Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Matur og drykkir M ig langaði að hafa þetta létt og ferskt en um leið sjúklega girnilegt. Mér finnst mikilvægt að láta hráefnið ráða og byrja á að kaupa það. Bláberin eru til dæmis einstaklega góð núna og því voru þau í aðal- hlutverki í melónusalatinu og hrákökunni,“ segir Þorbjörg Mar- inósdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Skjásins, jafnan nefnd Tobba. Hún segir gesti sína þetta laugardagshádegi vera mikla „matarperra“ en með- al gesta hennar og sambýlismannsins, Karls Sigurðssonar borgarfulltrúa, voru matarbloggari og eigandi veitingastaðarins Coocoo’s Nest. „Hádegisboð eru vanmetinn kostur og góð leið til að ná barnafólki saman. Sjálf er ég mjög kvöldsvæf enda komin 24 vikur á leið svo „brönsboðin“ eru mín partí sem stendur.“ Tobba segir að henni þyki mjög gaman að bjóða heim en eins og marg- ir séu þau oft mjög upptekin og bókuð langt fram í tímann. Að því leyti komi hádegisverður einnig sterkur inn. Tobba lumar á nokkrum fínum ráð- um fyrir góð matarboð. „Að njóta sín og vera ekki stressaður skiptir máli. Ég hef eyðilagt heilu matarboðin með því að færast of mikið í fang og vera stressuð. Eiginlega bara leiðinleg eða sofna ofan í súpuna! Þá þarf ekki allt að vera flókið og oft má kaupa tilbúna eftirrétti og meðlæti sem er ótrúlega gott. Einnig finnst mér um að gera að bjóða oftar og hafa minna fyrir því í stað þess að bjóða fólki heim bara tvisvar á ári og þá í rándýrt fimm rétta drama.“ Tobba er líka á því að kerti, blóm og servéttur geti gert gæfumuninn. Svo ekki sé talað um ilmkerti á baðherbergið og hrein handklæði. „Það er gaman að gera eitthvað óvenjulegt, eins og flippaðan kokteil, frysta bláber og myntu í klakabox og kaupa klósettpappír með grínmyndum á. Tónlistin skiptir líka miklu máli. Kalli minn er snillingur í að búa til góða stemningu með tónlist. Dean Martin er heiðursgestur þar.“ Tobba segir matinn hafa hitt í mark hjá öllum gestum sem voru allt frá nokk- urra mánaða. Karlmennirnir hafi þó kunnað betur að meta beikonmúffurnar en gríska jógúrtið. Með matnum var boðið upp á súrdeigsbrauð sem Tobba segist kunna vel að meta því það sé svo létt í maga og gott fyrir meltinguna. Hádegisverðarhlaðborðið var afar girnilegt og ferskt og ávextir og grænmeti gegndu stóru hlutverki. MIÐBÆJARNASL Á LAUGARDEGI Hádegisverð- arboð Tobbu * Það er gaman aðgera eitthvaðóvenjulegt, eins og flipp- aðan kokteil, frysta blá- ber og myntu í klakabox og kaupa klósettpappír með grínmyndum á.“ ÞORBJÖRG MARINÓSDÓTTIR OG KARL SIGURÐSSON BUÐU NOKKRUM VINUM HEIM Í HÁDEGISVERÐ Á LAUGARDEGI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is MÚFFUR 6 sneiðar eðalbeikon 6 egg svartur pipar og salt eftir smekk rifinn ostur Notið sílíkon- eða álmúffumót. Setjið eina sneið af beikoni í hvern hring í mótinu. Brjótið eitt egg ofan á hverja sneið, saltið og piprið og stráið rifnum osti yfir. Bakið við 170°C í 10 mínútur. Mímósa appelsínusafi Marini asti-freyðivín eða Martinellis, óáfengt eplafreyðivín sem fæst í Kosti. Eggja- og beikonmúffur og mímósa með 2 dollur grísk jógúrt 2 litlar dollur sykurlaust vanillujógúrt gott múslí 6 tsk. hunang 1 box jarðarber Takið fram 6 lítil glös og þekið botninn vel með múslí. Hrærið jógúrtið því næst saman við. Botnfylli af múslí sett í 6 lítil glös. Jógúrt er hrært saman við og blöndunni skipt í glösin. Jarð- arberin skorin í bita og deilt of- an á. Því næst er 1 tsk. hunang sett ofan á hverja blöndu. Jógúrtflipp með jarðarberjum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.