Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Hollar vörur úr náttúrunni Íslensk framleiðsla H-Berg efh | S. 565-6500 hberg@hberg.is | hberg.is NÝTT! ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Sími: 540 7000 • www.falkinn.is FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hvalaskoðun yfir vetrartímann hefur færst í vöxt síðustu ár en framboðið er mjög háð veðri og fjölda ferðamanna. „Við fórum einar 6-7 ferðir í desember og eitthvað svipað í janúar en ekki margar ferðir í febrúar, þá var leiðindaveður hvern einasta dag,“ segir Freyr Antonsson, fram- kvæmdastjóri Arctic Sea Tours á Dalvík, en fyrirtækið ákvað síðast- liðið vor að bjóða upp á ferðir all- an ársins hring. Freyr segir vertíðina hafa verið að lengjast en yfir vetrartímann sé fátt um ferðamenn. Hann segir það synd, því nóg sé að sjá. „Frá byrjun mars og fram í miðjan mars voru tvö- til þrjúhundruð höfrungar hérna og einn til tveir hnúfubakar að elta loðnu; mjög mikið líf og mikið show,“ segir hann. Hann segir nánast hægt að ganga að hnúfubaknum vísum all- an ársins hring en í fyrra sást til hans í 94% ferða. „Það spyrst út,“ segir hann. „Það eru fleiri aðilar farnir að kveikja á því að það er hægt að fara í Eyjafjörðinn alveg eins og Skjálfanda. Þessi svæði eru álíka góð og mjög góð á heimsvísu.“ Freyr segir vorið fara vel af stað og útlitið fyrir sumarið sé gott en fyrirtækið fór með alls 6.400 ferðamenn í hvalaskoðun 2013. „Ég held að um 14.000 manns hafi farið í hvalaskoðun í Eyjafirði í fyrra. Þá voru fjögur fyrirtæki að bjóða upp á hvala- skoðun. Árið áður voru þetta 7-8 þúsund, þannig að þetta er hell- ings aukning,“ segir hann. 80-200 ferðamenn á dag Elding í Reykjavík hefur boðið upp á hvalaskoðun yfir vetrartím- ann frá 2008. Rannveig Grétars- dóttir, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, segir vetrarútgerðina talsvert meira fyrirtæki en sumar- siglingarnar og á veðrið ekki síst- an þátt í því. Bátarnir eru færðir frá Reykjavík og milli hafna eftir þörfum, ýmist til Grindavíkur, Keflavíkur eða Sandgerðis, sem kallar á að farþegar séu fluttir á milli með rútum. Þá gerist það að hvalirnir láta hvergi á sér kræla. „Veturinn byrjaði frekar erfið- lega og ég held að það hafi aldrei verið eins lítið að sjá og í nóv- ember. En þetta er búið að vera alveg stórkostlegt síðustu vik- urnar, mikið af hvölum,“ segir hún en ástæðan fyrir aukningunni í dýralífinu er einföld. „Það bara kom loðna inn á flóann og henni fylgja alltaf hnúfubakar og meira líf. Og hrefnan er komin, þannig að við erum farin að sjá í hana.“ Rannveig segir hnúfubakinn það skemmtilegasta sem ferðamenn- irnir sjá en höfrungarnir koma einnig sterkir inn, sérstaklega þegar þeir eru tugir eða jafnvel hundruð. Hún segir aðsókn í ferð- ir hafa aukist um 35% milli ára frá áramótum en nóvember og desem- ber hafi verið lélegir. Að jafnaði hafi Elding siglt með 80-200 ferða- menn á dag í vetur, þegar veður leyfði. Ánægðari á veturna Rannveig segir athyglisvert að ferðamenn virðast almennt ánægðari með ferðirnar á veturna en á sumrin. „Það er kannski af því að vænt- ingarnar eru minni; þú ert að koma til Íslands að vetri til og það er snjór og þú ert kannski ekki að búast við því að sjá hval. Vænting- arnar eru kannski ekki eins og á sumrin, þegar það er sól og fullt af fólki,“ segir hún. Hún segir fólk þolinmóðara og alltaf jafn hissa. „Við finnum muninn á sumrin og veturna, kúnnarnir eru þakk- látari. Það er oft þannig að ef við sjáum ekki hvali þá bjóðum við fólki að koma aftur frítt og fólk nýtir sér þetta finnst mér meira á veturna. Því þá hefur það tíma, það er ekki eins mikið bókað. Það er ekki þetta prógram alla daga, það hefur séns á því að koma ann- an dag.“ Hvalaskoðun líka vin- sæl yfir vetrartímann Magnað Hnúfubakurinn er mikilfengleg skepna og stórkostleg upplifun að komast í návígi við dýrið. Höfrungavöður eru ekki síður tilkomumikil sjón. Ljósmynd/Arctic Sea Tours Návígi Vinsældir hvalaskoðunar við Eyjafjörð fara vaxandi og Arctic Sea Tours hyggst framvegis sigla árið um kring. Freyr segir sumarið líta vel út.  Nóg að sjá í Eyjafirði  Þakklátir og ánægðir ferðamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.