Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 18
F ólk í ævintýrahug er sífellt að finna leiðir til að ferðast á óvenjulegri, og ódýrari, hátt um heiminn. Undanfarin misseri hafa íbúða- skipti verið mjög vinsæl þar sem fólk notar vefsíður á borð við HomeExchange.com, HomeLink.- com og LoveHomeSwap.co.uk til að býtta á heimilum og geta þannig sótt heim staði hingað og þangað, jafnvel með stóra fjöl- skyldu, án þess að eyða fúlgum í hótelkostnað og bílaleigubíl. Þá gefur þessi leið líka möguleika á að kynnast stöðunum á annan hátt en hinn hefðbundni ferða- maður. Annar möguleiki sem nú nýtur aukinna vinsælda eru vefsíður þar sem fólk leitar að ábyrgum ein- staklingum til að gæta gæludýra og/eða heimila sinna meðan það sjálft er í burtu á ferðalagi, oft í lengri tíma þannig að óhentugt er að senda dýrin í pössun á meðan. Þá er mörgum illa við að láta hí- býli sín standa auð í langan tíma og vilja frekar leyfa einhverjum að nota heimilið á meðan. Traust er útgangspunkturinn í svoleiðis skiptum, enda heitir ein vinsælasta síðan TrustedHouse- Sitters.com. Kaupa þarf aðgang að henni (um 6.000 krónur fyrir þriggja mánaða áskrift) og þá geta væntanlegir „passarar“ sett inn myndir og upplýsingar um sjálfa sig þar og best er að hafa umsagnir frá fólki, vinum eða ættingjum, sem maður hefur þeg- ar passað hús og/eða gæludýr fyrir. Svo er hægt að leita að verkefnum eftir löndum og borg- um, eða tímabilum ef litlu skiptir hvert maður vill fara í fríinu. Spjallað við „passarana“ gegnum vefmyndavél Í sumum auglýsingunum er verið að leita að einhverjum til að passa hús og dýr í allt að þrjá mánuði, ef eigendurnir hyggja á heimsreisu eða vilja heimsækja ættingja í fjarlægum löndum. En það eru margir um hituna svo maður þarf að vera snöggur að svara auglýsingunum. Fæstir stökkva til og velja „passara“ fyrr en eftir nokkur samskipti, vilja gjarnan spjalla við viðkom- andi í síma eða með myndavél gegnum netið því fólk er jú að leggja bæði eigur sínar og gælu- dýr í hendurnar á ókunnugum. En í langflestum tilvikum gengur allt eins og í sögu, enda krefst skráningin inni á vefsíðunni þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo ef eitthvað kæmi upp á slyppi hvorugur aðilinn við afleið- ingarnar. Báðir aðilar græða því á sam- komulaginu; heimilis/dýraeigend- urnir geta farið að heiman áhyggjulausir og „passararnir“ fá að njóta þess að dvelja á nýjum stað, skoða sig um og kynnast nýju gæludýri. Það er eiginlega það versta við að fara út í heim til að passa dýr, maður þarf að skilja við þau aftur – horfa í kærleiksrík augun og kjassa dýrið í kveðjuskyni án þess að greyið geri sér grein fyrir að þið hittist sennilega aldrei aftur. Já, grein- arhöfundur hefur tárvota reynslu af þessu en mælir þess utan óhikað með þessari leið til að flýja hversdagsleikann um stund! Nánari upplýsingar má finna á www.trustedhousesitters.com AFP NÝ LEIÐ TIL AÐ FERÐAST ÓDÝRT Út í heim að passa hús og dýr VÆRIRÐU TIL Í AÐ SKREPPA TIL NEW YORK OG EYÐA HÁLFUM MÁNUÐI Í ÍBÚÐ Á MANHATTAN – ÓKEYPIS? EÐA BÚA FRÍTT Í FIMM HERBERGJA HÚSI MEÐ SUNDLAUG Í SUÐUR-FRAKKLANDI? EF ÞÚ ERT DÝRAUNNANDI ERU ÞETTA RAUNHÆFIR KOSTIR Í SUMARFRÍINU. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Á ferðalögum er áhyggjuleysi það sem flestir þrá. Þess vegna getur það hentað bæði dýraeigendum og þeim sem vilja ferðast án þess að hafa miklar fjárhagsáhyggjur að notast við vefi sem leiða saman þá sem vilja passa dýr og þá sem eiga dýr og hús sem þarf að gæta. Dýraeigendur geta sjaldnast tekið bestu vinina með í flugvél og margir fara þá leið að leita eftir fólki til að passa hús og dýr meðan á fríinu stendur. Ferðalög og flakk Leikdagur með pöndu AFP *Í Chengdu-rannsóknarstöðinni (www.panda.org.cn) íSichuan-héraði í Kína er að finna 50 risapöndur, en þar erunnið að verndun risapöndustofnsins sem nú telur aðeins2.000 dýr. Nú hefur verið tekið upp á þeirri nýbreytni aðgefa gestum kost á að leika við pöndurnar, gefa þeim ogbaða þær undir eftirliti dýrahirðis. Fyrir almenna heim-sókn í garðinn eru greiddar um þúsund krónur en fyrir leikdag með pöndu sem lúxusferðaskrifstofan Remote Lands skipuleggur þarf að reiða fram milljónir. Mars byrjaði á Rosenmontag eða Rósamánudeginum. Þá er hápunktur karnivalsins í þýskumælandi löndum Evrópu. Karnival-tímabilið byrjar 11.11, kl.11:11, ár hvert, og endar kl. 00:00 daginn sem fasta hefst eða á öskudaginn. Fólk á öllum aldri klæðir sig upp yfir tímabilið en síðustu dagana má m.a. sjá lækna, lögfræðinga og bankastarfsmenn í ýmiskonar búningum. Hér í Köln fer stærsta karnivalskrúðgangan fram en margir íbúar eru í karnival-félögum, sem ákveða árlega sinn búning í skrúð- göngunni. Fólk gengur eða stendur uppi á litríkum vögnum og hendir nammi eða blómum til áhorfenda. Við tókum þátt í ár, klæddum okkur upp í búninga og hittum vini nálægt endamörkum göngunnar. Lúðra- þytur og trumbusláttur heyrðist langar leiðir. Göngufólk var eflaust þreytt, enda fer skrúðgangan um 9 km vegalengd. Solveig Sara og Rannveig Sif Það er litríkt og mikið fjör þegar vagnar skrúðgöngunnar fara hjá. Fylgst með litríkri skrúðgöngunni. Rósamánudegi fagnað Solveig Sara, Rannveig og vinkona. PÓSTKORT F RÁ KÖLN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.