Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 31
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Grænkál hefur farið vaxandi í vinsældum sem ein-
staklega hollt hráefni. Grænkál er meðal annars
stútfullt af C-vítamíni, A-vítamíni, kalki og hollum
fitusýrum svo eitthvað sé nefnt. Til að mynda inni-
heldur grænkál um tvöfalt meira magn af C-
vítamíni en appelsína.
Grænkál er ef til vill ekki allra en snjallt er að búa
til hollt og gott snarl úr grænkáli, parmesan osti og sí-
trónu. Þá er grænkálið þvegið og þerrað vel og sett í
skál. Góðri ólífuolíu er skellt út á kálið og nuddað vel við
blöðin. Blöðunum er síðan raðað á ofnskúffu og bakað í
ofni á lágum hita í um 25 mínútur eða þar til kálið er stökkt, ekki
brúnt. Blöðin skreppa örlítið saman. Á meðan þau eru heit er salti,
ferskum parmesan og sítrónusafa hellt yfir blöðin þar til þau kólna.
Ljúffengt!
Hollustubomba
Langflestar salatdressingar eru í grunninn olía og edik.
Þegar olíu og ediki er blandað saman skilja hráefnin sig að
en með því að blanda vissum tegundum saman við helst
samsetningin saman.
Í ekta franskri dressingu er olíu blandað saman við
edik, þrír á móti einum. Gott er að nota annaðhvort hvít-
vínsedik eða eplaedik. Þá er dijon sinnepi blandað saman
við eftir smekk, til að bragðbæta en sinnepið hefur einnig
þann eiginleika að sameina olíuna og edikið. Örlitlu af salti
og pipar er bætt við og síðan hrært vel saman eða hrist.
Hægt er að nota majónes eða sýrðan rjóma í staðinn fyrir
sinnepið, auk þess er gaman að brjóta upp og krydda með
ferskri steinselju, myntu, graslauk, basil eða örlitlum
ferskum hvítlauk.
Smekklegt er að setja dressinguna í litla glæra krukku.
Ekta frönsk salatdressing
Það er fallegt að hafa frönsku salat-
dressinguna í settlegri krukku.
Það vekur ekki mikla lukku að fá
skordýr í matinn sinn. Tilhugsunin
um að éta óvart flugu, kónguló eða
önnur skordýr er ansi fráhrind-
andi. Skordýr eru hins vegar ríkur
próteingjafi og í heimi þar sem
fólksfjölgun er mikil og fjármagn
til búfjárræktar fer minnkandi
geta skordýr verið vistfræðilega
skynsamlegur kostur til mann-
eldis.
Að vísu er mjög ólíklegt að
skordýr verði einhverntíma fastur
liður í fæðukeðju mannsins en það
er ágætt að hafa þetta í huga næst
þegar flugan lendir í súpunni.
Í skordýrum er góð uppspretta pró-
teins og í raun ekki svo slæm fæða.
Þjónn! Það er
fluga í súpunni
Brátt færumst við nær barnæsku
okkar þegar munurinn á því sem
má borða og því sem má ekki
borða verður óljós á ný. Sérfræð-
ingar í Harvard-háskóla hafa fund-
ið upp nýtt form af umbúðum og
ílátum sem hægt er að leggja sér
til munns. Einstaklega umhverfis-
vænt. Fyrirbærið nefnist Wiki-
frumur og búist er við að þetta
verði nýjasta æðið á þessu ári. Í
París er búið að opna svokallaðan
Wiki-frumu bar og stendur til að
opna einnig slíkan í Massachusetts
í Bandaríkjunum.
Wiki-frumurnar sjá til þess að ís
bráðni ekki þegar hann er snertur
og að ekki þarf að nota skeið við að
borða jógúrt.
Hægt að borða
umbúðirnar
Ísinn bráðnar ekki við snertingu, þökk
sé nýjasta æðinu, wiki-frumum.