Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Græjur og tækni Í takt við aukinn áhuga á æfingatólum og -tækjum hafa Samsung- bændur líka bætt púlsmæli við, en hann er við myndavélina á baki símans. Maður kveikir einfaldlega á mælinum og set- ur svo fingurinn yfir mælinn. S Health, forrit frá Sam- sung, getur síðan nýtt sér mælinn til að skipuleggja æf- ingaprógramm. Á símanum er líka fingrafaralesari, áþekkt og Apple kynnti á iPhone 5S, og þrælvirkar. Gera má ráð fyrir því að einhver fyrirtæki muni nýta sér fingra- faraskannann til að sannreyna hver það er sem held- ur á símanum. Ekki er þó bara að hægt sé að læsa símanum heldur er líka hægt að setja upp læsingu á hluta hans, ef svo má segja, því svo má búa um hnútana að notandi getur ekki komist í tiltekin gögn eða forrit nema með frekari innskráningu og reyndar getur hann ekki séð þau gögn sem þann- ig eru varin. Myndavélin er mjög endurbætt, myndflagan mun stærri, tekur 16 MP myndir, sjálfvirkur fókus er mun hraðvirkari, 0,3 sek. að sögn Sam- sung, og ýmsar aðrar endurbætur voru gerðar á henni. Að því sögðu fannst mér ekki mikill munur á myndum sem teknar eru með S5 og S4, en myndavélin er óneitanlega talsvert hraðvirkari. Galaxy S-símarnir eru flaggskip Samsung á símamarkaðiog nýi S5-síminn stendur mjög vel undir því. Hann erheldur stærri en Fjarkinn, 14,2 × 7,2 × 8 sm, og held- ur þyngri, 145 g. Að öðru leyti er hann mjög áþekkur S4 við fyrstu sýn og fer ekki síður í hendi. Þegar kveikt er a símanum kemur þó sitthvað í ljós og þá ekki bara miklu meiri vinnsluhraði og (að- eins) stærri og mun skemmtilegri skjár, heldur hefur Samsung líka gert talsverðar breytingar á við- móti símans. S5 síminn er með nýj- ustu útgáfu af Android, 4.4.2 og síðan bætast við endurbætt TouchWiz- notendaskil Samsung. Fjölmargt er nýtt, til að mynda að hægt er að kveikja á stillingu sem samtvinnar þráðlaust net og 3G/4G og eykur því niðurhalshraðann umtals- vert – á pappírnum í það minnsta, því ekki tókst að tengjast 4G kerfi Símans. FRÆKIN FIMMA NÝTT FLAGGSKIP ER VÆNTANLEGT Í SÍMAFLOTA KÓRESKA SÍMAFRAMLEIÐANDANS SAMSUNG. SÍMINN, GALAXY S5, KEMUR Á MARKAÐ HÉR Á LANDI EFTIR ÞRJÁR VIKUR OG STENDUR FORVERUNUM FRAMAR AÐ ÖLLU LEYTI. Græja vikunnar * Galaxy S5 er ekki kom-inn á markað þó ég hafi feng- ið tæki til að prófa, en festa má sér eintak hjá Elko, Voda- fone og Símanum og þar kost- ar hann 119.990 kr. * Skjárinn á S5 er 5,1"Super AMOLED skjár með sömu upplausn og á S4, 1920×1080 dílar, en þar sem hann er aðeins stærri er hann með minni PPI (dílar á tommu) eða 432. Örgjörvinn er 2,1 GHz fjögurra kjarna Cortex-A15 Snapdragon. ÁRNI MATTHÍASSON * Eitt það skemmtilegastavið símann að hann er ryk- og rakavarinn og að því marki að hægt er að fara með hann í sund – S5 þolir það að vera allt að 30 mínútur á allt að meters dýpi. Það ætti því að vera óhætt að taka símann upp í rigningu, fara með hann í sund, eða missa ofan í súpu- disk. Tungumál í boði: enska, spænska, franska, þýska, japanska, tælenska, mand- arín, kóreska, Babbel Babbel er kennsluforrit og vefsíða sem kennir þrettán mismunandi tungumál. Hægt er að taka stutt námskeið bæði í gegnum vefsíð- una, eða sækja forrit fyrir tölvur eða snjallsíma, en boðið er upp á stuðning fyrir Android-, iOS- og Windows-stýrikerfi. Kennslan byggist á gagnvirkum æfingum sem bjóða upp á æfingar sem þjálfa mál- fræði, orðaforða og framburð. Þá er einnig hægt að taka sérstök námskeið í við- skiptaensku, og önnur sérhæfð námskeið. Tungumál í boði: enska, þýska, spænska, ítalska, franska, portúgalska, sænska, norksa, danska, tyrkneska, pólska, indónes- íska. Duolingo Hið vinsæla smáforrit Duolingo hefur hlotið verðlaun bæði sem smáforrit ársins hjá Apple, og Google. Alls eru um 25 milljón not- endur skráðir hjá Duol- ingo, en forritið byggist að hluta til á þátttöku notenda í gerð námsefnis. Duolingo leggur einkum áherslu á lesskilning og ritfærni, en minna er um æfingar fyrir framburð og tal- að mál. Margar æfingar eru byggðar á að þýða texta á milli tungumála. Námið er sett upp eins og leikur, og notendur safna stig- um á leið sinni að aukinni færni. Hægt er að nálgast ókeypis æfingar í gengum netið, en einnig er hægt að fá ókeypis smáforrit fyrir Android og iOS. Tungumál í boði: enska, spænska, franska, þýska, portúgalska, ítalska. M argar dreymir um að læra nýtt tungumál, enda er það holl hug- aræfing og skemmtileg leið til að kynnast framandi menningu. Nútíma upplýsingatækni býður upp á marga kosti til þess að láta þennan draum verða að veruleika með kennsluforritum sem ýmist kenna tungumál, styðja við annað tungu- málanám, eða bara til að hjálpa þér að læra nokkra vel valda frasa fyrir sumarfríið. Hér eru nokkur dæmi um forrit og vefsíður sem geta nýst fróðleiksþyrstum lesendum. Það er þó rétt að taka fram að það eru ekki mörg forrit sem fáanleg eru á íslensku. Í flestum tilfellum verður notandinn að styðjast við annað tungumál, svo sem ensku, sem grunn fyrir frekara námi. Lingoworld Fyrst má telja til smáforritið Lingoworld sem íslenska fyrirtækið Cooori gerir. Lingo- world er eins konar raf- ræn frasabók, þar sem notandinn getur á skömmum tíma lært al- geng orðasambönd á tíu tungumálum, auk íslensk- unnar. Forritið er byggt upp eins og leikur og þú safnar viðurkenningum á meðan á náminu stendur. Þú færð orða- samband, ritað og lesið og þarft að segja hvort þú þekkir það eða ekki. Forritið nýtir sér kenningar kennslufræðinnar um mikilvægi endurtekningarinnar, og hjálpar þér að festa í minni orðasambönd með því að endurtaka þau reglulega, þar til þú þekkir þau vel. Þá er einnig hægt að nota forrtitið til að taka upp eigin framburð og bera saman við fram- burð heimamanna. Lingoworld er kjörið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Á tiltölulega skömmum tíma er hægt að ná talsverðum fjölda frasa sem geta hjálpað þegar á staðinn er komið. Forritið er einungis fáanlegt fyrir iOS-stýrikerfi enn sem komið er. Livemocha Það er meira lagt upp úr félagslega þætt- inum hjá Livemocha. Þar á bæ telja menn lykilinn að því að læra tungumál felist í að nota það við raun- verulegar aðstæður. Notendum býðst því að æfa sig í samtali við fólk sem hefur viðkomandi tungumál að móðurmáli, samhliða því sem það vinnur æf- ingar sem auka orðaforða og málfræðiskiln- ing. Boðið er upp á sértækar æfingar fyrir ensku og spænsku í viðskiptum. Einungis er hægt að taka námskeið frá Livemocha yfir vefinn enn sem komið er. Tungumál í boði: alls eru 35 tungumál í boði á vefsíðu Livemocha. Buusu Nafnið Buusu er dregið af nær útdauðu tungumáli í Kamerún. Á vefsíðu Buusu er hægt að nálgast æfingar í fjölda tungumála. Hægt er að taka ókeypis nám- skeið, en boðið er upp á aðgang að auknu kennsluefni gegn vægu gjaldi. Þá er einnig hægt að nálgast kennsluefni í smá- forritum fyrir Android og iOS. Líkt og Live- mocha leggur Buusu mikið upp úr félagslega þættinum. Notendum býðst að æfa samtals- tækni í gegnum myndspjall við fólk sem hef- ur viðkomandi tungumál að móðurmáli og mynda tengsl við fólk í viðkomandi landi/ löndum. Tungumál í boði: enska, spænska, franska, þýska, ítalska, portúgalska, rússneska, pólska, tyrkneska, arabíska, japanska, kín- verska. The Languist Hægt er að fá námskeið frá The Languist á vefnum og í smá- forritum fyrir Andro- id og iOS. Sérstaða The Linguist felst í því að þar er reynt að kenna tungumál í gegnum áhugasvið. Notandi velur efni sem vekur áhuga hjá viðkomandi, og námsefnið miðar svo við það val. H Google Translate Þó að vissulega sé þýðingarvél Google ekki til þess gerð að stunda tungumálanám er full ástæða til að minnast á hana í þessu samhengi. Þýð- ingarvélin getur reynst ómetanleg stoð fyrir þá sem stunda tungumálanám. Þá ekki síst vegna þess hve mörg tungumál eru í boði. Þá er vert að athuga að oft er hægt að sjá tilbrigði við þýðingu orða með því að smella á orð í þýðingunni. Þá er rétt að athuga að hægt er að láta Google lesa upp þýðingar og hlusta á hvernig þær hljóma í grófum dráttum. Talað tungum tveim SJÖ LEIÐIR TIL AÐ LÆRA NÝTT TUNGUMÁL MEÐ HJÁLP INTERNETSINS. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Nútíma upplýsingatækni býður upp á marga kosti til þess að láta drauminn að læra tungumál verða að veruleika með kennsluforritum. Í gamla daga var það ekki í boði. Þá þurfti að fara á námskeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.