Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 H ann ber ekki með sér veik- indi, ungi maðurinn sem sækir höfuðstöðvar Morg- unblaðsins við Rauðavatn heim þetta eftirmiðdegi. Þvert á móti er hann heilbrigðið og hreyst- in holdi klædd. Viðmótið er ljúft og stutt í brosið. En ekki er allt sem sýnist. Líf Ing- ólfs Sigurðssonar hefur ekki verið neinn dans á rósum, hann greindist aðeins fimm- tán ára gamall með geðsjúkdóm, kvíð- aröskun, og hefur háð harða baráttu við hann æ síðan. Skömm fylgir gjarnan geð- sjúkdómum og lengi vel fór Ingólfur þá leið að fela veikindi sín. Lái honum hver sem vill. Hann bar ungur af jafnöldrum sínum í knattspyrnu og voru miklar vonir við hann bundnar. Heimur íþróttanna getur verið harður og erfitt að gefa á sér höggstað. Ingólfur er nú 21 árs gamall og hefur að vel ígrunduðu máli ákveðið að stíga fram og segja sína sögu. „Undanfarna mánuði hefur mér liðið mjög vel. Veikindin hafa ekkert látið á sér kræla,“ segir hann. „Á sama tíma hef ég verið mun opnari gagn- vart mínum eigin tilfinningum en áður og um leið veikindunum. Lengi vel gat ég ekki hugsað mér að tala um þau við aðra en lækna, sálfræðinga og mína nánustu en núna þykir mér ekkert óþægilegt að standa berskjaldaður með þessum hætti. Eiginlega bara sjálfsagt. Kvíðaröskunin er partur af mér, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Þetta eru spilin sem mér eru gefin í þessu lífi og undir mér komið að vinna úr þeim.“ Fann ungur fyrir kvíða Ingólfur fæddist árið 1993 og ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík. Hann var félagslynt barn og knattspyrna átti hug hans allan. Eigi að síður örlaði snemma á því að eitt- hvað angraði hann. „Ég man til dæmis að það var erfitt fyrir mig að byrja í skóla. Kvíðapúkinn var strax kominn til sögunnar. Þetta var óþægileg tilfinning sem ég kunni ekki skil á. Fór bara undan í flæmingi,“ segir hann. Ingólfur var öllum stundum í fótbolta og sjö ára hóf hann æfingar hjá Val. Þrátt fyrir brennandi áhuga á íþróttinni gerði kvíðinn hann óöruggan á æfingum og fljót- lega byrjaði faðir hans að fylgja honum. „Pabbi mætti á hverja æfingu og var mér til halds og trausts. Við það leið mér bet- ur,“ segir Ingólfur. Spurður hvort þjálfurum og öðrum iðk- endum hafi ekki fundist þetta undarlegt segir hann svo ekki hafa verið. „Tíðarand- inn var orðinn þannig að það þótti ekkert tiltökumál að feður fylgdu sonum sínum á æfingar.“ Ekki nóg með það. Ingólfur átti ekki bara erfitt með að vera einn á æfingum, hann þurfti líka stuðning þegar hann fór í fótbolta á skólalóðinni. „Sem betur fer var mamma heimavinnandi á þessum tíma og passaði upp á það að standa úti í glugga þegar ég fór í fótbolta en völlurinn var beint fyrir framan blokkina. Við það fann ég til öryggis.“ Var svakalegur töffari Þessi vanlíðan drengsins olli foreldrum hans að vonum áhyggjum og það var um þetta leyti sem hann byrjaði að ganga til sálfræð- ings. Spurður hvort hann hafi verið hlédrægur og út af fyrir sig á þessum tíma segir Ing- ólfur það öðru nær. „Ég var svakalegur töffari, var mikið í því að „spaðast“ og átti fullt af vinum. Var hrókur alls fagnaðar og sjálfskipaður leiðtogi í bekknum. Það var bara yfirvarp. Undir niðri var ég mjög óör- uggur í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og leið illa.“ Knattspyrnuhæfileikar Ingólfs komu snemma í ljós og hann spilaði gjarnan með eldri drengjum, ekki síst vinum systur sinn- ar sem eru sex árum eldri. Hann óx af þeirri glímu og fékk stöðugt meira krefj- andi verkefni hjá Val. Sjálfstraustið jókst við þetta og þegar hér er komið sögu gekk Ingólfi alltaf betur og betur að vera einn á æfingum. „Það var bara orðið eðlilegt og gaman að fara í fótbolta,“ segir hann. Því fer þó fjarri að kvíðapúkinn hafi ver- ið lagstur í dvala. „Það voru hæðir og lægðir. Stundum hitti ég ekki sálfræðing í langan tíma, stundum reglulega. Allt eftir því hvernig mér leið.“ Heillaði Heerenveen Hæfileikar Ingólfs voru farnir að vekja at- hygli og aðeins þrettán ára fór hann til reynslu hjá sc Heerenveen í Hollandi, þar sem Alfreð Finnbogason gerir nú garðinn frægan. Honum gekk vel á æfingum og að reynslutímanum loknum gerðu forráðamenn félagsins honum tilboð. Vildu fá hann utan til frambúðar um leið og hann væri tilbúinn til þess. Þegar Ingólfur var fimmtán ára fengu foreldrar hans ársleyfi frá störfum hér heima og stefndu skónum til Danmerkur. Þegar forráðamenn Heerenveen höfðu veð- ur af því færðust þeir allir í aukana. „Þeir máttu ekki heyra á það minnst að við fær- um til Danmerkur, úr því þessi staða væri komin upp þótti þeim upplagt að við kæm- um til Hollands,“ segir Ingólfur brosandi. Foreldrar hans féllust á það. Nú var lífið endanlega orðið fótbolti. Ingólfur gekk ekki í skóla í Hollandi, heldur var í fjarnámi hér heima. Hið nýja líf fór ágætlega af stað en fljót- lega dró ský fyrir sólu. „Eftir stuttan tíma í Hollandi þyrmdi yfir mig,“ segir Ingólfur. „Það var ekki bara þessi barnslegi kvíði sem ég var vanur. Þetta var eitthvað annað og meira. Kannski var það vegna þess að ég var að þroskast, tilveran dýpkaði og ég sá lífið með öðrum augum. Augum ung- lingsins. Þetta var ekki bara andleg vanlíð- an, heldur líka líkamleg. Það lýsti sér í þreytu, orkuleysi og jafnvel svima. Á þess- um tímapunkti var ég farinn að hafa áhyggjur af heilsunni og þarna má segja að geðsjúkdómurinn hafi fyrst fyrir alvöru knúið dyra.“ Ingólfur var sendur í ítarlegar rannsóknir í Hollandi. Engir líkamlegir kvillar fundust og að því kom að læknirinn benti á höfuð sér og sagði: „Ef til vill eru veikindin hér inni?“ Slík var vanlíðan Ingólfs að dögum sam- an treysti hann sér ekki fram úr rúminu, hvað þá meira, og missti fyrir vikið af fjöl- mörgum æfingum. „Mér leið ofboðslega illa,“ rifjar hann upp. „Ég vildi allt til þess vinna að flýja hugsanir mínar og var á barmi þess að heimsækja maníuna. Var til- gerðarlega hress inn á milli og reyndi að hafa sem mest fyrir stafni til að halda Íþróttafólk er líka manneskjur INGÓLFUR SIGURÐSSON ER EITT MESTA EFNI SEM FRAM HEFUR KOMIÐ Í ÍSLENSKRI KNATTSPYRNU Í SEINNI TÍÐ. EIGI AÐ SÍÐUR HEFUR HANN, ÞRÁTT FYRIR ÞRJÁR TILRAUNIR, EKKI FEST RÆTUR Í ATVINNUMENNSKU. SÚ BARÁTTA ER ÞÓ LÉTTVÆG Í SAMANBURÐI VIÐ BARÁTTUNA SEM ING- ÓLFUR HEFUR HÁÐ UTAN VALLAR EN HANN GREINDIST AÐEINS FIMM- TÁN ÁRA GAMALL MEÐ GEÐSJÚKDÓM, KVÍÐARÖSKUN. GENGIÐ HEFUR Á MEÐ DIMMUM ÉLJUM OG Á KÖFLUM TREYSTI INGÓLFUR SÉR VARLA FRAM ÚR RÚMINU – HVAÐ ÞÁ MEIRA. KVEIÐ ÆTÍÐ NÝJUM DEGI. NÚ LÍÐUR HONUM BETUR OG LÍTUR Á ÞAÐ SEM LIÐ Í GLÍMUNNI AÐ STÍGA FRAM OG SEGJA SÍNA SÖGU. SJÁLFUM SÉR OG ÖÐRUM TIL HVATNINGAR. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is * Knattspyrna er í eðlisínu karllægt sport.Þeir sterkustu lifa af. Með því að ljóstra því upp að ég sé haldinn geðsjúkdómi þykir örugglega einhverj- um ég vera að gefa högg- stað á mér. Það staðfestir meira en allt annað að þörf er á þessari umræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.