Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Sigmundur Davíð Gunnlaugssonforsætisráðherra leyfði sér að bregðast við nýrri skýrslu um lofts- lagsmál með því að benda á að þrátt fyrir að í skýrslunni kæmu fram dekkri spár en fyrr og að á heildina litið væru horfur neikvæðar, þá fæl- ust ákveðin tæki- færi í þessari þróun fyrir Ísland.    Sigmundur Davíðer langt því frá sá fyrsti sem bendir á að áhrif loftslagsbreytinga yrðu ekki hin sömu um allan heim. Og hann er ekki heldur fyrstur til að benda á að á norðurslóðum kunni að skapast tækifæri.    En af því að þetta var Sigmund-ur Davíð þá stukku ýmsir til og hófu vanstilltar og vanhugsaðar árásir. Látið var sem það væri mik- ið hneyksli að forsætisráðherra skyldi leyfa sér að sjá nokkurt tæki- færi í þessari stöðu.    Og ekki er annað að skilja á sum-um hinna vanstilltu en að það að nýta tækifæri sem skapist mögu- lega sé beinlínis rangt eða í það minnsta að um það megi ekki tala.    Sem er kannski mergurinn máls-ins. Að mati tiltekins hóps fólks er það að verða svo að ákveðnir menn mega helst ekki tjá sig og ákveðnar skoðanir mega helst ekki heyrast.    Og ef þær heyrast, þá fara þess-ar skoðanalöggur af stað og reyna að ráðast af nægilegri heift á viðkomandi til að hann láti sér það að kenningu verða og lúti eftirleiðis vilja hópsins.    Er ekki orðið tímabært fyrirunnendur málfrelsis að spyrna við fæti? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðanalöggurnar STAKSTEINAR Aðalfundur Samtaka ferðaþjónust- unnar, SAF, fer fram fimmtudaginn 10. apríl nk. og þá verður í fyrsta sinn sérstök kosning um nýjan for- mann samtakanna, sem stofnuð voru árið 1998. Tveir hafa lýst yfir fram- boði, þeir Grímur Sæmundsen, for- stjóri Bláa lónsins, og Þórir Garð- arsson, starfandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Iceland Excursions - Allra- handa ehf. Kjörnefnd bar að skila inn til- lögum að nýrri stjórn minnst tveim- ur vikum fyrir aðalfund en þar sem tveir lýstu yfir framboði til formanns stjórnar ákvað kjörnefnd að taka ekki afstöðu til þeirra heldur láta fara fram kosningu meðal fé- lagsmanna, að því er segir á vef SAF. Framboðsfrestur rennur út tveimur dögum fyrir aðalfund. Bæði Grímur og Þórir hafa að baki langa reynslu í ferðaþjónustu hér á landi, sem orðin er stærsta út- flutningsgrein þjóðarinnar. For- menn SAF hingað til hafa á einn eða annan hátt tengst stærsta fyrirtæki ferðaþjónustunnar, Icelandair og áð- ur Flugleiðum en frá 1998 hafa Steinn Logi Björnsson, Jón Karl Ólafsson og Árni Gunnarsson gegnt embættinu. Grímur og Þórir hafa gegnt ýms- um trúnaðarstörfum í þágu ferða- þjónustunnar, bæði innan SAF og Samtaka atvinnulífsins. Áherslur þeirra í formannskjörinu eru birtar á vef SAF. bjb@mbl.is Grímur Sæmundsen Þórir Garðarsson Kosið um formann í fyrsta sinn  Aðalfundur hjá SAF 10. apríl Veður víða um heim 2.4., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 4 skýjað Nuuk -10 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 20 heiðskírt Dublin 10 alskýjað Glasgow 7 alskýjað London 16 heiðskírt París 18 heiðskírt Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 18 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt Vín 18 léttskýjað Moskva 0 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 12 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 17 heiðskírt Winnipeg -11 heiðskírt Montreal 3 alskýjað New York 8 alskýjað Chicago 5 skýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:38 20:25 ÍSAFJÖRÐUR 6:38 20:35 SIGLUFJÖRÐUR 6:21 20:18 DJÚPIVOGUR 6:07 19:55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.