Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Meint kjörorð Jóns Sigurðssonar voru tekin upp af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, núverandi forsætis- ráðherra, í ræðu sem hann hélt í þinginu hinn 28. janúar 2013 þegar hann ræddi um Icesave-málið: „Það má aldrei gefa eftir rétt þjóðarinnar. Sjálfstætt ríki getur aldrei leyft sér að gefa eftir rétt sinn. Þegar réttlæti er annars vegar ættu menn að hafa í huga kjörorð Jóns Sigurðssonar sem eru letruð við styttuna hér í Alþingishúsinu: Aldrei að víkja. Þegar réttlætið er annars vegar má ekki víkja.“ Ekki má gleyma heldur að orðin eru líka notuð í einu af þekktustu ættjarðarkvæðum íslenskrar tungu, sjálfum Þingvallasöng Steingríms Thorsteinssonar, sem hefst á ljóðlínunni Öxar við ána. Ljóðið er hvatning til þjóðarinnar um að standa saman og vinna landi sínu gagn, samkvæmt skýringu Vísindavefjarins á merkingu þess. S etningin „Eigi víkja“ hef- ur lengi verið talin ein- kennandi fyrir baráttu Jóns Sigurðssonar og nefnd kjörorð hans. Í grein Guðmundar Magnússonar sagnfræðings sem birtist í næsta hefti Þjóðmála eftir helgina setur hann fram rökstuðning fyrir því að Jón hafi aldrei átt sér neitt kjörorð. Það að Jón hafi notað „eigi víkja“ sé nokkurs konar þjóðsaga sem hafi orðið til eftir lát hans. „Ég held því fram að það sé mis- skilningur að Jón Sigurðsson for- seti hafi átt sér eitthvert kjörorð sem einkennandi sé fyrir stefnu hans og vinnubrögð í stjórnmálum. Hinu gagnstæða hefur stöðugt ver- ið haldið fram allt frá því að hann lést árið 1879, ekki síst af stjórn- málamönnum í baráttu- og hátíðar- ræðum. Í greininni rek ég hvernig þessi hugmynd komst á kreik og þróaðist í tímans rás,“ segir Guð- mundur. Hann segir að við rýni heimilda hafi það vakið sérstaka athygli hversu lengi það var á reiki hvert kjörorðið væri nákvæmlega. „Frá 1879 til 1944 töluðu menn yfirleitt um að það væri „Aldrei að víkja“. Frá lýðveldisstofnun hafa menn notað „Eigi víkja“. Á tímabili reyndu Hannes Hafstein og sam- herjar hans að koma „Ekki víkja“ í umferð.“ Ef hægt er að tala um að ein út- gáfa sé „rétt“ þá segir Guðmundur það vera „Eigi víkja“. Það er áletr- un sem er á innsigli með skjaldar- merki sem Jóni var gefið árið 1851 og er kveikjan að þessu öllu. Inn- siglið er nú varðveitt í Þjóðminja- safni Íslands. Átti sennilega ekki sérstakt kjörorð Að því er fram kemur í grein Guð- mundar þá er sannleikurinn sá að Jón notaði ekki innsiglið. „Hann hélt áfram að nota eldri innsigli sín eftir að hann fékk þetta að gjöf. Orðin „Eigi að víkja“ finnast hvergi í texta hans, hvorki í bréfum, grein- um né ræðum. Raunar ekki heldur í útgáfunni „Aldrei að víkja“. Kjör- orð og upphrópanir voru ekki hans stíll í ræðu eða riti,“ segir Guð- mundur. Í greininni fjallar Guðmundur nokkuð um hugmyndasögu hinna ólíku útgáfna kjörorðanna. Hann segir að þegar leið á sjálfstæðisbar- áttuna hafi ýmsir stjórnmálafor- ingjar haft áhyggjur af því að Aldr- ei að víkja væri of afdráttarlaust kjörorð og gerði nauðsynlegar málamiðlanir við Dani erfiðar. Þá hafi nánast verið búið að taka Jón forseta í guðatölu og erfitt orðið að bakka með kjörorð hans. Það að mennirnir sem héldu kjörorðinu á lofti skuli aldrei hafa haft fyrir því að kynna sér frumheimildir um það finnst honum merkilegt. „Ég er bara að vinna í anda Ara fróða, vil eins og allir sagnfræð- ingar hafa það sem sannara reyn- ist,“ segir Guðmundur. Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur þann 17.júní ár hvert, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. Svo virðist sem hann hafi ekki verið eins ákveðinn í að víkja aldrei og talið hefur verið. Morgunblaðið/Ómar Voru kjörorðin þjóðsaga? ENGAR HEIMILDIR STYÐJA ÞAÐ AÐ JÓN SIGURÐSSON HAFI VALIÐ SÉR SEM KJÖRORÐ EÐA YFIRHÖFUÐ NOTAÐ „EIGI VÍKJA“ Í RÆÐU EÐA RITI. ÞETTA KEMUR FRAM Í NÝJASTA HEFTI ÞJÓÐMÁLA SEM KEMUR ÚT EFTIR HELGI. HVATNINGARORÐ TIL ÞJÓÐAR * Jón Sigurðsson eða Jón forseti átti í samskiptum við fjöldaÍslendinga bréfleiðis. Varðveist hafa yfir 6.000 sendibréftil Jóns frá um 870 bréfriturum. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is Fréttamenn á RÚV funduðu á fimmtudags- kvöld til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum og ræða um uppsögn fréttastjóra. Á fundinum var samþykkt að formaður félagsins færi með skilaboð til Magnúsar Geirs Þórðarsonar út- varpsstjóra og Óðins Jónssonar fréttastjóra frá fundarmönnum um að fréttamenn lýstu fullu trausti á Óðin og teldu ekki tímabært að skipta um fréttastjóra. Fundurinn mun hafa verið fremur óform- legur, ekki var lögð fram sérstök ályktun held- ur las Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, upp tillögu að skilaboðunum sem var samþykkt. „Ég bar þetta upp til sam- þykktar. Það voru allir með og enginn á móti,“ segir Hallgrímur í samtali. Samkvæmt heimildum mun þó ekki hafa ríkt einhugur um að senda skyldi skilaboðin með traustsyfirlýsingunni til útvarps- og fréttastjóra, en fólk hafi einfaldlega ekki treyst sér til að hafa sig í frammi enda hafi atkvæða- greiðsla ekki verið leynileg heldur voru frétta- menn beðnir að rétta upp hönd til sam- þykktar. Frekari heimildir herma að meðal annars hafi verið rætt á fundinum hvort félag- ið væri með þessum skilaboðum að gera öðr- um umsækjendum erfitt fyrir. Aðspurður segist Hallgrímur ekki telja að með skilaboðunum séu félagsmenn að útiloka aðra umsækjendur og ekki sé verið að lýsa því yfir að aðrir geti ekki sinnt stöðu fréttastjóra. „Við erum búin að vera í stöðugu umróti frá sumrinu 2008. Allur þessi niðurskurður og breytingar undanfarið hafa truflað mjög okkar vinnu. Andinn í fólkinu var sá að nú sé einfald- lega ekki rétti tíminn til að skipta um frétta- stjóra,“ segir Hallgrímur. Samkvæmt heimildum urðu þó engin átök um málið á fundinum, en sá styr sem staðið hefur um stofnunina og fréttastofuna undan- farið er sagður hafa tekið sinn toll og það endurspeglist í skilaboðunum um að lýsa yfir trausti á Óðin í stað þess að hætta á frekari óvissu. Fyrir ári síðan ríkti mikil óánægja meðal fréttamanna með störf og stjórnunarhætti frétta- stjórrans og fór svo að fulltrúar Félags fréttamanna gengu á hans fund og kröfðust úrbóta. Eftir hrinu uppsagna á RÚV í fyrra eru um 50 manns í Félagi fréttamanna og hefur fækkað um tíu á skömmum tíma. Um 25 fréttamenn sátu fundinn á fimmtudagskvöld. Búið að reka hálfa samninganefnd Kjaramál fréttamanna voru einnig til umræðu á fundinum. Í kjölfar uppsagna allra framkvæmdastjóra RÚV er komin upp skrýtin staða í kjaraviðræðum fréttamanna við stofnunina og Samtök atvinnulífs- ins. Tveir af fjórum í nefnd sem hafði það hlutverk að semja við Félag fréttamanna fyrir hönd RÚV eru framkvæmdastjórar og fengu því uppsagnarbréf í vikunni, líkt og fréttastjórinn. Fundi um næstu skref í kjaraviðræðum sem vera átti á mánudag hefur því verið frestað. FRÉTTAMENN Á RÚV FUNDUÐU UM KJARAMÁL OG UPPSÖGN FRÉTTASTJÓRA Ekki einhugur um að lýsa yfir trausti Fyrir ári gengu fulltrúar Félags fréttamanna á fund Óðins Jónssonar og greindu frá óánægju með hans stjórn- unarhætti. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú hefur félagið lýst yfir fullu trausti til fréttastjórans. Morgunblaðið/Ómar FRÉTTAMENN VORU EKKI ALLIR SÁTTIR VIÐ AÐ LÝSA YFIR TRAUSTI Á FRÉTTASTJÓRA RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.