Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 38
Ellen DeGeneres tekur sjálfsmynd Sjálfsmynd (selfie) Ellen DeGeneres með verðlaunahöfum á Óskarsverðlaunahátíðinni hefur vakið mikið umtal. Þó að atriðið hafi litið út fyrir vera sjálfsprottið, bendir margt til að um aug- lýsingu hafi verið að ræða. Vitað er að Ellen notar iPhone-síma dagsdaglega og Samsung var einn af styrktaraðilum hátíðarinnar. Það er þó ljóst að beinar útsendingar í sjónvarpi og sam- félagsmiðlar eiga samleið eins og kókómalt og kringla. Samkvæmt upplýsingum frá Twitter voru send 14,7 milljón tíst í tengslum við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Mynd Ellen varð mjög fljótlega mest endurbirta (retweet) tíst sögunnar, varð fyrsta tístið til að vera endurbirt meira en milljón sinnum og endaði í rúmlega tveimur milljónum. Uppþot í Smáralind Í byrjun árs ætlaði allt um koll að keyra þegar tvö ung- menni sem öðlast hafa frægð fyrir að fara með gamanmál í gegnum örmyndbandaforritið Vine mættu í Smáralindina í Kópavogi. Fjöldi íslenskra unglinga mætti á svæðið og mikið öngþveiti skapaðist. Börn voru flutt meidd af vett- vangi og bílar skemmdust í látunum. Þótt tæknilega séð sé Vine sjálfstætt forrit, er það í eigu Twitter og smíðað af fyrirtækinu og er Twitter ein af dreifileiðum mynd- bandana, svo það ætti að vera óhætt að telja þetta atvik með á þessum lista. Atburðurinn varð til þess að kynna marga Íslendinga fyrir Vine-forritinu og áhrifum sam- félagsmiðla. TÍST OG ENDURTÍST Í BLÍÐU OG STRÍÐU Stærstu stundir Twitter SAMSKIPTAMIÐILLINN TWITTER HEFUR NÁÐ ÓTRÚLEGRI ÚTBREIÐSLU OG ER FYRIR LÖNGU ORÐINN HLUTI AF ÞVÍ HVERNIG VIÐ UPPLIFUM STÓRAR SAM- MANNLEGAR STUNDIR. ELLEN DE- GENERES VAKTI MIKLA ATHYGLI FYRIR FRAMMISTÖÐU SÍNA SEM KYNNIR Á ÓSKARSVERÐLAUNAHÁTÍÐINNI. MYND SEM HÚN TÍSTI AF SJÁLFRI SÉR MEÐ VERÐLAUNAHÖFUNUM HEFUR ÞÓ LÍK- LEGA VAKIÐ MEIRI ATHYGLI EN VERÐ- LAUNAAFHENDINGIN SJÁLF. HÉR ER SAMANTEKT AF NOKKRUM EFT- IRMINNILEGUM ATBURÐUM Í SÖGU TWITTER. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Whitney dáin Andlát söngkonunnar Whitney Houston spurðist fyrst út á Twitter. Frænka konu sem vann fyrir Whitney sendi frá sér tíst þar sem stóð að frænka hennar hefði sagt henni að hún hefði fundið Houston dauða í bað- karinu heima hjá sér. Sagan dreifðist hratt á samfélagsmiðlum, áður en fjölmiðlar náðu að staðfesta fréttina. Sjálfsmynd í jarðarför Þó vissulega hafi sjálfsmynd Ellen DeGeneres vakið mikla athygli, þá er skemmst að minnast þess að Barack Obama, David Cameron og Helle Thorning-Schmidt vöktu hörð viðbrögð þegar þau tóku sjálfsmynd af sér sam- an við útför Nelson Mandela. Það má þó nefna að myndin sem þau tóku á síma Thorning-Schmidt hefur aldrei birst opinberlega, en að sjálfsögðu var umræðan um Twitter talsverð í kringum þetta atvik, ekki síst á Twitter. Tíst úr geimnum Það var bandaríski geimfarinn Mike Massimo sem varð fyrstur til þess að senda tíst úr geimnum árið 2009. Það var hins vegar kanadíski geimfarinn Chris Hadfield sem fangaði athygli heimsins með skemmtilegum tístum úr geimnum, og fræðandi Youtube-myndböndum um áhrif þyngdarleysis. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Græjur og tækni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.