Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014
HEIMURINN
PEITAÍ Þ
naman ktuflyk
á þriðju
við þingh
Taípei, höfu
Taívans.Vil
mngkið sýn
mælaundlag
segjangi v
ÚRÚGV
MONTEV
Úrúgvæ, Jo j
segir að rí
við bón Baracks O
Bandaríkjaforseta og
við fimm föngum sem
hafa í fangabúðunum
leystir úr haldi. Enn
HOLLAND
HAAG Hópur
Marokkómanna
sem búsettir
eru í Hollandi
ætlar að höfða
mál gegn Geert
Wilders t, leiðtoga Frels
gegn auknu
múslíma. E
undir andú
DAM
mingurhel efnavopna
lendinga hefur nú veriðSýr
ttur frá landinu, að sögnflu
ofnunar sem framfylgirst
banni við efnavopnum,
OPCW. Stofnunin stefnir að
ví að hafa fjarlægt öllþ þeim 30. júní.
Trans-Dnéstría er svæðið á
milli árinnar Dnéstr og landa-
mæra Moldóvu að Úkraínu.
Moldóva var lengi hluti Rúm-
eníu, hét þá Bessarabía. En
Sovétleiðtoginn Jósef Stalín
hrifsaði svæðið af Rúmenum í
upphafi seinni heimsstyrjaldar
eftir að hafa samið um ýmsar
landamærabreytingar við nas-
istaleiðtogann Adolf Hitler.
Þ
vert á spár varð ekki
blóðbað í Sovétríkj-
unum gömlu þegar þau
hrundu 1991 en nú
velta menn fyrir sér
hvort reikningsskilunum hafi bara
verið frestað. Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti hefur „leiðrétt“ skyss-
una frá 1954, lagt Krím á ný undir
Rússland. En hann vill
meira. Sumir sérfræðingar um
málefni Rússlands segja að hann
muni ekki endilega gera innrás í
Austur-Úkraínu þótt ekki megi úti-
loka þann möguleika. Líklegra sé
að hann reyni fyrst að auka áhrif
Rússa á afmörkuðum svæðum þar
sem þeir standa þegar vel að vígi.
Og fyrr í vikunni sendi þingið í
Tíraspól, höfuðstað Trans-Dnéstríu,
ósk til forseta rússneska þingsins
um að sett yrðu lög sem myndu
auðvelda héraðinu að verða hluti
Rússlands. Rússar lofuðu að kanna
málið.
Trans-Dnéstría er landlukt spilda
á stærð við Reykjanesskagann, hún
er í austasta hluta Moldóvu, lands
þar sem flestir tala rúmenska mál-
lýsku. Liðlega helmingur íbúa
Trans-Dnéstríu er annaðhvort rúss-
nesku- eða úkraínskumælandi en
alls býr liðlega hálf milljón manna
á svæðinu. Þegar Moldóva varð
sjálfstæð óttuðust Rússar í Trans-
Dnéstríu að Moldóva yrði gerð að
hluta Rúmeníu, þeir gerðu upp-
reisn og hundruð manna féllu í
átökunum áður en samið var um
vopnahlé. Rússar og þar áður sov-
étmenn voru með herlið í landinu,
enn eru þar sennilega þúsundir
hermanna undir stjórn Kremlverja,
margir nú með titilinn friðar-
gæsluliðar.
Héraðið er að nafninu til hluti
Moldóvu en í reynd hefur ríkis-
stjórnin í Chisinau þar engin völd.
Áfallið var mikið fyrir Moldóvu, fá-
tækasta ríki Evrópu, vegna þess að
40% af iðnaði landsins voru í
Trans-Dnéstríu (Nafnið merkir
Héraðið handan við ána Dnéstr).
Miðstöð glæpanna
Svæðið hefur að sumu leyti notið
þess að vera á áhrifasvæði Rússa,
íbúarnir fá gas á lágu verði og hafa
getað selt iðnaðarvörur sínar til
tuga ríkja þótt staða ríkisins sé
óljós. En stjórnarfarið er í anda
sovéttímans, þinghúsið er skreytt
hamri og sigð, stór stytta af Lenín
er á torginu og mannréttindi fótum
troðin. (Helsti leiðtogi héraðsins
um margra ára skeið, Ígor Smírn-
ov, fékk 103,6% atkvæða í forseta-
kjöri í einu kjördæminu 2001!) Oft
hafa verið sagðar miklar fréttir af
vopnasmygli frá Trans-Dnéstríu en
ekki hefur tekist að staðfesta þær.
Trans-Dnéstría er alræmd fyrir
að vera öflugasta miðstöð glæpa í
álfunni, áðurnefndur Smírnov var
talinn vera einn áhrifamesti maf-
íuforingi héraðsins. Mikilvægustu
atvinnuvegir íbúanna er oft sagðir
vera smygl, mansal, peningaþvætti
og eiturlyfjaviðskipti. Tengslin við
mafíuhópa annarra ríkja eru öflug
og tekjurnar eru miklar. Lífskjörin
eru því betri en í Moldóvu.
Pútín beitti sem kunnugt er
Úkraínu miklum þrýstingi til að
hindra að landið gerði samning um
aukin tengsl við Evrópusambandið.
Moldóvar undirrituðu í fyrra vilja-
yfirlýsingu um sams konar samning
og ekki hefur staðið á svörum í
Moskvu: Verði hann að veruleika
geti Moldóvar gleymt öllum vonum
um að fá aftur yfirráð í Trans-
Dnéstríu. Enn uggvænlegri eru
þau ummæli Rússa að vegna þró-
unar mála í Úkraínu sé Trans-
Dnéstría nú í „herkví“.
Kremlverjar hafa heitið því að
tryggja öryggi allra rússneskumæl-
andi manna í grannríkjunum og
sýndu á Krím að þeir láta ekki orð-
in duga. Ráðamenn í Rúmeníu hafa
hvatt til þess að öryggi Moldóvu
verði tryggt með því að taka landið
þegar inn í Evrópusambandið og
Atlantshafsbandalagið. En hvað
eiga Trans-Dnéstría og svæðin Ab-
kazía, Suður-Ossetía og Nagorno-
Karabak sameiginlegt? Þau voru öll
hluti Sovétríkjanna en eru nú eins
konar sjálfsstjórnarsvæði sem ekki
hafa fengið viðurkenningu sem
sjálfstæð ríki. Nagorno-Karabak er
að nafninu til hluti Aserbaídsjans
en héraðið var bitbein Azera og Ar-
mena í stríði fyrir um 25 árum. S-
Ossetía og Abkazía voru svæði sem
Rússar hernámu í Georgíu 2008.
Vopnuð átök hafa verið á öllum
þessum fjórum svæðum en sæmi-
legur friður ríkt síðustu árin. Deil-
urnar hafa verið frystar – en nú
gæti Pútín séð sér hag í því að þíða
þær upp og nota upplausnina til að
efla áhrif Rússa.
Rússar segja
mafíubælið í
„herkví“
RÚSSAR GÆTU NÚ FARIÐ AÐ ÝTA UNDIR „FRYSTAR“
DEILUR Á AFSKEKKTUM SVÆÐUM SEM ÁÐUR HEYRÐU TIL
SOVÉTRÍKJUNUM. EITT AF ÞEIM ER TRANS-DNÉSTRÍA SEM
ENN ER AÐ NAFNINU TIL HLUTI MOLDÓVU.
Stjórnandi lúðrasveitar í fullum ham í Tíraspol þegar þess var minnst að liðin voru 20 ár frá því að Trans-Dnéstría lýsti
yfir sjálfstæði frá Moldóvu. Ekkert ríki hefur þó viðurkennt sjálfstæði héraðsins, þar eru um 30% íbúanna Rússar.
AFP
Trans-Dnéstría
Trans-Dnéstría
Chisinau
Grunnkort: Google
M
oldóva
Rúmenía
Úkraína
Krím
Svartahaf
Tiraspol
Dnéstr
SPILDA Í TÓMARÚMI
* Ástandið yrði enn flóknara ef Moldóva undirritaðisamning við Evrópusambandið.Dímítrí Rogozín, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is