Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520 bilajoa.is Stærstu skipulögðu glæpasamtök Japans, Yamaguchi-gumi, hafa hleypt af stokkunum eigin vefsíðu með tónlist og áróðri gegn fíkniefna- neyslu. Vefsíðan er tilraun samtak- anna til þess að hressa upp á ímynd sína og reyna að snúa við fækkun fé- lagsmanna. Á vefsíðunni má meðal annars sjá mafíósana undirbúa nýársgleði og hjálpa til við hreinsunarstarf eftir flóðbylgjuna árið 2011. Japanska mafían fæst við allt frá vændi til fjárkúgana og efnahags- brota. Samtökin eru hins vegar ekki ólögleg í Japan og hafa yfirvöld yf- irleitt umborið þau. Færri sækja hins vegar í mafíulífið og er talið að meðlimafjöldinn hafi í fyrsta skipti farið niður fyrir 60.000 á síðasta ári. Mafían í almanna- tengslaherferð Auglýsing Vefsíða Yamaguchi-gumi. JAPAN látist, fjórir karlar og tvær konur, fórst allt í borgunum Iquique og Alto Hospicio. Það lést þegar það varð fyrir hrynjandi veggjum eða fékk hjartaáfall, að sögn embættis- manna í Síle. Skemmdir urðu á þús- undum heimila og annarra bygg- inga í skjálftanum samkvæmt fyrstu athugunum í gær. Upplausnarástandið varð til þess að rúmlega þrjú hundruð konur sluppu úr kvennafangelsi í Iquique. Lögreglu- og hermenn leituðu þær uppi og hafði tekist að hafa hendur í hári um hundrað þeirra í gær. Síle er stærsti koparframleiðandi í heimi og tók verð á málminum stökk í gær í kjölfar hamfaranna. Engar fregnir hafa borist af skemmdum á koparnámum en ótti greip um sig á markaðnum um að framleiðsla mundi minnka vegna ringulreiðarinnar. Hundruð þúsunda flúðu heimili sín við ströndina  Risajarðskjálfti upp á 8,2 stig undan Kyrrahafsströnd Síle á þriðjudagskvöld AFP Tjón Fjöldi fiskiskipa í Iquique skemmdist, sökk eða skolaði á haf út í flóðbylgju sem fylgdi í kjölfar jarðskjálftans. Flóðbylgjan gekk hins vegar ekki langt upp á land og í gær virtist ekki mikið tjón hafa orðið af henni á landi. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Að minnsta kosti sex eru látnir eftir jarðskjálfta upp á 8,2 stig sem gekk yfir norðanverða Kyrrahafsströnd Síle á þriðjudagskvöld. Í kjölfarið gáfu yfirvöld út viðvörun vegna hættu á flóðbylgju fyrir alla strand- lengju landsins sem er rúmlega 4.300 kílómetra löng. Flúðu yfir 900.000 manns heimili sín þar í kjöl- farið. Flóðbylgjuviðvaranir voru einnig gefnar út í löndum Suður- og Mið-Ameríku við Kyrrahafsströnd- ina. Jarðskjálftinn reið yfir kl. 20.46 að staðartíma á sama tíma og marg- ir voru á leið heim frá vinnu. Hann átti upptök sín á um tíu kílómetra dýpi, um 86 kílómetra norðvestur af námuborginni Iquique samkvæmt upplýsingum bandarísku jarðfræði- stofnunarinnar. Umferðaröngþveiti skapaðist þegar sírenur byrjuðu að væla og fólki var skipað að koma sér á hærri grundu vegna hættu á flóðbylgju. Þúsundir manna höfðust við í hæðunum í kringum Iquique í fyrri- nótt á meðan þeir biðu þar til flóð- bylgjuviðvöruninni var aflétt. Öldur allt að rúmir tveir metrar á hæð gengu inn á land sums staðar og fylgdi rafmagnsleysi, eldsvoðar og aurskriður í kjölfarið. Fjöldi smærri eftirskjálfta mæld- ist aðfaranótt miðvikudags, sá stærsti 6,2 að stærð. Flóðbylgju- viðvöruninni var aflétt um tíu klukkustundum eftir að skjálftinn reið yfir. 300 fangar sluppu úr haldi Stjórnvöld lýstu því yfir að ham- faraástand ríkti í héruðunum Tara- paca, Arica og Parinacota og sendu hermenn þangað, að sögn til þess að koma í veg fyrir gripdeildir og ófrið líkt og braust út í kjölfar jarð- skjálfta upp á 8,8 stig sem reið yfir landið árið 2010. Fólkið sem staðfest er að hefur Mögulegt er að hulunni verði aldrei svipt af ástæðu þess að flugvél í flugi MH370 hvarf í byrjun mars. Ríkis- lögreglustjóri Malasíu, Khalid Abu Bakar, sagði í gær að sakamálarann- sókn á hvarfi vélarinnar gæti haldið áfram lengi enn. „Þegar rannsókninni lýkur er mögulegt að við vitum ekki einu sinni raunverulegu orsökina. Við munum jafnvel ekki vita ástæðuna fyrir slysinu,“ sagði lögreglustjórinn við fjölmiðlamenn. Hann sagði þó að lögreglan væri búin að hreinsa alla farþegana af grun um að hafa rænt vélinni, unnið skemmdarverk á henni eða þjáðst af geðrænum eða persónulegum vandamálum. Alls hefur lögreglan tekið 170 skýrslur af skyldmennum flugmann- anna og áhöfn vélarinnar auk þess sem farmurinn og matvælin sem voru um borð í vélinni hafi verið könnuð. Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, flaug til Ástralíu í gær til að ræða við þarlenda ráðamenn um leitina að braki úr vélinni. Leitar- svæðið í gær var um 221.000 ferkíló- metrar en lítið skyggni torveldaði leitina. Kafbátur breska sjóhersins hefur nú bæst í hóp skipa og flugvéla sem leita braksins. AFP Brakið Leitarflugvél leggur af stað frá Perth í leit að braki úr vélinni. Afdrif vélarinnar kannski aldrei ljós Nærri því fjórð- ungur evrópskra hunangsflugu- tegunda er í útrýmingar- hættu vegna loftslagsbreyt- inga og iðnaðar- landbúnaðar. Þetta er niður- staða rann- sóknar sem Evr- ópusambandið kostaði meðal annars. Alls er tæpur helmingur 68 tegunda hunangsflugna í hnignun í álfunni. Hunangsflugur gegna lykilhlut- verki í vistkerfinu því að þær bera frjókorn á milli plantna. Af fimm mikilvægustu frjóberum evrópskra plantna eru þrjár hunangsflugna- tegundir. Hunangsflugur í hættu í Evrópu Hunangsflugan í útrýmingarhættu. EVRÓPA Jarðskjálftinn sem reið yfir Síle á þriðjudagskvöld átti upptök sín á mörkum tveggja jarðfleka, Nazca- og Suður-Ameríkuflekans. Kyrra- hafið hvílir á Nazca-flekanum á þessu svæði en hann gengur undir Suður-Ameríkuflekann við strend- ur álfunnar. Það gerir þetta svæði eitt það jarðfræðilega virkasta í heimi. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að jarðskjálfti upp á 8,8 stig reið yfir við Maule, sunnar í Síle. Þá fórust um fimm hundruð manns og er talið að eignatjónið hafi numið um 30 milljörðum Bandaríkjadoll- ara. Svæðið þar sem skjálftinn nú átti upptök sín hefur verið tiltölulega rólegt undanfarin ár. Síðasti stóri jarðskjálfti sem átti sér stað þar var árið 1877. Hann var 8,8 stig og létust um tvö þúsund manns í hon- um. Eitt virkasta svæði í heimi UPPTÖKIN Á MÖRKUM TVEGGJA JARÐFLEKA Skemmdir af völd- um skjálftans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.