Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
Auður Albertsdóttir
audura@mbl.is
Ég hef mun lengur veriðhönnuður en tónlistar-kona, tónlistin er frekarnýtt fyrirbæri fyrir
mér,“ segir færeyska listakonan
Laila av Reyni sem er nú komin
hingað til lands til að taka þátt í
Litla Íslandstúrnum með hljóm-
sveitinni Sometime. Á túrnum munu
þau koma fram á þremur stöðum og
hefst hann í kvöld á Café Rósen-
berg við Klapparstíg klukkan 21. Á
morgun halda þau síðan á Akranes
þar sem þau halda tónleika í Gamla
Kaupfélaginu og svo verða þau á
Fjörukránni í Hafnarfirði á laug-
ardaginn. Þar verður svokallaður
„langur laugardagur“ sem felst í því
að það verður m.a. opið hús í Fjöru-
kránni frá klukkan 12 til 17 þar sem
Hönnun í Hafnarfirði, Norræna
ferðaskrifstofan og fleiri verða með
ýmiskonar uppákomur. Jafnframt
býður Birgir Enni upp á færeyska
fiskisúpu. Um kvöldið verður mikið
um dýrðir þar sem slegið verður
upp matarveislu og tónleikum á
Fjörukránni. Verður meðal annars
boðið upp á færeyska fiskisúpu,
Suðureyjalambasteik og smásmakk
af skerpu og hval.
Vill stjórna ferðinni
Þrátt fyrir að vera upprenn-
andi tónlistarkona sem gaf út plötu
á seinasta ári og er með aðra á leið-
inni í haust er Laila þekktari í
heimalandi sínu sem fatahönnuður
en tónlistarkona. „Ég hef alltaf ver-
ið viðloðandi hönnun. Móðir mín
Færeyjar eru helsti
innblásturinn
Í dag hefst Litli Íslandstúrinn þar sem færeyska tónlistarkonan Laila av Reyni er í
aðalhlutverki ásamt íslensku hljómsveitinni Sometime. Lailu er þó margt annað
til lista lagt og er þekktur fatahönnuður í heimalandi sínu. Birtist hönnun henn-
ar m.a. í Ungfrú heimi árið 2012 og hefur söngkonan kunna Eivör Pálsdóttir
einnig klæðst kjólum eftir Lailu.
Fatahönnun Hér sést Laila við saumavélina á heimili sínu í Kollafirði.
Ljósmynd/Álvur Haraldsen
Tónleikar Ásamt því að vera öflugur hönnuður gaf Laila út sína fyrstu
plötu á seinasta ári. Hún er með aðra plötu á leiðinni sem kemur í haust.
Færeyjar eru dásamlegar í alla staði,
það vita þeir sem þangað hafa komið.
Þessir nágrannar okkar taka líka æv-
inlega einstaklega vel á móti okkur
Íslendingum. Fyrir þá sem lítið vita
um Færeyjar en vilja fá snöggt yfirlit
á stuttum tíma, er tilvalið að fara inn
á vefsíðuna fararheill.is og haka við
áfangastaði og velja Færeyjar undir
Norðurlöndum. Þar er hægt að fræð-
ast um Færeyjar í tölum, um skondn-
ar staðreyndir eins og þá að hvergi í
Færeyjum er lengra en fimm kíló-
metrar að sjó. Á síðunni er líka
snöggsoðin saga þar sem m.a. kemur
fram að á miðöldum skiptu Færeyjar
sífellt meira máli sem miðstöð versl-
unar og þjónustu við sæfarendur
enda miðja vegu milli Skotlands, Nor-
egs og Íslands. Þurftu Danir að hafa
fyrir því að vernda eyjarskeggja fyrir
sjóræningjum og kaupmönnum ann-
arra þjóða.
Vefsíðan www.fararheill.is/afangastadir/nordurlond
Morgunblaðið/Ómar
Færeyjar Þangað er gott að koma og afar vinalegt bæði umhverfi og fólk.
Skerpukjöt þykir mikið góðgæti
Geðheilsustöð Breiðholts og Hugar-
afl standa að opnum fræðslufundi
fyrir almenning um helstu atriði sem
viðkoma geðheilsu á efri árum í dag
frá klukkan 17 til 19 í Árskógum 4.
Líney Úlfarsdóttir öldrunarsál-
fræðingur og Erik Brynjar Eriksson
geðlæknir halda bæði erindi um við-
fangsefnið. Einnig verða pallborðs-
umræður með Valgeiri Ástráðssyni,
presti í Seljakirkju, Ólöfu Margréti
Snorradóttur guðfræðingi, Báru Em-
ilsdóttur sjúkraliða og Þóreyju Dögg
Jónsdóttur, djákna og framkvæmda-
stjóra ellimálaráðs. Öll hafa þau
mikla reynslu í málefnum aldraða.
Endilega …
… kynntu þér
geðheilsu
Morgunblaðið/Ómar
Ganga Hjálpar sumum að létta lund.
Hagkaup
Gildir 03.- 06. apr verð nú áður mælie. verð
Holta kjúklingabringur 100%............................ 2.174 2.899 2.174 kr. kg
Holta leggir ferskir ........................................... 711 889 711 kr. kg
Ísfugl kalkúnasneiðar m.lemongras................... 1.539 2.199 1.539 kr. kg
Hagkaup veislu lambalæri................................ 1.819 2.598 1.819 kr. kg
Baguette ........................................................ 199 269 199 kr. stk.
Veronabrauð ................................................... 299 449 299 kr. stk.
Fjarðarkaup
Gildir 03.- 05. apr verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úrb. úr kjötborði............................ 1.198 1.598 1.198 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði.................................... 1.598 2.398 1.598 kr. kg
Fjallalambs lambalæri frosið ............................ 1.198 1.298 1.198 kr. kg
Fjallalambs lambahryggur frosinn ..................... 1.745 2.049 1.745 kr. kg
Ali bayonne skinka .......................................... 1.198 1.495 1.198 kr. kg
FK Hamborgarhryggur ...................................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg
Wagner piccolines smápitsur 3 teg ................... 1.998 2.498 1.998 kr. pk.
Fjallalambs súpukjöt frosið .............................. 739 858 739 kr. kg
Andrex wc 12 rl hvítur ...................................... 998 1398 998 kr. pk.
Páska ostakaka m/pipp súkkul. ....................... 998 1298 998 kr. stk.
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Golli
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
www.danco.is
Safnaðu
þeim öllum!
Fríhöfnin, helstu apótek og verslanir um land allt.
TM
UMBOÐSAÐILI:
Sölustaðir:
Fjarðarkaup, Vínberið, Bókabúð Máls og menningar,