Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 55
skeið setið í stjórn Eddu fyrir
hönd Ólafsfells og þekkti því vel til
starfseminnar. „Ýmsum þótti við
djarfir að kaupa félagið en við töld-
um okkur sjá ýmsa möguleika,
einkum varðandi Disney-hluta
starfseminnar.“
Endurskipulagning
Tap var á allri starfsemi Eddu
nema Disney-útgáfunni þegar
bræðurnir tóku við félaginu og var
fyrsta verkefnið að „taka til“, eins
og Jón Axel orðar það. „Öll starf-
semin var endurskipulögð með það
fyrir augum að Disney yrði kjarn-
inn í okkar starfsemi, nýr forstjóri
ráðinn, Sæmundur Benediktsson
og nýr markaðsstjóri, María B.
Johnson. Við settum okkur það
markmið að verða Disney-fyrirtæki
á Íslandi. Lögð var áhersla á að
styrkja tekjustraumana þaðan.
Næsta verkefni var að borga niður
skuldir og auka sýnileika vöru-
merkisins. Þetta hefur gengið vel
og fljótlega fór starfsemin að lifna
við með tilheyrandi árangri á efna-
hag félagsins.“
Þökk sé Disney. Mikill kraftur
var settur í að byggja upp Disney
á Íslandi og víkka út starfsemina.
Auk hefðbundinnar útgáfu var
bryddað upp á nýjungum, svo sem
matreiðslubókum undir merkjum
Disney, sem orðnar eru þrjár og
hafa selst í meira en fimmtíu þús-
und eintökum. Af öðrum verk-
efnum má nefna tónleika með
Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mikka-
maraþon, ýmsa sumarleiki, jóla-
partí, matreiðsluþætti og vefsíðu,
sem ekki var til áður. Þá komu
Mikki mús og Andrés önd „sjálfir“
í heimsókn hingað í fásinnið.
„Ekkert af þessu hefði tekist ef
ekki hefði verið fyrir frábært
starfsfólk sem sumt hvert hefur
unnið hjá Eddu í yfir tuttugu ár.
Forstjóri Eddu útgáfu á Íslandi er
Sæmundur Benediktsson, en hann
hefur unnið hjá félaginu síðan 2010
og hefur leitt reksturinn af festu
og öryggi áfram síðan þá, þannig
að tímanum hefur verið vel varið í
vöruþróun og markaðssetningu fé-
lagins, segir Jón Axel.
Allt hannað á Íslandi
Á sama tíma hefur, að sögn Jóns
Axels, orðið mikil aukning í sölu á
Disney-vörum hérlendis og enda
þótt Edda komi ekki með beinum
hætti að því telur hann ekki ólík-
legt að „þetta sprikl í okkur“ hafi
þar áhrif. Edda er eini aðilinn sem
hefur leyfi til að framleiða Disney-
vörur á Íslandi en öðrum er vita-
skuld heimilt að flytja þær inn.
Öll hönnun fer fram hérlendis,
hvort sem það eru bækur, auglýs-
ingar eða umbúðir og hefur Garðar
Ólafsson veg og vanda af henni.
Mörg af þessum verkefnum eru
unnin í nánu samstarfi við Disney
á Norðurlöndunum.
Allt vakti þetta athygli höfuð-
stöðva Disney í Bandaríkjunum og
árið 2010 fékk Edda markaðs-
verðlaun fyrirtækisins.
Ýmis tækifæri hafa skapast á
síðustu árum, meðal annars út-
flutningur og sala á vörum til Evr-
ópu í samstarfi við stórar sölukeðj-
ur og matvælaþróun í Skandinavíu.
„Disney þekkir engin landa-
mæri,“ segir Jón Axel. „Sé hug-
myndin góð getur markaðurinn
hæglega verið stór. Risastór.“
Fyrsta bókin, Go Green, í þremur útgáfum. Efsta útgáfan varð fyrir valinu og þannig kemur bókin út vestra 22. apríl nk.
* „... markmiðið er að Edda komist íhóp fimm stærstu Disney-leyfishafa íBandaríkjunum á næstu árum. Þetta er
langtímaverkefni.“
Dæmi um bækur sem eru á þróunarstigi hjá Eddu með Ameríkuútgáfu í huga.
Þemun eru afmæli, vísindi, hárgreiðsla og töfrabrögð.
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
www.nortek.is Sími 455 2000
ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR
ÖLL HEIMILI
Nortek er með mikið af einföldum notenda-
vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði.
Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík
Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is
HEIMILISÖRYGGI
• Innbrotakerfi
• Myndavélakerfi
• Brunakerfi
• Slökkvikerfi
• Slökkvitæki
• Reykskynjarar