Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 50
Ingólfur í varaliðsleik gegn Ajax á Abe Lenstra Stadion, heimavelli Heerenveen, sem háður var haustið 2010 að viðstöddum hátt í tuttugu þúsund manns. Hann var í tvígang hjá Heerenveen. Ingólfur í leik með Þrótti í fyrrasumar. Þar líður honum vel og nýtur þess aftur að leika knattspyrnu. heiður jafnvel þótt ég sé Liverpool-maður,“ segir Ingólfur hlæjandi. Hann varð þó að afþakka boðið. Var ekki nægilega frískur til að treysta sér í svo stórt verkefni. Vildi ekki fara til Arsenal Vorið eftir, þegar Ingólfur var sautján ára, kom annað boð frá Englandi, að þessu sinni frá Arsenal. Sem hann þáði. „Ég var betur stemmdur á þeim tíma og langaði að skoða aðstæður og prófa að æfa hjá svona stóru félagi.“ Hann sá ekki eftir því. „Það var draumi líkast að vera á æfingasvæði Arsenal innan um allar þessar stórstjörnur. Mér gekk ljómandi vel, spilaði meðal annars leik með unglingaliðinu gegn Fulham og skoraði. Arsenal hafði áhuga á að fá mig aftur til æfinga en það kom aldrei til greina af minni hálfu. Það var enginn efi í mínum huga að ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég var bara ekki tilbúinn að taka þetta skref strax. Fara í svona stórt lið.“ Í staðinn ákvað Ingólfur að snúa aftur til sc Heerenveen um sumarið. Taka hús- bændur þar á orðinu og reyna sig aftur við Holland. Í þetta skipti flutti hann einn utan. Það var síður en svo auðvelt en Ingólfur kveðst hafa verið staðráðinn í að láta á drauminn reyna – þrátt fyrir veikindin. Vel gekk framan af. Ingólfur var prýði- lega stemmdur og fann að hann bjó að mun meiri þroska en í fyrra skiptið. Óx sem leikmaður. Upp úr áramótum 2011 fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina. Veikindin helltust yfir Ingólf sem aldrei fyrr. „Ég varð alveg fárveikur sem var ofboðslega erfitt þar sem ég var einn úti. Ég leigði með þremur öðrum strákum og sú sambúð var í meira lagi skrautleg – burtséð frá veikindum mínum.“ Fór að heyra efasemdaraddir Niðurstaðan varð sú að Ingólfi var fylgt heim til Íslands þar sem hann komst strax undir hendur geðlækna og sálfræðinga. Viðskilnaðurinn við sc Heerenveen var ekki eins góður í það skiptið. „Þeir sögð- ust hafa skilning á veikindum mínum en sá skilningur var aldrei sýndur í verki,“ segir hann án þess að vilja fara frekar út í þá sálma. Mun erfiðara var að koma heim í annað skiptið. Þarna fór Ingólfur fyrst að heyra efasemdaraddir. Raddir þess efnis að hann væri ekki kandídat í atvinnumennsku. Hann segir þetta hafa verið erfitt en sumpart skiljanlegt í ljósi þess að hann faldi veik- indin ennþá fyrir umhverfi sínu. „Eflaust hafa einhverjir haldið að ég væri bara ein- hver oflátungur.“ Fleira reyndist Ingólfi erfitt, eins og að afþakka sæti í yngri landsliðum vegna þess að hann hafði einfaldlega ekki heilsu í verkefnin. „Það var ofboðslega erfitt enda hafði metnaður minn til að ná langt í fót- bolta ekkert minnkað.“ Ingólfur gekk til liðs við KR og að þessu sinni fór hann þá leið að gera þjálfara og forsvarsmönnum félagsins í trúnaði grein fyrir veikindum sínum. „Því var vel tekið og KR-ingar sáu vel um mig. En líðan mín var slæm. Ég tórði þó og náði að mæta á æfingar.“ Margar kjaftasögur í gangi Tækifærin voru fá þegar sumarið byrjaði og Ingólfur tók að ókyrrast. Eftir snarpa rimmu fékk hann sig lausan frá KR og hélt sem leið lá í uppeldisfélag sitt, Val. „Það var leiðinlegt að skilja svona við KR en ég var óþolinmóður og illa stemmdur og því fór sem fór. Ekki hjálpaði til að margar kjaftasögur voru í gangi, ekki síst í net- heimum. Ég átti ekki gott með að leiðrétta þær enda var ég ennþá mjög viðkvæmur fyrir veikindum mínum. Tók meira að segja þá afstöðu að minnast ekki á þau við Vals- menn af ótta við að það myndi bitna á tækifærum mínum til að spila með liðinu.“ Ingólfur fékk að spreyta sig hjá Val en náði engum hæðum. „Ég fann mig ekki, hvorki innan vallar né utan, og leið illa. Var í mikilli baráttu við sjálfan mig. Ein birtingarmynd þeirrar baráttu var hegð- unarfrávik – ég gat verið mjög uppstökkur þetta sumar, ekki síst á æfingum. Það náði líklega hámarki þegar ég öskraði á þjálf- arann á einni æfingunni. Það skilar sjaldn- ast árangri.“ Hann kímir. „Þegar ég lít til baka var árið 2011 í flesta staði hryllilegt. Eiginlega má segja að það sé í móðu.“ Árið 2012 var miklu betra. Í ársbyrjun Ingólfur á sínum nýja heimavelli, Val- bjarnarvelli í Laugardal. Hann hlakkar til sumarsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 GRÆNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.