Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Matur og drykkir Fyrir 4-6 Rjómalag: 5 dl rjómi 50 g sykur 3 blöð matarlím 3 msk. rósavatn Ath. Ef þú færð ekki rósavatn er fínt að nota fræ úr vanillustöng í staðinn. Hindber: 200 g frosin eða fersk hindber 2 msk. rósavatn (má sleppa) 2-3 msk. flórsykur Skraut: saxaðar pistasíuhnetur candy floss (úr dós) rósablöð, vel þvegin Aðferð: Rjómi og sykur eru hituð að suðu, á lágum hita, í ca. 15 mín. Athugið það má EKKI sjóða. Á meðan er matarlím bleytt upp í köldu vatni þar til mjúkt, þá það tekið upp og auka vatn kreist úr. Takið pottinn með rjómablönd- unni af hellunni og setjið matarlímið út í og hrærið þar til leysist upp. Kælið þá í smástund. Bætið þá rósavatninu út í. Hellið blöndunni í könnu í gegnum sigti og setjið inn í ísskáp. Kælið þar til fer að þykkna og halda lögun eða í um 40 mínútur. Berin eru marin létt og blandað saman við rósavatn og flórsykur. Gott er að smakka ber- in áður en þau geta verið missúr. Þegar rjómablandan er byrjuð að stífna, er helmingnum hellt í 4-6 glös og þau sett í kæli þar til rjóminn er alveg stífur. Þá er helmingur- inn af hindberjunum settur ofan á og svo aftur rjómi og ber. Látið bíða í ísskáp í nokkra tíma. Ég hef gert þetta deginum áður (óskreytt), sem var í góðu lagi. Til að skreyta glösin, er söxuðum pistasíum dreift ofan á, þar á eftir Candy Floss-toppi (fal- legt að hafa hann bláan eða ljósgrænan). At- hugið að taka Floss-ið úr dósinni með 2 göffl- um (svo það bráðni ekki milli fingra). Loks fara 1-2 rósablöð ofan á, bleik eða rauð. Heit cheddar ídýfa með chorizo og jalapeno 250 g chorizo-pylsa, söxuð 1 grænt chili, saxað (fræheinsað) 1 krukka niðursoðinn jalapeno pipar, saxaður ½ tsk. cumin 1⁄4 tsk. cayanne pipar 1½ msk. hveiti 1½-2 bollar kjúklingasoð 2 bollar rifinn Ísbúi 1 bolli rifinn cheddar Kóríanderlauf, söxuð Nachos Aðferð: Chorizo-pylsan er steikt á miðlungs- hita í um 5 mín., þá er kryddi, chili og jalapeno bætt við og steikt áfram í smástund. Hveiti er næst hrært saman við og látið steikjast í augnablik, áður en soði er hrært saman við og hitað að suðu. Ostunum er þá bætt við og hit- að þar til þeir eru bráðnaðir og dýfan vel heit í gegn (um 3 mín). Kóríanderlaufum er dreift ofan á og borið fram með nachos. Sniðugt er að bera ídýfuna fram í fondue-potti eða öðru íláti, sem hægt er að halda heitu. É g var nú búin að bræða það með mér í svolítinn tíma,“ segir Anna spurð um tilurð þess að hún byrjaði að halda úti matarbloggi undir eigin nafni „Svo hélt hestahópurinn minn á hrekkjavökuhelgi á gistiheimilinu Bitru í október 2013, þar sem ég var meðal annarra með veitingar í takt við þemað. Ég ákvað síðan að nota þær sem byrjunarpunkt að bloggi,“ bætir hún við en hún hefur bloggað síðan. Sviðapottur ömmu uppáhaldseldhúsáhaldið Margar litríkar og gómsætar myndir, af ýmsum réttum, er að finna á bloggsíðu Önnu. Sjálf segir hún áhugann á mat og matargerð hafa þróast með sér með tímanum. „Ég er búin að vera húsmóðir í 26 ár og hef þurft að vera með alls konar boð og veislur og slíkt í gegnum tíðina. Smám saman fór mér að þykja ofsalega gaman að búa til allavega mat. Góðar viðtökur hafa síðan líka hvatt mig til dáða held ég,“ bætir hún við. Sé einhver hlutur sem Anna getur ekki verið án í eldhúsinu segir hún það sviðapott ömmu sinnar og nöfnu, Önnu Kristmundsdóttur heitinnar, sem er henni mjög kær. „Amma hafði átt þennan pott frá því hún var ung kona og ég fékk hann eftir hennar dag. Hann er ef- laust orðinn um 80 ára gamall,“ segir hún. Bætir hún við að hún eldi allt mögulegt í pottinum góða. Árlega eldar hún líka í honum salt- kjöt og baunir fyrir fjölskylduna, að hætti ömmu sinnar. „Ég held að það sé ekki beðið með meiri eftirvæntingu eftir neinni máltíð sem ég elda,“ segir hún létt í bragði. Rósavatn og aðrar nýjungar úr Austurlandamörkuðum Anna segist sjálf ekki aðhyllast neina eina stefnu í matargerð frem- ur en aðrar, nema hvað henni finnist alltaf spennandi að prófa eitt- hvað nýtt og framandi – ekki síst langt að. Kíkir hún reglulega í sérverslanir á borð við Frú Laugu og eins í ýmsa Austurlandamark- aði sem finna má orðið hér, eins og Istanbúl-markaðinn í Ármúla, MaiTai við Hlemm og fleiri. „Úrvalið er orðið svo mikið og auðveld- ara að ná sér í ýmis framandi hráefni til að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún. Anna gefur hér uppskriftir að tveimur réttum, annars vegar ljúf- fengri ídýfu, sem hún segir frábæran partímat eða bara þegar fólk vill gera vel við sig. Hinn rétturinn kemur lengra að eða frá Mið- Austurlöndum, en það er panna cotta-rjómabúðingur, með hind- berjalagi krydduðu rósavatni. „Rósavatnið hefur verið notað um ald- ir í matreiðslu í löndum eins og Persíu, Íran og víðar. Það er í raun hliðarvara sem verður til þegar verið er að vinna olíu úr fullblóma rósum til að nota í ilmvötn. Vatnið er m.a. mikið notað í sælgætis- og kökugerð, til að krydda drykki og fleira,“ segir hún að endingu. Morgunblaðið/Þórður GAMALL SVIÐAPOTTUR MEÐ SÖGU EFTIRLÆTISELDHÚSÁHALDIÐ Bitruferð varð kveikjan ANNA BJÖRK EÐVARÐSDÓTTIR MATARBLOGGARI HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ PRÓFA NÝJUNGAR LANGT AÐ Í MATARGERÐ. KÍKIR HÚN M.A. REGLULEGA Í SÉRVÖRUVERSLANIR OG MIÐ-AUSTURLANDAMARKAÐI HÉR Á LANDI TIL AÐ SVALA ÞESSUM ÁHUGA OG FINNA EITTHVAÐ NÝTT. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Anna Björk er dugleg að prófa framandi rétti og hráefni. Leggur hún oft leið sína í verslanir á borð við Frú Laugu og ýmsa Austurlandamarkaði. Panna cotta með hind- berjum og rósavatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.