Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 35
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Hönnunarmars fer fram dagana 27.-30. mars næstkomandi. Í þriðja sinn verður hægt að fjár- festa í lakkrískonfektkubbnum Hönnunarmarsípani, til styrktar góðu málefni, meðan á hátíðinni stendur. Lakkrískubbarnir eru hugar- fóstur og hönnun Örnu Rutar Þorleifsdóttur og Ránar Flygen- ring og framleiddir í samstarfi við sælgætisgerðina Sambó. Tíu pró- sent af andvirði hvers selds marsi- pankubbs renna til styrktar Krabbameinsfélaginu. Hægt verður að nálgast lakkrís- kubbana á eftirtöldum sölustöð- um: Spark Design Space, Hrími, Kraumi, Vínberinu, Epal í Hörpu, Mýrinni og vefsíðunni www.kaup- stadur.is. Hönnunar- marsípan á ný Starbucks-kaffihúsakeðjan hefur til þessa einkum verið kunn fyrir kaffi og bakkelsi ýmiskonar, sem fólk fær sér einkum á morgnana og frameftir degi. Því kveður við nokkuð nýjan tón núna en keðjan hefur boðað að til standi að hefja sölu á nokkurs konar „kvöldseðli“ í nokkur þúsund útibúum, þar sem m.a. vín og bjór er í boði. Kvöldseðillinn virðist hafa gefið góða raun í þeim 40 útibúum þar sem hann hefur verið reyndur um tíma, en á seðlinum er m.a. „betri“ rétti að finna eins og mygluosta og beikonvafðar döðlur. Vonast keðjan til að rífa með þessu upp tekjur síðari hluta dagsins. Alls eru Starbucks-kaffihúsin um 20.100 í heildina, þar af 11.500 í Bandaríkjunum. Vín og bjór víðar hjá Starbucks Engum dylst að norræna eldhúsið hefur notið mikilla vinsælda á heimsvísu undanfarin ár og hróður þess stöðugt vaxið. Sælkerasíðan Eater.com hefur nú eftir forráðamönnum Michelin- leiðarvísisins kunna, að von sé á sérstökum leiðarvísi yfir afburða veitingastaði á Norðurlöndunum, í apríl næstkomandi. Í ár mun norræni leiðarvísirinn ná yfir kunna veitingarstaði á borð við hinn danska NOMA og aðra sem náðu á blað í leiðarvísinum yfir Evrópu 2014. Að ári munu hins vegar fjölmörg- um fleiri stöðum bætt við sam- kvæmt heimildum Eater og er vinnsla hans þegar hafin. Morgunblaðið/Ómar Michelin- leiðarvísir yfir Norðurlönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.