Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014
Heilsa og hreyfing
Niðurstöður nýrrar svefnrannsóknar
benda til þess að svefnleysi geti haft alvar-
legri afleiðingar fyrir heilann en áður hef-
ur verið talið. Rannsóknin, sem birt var í
vísindatímaritinu The Journal of Neuro-
science, var gerð á músum og því benda
rannsakendur á að stíga þurfi varlega til
jarðar í ályktunum og yfirfærslu niður-
staðna yfir á mannkynið á þessu stigi. En
niðurstöður rannsóknanna sýndu að lang-
varandi svefnleysi músa leiddi til þess að
25% af heilafrumum í tilteknum hluta
heilastofnsins dóu. Þykir vísindamönn-
unum þessar niðurstöður geta bent til
þess að langvarandi missir svefns, til dæm-
is hjá þeim vinna langa vinnudaga og sofa
lítið á milli, geti haft óafturkræfar afleið-
ingar.
Líkt eftir vaktavinnu
Í rannsókninni var reynt að líkja eftir al-
gengu mynstri svefns, eða skorts á hon-
um, hjá fólki sem vinnur vaktavinnu,
þ.á m. næturvaktir. Rannsóknin var gerð
við læknadeild háskólans í Pennsylvaníu.
Í frétt BBC um rannsóknina segir einn
rannsakenda, Sigrid Veasey, að niðurstöð-
urnar færi sannanir fyrir því að skortur á
svefni geti leitt til skaða sem ekki er aftur-
kræfur. Þrátt fyrir að rannsóknin sé ein-
föld dýratilraun sé full ástæða til að skoða
nánar hvort það sama geti átt við um
menn. Telja vísindamennirnir að með tím-
anum verði hægt að þróa lyf sem vinnur
gegn skaðlegum áhrifum svefnleysisins.
Viðamiklar rannsóknir til viðbótar þurfi
þó til.
NÝ RANNSÓKN Á ÁHRIFUM SVEFNLEYSIS
Mýsnar máttu ekki við
því að missa svefn
Svefn hefur áhrif á líðan en niðurstöður nýrrar rannsóknar við Pennsylvaníuháskóla benda til þess að af-
leiðingar svefnleysis séu alvarlegri en hingað til hefur verið talið.
AFP
Greipaldin er fyrirtaks efniviður í morgunverð. Greipaldin er frekar súrt og hefur löngum
verið þekkt fyrir að draga úr löngun í sætu og óhollustu. Greip er einnig uppspretta vítamína
og kalks. Fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að borða greip eitt og sér þá er góð hugmynd að
kreista það í glas og blanda smávatni við. Greipsafi er troðfullur af C-vítamíni.
Gripið í greip á morgnana
Viðar Garðarsson, kvikmynda-framleiðandi og markaðs-ráðgjafi, hefur í aldarfjórð-
ung unnið að kvikmyndagerð.
„Allan þann tíma hef ég reynt að fá
fólk til að segja sögur og margir
hafa treyst mér til þess. Ég gat því
með engu móti sleppt þessu tæki-
færi,“ segir Viðar sem nú vinnur að
gerð heimildarmyndar um eigin
hjartaaðgerð.
„Ég vil ekki líta út eins og
fórnarlamb heldur á myndin að
vera skemmtileg en um leið fræð-
andi og ýta við fólki. Ég hef haldið
frá unglingsaldri að ég sé ódrep-
andi en sat svo allt í einu í súp-
unni.“
Viðar, sem er rétt skriðinn yfir
fimmtugt, fann aldrei nein einkenni
„sem neinu nemur. Ég tók reyndar
eftir því að þolið var að minnka og
grunaði að eitthvað væri að gerast.
Hafði farið í tékk hjá Hjartavernd
árið áður og fékk fína skoðun og
hélt frekar að eitthvað væri í lung-
unum. Ég eyddi 20 árum í að reykja
og hélt ég væri að fá það í bakið“.
Viðar er formaður Íshokkí-
sambands Íslands, hefur lengi verið
dómari í þeirri grein og talið sig í
góðri æfingu.
Þegar hann lét athuga hvort eitt-
hvað væri athugavert við lungun
ákvað læknirinn að senda Viðar til
hjartalæknis og sá kom honum í
segulómun. „Ég fór í myndatöku á
föstudegi og fljótlega eftir helgi fór
ég í brjáða hjartaþræðingu. Það var
12. júní í fyrra.“ Báðar aðalkrans-
æðar til hjartans reyndust algjör-
lega stíflaðar og tvær aðrar nánast
alveg. Ekki var hægt að laga það í
þræðingunni svo Viðar var settur á
biðlista eftir hjartaaðgerð og fór á
skurðarborðið 30. september, í
fjórfalda hjáveituaðgerð.
Á meðan Viðar beið eftir aðgerð-
inni fékk hann hugmynd að heim-
ildarmyndinni. Eftir að Bjarni
Torfason skurðlæknir og aðrir við-
komandi gáfu leyfi fékk Viðar kvik-
myndatökumanninn Ólaf Rögn-
valdsson til verksins. „Ég er að
gæla við að tvinna saman eigin
upplifun og læknisins en á reyndar
eftir að ræða það við Bjarna. Hug-
myndin er sem sagt sú að segja
annars vegar frá lækninum sem
mætir á vakt og framkvæmir þessa
flóknu aðgerð, sem er nánast eins
og daglegt brauð fyrir hann; hins
vegar frá sjúklingnum sem veit í
sjálfu sér ekkert hvað hann er að
fara út í; veit að þetta er risastór
aðgerð en í raun ekki hvort hann
lifir af. Það gæti verið skemmtileg
andstæða að tefla fram þessum
tveimur mönnum.“
KENNDI SÉR EINSKIS MEINS EN LENTI Í FJÓRFALDRI HJÁVEITUAÐGERÐ
Vinnur að heimildarmynd
um eigin hjartaaðgerð
KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI
STÓÐST EKKI MÁTIÐ ÞEGAR
HANN FÉKK ÓVÆNT MJÖG
ÁHUGAVERT EFNI Á SILFUR-
FATI UPP Í HENDURNAR.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Viðar Garðarsson og tíkin Birta „Viðarsdóttir“ heima í Grafarvogi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðar á sjúkrabeðinum. Úr upptöku Ólafs Rögnvaldssonar myndatökumanns.
Báðar aðalkransæðar til hjartans voru alveg stíflaðar og tvær aðrar nærri því.
„Ótrúlega margir deyja úr
hjarta- og æðasjúkdómum hér á
landi og ég hef ekki komist hjá
því að hugsa um það hvers vegna
ég fékk að draga langa stráið,“
segir Viðar.
„Í lok maí í fyrra fór ég til Lúx-
emborgar, að beiðni Ólafs
Rafnssonar, vinar míns, forseta
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands, til að fara yfir ýmis mál
vegna undirbúnings Smáþjóða-
leikanna á Íslandi 2015. Þar
ræddum mikið um framtíð
íþróttahreyfingarinnar eins og
við gerðum oft, báðir kolstíflaðir
en vissum hvorugur af því.
Tveimur vikum seinna er ég
kominn í bráðaaðgerð á spítala
og viku eftir það er Ólafur látinn
í Sviss. Þetta er dæmi um hvernig
svona lagað getur læðst aftan að
manni. Það hafði gríðarleg áhrif á
mig þegar Óli féll frá. Ég geri mér
grein fyrir því að ég var líka á
síðustu metrunum en var hepp-
inn og fékk framlengingu, hugs-
anlega um mörg ár. Það er eins
og að hafa unnið í happdrætti,“
segir Viðar.
HVERS VEGNA DRÓ ÉG LANGA STRÁIÐ?
Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir.
Skot úr upptöku Viðars.