Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Page 22
Bættu grænmeti við þína uppáhaldsrétti
Grænmeti á borð við kúrbít, spínat og gulrætur er auðvelt að bæta við nánast hvaða rétti sem er. Góð regla er
líka að bæta því grænmeti sem til er við þá rétti sem eru að malla í pottunum hverju sinni.
Gerðu grænmetissúpur
Súpur eru auðmeltar og hollar. Grænmetissúpur eru kjörnar fyrir þá sem alla jafna borða ekki mikið af græn-
meti því með því að gera súpur haldast vítamínin í grænmetinu.
Berðu það fram hrátt
Hrátt grænmeti getur hentað betur en eldað og mörgum finnst það bragðbetra. Skerðu niður grænmeti og hafðu
á skrifborðinu í vinnunni, þá eru meiri líkur á að þú grípir í það.
Notaðu ídýfur
Ídýfur gerðar til dæmis úr grískri jógúrt eða sýrðum rjóma eru tilvaldar til að dýfa grænmetinu í. Þannig verð-
ur það meira eins og snakk.
Drekktu grænmetið
Mikið úrval grænmetissafa er á boðstólum í verslunum og því á ekki að vera mikið mál að auka neyslu sína á
grænmeti með því einfaldlega að drekka það. Fyrir þá sem eiga góðan blandara er líka hægt að skella grænmet-
inu í hann og bæta við einhverjum sætum ávexti til að gera drykkinn meira aðlaðandi.
Laumaðu því á pitsur og spagettí
Spagettí og pitsur eru vinsæl fæða. Það er auðvelt að gera þessa rétti hollari með því að læða grænmeti í sós-
una. Smátt saxaður kúrbítur, laukur, eggaldin, brokkólí, sellerí eða gulrætur gera gæfumuninn upp á hollustuna
en enginn verður sérstaklega var við það í sósunni ef það er smátt saxað eða maukað. Auk þess er auðvitað
hægt að hrúga litríku grænmeti sem áleggi á pitsur til að gera þær skemmtilegri.
Gerðu þetta skemmtilegt
Krökkum finnst gaman að fá að halda á matnum og bíta í. Maísstönglar, sellerístönglar og stórir gúrkubitar hafa
þann kost að fara vel í hendi og gera máltíðina skemmtilegri.
Grillaðu grænmetið
Grillað grænmeti sem hefur verið penslað létt með olíu eða jafnvel marinerað er hið mesta lostæti. Grillpinnar
með grænmeti í ólíkum litum eru líka stórskemmtilegur matur fyrir alla á heimilinu.
Bættu grænmeti við ólíklegustu rétti
Það eru engin lög sem segja að klassískir hraðréttir eins og grilluð samloka þurfi að innihalda bara ost og
skinku. Á hana má bæta grillaðri papriku, eggaldini, sólþurrkuðum tómötum, ferskri basilíku eða hverju sem
hugurinn girnist.
Ekki verðlauna börnin fyrir að borða grænmeti
Ef við verðlaunum börn fyrir að borða grænmeti verða verðlaunin það sem þau einblína á en ekki sjálft græn-
metið. Grænmetisát verður þá að kvöð í stað þess að verða skemmtilegur og sjálfsagður hluti matartímans.
10 LEIÐIR TIL AÐ BORÐA MEIRA GRÆNT
EKKI ER ÖLLUM GEFIÐ AÐ RAÐA Í SIG GRÆNMETI DAGINN
LANGAN ÞÓTT SANNARLEGA SÉ ÞAÐ ÆSKILEGT. MARGAR
LEIÐIR ERU ÞÓ FÆRAR TIL AÐ BÆTA GRÆNMETI INN Í
DAGLEGA FÆÐU OG HÉR ERU TÍU TÍNDAR TIL SEM
HENTA ÞEIM SEM EKKI ER SÉRLEGA VEL VIÐ GRÆNMETI.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Gott er að borða gulrótina …
Heilsa og
hreyfing *Margir lenda í þeim vítahring að telja sig verabúna að reyna „allt“ til að taka mataræði í gegnog losna við aukakíló. Lausnin er þó gjarnannærtækari en okkur grunar. Skyndikúrar ogýmsar sérsniðnar hraðlausnir duga skammt viðhliðina á þeim almennu ráðum að hreyfa sig ogborða hollt. Hin einföldu ráð eru þó bara ekki
alltaf eins spennandi og flóknu lausnirnar en
eru þó það eina sem raunverulega virkar.
Ný Polarolía
Nýtt útlit-meiri virkni
Selolía, einstök olía
Meiri virkni
fall Omega 3
fitusýrur
nir mælir með
lolíu, en þinn?
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Selolían fæst í:
Þín verslun Seljabraut,
úsum, Fjarðarkaupum,
ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999
Nýtt!
D-vítamínbætt
t hlut
n læk
Se
pótekum,
heilsuh
Fiskbúðinni Trönuhrau
Hát
Min
a
„Allt“ … nema hreyfing og hollusta