Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Menning M agnús var af- skaplega afkasta- mikill og fjölhæf- ur listamaður. Hann átti því mjög fjölbreytilegan feril og ég tel að þessi sýning eigi eftir að koma mörgum á óvart,“ segir Laufey Helgadóttir listfræðingur, sýning- arstjóri viðamikillar yfirlitssýn- ingar á verkum Magnúsar Kjart- anssonar (1949-2006) sem var opnuð í Listasafni Íslands á föstu- dagskvöldið. Sýningin nefnist Form, litur, líkami: Háspenna / Lífshætta. Í tengslum við hana kemur út vegleg bók. Magnús var aðeins 57 ára þegar hann lést og segir Laufey þetta vera í fyrsta skipti sem gerð er heildarúttekt á ferli hans. „Magnúsi varð allt að efniviði,“ segir leirlistakonan Kolbrún Björg- ólfsdóttir, Kogga, ekkja hans. Hún segir það hafa verið talsvert mikla vinnu að finna til og velja verk fyr- ir þessa miklu sýningu sem er sett upp í fjórum sölum safnins. „Hann var svo skapandi að ferill hans er ólíkur ferli margra annarra listamanna, hvað það varðar að verkin eru svo fjölbreytt. Hann kom svo víða við, í efnistökum og öðru,“ segir hún um sköpun Magn- úsar. „Hann var stöðugt leitandi, og sífellt að velta fyrir sér tilvist- arspurningum. Öll hans list fjallaði um hann sjálfan, nærumhverfið og hvað það þýðir að vera maður.“ Kogga segir Magnús ætíð hafa hellt sér í að rannsaka þær heim- spekilegu spurningar sem vöktu áhuga hans, með endalausum til- raunum og þá ögraði hann sér til allra hliða. „Hann var afskaplega vinnu- samur, var alltaf að og í þessu ferli gerðist margt,“ segir Kogga. „Síð- an komst hann annaðhvort að nið- urstöðu eða hann leitaði og fannst hann ekki komast að neinu nýju. Þegar honum þóttu möguleikarnir þurrausnir missti hann ekki áhug- ann heldur leitaði á ný mið og hélt þar áfram sömu leit. Hann var allt- af að leita svara um tilganginn.“ Hún bætir við að í verkum sín- um hafi Magnús notað afar per- sónuleg tákn úr nærumhverfi sínu og af heimilinu. Hún fylgdist alla tíð vel með þessu ferli, „enda vor- um við ekki bara sambýlingar og elskendur í nær fjörutíu ár, heldur unnum við líka alltaf saman“. Endurreisnarmaður Laufey segist setja sýninguna að mestu upp í tímaröð. Ferill Magn- úsar hafi hafist undir áhrifum frá bandarísku litflata-málverki og hélt hann sýningu á slíkum verkum í Norræna húsinu árið 1972, ásamt Sigurði Örlygssyni, og sýndi þá stór geómetrísk málverk sem voru nokkuð úr takti við það sem var mest áberandi í nýrri myndlist hér. „Síðan fór Magnús til náms í Kaupmannahöfn, hjá Richard Mor- tensen sem var einn af kunnustu listamönnum Dana. Þar málaði Magnús áfram geómetrísk verk en fór síðan að gera athyglisverðar samklippur. Hann vann að þeim um tíma og það „frelsaði“ hann frá abstraktlistinni, sem ég tel að hafi ekki verið beint hans hlið,“ segir Laufey. Magnús hafi sjálfur sagt að í henni hafi hann ekki fundið það sem hann leitaði að. „Í samklippunum notaði hann hins vegar mikið persónulega hluti og allskyns tákn, og smám saman færist hann meira út í pop-listina. Þrátt fyrir að vera undir áhrifum listamanna á borð við Rauschen- berg og Jasper Jones gerði hann alltaf persónuleg verk.“ Magnús vann þá með silkiprent, ekki til að gera fjölfeldi eins og flestir, heldur voru það einstök verk. Þegar Kogga og Magnús voru sest að í Búðardal, þegar hann var um þrítugt, tók við enn eitt tímabil- ið í list hans, þegar hann fór að leita fyrir sér með gamlar aðferðir ljósmynda- og lýsingartækni. „Hann gerði þá tilraunir með allskyns efni og fór að nota líkama sinn mikið; ata til dæmis málningu á sjálfan sig og leggja sig á léreftið. Í því gekk Magnús nokkuð nærri sjálfum sér og á sýningunni eru afar áhrifamikil verk frá þessum tíma.“ Að þessu tímabili loknu fór Magnús út í mynsturskennd verk, sem margir þekkja hvað best frá hans fjölbreytilega ferli. „Hann var einskonar endurreisn- armaður, alltaf að gera tilraunir. Hann var síleitandi,“ segir Laufey. Magnús hélt nokkrar sýningar á mynstursverkum. Nokkru síðar, þegar hann var kominn með stóra vinnustofu í Álafosskvosinni í Mos- fellsbæ, fór hann að vinna flenni- stór málverk með trúarlegu ívafi og máluð í anda gömlu meist- aranna. Árið 1994 hélt hann sýn- ingu á þeim á Kjarvalsstöðum. „Þá var hann kominn býsna langt frá upphafinu,“ segir Laufey og bætir við að þessi verk hafi fengið skrýtnar viðtökur hér. Í kjölfarið voru þau sýnd á Spáni og vöktu þar mikla athygli. „Árið 1994 málaði Magnús loks röð fimm stórra verka sem kallast „Col tempo“, eftir verki Giorgionis sem hann hafði séð í Feneyjum. Þetta er andlit konu sem smám saman hverfur. Eftir að hafa lokið þessum verkum ákvað Magnús að hætta að mála,“ segir Laufey. Lyk- ilverk frá öllum þessum áhuga- verðu tímabilum listamannsins get- ur að líta á sýningunni. Háspenna/Lífhætta, verk eftir Magnús frá árinu 1983. VIÐAMIKIL YFIRLITSSÝNING Á VERKUM MAGNÚSAR KJARTANSSONAR OPNUÐ Í LISTASAFNI ÍSLANDS „Hann var stöðugt leitandi“ „HANN VAR SVO SKAPANDI AÐ FERILL HANS ER ÓLÍKUR FERLI MARGRA ANNARRA LISTAMANNA, HVAÐ ÞAÐ VARÐAR AÐ VERKIN ERU SVO FJÖL- BREYTT,“ SEGIR KOLBRÚN BJÖRGÓLFSDÓTTIR UM LISTSKÖPUN MAGNÚSAR KJARTANSSONAR, EIGINMANNS SÍNS, EN HANN LÉST ÁRIÐ 2006. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sjálfsmynd, verk sem Magnús gerði árið 1984. Magnús við eitt hinna voldugu málverka sinna á sýningu í austursal Kjarvalsstaða árið 1994. Þar kom Magnús með nýja nálgun í verkum sínum og vakti athygli. Sagði hann viðfangsefni verkanna vera píslarsöguna. Morgunblaðið/Sverrir Manneskjuflóra, málverk frá 1986. * Hann var af-skaplega vinnu-samur, var alltaf að og í þessu ferli gerð- ist margt … Birt með leyfi dánarbús listamanns og Hverfisgallerís, Reykjavík

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.