Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 17
Heiðar Örn Kristjánsson, söngv-
ari Pollapönks, er mikill fjöl-
skyldumaður. Hann segir fjöl-
skylduna geta spilað saman
tölvuleiki og njóta þess að fara
saman í bíó eða hafa kósíkvöld
heima.
Þátturinn sem allir geta horft á?
Það eina sem mér dettur í hug
sem allir horfa sáttir saman á er
America’s Funniest Home Videos!
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá
öllum? Taco tuesday klikkar aldr-
ei.
Skemmtilegast að gera sam-
an? Bíóferðir og kósí fjöl-
skyldukvöld heima með snakk
og nammi.
Borðið þið morgunmat sam-
an? Fjölskyldumeðlimir fara
fram úr á misjöfnum tímum og
borðum við morgunmat eftir
því. Yfirleitt borða börnin yfir barnatím-
anum um helgar.
Hvað gerið þið saman heima ykkur
til dægrastyttingar? Við keppum í
keilu í Xbox Kinect leikjatölvunni þar
sem ég vinn alltaf.....djók.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Mexíkóskt taco er í
uppáhaldi hjá öllum
Heiðar Örn
Kristjánsson.
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Hvar og hvenær? Salnum í Kópavogi, sunnudag kl. 11 og kl. 13.30.
Nánar: Óp-hópurinn setur upp söguna um Hans og Grétu eftir
Humperdinck. Leikstjórinn Maja Janter hefur sérhæft sig í óperusýn-
ingum fyrir börn. Hægt er að nálgast miða á midi.is og verð er 3.000 kr.
Barnaópera um Hans og Grétu* Þegar lífið leikur þig grátt er þaðeina í stöðunni að halda áframað synda.
Dóra í Leitin að Nemo.
Hvatningarverðlaun skóla- ogfrístundaráðs verða afhent íannað sinn nú í maí.
„Hvatningarverðlaun eru veitt fyrir
verkefni sem þykja skara fram úr og
vera til eftirbreytni,“ segir Sigrún
Einarsdóttir, leikskólaráðgjafi og
verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.
Hún segir þessar viðurkenningar hafa
skilað sér vel og séu hvetjandi fyrir
frekari sniðug og skemmtileg verkefni
á leik- og grunnskólastigi. „Það er
óhætt að segja að þessar viðurkenn-
ingar hafa haft hvetjandi áhrif á ýmis
verkefni og gæðastarf með börnum
og unglingum og starfsfólk er afar
stolt af viðurkenningunum.“
Vilja skapa gott flæði
Mörg mjög skemmtileg verkefni eru
í gangi hjá leikskólum, grunnskólum
og í frístundastarfi og með hvatning-
arverðlaunum er lögð rík áhersla á
að skapa flæði milli skólastiganna og
frístundastarfsins.
Í fyrra, til að mynda, fékk Hóla-
brekkuskóli verðlaun fyrir verkefnið:
Skólaverkefni SpecialOlympicsInter-
national – Get into it. Þar var reynt
að ná til sem flestra með boðskapnum
„Eitt samfélag fyrir alla“. Verkefni var
unnið af nemendum í 7. bekk skólans.
Að undanskildum níu verðlaunum
voru auk þess veittar viðurkenningar
fyrir samstarfsverkefni. Annað verk-
efnið sem fékk viðurkenningu var
Vesturbæjarfléttan en árið 2011
sameinuðust allir leikskólar, grunn-
skólar og frístundamiðstöðvar í
starfi undir þeirri yfirskrift. Verk-
efnið hefur vakið mikla lukku.
Vekja athygli á gróskumiklu
skóla- og frístundastarfi
Verðlaunin eru veitt til níu verkefna,
til þriggja leikskóla, þriggja grunn-
skóla og þriggja aðila í frístunda-
starfi. Markmið verðlaunanna eru
þríþætt. Í fyrsta lagi að veita leik-
skóla-, grunnskóla-, og frístunda-
starfi í Reykjavík jákvæða hvatn-
ingu, í öðru lagi að vekja athygli á
gróskumiklu skóla- og frístunda-
starfi sem fer fram á vegum starfs-
staða skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar og í þriðja lagi
að stuðla að auknu nýbreytni- og
þróunarstarfi í skóla- og frístunda-
starfi Reykjavíkurborgar. Hvatning-
arverðlaunin eiga sér lengri sögu en
þá var ekki ein sameiginleg athöfn
heldur var hver starfstöð með sína
athöfn út af fyrir sig fyrir samein-
ingu.
Enn er hægt að tilnefna til hvatn-
ingarverðlauna og geta allir gert
það, foreldrar, aðrir ættingjar, börn,
starfsmenn og fleiri. Umsóknar-
frestur rennur út 28. mars.
gunnthorunn@mbl.is
HVATNINGARVERÐLAUN HAFA MJÖG GÓÐ ÁHRIF
Stuðla að jákvæðri
hvatningu
Tekið við viðurkenningu sem Fellaskóli, frístundamiðstöðin Vinafell og leik-
skólarnir Holt og Ösp fengu fyrir verkefnið „Okkar mál“ í fyrra.
MEÐ HVATNINGARVERÐLAUNUM ER VAKIN ATHYGLI Á VERKEFNUM Í LEIK-, GRUNN-, OG
FRÍSTUNDASTARFI SEM ÞYKJA SKARA FRAM ÚR. NÍU VERÐLAUN ERU VEITT OG ENN ER
HÆGT AÐ TILNEFNA Á HEIMASÍÐU REYKJAVÍKURBORGAR.
Leikskólinn Sæborg hlaut verðlaun fyrir verkefnið „Okkar Sæborg“ sem
börnin unnu samhliða listamanninum Daða Guðbjörnssyni.
Hólavallakirkjugarður við
Suðurgötu, er einn leyndar-
dómsfyllsti staður Reykjavík-
urborgar. Ungir sem aldnir
geta gengið þar eftir stígum
er liggja í allar áttir, farið í
feluleik og skoðað virðuleg
leiði skálda, ráðherra og al-
þýðufólks, allt frá 1838. Um
leið er þetta frábært tækifæri
til að kynna ungviðinu sögu
lands og þjóðar, segja því frá
farsóttum sem endurspeglast
í ártali spænsku veikinnar og
hvernig stórar fjölskyldur
liggja í friði í fjölskyldu-
reitum. Það er áskorun að lesa á sum leiðin og ævintýralegt því grafskrift
sums staðar er að mást út.
GAGN OG GAMAN
Óvenjulegur felustaður
Kirkjugarðurinn við Suðurgötu er sniðugur
staður fyrir feluleik þótt óvenjulegur sé.
Morgunblaðið/Ómar
V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d a g 1 1 - 1 7 o g s u n n u d a g 1 3 - 1 7 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0
LOKADAGUR SUNNUDAG – KOMDU NÚNA
TAXFREE
DAGAR
20,32%AFSLÁTTURAFÖLLUMVÖRUM
– EKKI MISSA AF ÞESSU –
TAXFREE VERÐ!
17.521
KRÓNURINTERIOR
JÁRNKLUKKA ÞVERMÁL 100CM
O P I Ð
GOHST
hægindastóll
Margir litir í áklæði.
Einnig fáanlegur í leðri.
TAXFREE VERÐ!
111.544
KRÓNUR