Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 43
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
O
rðið staka þýðir stök
vísa, ferskeytla.
Ferskeytlur eru
bragarháttur sem hef-
ur lifað með þjóðinni í aldir og varð-
veist munnlega milli kynslóða. Staka
þýðir líka skinn af dýri, en það er
lifandi efni sem mýkist og mótast
við notkun,“ segir María Kristín
Jónsdóttir vöruhönnuður. María
vinnur með leður í fylgihlutalínunni
Stöku sem er ætluð báðum kynjum,
María útilokar þó ekki að nýta fleiri
efni eða aðrar áttir í hönnun sinni.
Hugmyndin er sú að Staka veðrist
og mótist með eigendum sínum og
fylgi kynslóð fram af kynslóð.
María Kristín segir hugmyndina
að Stöku hafa kviknað út frá Íslend-
ingasögunum.
„Staka er unnin út frá þeirri hug-
mynd að á hálendi Íslands búi hinn
íslenski ættbálkur sem hefur farið
leynt og á ættir sínar að rekja til
landnámsmanna. Þessi ættbálkur
býr við mikið harðbýli í stórbrotnu
landslagi hálendisins og þarf sífellt
að aðlagast náttúrunni og er því
alltaf á ferðinni. Þess vegna hefur
hann ekki uppgötvast fyrr. Ég er
því í rauninni að hanna hluti sem ég
ímynda mér að fólkið í ættbálknum
myndi nota. Í þessari nýju línu leita
ég innblásturs með því að horfa á
umhverfi þeirra með þeirra augum
og hugsa út frá þörfum þeirra, t.d.
með því að gera hluti sem fer
lítið fyrir og er auðvelt að
pakka saman,“ segir María
sem hóf þróun fyrirtækisins
haustið 2011.
„Ég vildi hanna fylgihluti og
fannst leðrið spennandi hráefni
því það á sér svo langa sögu og
hefur nýst í skjólfatnað, skó og
fylgihluti öldum saman. Hug-
myndin var svo að taka nýjan
snúning á það hráefn.“
Geur þú útskýrt hönnunar-
ferlið?
„Ég er alltaf að með augun op-
in, skoða og safna sjónrænum
hugmyndum, ljósmyndum, orðum,
formum, áferðum og þess háttar.
Svo byrja ég að skissa og þegar
þær eru komnar áleiðis vel ég þær
sem ég vil vinna áfram og þaðan
fer ég yfir í pappamódel sem ég
vinn á gínu. Þá vel ég og hafna, út-
færi og leita að lausnum, sem getur
oft verið ágætisáskorun en er jafn-
framt það sem gerir þetta ferli svo
skemmtilegt. Að lokum teikna ég
munina upp í teikniforriti og geri
„prótótýpur“ í leðrið áður en loka-
vinnsla hefst,“ segir María Kristín
að lokum. Staka verður á Hönn-
unarMars sem hefst 27. mars og
mun vera til sýnis í versluninni 38
þrep á Laugavegi 49.
Ljósmyndir/Móa Hjartardóttir
Morgunblaðið/Þórður
María Kristín
vöruhönnuður
hannar fylgihluti
fyrir bæði kyn úr
nautshúð.
TAKA NÝJAN SNÚNING Á HRÁEFNIÐ
Mótast með eigendum sínum
MARÍA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR VÖRUHÖNNUÐUR HANNAR FYLGIHLUTI UNDIR HEITINU STAKA. MARÍA
SEGIR HUGMYNDINA AÐ VÖRUNUM HAFA SPROTTIÐ ÚT FRÁ ÍSLENDINGASÖGUNUM.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
* „Mér fannstleðrið spenn-andi hráefni því
það hefur svo
langa sögu.“
v
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
Ný sending - vor 2014