Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 35
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Hönnunarmars fer fram dagana
27.-30. mars næstkomandi. Í
þriðja sinn verður hægt að fjár-
festa í lakkrískonfektkubbnum
Hönnunarmarsípani, til styrktar
góðu málefni, meðan á hátíðinni
stendur.
Lakkrískubbarnir eru hugar-
fóstur og hönnun Örnu Rutar
Þorleifsdóttur og Ránar Flygen-
ring og framleiddir í samstarfi við
sælgætisgerðina Sambó. Tíu pró-
sent af andvirði hvers selds marsi-
pankubbs renna til styrktar
Krabbameinsfélaginu.
Hægt verður að nálgast lakkrís-
kubbana á eftirtöldum sölustöð-
um: Spark Design Space, Hrími,
Kraumi, Vínberinu, Epal í Hörpu,
Mýrinni og vefsíðunni www.kaup-
stadur.is.
Hönnunar-
marsípan á ný
Starbucks-kaffihúsakeðjan hefur til þessa einkum
verið kunn fyrir kaffi og bakkelsi ýmiskonar, sem fólk
fær sér einkum á morgnana og frameftir degi. Því
kveður við nokkuð nýjan tón núna en keðjan hefur
boðað að til standi að hefja sölu á nokkurs konar
„kvöldseðli“ í nokkur þúsund útibúum, þar sem m.a.
vín og bjór er í boði.
Kvöldseðillinn virðist hafa gefið góða raun í þeim
40 útibúum þar sem hann hefur verið reyndur um
tíma, en á seðlinum er m.a. „betri“ rétti að finna eins
og mygluosta og beikonvafðar döðlur. Vonast keðjan
til að rífa með þessu upp tekjur síðari hluta dagsins.
Alls eru Starbucks-kaffihúsin um 20.100 í heildina,
þar af 11.500 í Bandaríkjunum.
Vín og bjór víðar
hjá Starbucks
Engum dylst að norræna eldhúsið
hefur notið mikilla vinsælda á
heimsvísu undanfarin ár og hróður
þess stöðugt vaxið.
Sælkerasíðan Eater.com hefur nú
eftir forráðamönnum Michelin-
leiðarvísisins kunna, að von sé á
sérstökum leiðarvísi yfir afburða
veitingastaði á Norðurlöndunum, í
apríl næstkomandi.
Í ár mun norræni leiðarvísirinn
ná yfir kunna veitingarstaði á borð
við hinn danska NOMA og aðra
sem náðu á blað í leiðarvísinum yfir
Evrópu 2014.
Að ári munu hins vegar fjölmörg-
um fleiri stöðum bætt við sam-
kvæmt heimildum Eater og er
vinnsla hans þegar hafin.
Morgunblaðið/Ómar
Michelin-
leiðarvísir yfir
Norðurlönd