Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 40
Sony Center
Verslun Nýherja Borgartúni og Kringlunni / 569 7700
Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645
Spennandi framtíð
FERMING 2014
ACTIONCAM - SMÍÐUÐ FYRIRÆVINTÝRI
HDRAS30VB
• Full HD upptökuvél með Carl Zeiss Tessar linsu
• Sterkbyggð og vatnsheld (í köfunarhylki)
• Mögnuð hristivörn og GPS
• Bike eða Wearable Kit fylgir
VERÐ 64.990.-
POTTÞÉTTUR OGVATNSHELDUR XPERIA
SONY XPERIA Z ANDROID SNJALLSÍMI
• 5”TFT snertiskjár með HD upplausn
• 13 megapixla myndavél, LED flass
• HD videoupptaka
TILBOÐ 79.990.- VERÐ ÁÐUR 139.990.-
Fermingartilboð
79.990.-
Fermingartilboð
99.990.-
EINN SÁ SNJALLASTI Í HEIMI
SONY XPERIA Z1 ANDROID SNJALLSÍMI
• 4.3”TFT snertiskjár með HD upplausn
• 20.7 megapixla myndavél, LED flass
• HD videoupptaka
TILBOÐ 99.990.- VERÐ ÁÐUR 109.990.-
HÁRFÍN HLJÓMGÆÐI MEÐ NOICE CANCEL
MDRNC8
• 30mm hátalarar
• Noice Cancel þurrkar út utanaðkomandi hljóð
• Lengd kapals 1.2m
TILBOÐ 9.990.- VERÐ ÁÐUR 12.990.-
Fermingartilboð
9.990.-
www.sonycenter.is
smá
SONY CENTER
Í KRINGLUNNI
NÝ VERSLUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Þriðja undanúrslitakvöld Mús-íktilrauna fór fram þriðju-dagskvöldið 1. apríl en
reyndist hvorki gabb né grín. Sem
fyrr mátti sjá og heyra 11 hljóm-
sveitir og næstum jafnmargar tón-
listarstefnur voru einnig í boði.
Hljómsveitin Tuttugu úrHafnarfirði reið á vaðið og
spilaði poppaða raftónlist. Tuttugu
skartar framúrskarandi söngkonu,
en söngvari sveitarinnar ætti að
draga sig í hlé og einbeita sér að
gítarleik, þar sem hann var mjög
góður. Síðara lagið hljómaði mjög
vel og rafheimurinn sem þau sköp-
uðu var betur unninn þar.
Næst var Undir eins, semreyndist vera stórfurðulegt
saxófóndiskópopp og seinna lagið,
Til í það, settist á svæði á heilaberk-
inum sem virðist hafa verið skapað
sérstaklega til að geyma upplýs-
ingar um þessa tónlist. Stuðhvetj-
andi, en of langt og eldist illa.
Karmelaði lék dramatísktpopp. Þarna var um áhuga-
verða sveit að ræða, en helsti gall-
inn var hve mistilbúnir meðlimir
virtust vera. Á meðan trommarinn
sýndi mikla takta virtust söngari og
hljómborðsleikari eiga eftir að ná
landi. Íslenskir textar reyndust þó
hin besta skemmtun.
The Restless spilaði eitthvaðsem kalla mætti æfingarhús-
næðisrokk. Þeir hefðu gert betur í
að hvíla sig lengur og auka á þétt-
leika og samspil, því áhorfendur
fengu mjög hefðbundið æfing-
arhúsnæðisdjamm, sem á varla
heima á sviði.
Bad News úr Stykkishólmispilaði háskólarokk af fínustu
gerð. Mikið öryggi var í smáat-
riðum eins og röddunum og
trommuskreytingum en gítarleik-
ari virtist komast í hann krappan á
stöku stað. Það vantar herslumun-
inn, en þá gæti bandið líka orðið
rokna þétt og flott.
Síðust á svið fyrir hlé var Ringof Gyges, samvinnuverkefni
Reykjavíkur og Grindavíkur, sem
fluttu eitt progg-metal-verk sem
gítarleikarinn hafði unnið að í eitt
og hálft ár. Einhver einbeiting-
Ekkert aprílgabb
Morgunblaðið/Þórður
Ring of Gyges Salurinn valdi Ring of Gyges á þriðja undanúrslitakvöldi Músíktilrauna en dómnefnd kaus Tuttugu.
arskortur einkenndi þó þessa laga-
smíð, sem hljómaði eins og hlutar
úr 20 lögum og þegar tími kom á
flautusólóið keyrði um þverbak.
Meira er ekki alltaf meira, það þarf
að velja bestu kryddin í þessa
progg-súpu og elda hana svo.
David Blessing hóf leik eftirhlé og flutti hefðbundna raf-
tónlist með rapp-áherslum, sem
reyndist of hefðbundin. Gott flæði
vantaði í rödd sem sat illa á
trommulúppum í fyrra lagi. Þegar
Blessing var kominn í fíling í síðara
lagi og rapp gekk betur upp tók
maður eftir því að trommulúppan
var síendurtekinn hringur með litlu
uppbroti. Þarna er augljóslega þörf
á vorhreingerningu til að bæta
flæði og einbeitingu.
Þá var komið að Spútnik úrKópavogi sem spilaði Ibiza-
danstónlist. Tölvuklikk jók á stress
meðlima sem hafði áhrif á útkom-
una þegar tölvan loks hrökk í gang.
Sönglínur voru þó flottar en söng-
kona fór inn í sig og var hikandi, og
tölvugrunnar voru full-endurtekn-
ingarsamir.
Lotning var með bestu spila-mennsku kvöldsins, þétt og
flott indíband með tveimur gít-
arleikurum af sinn af hvoru kyni
sem léku sér að því að skapa flottan
rokkheim. Þar var bara einn galli á
gjöf Njarðar: Söngvarinn hafði
hætt með litlum fyrirvara. Það
heyrðist hvað lögin voru tómleg því
það var jú gert ráð fyrir söng, en til
hamingju krakkar með að kýla
bara á það að mæta samt og spila.
Fjarstýrð fluga úr Hvalfjarð-arsveit spilaði sveitalubba-
rokk með blautlegum bólfara-
textum. Þarna vantar að skilgreina
betur hvers lags hljómsveit þeir
ætla að vera. Er þetta grunge? Er
þetta pönk? Er þetta sveitaball? Er
þetta aprílgabb?
Síðust á svið var hljómsveitinAlkul frá Selfossi og það sem
vantaði upp á í spilamennsku var
mjög fagmannlega breitt yfir með
sviðsframkomu og stuði, sér-
staklega hjá bassaleikara og söngv-
ara sveitarinnar sem var rokkurum
alheims til mikils sóma þetta kvöld.
Niðurstaða þessa kvölds varað salurinn valdi Ring of Gy-
ges og dómnefnd kaus Tuttugu
áfram. Þá er einungis eitt undan-
úrslitakvöld eftir og spennan
magnast.
» Þar var bara einngalli á gjöf Njarðar:
Söngvarinn hafði hætt
með litlum fyrirvara.
Ibiza Spútnik úr Kópavogi spilaði Ibiza-danstónlist. Tölvuklikk jók á
stress meðlima sem hafði áhrif á útkomuna þegar tölvan loks hrökk í gang.