Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 55
skeið setið í stjórn Eddu fyrir hönd Ólafsfells og þekkti því vel til starfseminnar. „Ýmsum þótti við djarfir að kaupa félagið en við töld- um okkur sjá ýmsa möguleika, einkum varðandi Disney-hluta starfseminnar.“ Endurskipulagning Tap var á allri starfsemi Eddu nema Disney-útgáfunni þegar bræðurnir tóku við félaginu og var fyrsta verkefnið að „taka til“, eins og Jón Axel orðar það. „Öll starf- semin var endurskipulögð með það fyrir augum að Disney yrði kjarn- inn í okkar starfsemi, nýr forstjóri ráðinn, Sæmundur Benediktsson og nýr markaðsstjóri, María B. Johnson. Við settum okkur það markmið að verða Disney-fyrirtæki á Íslandi. Lögð var áhersla á að styrkja tekjustraumana þaðan. Næsta verkefni var að borga niður skuldir og auka sýnileika vöru- merkisins. Þetta hefur gengið vel og fljótlega fór starfsemin að lifna við með tilheyrandi árangri á efna- hag félagsins.“ Þökk sé Disney. Mikill kraftur var settur í að byggja upp Disney á Íslandi og víkka út starfsemina. Auk hefðbundinnar útgáfu var bryddað upp á nýjungum, svo sem matreiðslubókum undir merkjum Disney, sem orðnar eru þrjár og hafa selst í meira en fimmtíu þús- und eintökum. Af öðrum verk- efnum má nefna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mikka- maraþon, ýmsa sumarleiki, jóla- partí, matreiðsluþætti og vefsíðu, sem ekki var til áður. Þá komu Mikki mús og Andrés önd „sjálfir“ í heimsókn hingað í fásinnið. „Ekkert af þessu hefði tekist ef ekki hefði verið fyrir frábært starfsfólk sem sumt hvert hefur unnið hjá Eddu í yfir tuttugu ár. Forstjóri Eddu útgáfu á Íslandi er Sæmundur Benediktsson, en hann hefur unnið hjá félaginu síðan 2010 og hefur leitt reksturinn af festu og öryggi áfram síðan þá, þannig að tímanum hefur verið vel varið í vöruþróun og markaðssetningu fé- lagins, segir Jón Axel. Allt hannað á Íslandi Á sama tíma hefur, að sögn Jóns Axels, orðið mikil aukning í sölu á Disney-vörum hérlendis og enda þótt Edda komi ekki með beinum hætti að því telur hann ekki ólík- legt að „þetta sprikl í okkur“ hafi þar áhrif. Edda er eini aðilinn sem hefur leyfi til að framleiða Disney- vörur á Íslandi en öðrum er vita- skuld heimilt að flytja þær inn. Öll hönnun fer fram hérlendis, hvort sem það eru bækur, auglýs- ingar eða umbúðir og hefur Garðar Ólafsson veg og vanda af henni. Mörg af þessum verkefnum eru unnin í nánu samstarfi við Disney á Norðurlöndunum. Allt vakti þetta athygli höfuð- stöðva Disney í Bandaríkjunum og árið 2010 fékk Edda markaðs- verðlaun fyrirtækisins. Ýmis tækifæri hafa skapast á síðustu árum, meðal annars út- flutningur og sala á vörum til Evr- ópu í samstarfi við stórar sölukeðj- ur og matvælaþróun í Skandinavíu. „Disney þekkir engin landa- mæri,“ segir Jón Axel. „Sé hug- myndin góð getur markaðurinn hæglega verið stór. Risastór.“ Fyrsta bókin, Go Green, í þremur útgáfum. Efsta útgáfan varð fyrir valinu og þannig kemur bókin út vestra 22. apríl nk. * „... markmiðið er að Edda komist íhóp fimm stærstu Disney-leyfishafa íBandaríkjunum á næstu árum. Þetta er langtímaverkefni.“ Dæmi um bækur sem eru á þróunarstigi hjá Eddu með Ameríkuútgáfu í huga. Þemun eru afmæli, vísindi, hárgreiðsla og töfrabrögð. 23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 www.nortek.is Sími 455 2000 ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR ÖLL HEIMILI Nortek er með mikið af einföldum notenda- vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is HEIMILISÖRYGGI • Innbrotakerfi • Myndavélakerfi • Brunakerfi • Slökkvikerfi • Slökkvitæki • Reykskynjarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.