Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Síða 49
Pútín og Merkel eru
bæði hörð í horn
að taka en hafa
þróað með sér
samband sem
einkennist af
virðingu á báða
bóga.
Fulltrúi Rússlands í öryggisráði SÞ
leggur fram bréf frá Janúkóvíts þar
sem hann biðlar formlega til stjórnvalda
í Moskvu um hernaðaríhlutun í Úkra-
ínu.
Her Úkraínu á Krím segir Rússa hóta
árásum ef þeir gefist ekki upp. Utanrík-
isráðherra Rússlands segir aðgerðum
hersins verða haldið áfram til að
vernda rússneska borgara.
Fulltrúar Bret-
lands, Frakk-
lands og Banda-
ríkjanna saka
Rússa um að
skálda átyllur.
Bandaríkin
slíta varnar- og
hernaðarsam-
starfi við Rússa.
Helstu hluta-
bréfavísitölur
heims falla
vegna óróleikans.
MÁNUDAGUR
3. MARS
9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Rússar segja hermenn á Krímskaga
styðja rússnesk stjórnvöld en séu ekki
á þeirra vegum. Pútín segist ekki ætla
að senda rússneskan her inn í Úkraínu.
Rússar segja það verða Bandaríkja-
mönnum dýrkeypt ef þeir samþykkja
refsiaðgerðir gegn þeim. Efnahags-
sérfræðingur rússnesku ríkisstjórn-
arinnar segir Rússa gætu hætt að
nota dollara í milliríkjaviðskiptum.
Rússar skjóta langdrægri eld-
flaug á loft í tilraunaskyni.
Úkraína fer fram á aðstoð Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Áætluð lánsfjárþörf
er um 35 milljarðar dollara. Bandaríkin
ætla að veita Úkraínu lán upp á einn
milljarð.
ÞRIÐJUDAGUR
4. MARS
Frakkar og Þjóðverjar vilja koma á
sambandi sem Rússar, Úkraína og vest-
ræn ríki séu aðilar að. Alþjóðasamfélgið
myndi undirbúa forsetakosningar í
Úkraínu. Ef Rússar taki þátt beiti Evr-
ópusambandið hugsanlega ekki við-
skiptaþvingunum.
Rússar segja myndir af rússneskum
bifreiðum hermanna í Krím falsaðar.
Hillary Clinton líkir aðgerðum
Rússa í Krím við hernað Hitlers
til að verja Þjóðverja sem voru bú-
settir fyrir utan Þýskaland á síð-
ustu öld.
Bandaríkjamenn vilja auka
hernaðarumsvif sín á Úkra-
ínusvæðinu.
MIÐVIKUDAGUR
5. MARS
Þingmenn í Krím samþykkja sam-
einingu við Rússland og að þjóð-
aratkvæðagreiðsla um aðskilnað frá
Úkraínu fari fram 16. mars. Forseti
Bandaríkjanna segir fyrirhugaða at-
kvæðagreiðslu brot á stjórnarskrá
Úkraínu og alþjóðalögum.
40 óvopnuðum eftirlitsmönnum Ör-
yggis- og samvinnustofnunar Evrópu
meinuð för inn í Krím. Ómerktir
hermenn umkringja enn úkraínskar
herstöðvar. Mörg úkraínsk herskip lok-
uð inni.
Bandaríkjamenn vilja senda sex F-15
herþotur til Litháens.
Fyrrverandi leiðtogi tatara biðlar til
stjórnvalda í Tyrklandi og Aserbaíd-
sjan um aðstoð við að halda
Krím innan Úkraínu.
FIMMTUDAGUR
6. MARS
Bandarískt herskip siglir um
Bosporussund í dag á leið sinni að
Svartahafinu. Í tilkynningu frá banda-
ríska sjóhernum kemur fram að skip-
ið sé á leið til Svartahafs þar sem
bandarískir hermenn munu
stjórna æfingum sjóhers Búlg-
aríu og Rúmeníu. Þessi aukna
umferð á sjó á svæðinu vekur at-
hygli í ljósi stöðunnar á Krímskaga.
Annan daginn í röð er eftirlits-
nefnd Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu, ÖSE, stöðvuð á leið
sinni inn á Krímskaga í Úkraínu.
Einn eftirlitsmannanna er ís-
lenskur.
FÖSTUDAGUR
7. MARS
Svíar eru uggandi yfir ólgunni í Austur-Evrópu.
Menntamálaráðherra Svíþjóðar, Jan Björklund, krefst
þess að breytingar verði gerðar á vörnum Svíþjóðar
og herflugvélar fluttar til Gotlands.
„Hertaka Rússa á Krímskaga er hið berasta dæmi
um árás á friðartímum sem Evrópa hefur orðið vitni
að síðan Þýskaland nasismans réðst inn í Súdetahér-
uðin 1938. Það kann að vera í tísku að gera lítið úr
„lærdómnum frá München“ þegar Neville Chamberlain
og Édouard Daladier reyndu að friða Hitler og létu
undan kröfum hans til Tékkóslóvakíu.“ Charles Tan-
nock í utanríkismálanefnd Evrópuþingsins.
Grunur um að leyniskyttur sem myrtu tugi manna í
Kænugarði á dögunum hafi verið á vegum stjórn-
arandstæðinga. Utanríkisráðherra Eistlands og utan-
ríkismálastjóri ESB ræddu þetta sín á milli í síma og
upptakan lak á Youtube. Ráðherrann sagði að þessar
grunsemdir gætu veikt stöðu bráðabirgðastjórnar
Úkraínu. Upptakan er ósvikin. Stuðningsmenn rúss-
neskra stjórnvalda segja liðsmenn bráðabirgðastjórn-
arinnar fasista og öfgamenn.
Saga Krímskaga er löng og flókin. Rússneska keis-
aradæmið og svo Sovétríkin réðu Krím frá 18. öld. Frá
hruni Sovétríkjanna hefur Krím notið sjálfstjórnar að
miklu leyti. Stór hluti íbúa vill tilheyra Rússlandi.
Utanríkisráðherra Þýskalands frá 1998 til 2005,
Joschka Fischer, segir Pútín setja markið hátt. „Þegar
Pútín tók við af Borís Jeltsín sem forseti Rússlands,
hafði hann þrjú yfirmarkmið sem hann stefnir enn að:
að binda enda á undirlægjuhátt Rússa í kjölfar falls
Sovétríkjanna gagnvart vesturveldunum; að ná aftur
yfirráðum yfir flestum af fyrrverandi Sovétlýðveld-
unum, eða í það minnsta nægu valdi til að stöðva
framrás NATO í austurátt; og að heimta aftur smátt
og smátt stöðu Rússlands sem heimsveldis.“
Refsiaðgerðir gegn Rússum gætu haft mikil áhrif á
atvinnulíf hérlendis, taki Ísland þátt í þeim. Sjávar-
útvegurinn er tengdur Rússum og Teitur Gylfason,
sölustjóri hjá Iceland Seafood, segir að tugmilljarðar
séu í húfi. Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fisk-
framleiðenda og útflytjenda, segir Rússa hafa keypt
meira af uppsjávarfiski af Íslendingum en önnur Evr-
ópulönd. Olíuverð hefur verið á uppleið undanfarið og
tengist það hótunum um viðskiptaþvinganir og gæti
rokið upp verði af þeim. Íslendingar kaupa mestalla
sína olíu og bensín af ríkisolíufyrirtæki Norðmanna.
Margt sem brennur á
ÁTÖKIN Í ÚKRAÍNU HAFA ÁHRIF UM ALLAN HEIM OG MARGAR SPURNINGAR
KVIKNA UM HUGSANLEGA ÞRÓUN MÁLA.
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkj-
anna, Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands
ræddu málefni Úkraínu á fundi í Eistlandi.
Öll spjót beinast að vestræn-um leiðtogum um að fáRússa til að hætta af-
skiptum af málefnum Úkraínu.
Ekki eru allir á eitt sáttir hvernig
það skuli gera. Bandaríkjamenn og
fleiri þjóðir leggja til viðskipta-
þvinganir, en Þjóðverjar segja það
ekki endilega vera góða hugmynd
og finna þurfi diplómatískari leið til
að miðla málum.
Ef einhver Vesturlandabúi getur
talað Vladimir Pútín Rússlands-
forseta til er það kanslari Þýska-
lands, Angela Merkel. Svo skrifar
greinarhöfundur New Yorker í vik-
unni og greinin endurspeglar vonir
margra. Milli Pútíns og Merkel rík-
ir gagnkvæm virðing og talið er að
Merkel eigi fremur en nokkur ann-
ar þjóðarleiðtogi möguleika á að
finna sáttaflöt á málinu. Sjálf vilji
hún síður að Washington taki af
skarið í þessum efnum.
Þrátt fyrir að Merkel hafi ekki
hikað við að gagnrýna Rússa fyrir
mannréttindabrot hafa þau Pútín
þróað með sér gott viðskipta-
samband en Pútín talar reiprenn-
andi þýsku eftir störf sín fyrir KGB
í Austur-Þýskalandi. Merkel fékk
Pútín til að samþykkja tillögu um
að koma á fót viðræðuhóp um mál-
efni Úkraínu fyrir nokkrum dögum.
Merkel hefur ekki látið mikið eft-
ir sér hafa opinberlega frá því að
átökin um Krímskagann hófust en
fullvíst er talið að hún vinni hörðum
höndum að því bak við tjöldin að
sannfæra Pútín um að það sé hagur
Rússlands ekki síður en heimsins
alls að draga til baka heimild þings-
ins um hernaðaríhlutun Rússa í
Úkraínu. Þó er hermt að Merkel
hafi kallað hann veruleikafirrtan í
einkasamtali við Bandaríkjaforseta
en það hefur kanslarinn ekki stað-
fest.
Rússar sjá Þjóðverjum fyrir
bróðurparti þeirrar orku sem þeir
þurfa. Þá eiga helstu stórfyrirtæki
Þýskalands allt sitt undir því að
geta framleitt vörur sínar í löndum
eins og Póllandi, Slóvakíu og Rúm-
eníu.
Merkel gæti
talað hann til
VLADIMIR PÚTÍN Á BETRA SAMBAND VIÐ ANGELU MERKEL
EN NOKKURN ANNAN VESTRÆNAN LEIÐTOGA.
AFP