn og hugmyndaauðgi þess- ara ungu listamanna skilar sér vita- skuld beint út í sýningarsalina, sem eru af ýmsum toga og full ástæða til að hvetja gesti til að kynna sér þá senu alla. Dýrgripir víða að Fjölmörg áhugaverð söfn og lista- setur má finna í Berlínarborg. Eitt þeirra er frekar afskekkt, við Grünewald-garðinn, en það er Brücke-safnið með verkum express- jónistanna í Brücke-hópnum. Þar stóð poppstjarnan David Bowie löngum á Berlínarárum sínum og leitaði innblásturs. Á milli flestra annarra safna er auðvelt að ganga. Á Safnaeyjunni, Museum Insel, sem í áratugi var strönduð í Austur- Berlín, eru nokkur kunn söfn sem gerð hafa verið upp, með ómet- anlegum dýrgripum. Í Pergamon- forngripasafninu gefur að líta forn- minjar frá uppgreftri í borginni Ur, sjálft Pergamon-altarið og það sem eftir er af gríðarmikilli lágmyndinni sem var á sínum tíma umhveftis það á upprunastaðnum í Tyrklandi, og sjálft Ishtar-hliðið frá Babýlon. Makalausar fornminjar sem er hálf- óraunverulegt að skoða í Berlín. Í næsta húsi, Neues Museum, sem var opnað aftur árið 2009 eftir teikningum stjörnuarkitektsins Davids Chippenfields, má sjá egypska listmuni og þar á meðal hina frægu brjóstmynd af Nefertiti. Einnig safn forngripa sem Heinrich Schliemann fann í rústum Tróju- borgar og veggmyndir sem fjalla um norræna menningu. Þá eru þar líka Alte Nationalgalerie, með grískum og rómverskum minjum, og Þýska sögusafnið. Rétt hjá öllum stórhýsunum sem hafa risið úr stáli og gleri umhverf- is Potzdamer Platz er kjarni menn- ingarbygginga; hús Fílharm- óníuhljómsveitarinnar, Kammermúsíksalurinn og Kult- urforum sem hýsir meðal annars hið einstaka Gemäldegalerie, með meistaraverkum evrópskrar mynd- listar frá 14. öld fram á þá 19. Frá- bært safn. Skammt þaðan stendur síðan hin formhreina bygging Mies van der Rohe, Neue Nation- algalerie, mátulega stórt nútíma- listasafn með vel mótuðum sýn- ingum. Þar má sjá lykilverk margra nafntoguðustu myndlistarmanna síðustu hálfrar aldar, meðal annars hið áhrifamikla málverk þýska ex- pressjónistans Anselms Kiefers, „Maikäfer flieg …“; þungt og mik- ilfenglegt verk um skelfilega eyð- ingu heimsstyrjaldarinnar síðari. Í BERLÍN ER MARGT VIÐ AÐ VERA FYRIR LISTUNNANDANN Makalaus verk AÐGENGI AÐ FORNUM SEM NÝJUM DÝRGRIPUM OG ÁHRIFAMIKLUM LISTA- VERKUM ER ÓVÍÐA BETRA EN Í BERLÍN. Á SÍÐUSTU ÁRUM HAFA KUNN SÖFN BORGARINNAR FENGIÐ GLÆSILEGA YFIRHALNINGU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gestir í Pergamon-safninu velta for- tíðinni fyrir sér undir hluta lágmyndar sem var um Pergamon-altarið. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Ferðalög og flakk 4 olíuverk eftir Kristján Davíðsson Upplýsingar gefur Árni Þór í síma 821 7547 (arni.thor.s@gmail.com) Til sölu Verkin eru frá árinunum 1948-20012 Mynd: Attm

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.