Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 36
Þ etta eru myndbönd með smáhúmor, tengd tölvu- leikjaspilun og eru búin að fá svona rosalegar undirtektir hjá stórum hópi,“ segir Birgir Páll, tölvuleikjagúrú og starfsmaður CCP. Birgir hef- ur sett myndbönd inn á Youtube-vefinn síðan í nóvember 2011 ásamt Gretti Ólafssyni. „Hann hefur verið með mér í þessu mest af tímanum og án hans væri ég ekki með nærri því jafn mörg áhorf. Við erum saman í næstum öll- um myndböndum.“ Sá sem er með næstvinsælasta reikn- ing landsins er Guðjón Daníel Jónsson en myndbönd hans af fótboltabrögðum í tölvuleiknum FIFA 14 hafa slegið í gegn á Youtube og er hann að nálgast Birgi í vinsældum. Þriðja vinsælasta rásin er svo CCP. Birgir hefur ekki verið jafn duglegur að setja inn myndbönd undanfarið eftir að hann tók að sér starf hjá CCP fyrir rúmu ári. Tíminn er knappari nú þegar hann er kominn í fullt starf. „Þetta var ekkert sem ég bjóst við að myndi gerast. Alls ekki. Ég einhvern veginn datt bara inn í þetta og virðist hafa fundið hóp af fólki sem hefur gríðarlegan áhuga á þessu.“ Rúmlega tvær milljónir manna hafa horft á nýjasta myndbandið hans I Broke Surgeon Simulator og 1,8 milljónir manna klikkuðu á I broke Far Cry 3 mynd- bandið hans. Það voru hinsvegar myndbönd af Battle- field-tölvuleiknum sem gerðu Birgi að Youtube-stjörnu en Tvær milljónir hafa horft á myndbandið I Broke Surgeon Simulator, sem Birgir setti inn á Youtube fyrir 10 mánuðum. Í myndbandinu Operation Asshat notaði Birgir tónlist Bonnie Tyler og fyndinn texta til að bæta við áhrifin af áhorfinu. Í myndbandinu Operation leitar hann uppi leyniskyttu og gerir úr því skemmtilegan leik sem hann lýsir í myndbandinu. 1,2 milljónir hafa horft á Super Battlefield 3 myndbandið þar sem Birgir stýrir flugvél og leikur sér. Birgir Páll Bjarnason er stærsta Youtube-stjarna landsins þrátt fyrir að vera ekki nærri því eins virkur og hann var. Morgunblaðið/Kristinn VINSÆLASTI YOUTUBE-REIKNINGUR LANDSINS 60 milljónir búnar að kíkja BIRGIR PÁLL BJARNASON, STARFSMAÐUR CCP, Á VINSÆLASTA YOUTUBE-REIKNING SEM SKRÁÐ- UR ER Á ÍSLANDI. RÚMLEGA 60 MILLJÓNIR MANNA HAFA HORFT Á MYNDBÖNDIN HANS SEM SÝNA HANN SJÁLFAN SPILA TÖLVULEIKI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is rúmlega 25 milljónir manna horfðu á klippurnar hans úr leiknum. Hægt að lifa á þessu Rúmlega 440 þúsund manns fylgjast með síðu Birgis og kalla þeir mikið eftir myndböndum frá honum. Í um- mælakerfinu á Youtube-síðunni hans biðja margir um að hann fari að gera fleiri myndbönd og sakna hans úr sýndarveruleikanum. „Ég lifi ekkert á þessu lengur. Það er í raun bara mitt val. Aðallega af því að ég er ekki að gera jafnmörg myndbönd og ég gerði. Tíminn til að gera þau er minni eftir að ég byrjaði að vinna hjá CCP. Það er vel hægt að lifa á þessu og hafa ágætar tekjur upp úr þessu en þá þarftu að eyða hátt í 60 klukkustundum á viku og þú ert alltaf með hugann við þetta. Ég ákvað það bara að snúa mér að öðru en ég set inn myndbönd við og við.“ Birgir fór í tölvunarfræði í Tækni- skólanum en nýtir sér lítið námið hvort sem er í leik eða starfi. „Ég er bara sjálflærður,“ segir hann og glottir. Hann hefur starfstitilinn Capture artist hjá CCP og sér um að taka skjáskot af leikjum frá CCP og hanna markaðsefni. „Þetta er mjög svipað starfi grafísks hönn- uðar með nokkrum mismun. Ég er búinn að vera í rúm- lega eitt ár hjá CCP og hér er mjög gott að vera. Ég er mjög ánægður og sé mig alveg vera hér áfram.“ Til að fá borgað fyrir að gera myndbönd á Youtube þarf að hafa áskrifendur af Youtube reikningnum. Þegar nógu margir áskrifendur eru komnir hefur aðili, svokallað „Third-party content networks“ samband og býður viðkomanda samning. Fyrir hverja þúsund sem horfa á auglýsingu á reikning við- komanda eru auglýsendur rukkaðir og fær myndbandagerða- maðurinn, þriðji aðilinn og svo Youtube greitt fyrir birtingu og áhorf. Sá sem á rásina fær í kringum einn til fimm dollara fyrir hverja þúsund sem horfa á auglýsingarnar, allt eftir stærð rásarinnar og hið svokallaða third-party content net- works tekur prósentur því þeir sjá um að selja auglýsingar á myndböndin og ábyrgjast höfundarrétt. Borgað frá Youtube Græjur og tækni Tölurnar á bak við Youtube *Youtube var stofnað árið 2005 af þremur mönnum, Chad Hurley,Steve Chen, og Jawed Karim en þeir seldu Google árið 2006. 100klukkustundum af efni er hlaðið upp á síðuna á hverri mínútu og áeinum mánuði er horft á sex millj-arða klukkustunda af efni. Vinsælastimánuður Youtube er júlí en þáhorfði meðalnotandinn á 462 mín- útur af efni eða sjö klukkustundir og 42 mínútur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.