Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 8
Halla mun leika Brynne í myndinni The Wrath of the Gods sem kemur út 2015. Halla Vilhjálmsdóttir, leik- og söngkona búsett í London, birti mynd af nýjasta leikfangi sínu á Face- book. Var þar um að ræða glæsilegt BMW- mótorhjól af R 1200-gerð en Halla fékk sér tryllitækið á mánudag. Er hjólið svart á lit og fékk Halla góð við- brögð við hjólinu, sem þykir glæsilegt í alla staði. R 1200-hjólið kom á markað 2006 en það kemst upp í 200 kílómetra hraða og eyðir 5,5 lítrum á hundraðið. Halla fékk sér BMW Halla Vilhjámsdóttir 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Sporting bible eða Íþróttabiblían á samskiptavefnum Twitt- er birti mynd af Yaya Toure, leikmanni Manchester City, þar sem hann var á leik Manchester United og Olympiakos í Meistaradeildinni. Var þetta eiginlega mynd af mynd því Toure var að taka mynd af sér með stuðningsmönnum Man- chester United. Fljótlega barst myndin til Íslands en margir fylgjast með hvað íþróttabiblían hefur að segja og kom í ljós að stuðningsmennirnir voru íslenskir bræður, Atli og Árni Arnarsynir, sem leika með Tindastóli í knattspyrnu. Toure með Sauðkrækingum Þegar Vladimír Pútín Rússlandsforsetifyrst orðaði að efnt skyldi til atkvæða-greiðslu meðal íbúa Krímskaga um það hvaða ríki þeir vildu tilheyra stóð ekki á á við- brögðum í Brussel og Washington. Fordæm- andi á báðum stöðum. Obama Bandaríkjaforseti kvað þetta fáheyrða ósvífni og þvert á al- þjóðalög. Slík atkvæðagreiðsla væri brot á full- veldi Úkraínu sem Krímskaginn tilheyrði. Ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, Kerry, tók enn dýpra í árinni. „Á 21. öldinni,“ sagði hann, „hlutuðust ríki ekki til um málefni annarra ríkja í krafti vopnavalds“. Kannski gleymska stórveldis, en innrásirnar í Írak, Líbíu og Afg- anistan voru að sjálfsögu allar á þessari öld. Og allar að undirlagi Bandaríkjanna – og með sam- þykki Kerrys. Spurningarnar á atkvæðaseðlinum á Krím- skaga voru skrítnar og hvorki Vladimír Pútín, fyrrverandi yfirmaður í KGB, leyniþjónustu Sovétmanna, heppilegur kosningaeftirlitsmaður, né eðlilegt að efna til kosninga fyrirvaralaust og með utanaðkomandi herveldi á staðnum. Þetta er réttmæt gagnrýni en varla hin að það hljóti að vera rangt að spyrja íbúa um vilja þeirra. Eða hvað? Sjálfsákvörðunarrétturinn hefur ekki reynst einfalt mál í tímans rás enda afstaða þjóða og ríkja greinilega oftast hagsmunatengd. Að vísu var engin kosning um þjóðarvilja undanfari þess að Katanga reif sig tímabundið lausa frá Kongó árið 1960 eða Biafra frá Níger- íu, einnig tímabundið árið 1967. Sjálfstæðisbar- áttan var í báðum tilvikum brotin á bak aftur. Ég minnist vel umræðunnar um þessi tvö afr- ísku stríð; að það væri hreinlega siðferðilega rangt af „landshlutum“ að rífa sig lausa, hvað þá ef auðlindir þar væru meiri en annars staðar í viðkomandi ríkjum. Það átti við bæði um Ka- tanga og Bíafra. En þetta voru engin smáhéruð, þannig er Ka- tanga stærra en Þýskaland svo dæmi sé tekið. Og hvað varðar skiptingu Afríku í ríki í kjölfar nýlendutímans svo og stórra hluta Asíu einnig, þá voru landmæri búin til með reglustriku í London og París, heima í stofu hjá gömlu ný- lenduherrunum. Og Evrópa, hún á sér líka sögu tengda forræðishyggju. Spyrjið Baska, Katalón- íumenn og Skota. Hinir síðastnefndu kjósa í haust um hvaða fyrirkomulag þeir vilja hafa á sambandinu við England. Eðlilega, því þannig á að taka ákvarðanir. Í kosningum. Líka á Krím- skaga, alveg óháð því hvort Krústsjov hafi „gef- ið“ Úkraínumönnum rússneskumælandi Krím- skagann árið 1954 og óháð því hverjir olíu- og hernaðarhagsmunir Bandaríkjanna og Rússa eru suður við Svartahaf. En staðbundið lýðræði er þó varla alltaf lausnin. Ekki hefðum við á suðvesturhorninu viljað missa gjaldeyrisaflandi Vestfirði og Vest- mannaeyjar. Til er nokkuð sem heitir samfélag. Hví máttu Krímverjar ekki kjósa? * Sjálfsákvörðunarréttur-inn hefur ekki reynsteinfalt mál í tímans rás enda afstaða þjóða og ríkja greini- lega oftast hagsmunatengd. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Alþjóðlegi hamingjudagurinn var á fimmtudag og af því tilefni velti Árni Snævarr upp pælingum um tengsl hamingju og kaupmáttar: „Til hamingju með al- þjóðlega ham- ingjudaginn! Galið að tileinka einn dag á ári hamingjunni? Kannski, því auðvitað ættu allir dagar að vera hamingjudagar. Smáríkið Bútan á heiðurinn af deginum, og vill að verg hamingjuvísitala leysi vísitölu yfir verga þjóðarframleiðslu af hólmi til að meta þróun ríkja. Eitt dæmi til umhugsunar. Á síðustu 30 árum hefur kaupmáttur launa hækkað um 16% í Bandaríkjunum, en hlutfall mjög hamingjusamra lækkað úr 36% í 29%.“ Blaðakonan Erla Hlynsdóttir átti erfitt með að leyna aðdáun sinni á viðmælanda sem hún ræddi við fyrir Fréttatímann um helgina: „Ég varð nú bara svolítið skotin í Ellerti [B. Schram]eftir þetta viðtal, eða svona eins og (ung) kona verður skotin í 75 ára gömlum manni.“ Rithöfundurinn Sindri Freysson velti fyrir sér upp- sögnum á RÚV: „Ég skil uppsagnir framkvæmda- stjórnar RÚV sem svo að Magnús Geir vilji eigi fleiri kosta völ og fjölga jafnvel konum í toppstöðum. Sækið endilega um, þið hinir burt- reknu, segir hann. Gott og vel. En ef t.d. maður einsog Óðinn Jóns- son, sem hefur rekið gríðarlega vandvirka, metnaðarfulla og vand- aða fréttastofu Ríkisútvarpsins ár- um saman fær ekki starfið sitt aftur heldur einhver dekurklár Sjálfstæð- isflokksins, er ljóst að pólitíska járnklóin er sett utan um barka út- varps allra landsmanna og hert að. Ég hef trú á Magnúsi Geir og bíð þess að sjá hvað gerist – en þjóðin verður að vera á varðbergi gagn- vart hvers kyns pólitískum af- skiptum af útvarpinu okkar.“ AF NETINU Björgólfur Thor Björgólfsson gefur út bók hinn 26. júní og er nú þegar hægt að panta sér eintak á Amazon. Bókin ber nafnið Billions to Bust and Back: How I made, lost and rebuilt a fortune. Á vef Amazone kemur fram að fyrsta fjárfesting Björgólfs hafi verið gömul teikni- myndablöð frá Marvel. Björgólfur fékk 10 þús- und króna lán hjá föður sínum til að fjárfesta í blöðunum og á þau enn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss Á enn sína fyrstu fjárfestingu David Yarrow, milljarðamæringur og áhuga- ljósmyndari, er nýjasti kærasti Liz Hurley ef marka má ensku slúðurblöðin. David þessi þyk- ir nokkuð lunkinn með vélina og hefur þann vana að ferðast eina viku í mánuði með mynda- vélina að vopni. Svo skemmtilega vill til að ný- verið eyddi Yarrow viku hér á landi og mynd- aði við Vatnajökul og á Suðurlandinu. Hann hefur einnig dvalið á Grænlandi og í Afríku. Nýverið tjáði hann sig um ljósmyndaáhuga sinn og sagðist njóta sín við jökla Íslands. Kærasti Hurley elskar Ísland Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.