Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 30
D óra Welding lyfjatæknir hefur einstaklega gaman af því að halda matarboð og segist hafa unun af því að gera vel við vini sína og fjölskyldu. „Þetta er eitt af því ynd- islegasta sem ég geri. Það er mikið áhuga- mál að búa til kósý stemningu heima og er ég gjarnan marga daga að undirbúa í hug- anum hvernig hlutirnir eigi að vera og hvað ég ætli að bjóða upp á,“ segir Dóra. „Ég er meira fyrir stemninguna í kringum matinn, blómin, vínið, músíkina, skreytingarnar og auðvitað fallegan mat líka. Flæðið á heim- ilinu hefur heilmikið að segja þegar boðið er í mat. Mér finnst huggulegheit og rétt lýsing einnig mikið atriði, tala nú ekki um fyrir þá sem eru á lausu.“ Dóra segir að fimmtudagar verði oft fyrir valinu þegar halda á matarboð. „Það er með ólíkindum hvað ég elska að setja blóm í vasa, hlusta á Ettu James og pússa mublurnar. Á fimmtudögum býð ég gjarnan í boð og þá passa að hafa R. Kelly í botni,“ segir tónlist- arunnandinn. „Brátt færist kætin á pallinn með vorinu og þá býð ég hestavinkonum mínum í mat, það er nefnilega ár hestsins svo það verður mikið gaman út árið. Annars er alltaf gaman hjá mér,“ segir Dóra kát. Með Jamaica-blóð í æðum Dóra er fædd og uppalin í Reykjavík og er þekkt fyrir að vera með húmorinn í lagi. Það verður að segjast að blaðamaður skellti upp úr nokkrum sinnum í viðtali. „Ég á ættir að rekja austur á Reyðarfjörð en þar fléttast Jamaica-blóðið hressilega inn. Í fyrsta skipti sem ég fór til Jamaica að dansa helltist yfir mig sú tilfinning að mig langaði ekkert heim. Spes hvað ræturnar geta gabbað mann,“ segir hún. Dóra segist hafa staðið í þeirri meiningu að kunna ekki að baka en komið hefur á daginn að það er hinn mesti misskilningur. „Annars er ég sturluð í ítalskan mat, lyktin tekur mann til himna. Samsetningin, bragð og fagurfræðin er guðdómleg, þ.e.a.s. basil, parmesan, tómatar, hvítlaukur, pasta og góð olía. Skolað niður með bragðmiklu rauðvíni fær hjartað til að taka aukaslag. En ég verð jafnframt að viðurkenna að ég elska allt am- erískt, svo lengi sem það eru ekki dónalegir tröllaskammtar. Samsetningin er sniðug hjá þeim og smart útlit á réttunum. Mér finnst það gefa lífinu lit að moka smáfrönskum á diskinn. Allt er gott í hófi svo lengi sem hug- urinn er fullur af sólskini,“ segir Dóra sem lætur hér fylgja væna ameríska sprengju sem er ágætis spariuppskrift. Lítill demantur í fjölskyldunni Dóra og eiginmaður hennar Hinrik Þráins- son eiga tvær dætur, Rebekku og Viktoríu. Rebekka á litla stúlku, Díönu Marín, sem er mikill gleðigjafi á heimilinu. „Ég er svo ljón- heppin að eiga yndislega, sæta, góða, skemmtilega og fyndna ömmustelpu sem er oft að skemmta okkur kornunum, dásamlegt að hafa aðgang að svona demanti,“ segir hún sæl að lokum. Morgunblaðið/Ómar DÓRA ER MIKIÐ FYRIR STÚSSIÐ Í KRINGUM ÞAÐ AÐ HALDA MATARBOÐ Mikið fjör á ári hestsins STEMNINGIN, MÚSÍKIN, BLÓMIN OG SKREYTINGARNAR SKIPTA MIKLU MÁLI ÞEGAR BOÐIÐ ER TIL VEISLU AÐ MATI DÓRU WELDING. HÚN ER EINSTAKLEGA HUGMYNDARÍK HVAÐ ÞETTA VARÐAR OG ÞYKIR FÁTT NOTALEGRA EN AÐ DEKRA VIÐ FJÖLSKYLDUNA, HEIMILIÐ OG GESTI ÞESS. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „En ég verð jafnframt að viðurkenna að ég elska allt amerískt, svo lengi sem það eru ekki dóna- legir tröllaskammtar,“ segir Dóra. Vöfflur: 5 dl hveiti 4 tsk lyftiduft 4 msk sykur 6 msk brætt íslenskt smjör 3½ dl mjólk ½ tsk salt vanilludropar Vöfflurnar eiga að vera stökkar, meira steiktar en minna. Meðlæti: 3-4 kjúklingabringur salt og pipar kjúklingakrydd rósmarín 1 msk barbeque-sósa 1 bréf af beikoni Bringurnar eru steiktar með olíu á pönnu. Þær eru kryddaðar með kjúklingakryddi, rósmarín, salti og pipar eftir smekk og barbeque-sósu. Eitt bréf af beikoni steikt, best er að raða beikoninu á bökunarpappír á ofnskúffu, kemur minnsta fitan á vöffl- urnar. Vöffludressing kúrekans: ½ bolli parmesan 1 bolli majones ½ bolli agavesíróp sítrónusafi Öllu hrært vel saman Vöfflusamsetningin er þá svona: Vafflan rauðlaukur vorlaukur rauð paprika þunnar kjúklingasneiðar eftir smekk 3 beikonflísar nokkrar örþunnar sneiðar af jalapenó-osti 1 msk sætt sinnep 3 msk vöffludressing Kjúklingavöfflur með beikoni Matur og drykkir Sniðugt snarl á milli mála *Rósakál er einstaklega ljúft og gott á bragðið og ekki skemmirfyrir hversu hollt það er. Hér er einföld og góð uppskrift aðrósakálsrétti sem snjallt er að taka með sér í nesti í vinnuna:1 kg rósakál, snyrt og skorið til helminga1 bolli pekanhnetur, hakkaðar2 msk ólífuolía2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir salt og pipar eftir smekk Allt steikt á pönnu og kælt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.