Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 22
S ífellt fleiri vilja vita hvaða skór henta þeirra fótlagi fyrir hlaup. Það skiptir máli að vera í réttum skóm sem henta niðurlagi hvers og eins fyrir hlaup. Hlaupaferill fólks, þ.e. hvernig við hlaupum, er mismunandi og ef notast er við skó sem ekki henta fótlaginu get- ur það leitt til meiðsla í baki, mjöðmum, ökkla og þar fram eftir götunum. Hins vegar er hugmyndafræðin að breytast og skiptast skoðanir eru á því hvort æskilegt sé að gefa fótum full- kominn stuðning. Ef engin sérstök vandamál eru til staðar ætti fót- urinn að fá að spreyta sig sjálfur og styrkja sig án þess að vera pakkaður inn í skó. „Það hefur klárlega aukist að fólk veltir þessu fyrir sér, bæði byrjendur og lengra komnir,“ segir Lýður B. Skarphéðinsson, sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningum hjá Atlas göngugreiningu. „Fólk kom til mín fyrir nokkrum árum með vottun frá lækni um meiriháttar vandamál tengd göngulagi. En nú eru fleiri og fleiri sem vilja vita í hvaða skóm þeir eiga að vera. Ég fæ fullt af fólki í göngugreiningu sem ekkert er að og margir farn- ir að ráðleggja nýliðum í hlaupinu að fá göngugreiningu. Í kjölfarið hjálpum við fólki að velja réttu skóna.“ Lítill vandi er að kanna hvernig niðurstig maður hefur. „Það spilar fleira inn í en innhalli og úthalli. Flestir sem hlaupa lenda á hæln- um, en sumir lenda á miðjum fætinum og enn aðrir á táberg- inu,“ segir Lýður. Í göngu- og hlaupagreiningu er göngulagið skoðað á hlaupabretti ásamt upp- tökubúnaði, tölvu og myndvinnslu- forriti. Ef fóturinn hefur of mik- inn innhalla eða úthalla er ráðlagt um skóbúnað fyrir vinnu og frí- stundir, um innlegg, mælt með því að byggja undir táberg eða annað og fleira. Hugmyndafræðin að breytast Martha Ernstsdóttir, sjúkraþjálf- ari og jógakennari, hefur hlaupið í mörg ár eins og mörgum er kunnugt. Hún segir úrvalið svo mikið í dag að auðvelt sé að fá valkvíða. „Ég get ekki sagt að einn skórinn sé betri en annar. Við erum svo misjafnir ein- staklingar og misjafnt hvað pass- ar hverjum og einum,“ segir Martha aðspurð um hvað hún hef- ur í huga þegar kemur að því að velja skó. „Ég mæli með að fólk máti og prófi ýmsar tegundir. Svo eru sérfræð- ingar sem eru búnir að sérhæfa sig í því að skoða fótlag og gefa fólki hug- myndir um hvað hentar fyrir hvern og einn.“ Martha segir hugmyndafræðina hafa breyst töluvert undanfarið. Áður hafi skór átt að hafa sem mestan stuðning og vera sem þéttastir fætinum. „Sú hug- myndafræði hefur breyst sem ég er svolítið hrifin af. Ég held að við eigum ekki að pakka fótunum okkar alveg inn. Þá fara bara vöðvar og liðbönd að slappast því þau hætta að þurfa að vinna sjálfir. Ég er farin að vera hrifin af því að hafa ekki svo mikinn stuðning, svo framarlega sem að ekkert sé að, þá þarf viðkomandi kannski stuðning til þess að byrja með, sérstakan stuðning til að styrkja fæturna.“ Auk þess segist hún hrifin af því að vera berfætt þegar við á, t.d. heim og á sumr- in, nota litlu vöðvana og styrkja bogann í fætinum. „Þetta er svo- lítið eins og að ganga alltaf með hækju, ef þú ert alltaf með hækj- una þá hætta vissir hlutir að virka. Ef þú ert með þennan full- komna stuðning, fara vöðvar að slaka.“ Gott að notast við tvenna skó Martha segir að snjallt sé að hafa tvenna skó til skiptanna og þá ekki endilega sömu týpuna. Skórnir endist betur fyrir fæturna og gott sé að leyfa fætinum að styðjast við mismunandi skó. „Þó það sé svolítið dýrt í byrjun þá held ég að það sé ekki gott að nota alltaf sömu skónna dag eftir dag heldur flakka á milli.“ Martha leggur mikla áherslu á að teygja á og gera hlutina skyn- samlega þegar kemur að því að hlaupa. „Oft held ég að fólk sé að æfa of mikið frekar en að það sé beint skónum að kenna. Að teygja á er gríðarlega mikilvægur hluti þjálfunarinnar og ég legg mikla áherslu á það,“ segir Martha. „Mér finnst það hlutur sem mætti leggja ennþá meiri áherslu á.“ Það getur verið gott fyrir hlaupagarpa að hafa skó til skiptanna að mati Mörthu. Morgunblaðið/Ómar RANGIR SKÓR GETA LEITT TIL MEIÐSLA Í LÍKAMANUM Hugmyndafræðin að breytast ÞAÐ SKIPTIR MÁLI AÐ NOTAST VIÐ RÉTTAN SKÓBÚNAÐ ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ HLAUPA. ÁÐUR ÁTTU SKÓR AÐ HAFA SEM MESTAN STUÐNING EN Í DAG ER RAUNIN ÖNNUR. EF ENGIN SÉRSTÖK VANDAMÁL ERU TIL STAÐAR TENGD GÖNGULAGI ER GOTT AÐ VERA Í LÉTTUM SKÓM OG LEYFA FÆT- INUM AÐ STYRKJA SIG SJÁLFUR ÁN STUÐNINGS. AÐRIR HAFA VAL UM AÐ SKOÐA GÖNGULAG SITT Í GÖNGUGREININGU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ýmsar tegundir fótstigs Of mikill innhalli Innhalli Eðlilegt fótstig Úthalli Of mikill úthalli Of mikill innhalli * Yfirleitt frekar lág rist, skakkir hælar og ökklar. Oft þyngrieinstaklingar. * U.þ.b. 35% eru talin með of mikinn innhalla, höldumreyndar að hlutfallið sé ekki nema 25% á Íslandi. * Þurfa skó með styrkingu að innanverðu, yfirleitt merktirmeð gráu í miðsólanum, getur líka alltaf skoðað hvort skórnir séu harðari að innanverðu en að utan. * Yfirleitt betri með sérsmíðuð innlegg, oft vandamál í hæl-um, leggjum og hnjám. Ef önnur ilin er sigin kemur fram mislengd ganglima og oft vandamál í mjöðm og baki. * Dæmi um skó í þessum flokki: Adidas Supernova, Asics2000, Brooks Adrenaline, New Balance 1260, Nike Structure Triax, Saucony Hurricane, Sequence. Of mikill úthalli * Yfirleitt há rist og stífur fótur og skórnir eru þess vegnameð meiri höggdempun. * U.þ.b. 35% eru með of mikinn úthalla, höldum reyndarað hlutfalið sé hærra á Íslandi eða nær 45%. * Þurfa skó sem eru hlutlausir eða með einhverja styrkinguað utanverðu, yfirleitt álíka mjúkir að innanverðu og utan- verðu. * Yfirleitt betri með sérsmíðuð innlegg, oft vandamál í tá-bergi og/eða hælum, stundum í leggjum, mjöðmum og baki * Dæmi um skó í þessum flokki: Adidas Supernova Glide,Asics Cumulus, Brooks Glycerin, New Balance 1080, Nike Pegasus, Saucony Tryumph. RÁÐ LÝÐS UM VAL Á HLAUPASKÓM Lýður B. Skarphéðinsson Martha Ernsdóttir Heilsa og hreyfing Fimm góð byrjendaráð Morgunblaðið/Ómar *Ertu að byrja að hlaupa? Þá er ráð að vera skynsöm og gera hlutinavel. Hér koma fimm góð ráð fyrir byrjendur.1. Fjárfestu í góðum skóm.2. Farðu frekar eftir hlaupalengd en tímanum.Hægðu á þér og ekki hafa áhyggjur af hrað-anum. 3. Mundu að hvíldardagar eru líka æfingadagar. 4. Taktu þátt í hlaupahóp. 5. Gerðu hlaupið að föstum lið í þínu daglega lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.