Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014
B
rynja Halldórsdóttir er
framkvæmdastjóri
Norvikur en félagið
rekur Bygginga-
vöruverslun á Íslandi,
BYKO, og timburiðnað og flutn-
ingastarfsemi og þjónustu í Evr-
ópu. Umsvifin eru því allmikil,
bæði hér á landi og erlendis. Ný-
lega vakti athygli þegar stjórn-
arformaður Össurar sagði Ísland
ekki góðan stað til að reka al-
þjóðlegt fyrirtæki og Brynja er
fyrst spurð að því hvort hún taki
undir þau orð.
„Ég tek undir þessi orð,“ segir
hún. „Það er afar erfitt að vera
með fyrirtæki í alþjóðarekstri hér
á landi. Ástæðurnar eru margar,
gjaldeyrishöftin hafa mjög haml-
andi áhrif á fyrirtæki í alþjóða-
rekstri og torvelda þeim að styðja
við starfsemi sína erlendis sem
getur verið mjög bagalegt. Und-
anþáguferli Seðlabankans hefur
reynst langt og ekki endilega
gagnsætt. Það er ekki síður erfitt
að gengissveiflur íslensku krón-
unnar eru allt of miklar og erf-
iðar fyrirtækjum í alþjóðarekstri
sem gera upp í íslenskum krón-
um, sem og íslenskum fyrir-
tækjum í inn- og útflutningi.
Á undanförnum árum hefur
rekstur fyrirtækja á Íslandi verið
erfiður. Eftir árið 2008 yfirtóku
bankar mörg fyrirtæki og héldu
þeim áfram í rekstri með fjár-
hagslegum stuðningi sem ég veit
alls ekki hvort stenst samkeppn-
islög. Bankar eiga ekki að taka
þátt í samkeppnisrekstri. Þetta
hefur ekki verið farsælt. Þrátt
fyrir að markaður hér hafi dreg-
ist saman þá hefur fyrirtækjum á
markaði ekki fækkað í samræmi
við það. Ég er ekki endilega
hlynnt því sem er að gerast á Ís-
landi, að fyrirtæki eru í vaxandi
mæli að verða eign banka og líf-
eyrissjóða – mér finnst það slæm
þróun.
Mig langar líka til að benda á
vaxtamuninn á Íslandi sem hefur
verið allt of mikill, en lítið hefur
verið fjallað um það. Mér finnst
líka vanta umfjöllun um peninga-
málastefnu á Íslandi – við höfum
búið við sömu peningamálastefnu
sennilega frá 2000. Ég held að
peningamálastefnan sé rótin að
mörgum þeim vandamálum sem
við höfum lent í, en það er of
langt mál að fjalla um það hér.
Það hefur verið mjög áhugavert
að fylgjast með uppbyggingu fyr-
irtækja frá því að fjármálakrepp-
an skall á. Samkeppnisumhverfið
hefur ekki verið Norvik hagstætt
og við höfum þurft að keppa við
fyrirtæki sem hafa fengið skulda-
niðurfellingar að miklu eða öllu
leyti. Þar af leiðandi hefur rekst-
urinn verið erfiðari en okkur hef-
ur ávallt tekist að standa við
skuldbindingar okkar og gott bet-
ur. Ég vil taka fram að viðskipta-
bankarnir okkar hafa reynst Nor-
vik afar vel, enda höfum við alltaf
unnið vel með þeim og verið
heiðarleg í samskiptum við þá og
það hefur reynst okkur vel.“
Bægslagangur hjá
Samkeppniseftirlitinu
Hvernig stóð síðasta ríkisstjórn
sig þegar kom að því að skapa
fyrirtækjum gott umhverfi og
hvernig heldurðu að ný ríkisstjórn
muni standa sig?
„Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru
gerðar miklar breytingar á
skattalöggjöfinni og kollsteypur á
kerfum eru ekki alltaf til góðs.
Ég geri ekki lítið úr því að síð-
asta stjórn tók við á erfiðum tíma
þegar allir þurftu að stíga varlega
til jarðar, en mér fannst fráfar-
andi stjórn ekki til þess fallin að
efla atvinnulífið almennt. Ég er
hins vegar ekki að segja að það
sé miklu betra í dag því ég sé
ekki miklar breytingar hjá nýrri
ríkisstjórn. En hún boðar breyt-
ingar og við verðum að vona það
besta.
Stjórnvöld þurfa að skapa
öruggt umhverfi þar sem fyr-
irtækjarekstur getur blómstrað.
Stöðugleiki í umhverfi fyrirtækja
er það sem skiptir mestu, sem og
heimila. En varðandi stjórnmálin
almennt þá er mjög alvarlegt
hvernig þau eru að þróast. Það
væri farsælla fyrir þjóðina ef mál
væru afgreidd með þokkalegri
sátt í stað þess að knýja lög og
lagbreytingar í gegn með látum.“
Samkeppniseftirlitið hefur haft
afskipti af félögum hjá Norvik.
Hvernig myndir þú lýsa þeim
samskiptum?
„Ég man eftir fundi hjá Sam-
tökum verslunar og þjónustu
sennilega í nóvember 2008 en þá
var Páll Gunnar Pálsson einmitt
á þeim fundi og taldi að Sam-
keppniseftirlitið ætti að leika lyk-
ilhlutverk við fyrirtækjauppbygg-
ingu á Íslandi til framtíðar. Ég
gæti ekki verið meira ósammála.
Ég hef því miður þurft að glíma
við Samkeppniseftirlitið en það
tekur allt of langan tíma að fá
úrskurð þaðan. Sem dæmi var
upphaf rannsóknar hjá einu Nor-
vikur félagi árið 2007 og fyrst
nýverið berst bréf þess efnis að
málið sé niður fallið. Ég hef þurft
að geta um það í ársreikningum
allt frá 2007 að óútkljáð mál sé
hjá Samkeppniseftirliti. Þetta er
ekki boðlegt fyrir fyrirtæki á Ís-
landi.
Ég hef á tilfinningunni að Sam-
keppniseftirlitið sé að rannsaka
alltof mörg mál og mörgum sinn-
um fleiri en það kemst yfir að
ljúka. Ég held að skynsamlegra
væri að sinna færri málum og
ljúka þeim fyrr.
Ég tel að farsælla væri hjá
Samkeppniseftirlitinu að vinna
meira með fyrirtækjum í að fyr-
irbyggja brot á samkeppnislögum
í stað þess að vera með húsleitir
og bægslagang sem skila engum
niðurstöðum fyrr en mörgum ár-
um síðar og skapa fyrirtækjum
stórfelld vandræði, skila oft und-
arlegri niðurstöðu og síðast en
ekki síst, valda stórfelldum kostn-
aði.“
Efasemd um aðra mynt
Það er hiti í Evrópuumræðunni
og forsvarsmenn atvinnulífsins eru
margir á þeirri skoðun að halda
eigi viðræðum við Evrópusam-
bandið áfram. Hver er þín skoð-
un?
„Þarna finnst mér vera of heit-
ar trúarskoðanir á báða bóga og
umræðan því of tilfinningarík.
Fyrst við á annað borð fórum í
aðildarviðræður, sem ég var
reyndar ekki sérlega hlynnt, þá
finnst mér skynsamlegast að
ljúka þeim. Mér finnst margir
hafa tengt umræðuna um Evrópu-
sambandið alltof sterkt við mynt-
ina okkar. Miðað við þá óöguðu
hagstjórn sem við höfum búið við
hef ég haft efasemdir um upp-
töku á annarri mynt.“
Heldurðu að það verði annað
efnahagshrun?
„Ég hef verið að skoða hag-
tölur frá öðrum löndum og sé að
bólumyndun er á ýmsum stöðum.
Hins vegar finnst mér að við Ís-
lendingar höfum í of miklum
mæli litið svo á að kreppa hafi
einungis orðið á Íslandi en þetta
var alþjóðleg fjármálakreppa og
ef hún skellur á aftur mun hún
bitna á litla Íslandi eins og öðr-
um. En ef slík kreppa skellur á
þurfa menn að læra af þeirri síð-
ustu. Það er mjög slæmt að stilla
stórum hópi fólks upp sem
glæpamönnum og meðhöndla þá
sem glæpamenn til að sefa reiði
þjóðarinnar. Því miður er búið að
kippa úr umferð stórum hópi af
miklu hæfileikafólki sem er aðeins
sekt um það að hafa verið að
vinna vinnuna sína. Það er í raun
alveg hræðilegt og ég held að
sagan muni dæma þetta á annan
hátt en gert er í dag.“
Ekki femínisti
Konur eru ekki mjög áberandi í
störfum eins og þínum. Hefurðu
fundið fyrir neikvæðum viðhorfum
vegna þess að þú ert kona í
ábyrgðarmiklu starfi?
„Ég hóf störf sem fjár-
málastjóri hjá BYKO árið 1991,
fyrirtækið hefur vaxið mjög síðan
þá og varð að Norvik árið 2000
Brennandi
áhugi skiptir
sköpum
BRYNJA HALLDÓRSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI NORVIK-
UR, RÆÐIR UM VANDANN SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ REKA FYRIR-
TÆKI Í ÍSLENSKU UMHVERFI. HÚN ER EKKI HLYNNT KYNJA-
KVÓTA Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA OG SEGIST EKKI KUNNA
VIÐ ORÐIÐ FEMÍNISTI.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolla@mbl.is
* Það er mjög slæmt að stilla stórumhópi fólks upp sem glæpamönnum ogmeðhöndla þá sem glæpamenn til að sefa
reiði þjóðarinnar. Því miður er búið að
kippa úr umferð stórum hópi af miklu
hæfileikafólki sem er aðeins sekt um það
að hafa verið að vinna vinnuna sína.
Svipmynd