Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Svar Ég tek til og reyni að gera eitthvað til að láta daginn líða. Ég er að byrja á Breaking Bad maraþoni – hlakka mikið til. Berglind Ómarsdóttir 17 ára í MS. Svar Ég er svolítið mikið í tölvunni og reyni að gera eitthvað með kærustunni. Ekki mikið meira en það. Ómar Viðar Heiðarsson 17 ára í FB. Svar Ég hef svolítið verið að fara í sund og svo er ég að horfa á nokkrar sjónvarpsseríur. Hlynur Guðbjartsson 17 ára í Borgarholtsskóla. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Svar Ég kom til Reykjavíkur. Það var frekar lítið um að vera í Vestmannaeyjum. Axel Freyr Gylfason 16 ára í Framhaldsskóla Vestmannaeyja. Morgunblaðið/Þórður SPURNING VIKUNNAR HVAÐ GERIR ÞÚ TIL AÐ STYTTA ÞÉR STUNDIR Í VERKFALLINU? Youtube-myndbönd sem sýna Birgi Pál Bjarnason, starfsmann CCP, spila tölvuleiki hafa vakið mikla athygli. Myndböndin hans hafa fengið yfir 60 millj- ón smelli. 36 Í BLAÐINU Heimild: Hagstofan (Byggt á tölum um heildarveltu fyrir framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni, hljóðupptöku, tónlistarútgáfu, útsendingu og dagskrárgerð.) VELTA Í KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSFRAMLEIÐSLU Á ÍSLANDI 2008 2010 20122009 2011 2013 14,5 ma.kr. 20,5 ma.kr. 22,6 ma.kr. 27,6 ma.kr. 33,5 ma.kr. 30,7ma.kr. HRÖNN SVEINSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM ET og Ronja í uppáhaldi Hvernig er lífið í Paradís? Lífið í Paradís er stórkostlegt, hér eru ný ævintýri að kljást við á hverjum degi og ekki hægt að láta sér leiðast eina sekúndu. Ég er svo heppin að vinna með frábæru fólki í Bíó Paradís og með öflugri og skemmtilegri stjórn – sem hefur mikla ástríðu fyrir verkefninu, svo þetta er bara voðalega gaman, eins klisjulega og það hljómar. Ertu hætt að búa til kvikmyndir sjálf? Ég hef ekki gert mynd síðan ég var í námi í New York en það er aldrei að vita. Það þyrfti að koma eitthvað mjög sérstakt til. Margir sem þekkja til hafa sagt við mig að lífið í Bíó Paradís sé einsog æsispennandi thrill- er í bland við skandinavískan þunglyndishúmor. Við erum í stífri pródúskjón á þessu efni á hverjum degi. Fáum við einhvern tímann Í skóm drekans 2? Það getur bara vel verið. Mamma er að minnsta kosti æst og hefur velt upp hugmyndum að mörgum fram- haldsmyndum síðustu árin. Það er alltaf af nógu að taka og það kemur einhverntíman vonandi alveg óskiljanlegt framhald. Hvaða myndir voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? Ég fór rosalega mikið í bíó sem barn. Amma vann í Austur- bæjarbíói og ég var ekki orðin fimm ára þegar ég kunni að labba þaðan frá Flókagötu þar sem ég átti heima. Ég horfði á allskonar fullorðinsmyndir mjög oft sem ég skildi lítið í en voru heillandi á ýmsan hátt. Ég man eftir að horfa mjög oft á Enter the Dragon, Superman, Raising Arizona og svo var Súperlöggan í miklu uppáhaldi en það voru ítalskar myndir sem voru mjög klikkaðar. En stærstu bíóupplifanirnar voru líklega Star Wars, ET, Annie og Ronja Ræningjadóttir sem voru alveg toppurinn á því sem maður hafði séð í bíó. Eru börn góðir bíógestir? Frábærir. Við viljum endilega fá fleiri börn í bíó og það má alveg taka þátt í því sem er að gerast á tjaldinu og skemmta sér. Morgunblaðið/Eggert Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson. Bókin Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Björg segist búa yfir djúpum reynslubrunni og hyggst halda áfram að skrifa. Hún gengur nú um með hugmynd að leikriti og skáldsögu í maganum. 58 Tískubloggarinn og verslunarstjórinn Sindri Snær Jens- son býr í Kaupmannahöfn. Hann er þekktur fyrir flott- an stíl og fjölbreyttan og vill hafa þægindi í fyrir- rúmi þegar kemur að tísku. 40 Hönnunarmars nálgast óðum og verður gífurlega mikið um að vera. Yfir 100 viðburðir verða á dagskrá í Reykjavík fyrir gesti og gangandi. Ítarlegt kort af hátíðinni má finna í blaðinu. 26 Hrönn Sveinsdóttir er fram- kvæmdastjóri Bíó Paradís en þar fer nú fram Alþjóðleg barnakvik- myndahátíð í Reykjavík annað árið í röð. Í fyrra komu 3.000 börn á hátíðina. Að þessu sinni verða átta nýjar barnakvikmyndir sýndar auk eldri smella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.